Alþýðublaðið - 14.01.1993, Side 2

Alþýðublaðið - 14.01.1993, Side 2
Ungir jafnaðarmenn 2 Ungir jafnaðarmenn HVERFISGÖTU 8-10 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 91-29244 - FAX 91-629244 Útgefandi: Samband ungra jafnaöarmanna Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Stefán Hrafn Hagalín og Ingvar Sverrisson Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. LOKSINS, LOKSINS...EES! Loksins hefur samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði hlotið samþykki Alþingis. Eftir málþóf stjómarandstæðinga varð því ekki lengur frestað að ganga á hólm og afgreiða málið. Þetta þýðir, að á sumri komanda mun líta dagsins ljós einn opinn markaður 380 milljóna manna, sem nær allt frá Norður-íshafi til Miðjarðarhafs. Hann gefur færi á eflingu atvinnu og viðskipta í Vestur-Evrópu, öll- um til hagsbóta. Samþykki EES-samningsins gefur tilefni til að lofa og þakka þeim, sem drýgstan þátt áttu í gerð hans. í því efni er þáttur Alþýðu- flokksins góður. Einn flokka hefur hann haldið haus allan tímann og ekki lagst niður á sama plan tækifærismennsku og Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokkur og reyndar Sjálfstæðisflokkur á fyrra kjörtímabili. En samningurinn markar ekki „The End of History“, svo vísað sé til þekkts bókarheitis Japanans Francis Fukuyama. Karl Steinar Guðnason alþingismaður hefur bent á, að það væri glapræði að ganga ekki á lagið nú og sækja um aðild að Evrópubandalaginu, í flokki með hinum EFTA-ríkjunum. Karl Steinar hrósaði einmitt í þeirri yfirlýsingu sinni á Alþingi ungum jafnaðarmönnum fyrir framsýni og dug. En við höfum ár- um saman hvatt til þess að ísland sækji um aðild að EB. Bæði utan- ríkisráðherra og forsætisráðherra hafa ýjað að því sama. Þeir hafa bent á, að einmitt nú, sem aldrei fyrr, gæti gefist tækifæri til að ná góðum samningi við EB í samfloti með Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð. Það er nefnilega svo, að þó að EES-samningurinn sé mikið heilla- spor, þá kann að þurfa meira til og líklega endist hann skemur en margir ætla. Má þá telja víst, að áhrif okkar muni verða meiri inn- an EB en utan. Það gæti orðið harla napurt hlutskipti fyrir Alþingi, ef það hefði lítil áhrif á mótun lagasetningar í Brussel. Þá er senni- legt að neitunarvald íslands gagnvart lögum frá bandalaginu verði meira í orði en á borði. Það, sem eftir stendur er, að við höfum meðtekið 95% af því sem EB stendur fyrir, en viljum ekki fá vald til að móta lagasetningu innan þess! Allar líkur eru nefnilega á því, að við komum til með að hafa meira sjálfræði innan EB en í EES, hvað þá ef við værum ut- an þeirra beggja. / I nýlegu sérhefti tímaritsins The Economist, sem ber heitið The World in 1993, er spáð í það hverjir muni fá inngöngu í EB á þess- um áratug. Spádómur tímaritsins er eftirfarandi: Fyrstir verða Aust- urríkismenn, Finnar og Svíar, en þeir fá inngöngu 1995-6; því næst Sviss (spáin var gerð fyrir þjóðaratkvæði Svisslendinga um EES) og Noregur 1996-7; þar næst Ungverjaland, Tékkneska lýðveldið, Pólland, Slóvakía og Tyrkland 1998-9; og að síðustu Malta, Kýpur og ísland árið 2000. Ef þessi spádómur The Economist rætist mun mikið vatn renna til sjávar áður en ísland gerist aðili að EB. Biðlar EB eru margir og stórir og þrýsta mjög á um fulla aðild. Við þessu geta Brussel-menn ekki skellt skollaeyrum. EES er því engin endastöð fyrir ísland. Það er því hlutverk núverandi ríkisstjómar að glutra ekki niður tækifærum okkar heldur grípa gæsina meðan hún gefst. Kjartan Emil Sigurðsson - formaður utanríkismálanefndar SUJ Fimmtudagur 14. janúar 1993 ÞÓRSMERKURFERÐ SUJ 9.-11. JÚLÍ1993 Framkvæmdastjórn Sam- bands ungra jafnaðarmanna tók sig til á dögunum og pantaði 40 manna skála í Þórsmörk helgina 9.-11. júlí næsta sumar. Skálinn er í eigu Austurleiðar hf. og munu þeir sjá um að selflytja unga jafnaðarmenn á staðinn gegn vægu gjaldi. Helgin í skál- anum, plús ferðir fram og til- baka (Reykjavík/Þórsmörk), mun kosta hvern SUJ-ara um það bil 3.500 krónur og eru þeg- ar farnar að streyma inn pantan- ir. Ef góð þátttaka verður er hugsanlegt að bæta við svefn- plássum í öðrum skála Austur- leiðar hf. á staðnum. SUJ-arar munu þessa helgi eiga þess kost að sýna sig og sjá aðra og halda upp á EES-samninginn (hann mun taka gildi þann 1. júlí 1993) með pompi og prakt í fögrum fjallasal. Varðeldar, grillveislur og...., (uhmmm!). Sem sagt mikil gleði og glaumur í góðra vina hópi. Þetta er frábært tækifæri til að taka sér al- gjört frí frá pólitíkinni og væntan- lega mun sólin leika um SUJ-ara á einum fegursta stað landsins, Þórs- mörk Það er von okkar í framkvæmda- stjóm SUJ að allir sem vettlingi geta valdið láti sjá sig og taki þátt í hinum mikla unaði sem hátíðar- hugsjónir jafnaðarmanna og nátt- úra landsins munu ná að skapa í anda evrópskrar sameiningarhug- sjónar. Eitt orð í viðbót um þessa fræknu Þórsmerkurferð SUJ: SKYLDU- MÆTING! IS Ekkert sumarhlé hjá SUJ A fundi framkvæmdastjómar SUJ síðastliðinn laugardag var það ákveðið að reynt yrði í sumar að koma í veg fyrir að starfíð leggðist gjörsamlega niður yfir sumarið eins og ávallt hefur gerst. Það er vitaskuld ófært að starfsár SUJ sé einungis 7-8 mánuðir vegna ein- hvers óskilgreinds sumardofa. Pól- itíkin er lífið sjálft, flest sem við segjum og gemm, óháð flokkspól- itískum línum. í því skyni að hrista upp í lands- lýð og SUJ næsta sumar er líklegt að fundir og/eða ráðstefnur mál- efnanefndanna muni halda áfram yfir sumarmánuðina. Einnig kemur þar Þórsmerkurferð SUJ inn í dæmið. Væntanlega verður farið eitthvað út á landsbyggðina í sumar og þá í þeim tilgangi að stofna ný félög þar sem engin em og enn fremur verð- ur eitthvað um funda- og ráðstefnu- höld sem ekki tengjast málefna- nefndunum beint. Stjórn- málaskól- inn gang- settur á nýjan leik! Ungir jafnaðarmenn verða væg- ast sagt á ferð og flugi um landið nú í vetur og langt frarn á sumar. Nú í janúar fer stjómmálaskóli fræðsluráðs Alþýðuflokksins og Sambands ungra jafnaðarmanna í gang á nýjan Íeik. Verða dagsem- ingar og áætlaðir skólastaðir aug- lýstir síðar. Fundaröð á vegum mál- efnanefnda SUJ Það er af öðmm áformuðum uppákomum helst að frétta að ráð- gert að málefnanefndir SUJ standi fyrir stómm fundum eða jafnvel ráðstefnum að minnsta kosti einu sinni í mánuði fram á næsta haust. Mun þar hver nefnd sjá um einn mánuð í senn. Ekkert hlé verður þar gert á í sumar! UTANRIKISMALANEFND SAMBANDS UNGRA JAFNAÐARMANNA Utanríkismálanefnd SUJ auglýsir eftir umsóknum ungra jafnaðarmanna í eftirtaldar tvœrferðir semfarnar verða á vegum Sambands ungra jafnaðarmanna nú á nœstunni. (A) 12.-13. febrúar: Finnland - Helsinki. miðstöðinni sem staðsett er í Strasbourg og verða allar ferðir, fæði og húsnæði greitt 100 %. Þátttak- Ráðstefna Norðurlandasambands ungra jafnað- endur SUJ verða tveir, af sitthvom kyninu. armanna (FNSU) um málefni Eystrasaltslandanna. Ráðstefnan verður haldin í Eystrasaltsmiðstöð- inni í Kellokoski og verða allar ferðir, fæði og hús- næði greitt 75 %. Þátttakendur á vegum SUJ verða þrír, tvær og einn eða ein og tveir. (B) 7.-14. mars: Frakkland - Strasbourg. Ráðstefna á vegum Aljrjóðasambands ungra jafnaðarmanna (IUSY). Yfirskrift ráðstefnunnar er: „í ÁTT TIL SAMEVRÓPSKRAR MENNTA- STEFNU - MARKMIÐ & LEIÐIR“. Ráðstefnan verður haldin í Evrópsku Æskulýðs- ATHUGIÐ! Frestur til að skila inn umsókn- um rennur út föstudaginn 22. janúar. Utanrík- ismálanefnd SUJ mun velja úr þeim umsóknum sem berast. ATHUGIÐ! Umsóknum ber að skila inn munnlega til framkvæmdastjóra SUJ, Stefáns Hrafns Hagalín, á skrifstofu SUJ, sími 91- 29244. Hjá honum er einnig hægt að fá allar frekari upplýsingar um báðar ferðirnar (verð, ferðir o.s.frv.).

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.