Alþýðublaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. febrúar 1993 FRÉTTASKÝRING: HRAFN JÖKULSSON Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í Hafnarfirði - Skeytin flugu milli Jóhanns Bergþórssonar og Þorgils Ottars á bœjarstjórnarfundi. Prófkjörsslagur í uppsiglingu Jóhann Bergþórsson oddviti sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði hirti Þorgils Ottar Mathiesen, flokksbróður sinn, á fundi bæjarstjómar Hafnarfjarðar í fyrrakvöld fyrir andstöðu Þorgils við því að reisa nýjan miðbæjarkjama sam- kvæmt gildandi skipulagi. Þorgils Ótt- ar svaraði í sömu mynt og sagði Jóhann „ómálefnalegan". Heimildarmaður úr röðum sjálfstæðismanna í Hafnarfirði kvaðst álíta að í uppsiglingu væri hörð keppni Jóhanns og Þorgils Óttars um fyrsta sætið á lista flokksins í næstu bæjarstjómarkosningum. Jóhann var þungorður á fundinunt í garð „niðurrifsmanna“ og lagði þunga áherslu á að nauðsynlegt væri að hraða framkvæmdum til að efla atvinnulífið í bænum. Hann sagði að lítið þýddi að setja sig sífellt upp á móti málum en hafa síðan ekkert frant að færa og eng- ar tillögur um úrbætur. Þorgils Óttar var ekki ánægður með málflutning Jóhanns og sakaði hann um að vera ómálefnalegur, og líkti honum við Guðmund Ama Stefánsson bæjarstjóra í þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn er þverklofmn í afstöðu sinni til byggingar nýs mið- bæjarkjama í Hafnarfirði en nokkur styrr hefur staðið um stærð og útlit hússins sem þó er enn ekki komið af hönnunarborðinu. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Bergþórs- son og Ellert Borgar Þorvaldsson, hafa lýst yfir fullum stuðningi við fyrirhug- Þorgils Óttar. Gamli landsliðsfyrirliðinn skaut föstum skotum á Jóhann Bergþórs- son, fyrirliða sjálfstæðismanna í Hafnar- firði. Agreiningur þeirra um miðbæ Hafnarfjarðar gefur tóninn fyrir próf- kjörsslag sjálfstæðismanna. aðar framkvæmdir en Þorgils Óttar og fjölskylda hans eru þeim andvíg. „Eg hef lagt til að þessar byggingar verði endurskoðaðar," sagði Þorgils Óttar í samtali við Alþýðublaðið. „Menn hafa haldið því fram að ég og Magnús Jón (bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalags) séum andvígir atvinnuupp- byggingu. Jóhann Bergþórsson er ekki á móti þessari byggingu.“ Þorgils Óttar staðfesti að hann ætlaði að gefa kost á sér áfram í næstu bæjar- stjómarkosningum. Aðspurður um hvort hann ætlaði að freista þess að ná fýrsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokks- ins af Jóhanni Bergþórssyni, sagði Þor- gils: „Eg hef ekki hugleitt það mál. Ég tel ekki rétt að gefa neina yfirlýsingu um það núna.“ Jóhann Bergþórsson sagðist í sam- tali við Alþýðublaðið „ekki kannast við að hafa verið ómálefnalegur. Við Þor- gils Óttar höfunt misjafnan fegurðar- smekk. Mín vegna mætti þetta hús vera hærra.“ Jóhann sagði að alvarlegt atvinnu- ástand í Hafnarfirði kallaði á tafarlaus- ar aðgerðir. „Nú em 400 ntanns at- vinnulausir í bænum. Mér reiknast svo til að það snerti tólf til sextán hundruð manns. Það eru 10% bæjarbúa. Mér fannst ástæða til að vekja athygli á því.“ Jóhann sagðist ekki gera ráð fyrir öðm en hann gæfi kost á sér í komandi bæjarstjómarkosningum. Þegar hann var spurður hvort hann teldi að þeir Þorgils Óttar myndu takast á um efsta sætið sagði hann: „Ég skal ekkert um það segja. Ég er ekki í neinum próf- kjörsslag. UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA - Verkefnin framundan - mjhfty ' V' Akureyri Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og ■ 1' \ jl Sigbjörn Gunnarsson 1 ■ alþingismaður verða á opnum fundi á Hótel KEA Akureyri laugardaginn 13. febrúar kl.20.30. Allir velkomnir KJl Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA - Verkefnin framundan - Reyðarfjörður Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráö- herra og Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður veröa á opnum fundi í Félagslundi Reyðarfirði sunnudaginn 14. febrúar kl.20.30. Allir velkomnir Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands 3 AUGLÝSING UM STYRKI TIL RANNSÓKNA OG ÞRÓUNARVERKEFNA Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasam- bands íslands auglýsir styrki til kennara sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum eöa öörum umfangsmiklum verkefnum í skólum skólaárið 1993-1994. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kennarasambands íslands, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Umsóknir sendist skrifstofu Kennarasambands íslands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 1993. PATRIKSFIRÐINGAR ATHUGIÐ! Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður verða með viðtalstíma á skrifstofu Patrekshrepps, Aðalstræti 63, föstudaginn 12. febrúar frá kl. 17 til 19. Pantið tíma í síma 1221. Þau verða síðan á almennum stjórnmálafundi um kvöldið kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA - Verkefnin framundan - Patreksfjörður Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir formaður félagsmálanefndar Alþingis, verða á opnum fundi á Patreksfirði, föstudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir Alþýðuflokkurinn Jafnaðarmannaflokkur íslands UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA - Verkefnin framundan - Húsavík Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Sigbjörn Gunnarsson alþingismaður verða á opnum fundi í Félagsheimilinu Húsavík sunnudaginn 14. febrúar kl.20.30. Allir velkomnir Alþýöuflokkurinn Jafnaðarmannaflokkur íslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.