Alþýðublaðið - 14.01.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.01.1993, Blaðsíða 3
Ungir jafnaðarmenn Fimmtudagur 14. janúar 1993 3 Samband ungra jafnaðarmanna: FRAMKVÆMDASTJÓRN SUJ 1992-1994 -Kynning á þeim ungu jafnaðarmönnum sem 7. nóvember árið 1992 voru kosnir affulltrúum á 40. þingi SUJ til að sitja íframkvœmdastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna nœstu tvö árin. Sigurður Pétursson - formaður SUJ 34 ára sagnfræðingur og kennari við fjöl- brautaskólann Flensborg í Hafnarfirði (FUJ- Reykjavík). Sigurður býr við Framnesveg í Reykjavík, en er fæddur og uppalinn á ísafirði. Hann er giftur Ólínu Þorvarðardóttur borgarfulltrúa og eiga þau fjögur böm. Sigurður var endurkjörinn sem formaður SUJ á síðasta þingi þess en hann hefur gegnt því emb- ætti síðan á 39. þingi SUJ árið 1990. Magnús Hafsteinsson - gjaldkeri SUJ 34 ára framkvæmdastjóri hjá eigin verktaka- fyrirtæki (FUJ- Hafnarfirði). Magnús býr við Þúfubarð í Hafnarfirði en er fæddur og uppalinn í Keflavík. Unnusta hans er Hrefna Kristjánsdóttir og eiga þau eitt bam. Magnús telst varla til nýliða í starfinu því hann var virkur í SUJ og Félögum ungra jafnaðar- manna í Hafnarfirði og Keflavík í eina tfð. Hann kom aftur til starfa snemma á þessu ári. Nýliði í framkvæmdastjóm. Benóný Vaiur Jakobsson - formaður stjórnmála- og verkalýðsnefndar SUJ 24 ára matreiðslunemi hjá Pizzahúsinu (FUJ- Reykjavík). Benóný Valur býr við Blómvallagötu í Reykja- vík, en er fæddur og uppalinn á Húsavík. Unnusta Benónýs Vals er Fríða Sjöfn Lúðvíksdóttir. Benóný Valur hefur verið virkur í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í nokkur ár. Hann er núverandi forseti málstofu félagsins um borgar- mál. Nýliði í framkvæmdastjóm. Magnús Árni Magnússon varaformaður SUJ 24 ára nemi í heimspeki við Háskóla Islands (FUJ-Kópavogi). Magnús Ámi býr við Skólatröð í Kópavogi og hefur búið þar frá fæðingu. Hann er giftur Sigríði Björku Jónsdóttur. Magnús Ámi hefur starfað innan SUJ í fjölda- mörg ár. Hann var formaður Félags ungrajafnað- armanna í Kópavogi í nokkur ár og formaður ut- anríkismálanefndar SUJ í þrjú ár, 1988 - 1990 og 1991 - 1992. Magnús Ámi sat í framkvæmda- stjóm SUJ 1986 - 1988 sem meðstjómandi. ína Björk Hannesdóttir meðstjórnandi SUJ 20 ára nemi við Menntaskólann í Reykjavík (FUJ-Keflavík). ína Björk býr við Sogaveg í Reykjavík en er fædd og uppalin í Keflavík. Unnusti hennnar er Eðvarð Ólafsson. fna Björk er ein af þeim sem endurreistu Félag ungra jafnaðarmanna í Keflavík árið 1990 og er þar nú formaður. Nýliði í framkvæmdastjóm. Steinn Eiríksson formaður umhverfismálanefndar SUJ 27 ára iðnrekstrarfræðingur hjá Sindra hf. (FU J - Austurlandi). Steinn býr við Vesturgötu í Reykjavík, en er fæddur og uppalinn á Fáskrúðsfirði. Steinn er einn af þeim sem stofnuðu Félag ungra jafnaðannanna á Austurlandi árið 1992 og er þar formaður. Steinn kom inn í starfið fyrir hálfu öðru ári. Nýliði í framkvæmdastjóm. Ingvar Sverrisson ritstjóri málgagna SUJ 22 ára nýstúdent ffá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (FUJ- Reykjavík). ingvar býr við Eyjabakka í Reykjavík, hann er fæddur og uppalinn í borginni. Unnusta hans er Hólmfríður Björk Óskarsdóttir. Ingvar er tiltölulega nýkominn inn f starfið en hefur þó starfað nokkuð innan Félags ungra jafn- aðamianna í Reykjavík. Nýliði í framkvæmda- stjóm. Bolli Runólfur Valgarðsson meðstjórnandi SUJ 31 árs íslenskufræðingur, starfar hjá Kynningu og Markaði hf. (FUJ-Reykjavík). Bolli Runólfur býr við Barónsstíg í Reykjavík, en er fæddur og uppalinn í Hveragerði. Unnusta hans er Soffía Huld Friðbjamardóttir. Bolli Runólfur hefur starfað í nokkur ár í Fé- lagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og er þar nú formaður. Hann gegndi embætti ritstjóra mál- gagna SUJ í eitt ár, 1991 - 1992. Kjartan Emil Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar SUJ 22 ára nerni í stjómmálafræði við Háskóla ís- lands (FUJ- Reykjavík). Kjartan Emil býr við Raufarsel í Reykjavík og er fæddur og uppalinn í borginni. Kjartan Emil hefur verið virkur í Félagi ungra jafnaðamianna í Reykjavík um nokkurt skeið og situr nú þar í aðalstjóm. Nýliði í framkvæmda- stjóm. Jón Þór Sturluson - ritari SUJ 22 ára nemi í hagfræði við Háskóla Islands (FUJ-Vesturlandi). Jón Þór býr við Eggertsgötu í Reykjavík, en er uppalinn í Stykkishólmi. Unnusta hans er Anna Sigrún Baldursdóttir. Jón Þór er einn af þeim sem stofnuðu Félag ungra jafnaðarmanna á Vesturlandi árið 1991. Var endurkjörinn sem ritari SUJ á síðasta þingi þess og er þetta annað kjörtímabil hans í því emb- ætti. Sigþór Ari Sigþórsson formaður menningar- og menntamála- nefndar SUJ 24 ára nemi í verkfræði við Háskóla íslands (FUJ-Hafnarfirði). Sigþór Ari býr við Smárahvamm í Hafnarfirði og er fæddur og uppalinn þar í bæ. Unnusta hans er Þjóðbjörg Gunnarsdóttir. Sigþór Ari hefur verið virkur í starfinu til fjölda ára og er nýendurkjörinn formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Nýliði í fram- kvæmdastjóm. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri SUJ 21 árs framkvæmdastjóri SUJ og aðstoðar- maður framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins (FUJ-Kópavogi). ■ Stefán Hrafn býr við Skipasund í Reykjavík en er uppalinn á Akureyri. Unnusta hans er Hildur Björk Sigbjömsdóttir. Stefán Hrafn á einn son. Stefán Hrafn byrjaði að starfa innan SUJ upp úr miðjum síðasta áratug og hefur gegnt fjölmörgum embættum. Er nú fonnaður Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.