Alþýðublaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 4
Skreytingar við oíí tæíqfæri.
Öpið a(ía laga til £(, 22
STEFANSBLOM
SKIPHOLTI 50 B — SlMAH 610771 & 10771
MMBLMO
Gœöaflísar
á góðu verði
Wm
Stúrhöfða 17, viO (íullinhru - simi 67 4« 44
„Hver skíthællinn upp
al öðrum við stjórnina"
- segir Lárus Einarsson, byggingameistari, sem kœrði SH- verktaka - hann segir SH-verktaka hafa
stundað óeðlilega viðskiptahœtti við gerð ferjulægis Herjólfs
„Hér var um að ræða hreinan
þjófnað, þeir stálu frá mér nærri 6
milljónum króna“, sagði Lárus Ein-
arsson, byggingameistari í Mosfells-
bæ, þegar Alþýðublaðið ræddi við
hann í gær um viðskipti hans við SH-
verktaka. Hann segir að Vita- og
hafnamálaskrifstofan hafi í góðri trú
afhent fulltrúa SH-verktaka 6 millj-
ón króna ávísun vegna stálþils sem
hann hafi alfarið annast um að
kaupa og setja upp í Þorlákshöfn við
ferjulægi Herjólfs á síðasta sumri.
Lárus Einarsson segir að fyrirtæki
hans hafi tekið að sér í janúar á síðasta
ári ásamt SH-verktökum og Sveinbirni
Runólfssyni, byggingameistara, að
annast framkvæmdir við aðstöðu Her-
jólfs í Þorlákshöfn og í Eyjum og var
það verk unnið á síðasta sumri og því
skilað á tilsettum tíma.
Þannig æxlaðist til að fulltrúar SH-
verktaka önnuðust um að mæta á hönn-
unarfundum vegna verksins hjá fulltrú-
um Vita- og hafnamálaskrifstofunnar.
Upp kom sú staða að í skyndingu varð
að fá stálþil til Þorlákshafnar þar sem
ekki reyndist unnt að steypa hluta brú-
arstæðisins vegna legu klapparinnar.
Þetta tók Lárus Einarsson að sér og
tókst að fá þilið með hraðafgreiðslu frá
Lúxembúrg í gegnum Sindrastál.
,,Eg annaðist um allt þetta verk,
flutninga, greiðslu til framleiðandans,
og rak sjálfur niður stálþilið. Verkið
kostaði 6 milljónir króna og reyndar
gott betur“, segir Lárus.
Ekki stóð á greiðslu frá Vita- og
hafnamálum, hún var afhent fulltrúa
SH-verktaka, sem menn litu á sem
einskonar „sponsor" eða aðalverktaka
fyrir verkið. Lárus segir hinsvegar að
verulegar breytingar haft átt sér stað á
verktímanum á hlutdeild hvers verk-
taka fyrir sig, þannig hafi hann tekið að
sér stálþilið sem ekki var inni í mynd-
inni í upphafi verks. Þar átti að koma
steypt þil sem SH-verktakar áttu að
annast um.
Vonlítið reyndist fyrir Lárus að inn-
heimta útlagðan kosmað sinn fyrir stál-
þilið. Hann kom að lokuðum dyrum
hjá SH-verktökum, sem lagt höfðu
ávísunina inn á sína bankareikninga.
Lárus segir að SH-verktakar hafi jafn-
vel nýtt sér innskatt Virðisaukaskatts-
ins, sem honum bar þó að fá.
„Það er alveg Ijóst að á þessum tíma
Samningur kúabœnda og slátuiieyfishafa
Útflutningur til
að halda uppi
verði hér á landi
vissu þeir hjá SH- verktökum að þeir gátu um mitt ár í fyrra sýnt fram á góða
voru að fara á hausinn. Hvemig þeir stöðu er flestum hulin ráðgáta og hljóta
Vel veðsettur byggingakrani
11,4 millión króna veð
- á tæki sem selst kannski á milljón
Þessi bílkrani af Choles-gerð er ein af eignum þrotabús SH-verktaka. Hann stendur nú
við nýbyggingu Hampiðjunnar hf. við Bíldshöfða í Reykjavík, verki sem SH-verktök-
um auðnaðist ekki að Ijúka við. Þetta er að sjálfsögðu hið besta tæki. En varla ber það
5,7 milljón króna veð, - og það tvöfalt! Málið er það að Sjóvá-Almennar hf. eiga veð í
tæki þessu, og það furðulega, einhver annar aðili, við vitum ekki hver, hefur einnig
eignast veð í þessari sömu vinnuvél. Verktakar sem blaðið ræddi við í gær sögðu það af
og frá að meta Choles- kranann á 5,7 milljónir eins og gert hcfur verið. Hann mundi
ekki seljast á markaðnum í dag fyrir meira en eina milljón króna. A-mynd E. Ol.
þar að koma til einhverjar sjónhverf-
ingar endurskoðenda. Það var erfitt að
verjast þessu, maður vissi ekki hvemig
í pottinn var búið hjá fyrirtækinu.
Þannig stendur á því að svo margir
glata stórfé á þessu fyrirtæki, þar sem
hver skíthællinn upp af öðrum var við
stjómina".
Lárus segist geta nefnt mörg dæmi
um óvönduð vinnubrögð SH-verktaka.
Til dæmis var ákveðið að setja upp á
ferjulæginu svokallaðar Rússapulsur,
eða stuðpúða til að taka við hnykknum
þegar skipið leggst að. Þetta segir Lár-
us að haíi ekki þýtt neinn kostnaðar-
auka við verkið. Samt tókst SH-verk-
tökum að kría út 600 þúsund krónur frá
Vita- og hafnamálum til viðbótar við
samninginn. Allt það fé settu SH-verk-
takar inn á reikninga sína.
„Þessi fjársvik SH-verktaka valda
mér að sjálfsögðu miklum erfiðleikum,
það er ekkert gamanmál að hafa verið
hlunnfarinn eins og ég var í þessu til-
felli.
Eg veit að margir hafa ljóta sögu að
segja af viðskiptum við þetta fyrirtæki.
Jafnvel virtar stofnanir eins og Vega-
gerð ríkisins greiddi 10% af verði
væntanlegrar brúargerðar yfir Elliðaár,
6 milljónir, þegar við samning við
þennan verktaka, sem menn áttu að
vita að var að fara í gjaldþrot þegar sá
samningur var gerður í október eða
nóvember á síðasta ári“, sagði Lárus
Einarsson.
Láms sagði að hann hefði kært SH-
verktaka fyrir héraðsdómi í Reykja-
nesi. Hann sagði að hann væri nú einn
af hundruðum aðila sem ætti kröfur á
þrotabú SH-verktaka. „Enn er eftir að
lýsa eftir kröfum í búið, og þá mun
þeim ijölga sem eiga um sárt að binda.
Það kæmi ekki á óvart að þetta yrði
gjaldþrot upp á 500 milljónir króna“,
sagði Láms að lokum.
Lakara nautakjöti og ódýrara fleygt á haugana
eða svo gott sem gefið úr landi -um 15% verð-
hœkkun almennt á nautahakki frá síðasta ári
„Það er aðalatriði málsins að þeir
vilja selja þetta ódýra kjöt úr landi
eða jafnvel fleygja því á haugana til
að halda uppi háu verði hér innan-
lands“, sagði Guðjón Sveinsson,
deildarstjóri hjá Fjarðarkaupum,
um samning Landssambands kúa-
bænda og Landssamtaka sláturleyf-
ishafa.
Þar er gert ráð fyrir útflutningi á 350
tonnum af nautakjöti auk þess sem
ákveðnu kjöti í lakari gæðaflokkum
verði eytt. Þar er um að ræða m.a. kýr-
kjöt sem og svokallað vinnslukjöt. Það
hefur m.a. verið notað í nautahakk.
Guðjón segir að meðalverð á nauta-
hakki á síðasta ári hafi verið um 660 kr.
og hafi undir lok ársins farið undir 500
kr. á tilboðsverði en það sé nú almennt
komið upp í 770 kr. kg sem er 15%
meðaltalshækkun frá síðasta ári.
Guðmundur Lámsson, formaður
Landssambands kúabænda, segir að
þessi útflutningur á nautakjöti sé fyrst
og fremst til kominn vegna 5% sam-
dráttar í mjólkurframleiðslu sem leiði
til niðurskurðar sem nemi um 270
tonnum. Hann telur ekki óeðlilegt að
tekið sé verðjöfnunargjald til að standa
undir þeim útflutningi.
Heimildarmenn Alþýðublaðsins
telja að umræddur útflutningur sé nán-
ast á gjafverði eða um 20 kr. á kílói,
sem standi ekki einu sinni undir flutn-
ingskostnaði. Þegar sé farið að safna
birgðum í frystigeymslur, ódým kjöti
sem fara á til útflutnings. Til að standa
undir þeim útflutningi er tekið 5%
verðjöfnunargjald af öllu nautgripainn-
leggi til sláturleyfishafa auk hluta sér-
staks fóðurgjalds.
í umræddum samningi sláturleyfis-
hafa og kúabænda segir m.a: „Slátur-
leyfishafar vinna sameiginlega að því
að draga úr og samræma afslætti í
heildsölu.“ Guðmundur Lámsson telur
að hér sé ekki um óeðlileg samráð að
ræða þar sem um opinbera verðlagn-
ingu sé að ræða auk þess sem afslættir
hafi ekki skilað sér í verði til neytenda.
Þessu þvemeitar Guðjón Sveinsson og
bendir máli sínu til stuðnings á verð-
hækkun á nautakjöti almennt upp á síð-
kastið.
Það er samt ljóst að bændur og slát-
urleyfíshöfum finnst betra að henda
kjöti eða svo gott sem gefa það til út-
landa frckar en láta íslenska neytendur
njóta góðs af lágu vöruverði. Guðjón
Sveinsson segir að þegar megi merkja
samdrátt í sölu nautakjöts eftir að það
hækkaði og fólk leiti meira í önnur og
ódýrari matvæli.
Störf tvíhöfðanefndarinnar
Berqmál á skoð-
unum sægreifanna
- og gjörsamlega úr tengslum við þjóðina - eforðrómur um að
hún leggi til að settur verði kvóti á smábátaútgerð reynist sannur,
segir í ályktun Smábátafélagsins Reykjanes
Smábátafélagiö Reykjanes skor-
ar á Tvíhofðancfndina „að hún
leggi eindregið til að krókaleyfi
smábáta og tvöföldun línuveiða
verði varanlega fest í sessi...“ Það
gerir félagið í ljósi þess að því hafa
borist óstaðfestar fréttir um að
nefndin ætli að leggja það til að
kvótasetja eigi alla krókaleyfisbáta
og jafnframt því að afnema tvö-
földun línuveiða sem gilt hefur í
fjóra mánuði á ári.
Þótt tvíhöfðanefndin svokallaða,
sem vinnur að endurskoðun fisk-
veiðistefnunnar fyrir ríkisstjómina,
hafi enn sem komið er ekkert látið frá
sér fara, er þegar farið að kvisast út
hvaða tillögur hún er að vinna með.
Þá fer smábátafélagið fram á leiðrétt-
ingu til handa 6-10 tonna báta en þeir
hafi sætt skerðingu á kvóta umfram
önnur skip.
Þá segir í ályktun frá félaginu um
málið: „Ef satt er, lýsir félagið furðu
sinni á þessum orðrómi og telur það
sýna berlega hversu þeir sem að end-
urskipulagningu sjávarútvegsins star-
fa eru gjörsamlega úr tengslum við
þjóðina og em tillögur þeirra nánast
bergmál á skoðunum sægreifanna
sem hafa sankað að sér kvóta sem
þeir síðan geta ekki klárað, en braska
með í óþökk þjóðarinnar og í nefnd-
inni sitja nokkrir fulltrúar stórútgerð-
ar á íslandi og eiga að gera tillögur
um það hvort tilluútgerð lifir eða
deyr.“
Þá bendir Smábátafélagið Reykja-
nes á samþykkt Ríó- ráðstefnunnar
um skyldur ríkja gagnvart smábáta-
veiðum og rétt íbúa til að stunda hefð-
bundna lifnaðarhætti. Jafnframt
bendir félagið á að 32 bæjar- og sveit-
arstjómir, fiskiþing '92, verkalýðsfé-
lög og önnur hagsmunafélög hafi
krafist þess að krókaleyfi smábáta og
tvöföldun línuveiða verði varanlega
fest í sessi.