Alþýðublaðið - 14.01.1993, Síða 4

Alþýðublaðið - 14.01.1993, Síða 4
I I Unqir jafnaðarmenn Samlíf: Fimmtudagur 14. janúar 1993 13 gullvægar reglur - Reglugerð um hegðun fyrir karla í sambúð við konur komin út Eftirfarandi reglugerð barst nú á dögunum inn á borð til ritstjóra SUJ-blaðsins. Tilkoma hennar hlýtur að vera mikið gleðiefni þvífólki sem hingað til hefur ekki haft sambœrilega reglugerð til að styðjast við í blíðu og stríðu samlífsins. Það er von okkar ungra jafnaðarmanna að hún nýtist fólki vel og eigi eftir að bœtaýmsa sambúðina. Þess ber að geta að enginn ráðherra Sjálfstœðisflokksins kom nálœgt smíði hennar og hún þarfnast ekki samþykktar forseta lýðveldisins til að taka gildi... KVIK HUGMYNDIR Kmk hefur mörg gód spil á hendi, þegar þú þarft a<) velja þér nýtt eldhús. Littu í verdlistann og fá<)u innblástur og hugmyndir um nýja eldhúsid þitt. Eldhús Baðherbergi Fataskápar pvottahús € Hvorki fleiri né færri en 7 af hinum vinsælu stíltegundum í eldhús finnast líka fyrir baðherbergi, svo þú hefur góða möguleika á að halda sama stíl í íbúðinni. Ef þig vantar skápa hefur Kvik lika lausnina, t.d. fataskápa fyrir svefnherbergi og forstofu. Osfifó BETRA ELDHÚS, LÆGRA VERÐ! REGLUGERÐ Í13LIÐUM UMHEGÐUN KARLA ÍSAMBÚÐ VIÐKONUR REGLA1. Konan semur að sjálfsögðu allar reglur og skal vitaskuld framfylgja þeim eins og henni sýnist út í ystu æs- ar. REGLA2. Enginn karl getur mögulega kunnað allar reglumar. REGLA 3. Ef konan grunar karlinn um þá höf- uðsynd að kunna allar reglumar, þá hefur hún fullt vald til að breyta þeim. REGLA 4. Konan hefur undantekningalaust alltaf rétt fyrir sér. REGLA 5. Ef svo ólíklega vill til að konan hef- ur rangt fyrir sér, þá er það vegna mis- skilnings sem skapast hefur vegna ein- hvers sem karlinn sagði eða gerði. REGLA 6. Ef regla 5 einhvem tímann á við, þá ber karlinum að biðjast afsökunar sam- stundis vegna þess misskilnings sem hann hefur valdið og er því auðvitað al- farið honum að kenna. REGLA 7. Konan hefur fullt leyfi til að skipta um skoðun hvenær sem henni þóknast og vegna hverrar þeirrar ástæðu sem henni sýnist góð og gild. REGLA 8. Karlinn má undir engum kringum- stæðum skipta um skoðun á nokkmm hlut nema að undangengnu skriflegu umboði konunnar til þess atama. REGLA 9. Konan getur verið í uppnámi, reið og/eða pirrnð, hvenær sem er og án nokkurrar uppgefmnar ástæðu. REGLA10. Karlinum ber ávallt að viðhalda stó- ískri ró og fullkomnu andlegu jafn- vægi, nema þegar konan æskir þess að hann sé í uppnámi, reiður og/eða pirr- aður. REGLA 11. Konunni ber ekki að láta karlinn vita af því fyrirfram hvort eða hvenær henni þóknast að hann sé í uppnámi, reiður og/eða pirraður. REGLA12. Ef konan þjáist af fyrirtíðaspennu, þá geta reglumar eðlilega breyst hve- nær sem er án nokkurs fyrirvara. REGLA 13. Ef karlinn brýtur eða vanvirðir ein- hveija af hinum 13 reglum fyrir hegð- un karla í sambúð, þá hefur konan full- an rétt til að refsa honum með því svipta hann öllum þeim sérstöku for- réttindum sem karlar njóta eins lengi og henni þykir hæfilegt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.