Alþýðublaðið - 17.02.1993, Side 2

Alþýðublaðið - 17.02.1993, Side 2
2 Miðvikudagur 17. febrúar 1993 n WIIIIWIÐID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri: Fjrafn Jökulsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Grænfriðungar á villigötum Barátta grænfriðunga fyrir bættri umgengni við náttúruna vakti á sín- um tíma marga til umhugsunar um nauðsyn umhverfisvemdar. Starf samtakanna skilaði því lofsverðum árangri um sinn. En á síðustu árum hefur starfsemi samtakanna gengið út í öfgar; þau hafa orðið að skrifræðisbákni sem vinnur fyrst og fremst að því að viðhalda sjálfu sér. Raunveruleg umhverfísvemd situr á hakanum. Islendingar hafa í sjálfu sér æma ástæðu til að grípa til vama gegn furðulega ósvífnum áróðri grænfriðunga. En þeir og aðrar norður- hjaraþjóðir, sem samkvæmt hefð em háðar veiðum, em ekki hinir einu sem hafa goldið kolrangrar vemdunarstefnu samtakanna. Náttúran sjálf á um sáft að binda; rangar áherslur grænfriðunga hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar umhverfisvemdar í heiminum með því að beina baráttu umhverfissinna að vandamálum, sem engu skipta. Barátta grænfriðunga gegn hvalveiðum í norðurhöfum þjónar þannig engum tilgangi frá sjónarhóli náttúmvemdar. Niðurstöður rannsókna á norðlægum hvalastofnum sýna það svart á hvítu, að þær hvalategund- ir sem veiðimenn norðurhjarans hafa nytjað síðustu áratugi, em langt frá því að vera í nokkurri hættu. Enginn hefur hrakið þessar niðurstöð- ur, og vísindamaður í stuðningsliði grænfriðunga í sænska sjónarps- þættinum varð að lokum að viðurkenna, að hvalir við ísland em ekki í útrýmingarhættu. Engum vísindamönnum blandast hugur um, að hrefnustofninn er þannig nægilega burðugur til að þola miklu meiri veiði en menn hafa þorað að nefna hingað til. I lögsögu Islendinga em taldar vera milli 25 - 30 þúsund hrefnur, og það er út í hött að halda því fram að veiðar á 100 - 200 hrefnum stefni stofninum í voða. Sandreyður og langreyður em sömuleiðis í ágætu ástandi, og þyldu án nokkurs vafa einhverja veiði. Grænfriðungar halda eigi að síður áfram að gera hvalavemd og áróð- ur gegn hvalveiðiþjóðum að helsta baráttumáli sínu. En um leið er at- hyglin dregin frá hinum raunvemlegu vandamálum: í stað þess að berjast af alefli gegn eyðingu regnskóga, sem em helsta uppspretta súrefnis á jörðunni, og gegn mengun hafanna, sem em matarkista mannkynsins, þá beina grænfriðungar atgervi vemdunarsinna um all- an heim í vemdun teguncja, sem em ekki í hættu. A sínum tíma gagnrýndu grænfriðungar samtök á borð við World Wildlife Fund, sem einbeittu sér að því að vemda einstakar tegundir í útrýmingarhættu; svo sem kóalabjöminn og kínversku pönduna. Rök- semdir grænfriðunga vom einmitt þær, að með þessu væri starfi og fjármagni umhverfisverndarsinna beint í farveg, sem litlu skilaði, meðan stærri vandamál lægju óbætt hjá garði. Nákvæmlega þetta er nú orðið hlutverk grænfriðunga sjálfra; sá er munurinn helstur á þeim og World Wildlife Fund, að síðamefndu samtökin tóku upp á sína arma tegundir sem vom sannanlega í mikilli útrýmingarhættu meðan gælu- dýr grænfriðunganna em við góða heilsu. ✓ Astæðan fyrir þessu er skrifræðiseðlið, sem er orðið hinn sjálfvirki drifhvati samtakanna. Tilvist þeirra snýst orðið um það eitt að halda áfram að vera til, - sjálf umhverfisvemdin skiptir minna máli. Auð- veldasta leiðin til að vekja samúð er að velja sér hvali sem sérstök gæludýr; hvalirnir eru stórar, tígulegar og gáfaðar skepnur, - það er auðvelt að fá fólk til að gefa peninga til hvalaverndar með því að ljúga upp ímyndaðri útrýmingarhættu. Enn ógeðfelldari er sú staðreynd, að með sjónhverfingum í bókhaldi fela grænfriðungar þá staðreynd, að einungis örlítill hluti framlaga til samtakanna fer í raunverulega umhverfísvemd; mestur hluti fer til að halda úti bákninu sjálfu. Þetta kom skýrt fram í hvössum spurningum stjómanda sænska umræðuþáttarins. Samtök grænfriðunga hafa misst sjónar á upphaflegum tilgangi sínum, og skaða ekki bara þjóðir norðurhjarans; þau koma líka f veg fyrir þarfa umhverfísvemd í heiminum í dag. ÚRKLIPPUBÓKIN Landsleikur í handbolta Víkurblaðið á Húsavík er eitt hressilegasta blað landsins; því er rit- stýrt af Jóhanncsi Sigurjónssyni sem einatt tekur annan og ferskari pól í hæðina en aðrir. I nýjasta tölublaðinu fjallar Jóhann- es í forystugrein um tvö mál sem hafa „reynt nokkuð á réttlætiskennd þjóðar- innar að undanfömu”, - Miksonmálið og „bamsránsmálið”. Þar segir: „Flestir virðast styðja málstað Islendinganna í málinu, það er Miksons og móðurinnar. Og í báðum tilfellum virðast engin sérstök rök liggja að baki afstöðu manna, heldur fyrst og fremst þjóðemiskennd. Þetta er einsog í landsleik, menn eiga að standa með íslendingnum, og víti á ís- lendinga er ævinlega rangur dómur.” Jóhannes segir „morgunljóst” að rökin sem Islendingar beita í máli Soffíu Hansen henni til stuðnings eigi einnig við um Bandaríkjamennina; þarsem þeim hafi verið dæmdur for- ræðisréttur í Bandaríkjunum. Meea ellilífeyrisþegar brjóta lög? Um Miksonmálið segir síðan í for- ystugrein Víkurblaðsins: „Og hvað mál Miksons varðar, þá virðist meirihluti þjóðarinnar hneyksl- ast vegna þess að þama sé verið að níðast á göml- um manni sem er íslenskur rík- isborgari og hefur unnið þjóð sinni margt gott. Sem Is- lendingur og gamall maður hljóti hann að vera saklaus, og Mikson: Nákvæma gyðingar kasti rannsókn, segir Vík- sko steinum úr urblaðið. glerhúsi, því þeir séu að drepa Palestínumenn í viku hverri. Þetta em náttúrlega engin rök, held- ur þjóðremba. I fyrsta lagi eru Islend- ingar ekki betri en aðrar þjóðir og ís- lenskir ríkisborgarar jafn líklegir til að vinna voðaverk einsog aðrir. Og það er engin ástæða til að hlífa öldruðum sérstaklega, því ef svo væri, ætti einnig að hætta að lögsækja ellilífeyr- isþega sem gerðust sekir um glæpi. Og í þriðja lagi þá getur glæpur eins, aldrei verið afsökun fyrir voðaverkum. Málið er, að það er búið að ásaka Mikson um stríðsglæpi og þessar á- sakanir munu tengjast nafni hans f sögunni,” segir Víkurblaðið og leggur til að fram fari nákvæm rannsókn. Milljarðaflokkurinn og Tvíhöfði Yfir í aðra sálma. Gunnar Svav- arsson formaður Smábátafélags Reykjaness sendir „Tvíhöfða” tóninn í Mogganum á laugardaginn. Þar beinir hann skeytum sínum að þeim hug- myndum sem bámst úr tví- höfðanefndinni (sem ekki hefur lokið störfum) um kvóta á smábáta. Gunnar seg- ir: „Veltum of- urlftið fyrir okk- ur hvað slíkar tillögur, ef þær næðu fram að ganga, hefðu í för með sér fyrir Suðumesin. Atvinnu- leysi myndi stóraukast, útflutningur hágæða afurða með flugi myndi drag- ast saman og fjöldi fjölskyldna myndi neyðast til að segja sig á sveitina í formi atvinnuleysisbóta og stuðnings við að halda híbýlum sínum frá upp- boðshöldurum. Kvótasetning smábáta er bein ávís- un á auknar veiðiheimildir til þeirra er stjóma bankakerfmu, þ.e. útgerða er skipa milljarðaflokkinn í skuldsetn- ingu þjóðarinnar. Milljarðaflokkurinn myndi klófesta þessar aflaheimildir áður en langt um liði. Mér er spum: Hversvegna lætur „Tvíhöfði” ekki togaraflotann hafa þessi tonn strax, óþarfi er að vera með þessa sýndar- mennsku ti! að villa um fyrir almenn- ingi.” Hverju svarar svo Tvíhöfði? Hvert er hlutverk skálda? I splunkunýju tímariti ASÍ, Vinn- unni, er fróðlegt spjall eftir Einar Má Guðmundsson rithöfund. Þar leggur hann útaf ályktun síðasta þings Al- þýðusambandsins um menningarmál. I ályktuninni komu fram þungar - en gamalkunnar - áhyggjur af sambandi listamanna og samfélags. ASÍ-þingið spurði: „Erum við að sigla inn í þjóð- félag þarsem lislamenn em hættir landvinningum? Er þjóðfélagsádeila horfm úr verkum þeirra? Fá listamenn ekki lengur aðhald vegna þess að neytendahópur þeirra er afmarkaður við millistétt og peningafólk sem nýt- ur þess að sýna sig og sjá aðra á mannamótum og vill ekki láta tmfla sig með kröfum um félagslegar um- bætur?” Þessu svarar Einar Már með einörð- um hætti: „Það er hlut- verk Alþýðu- sambandsins að koma því sem verið er að skapa í menn- ingu og listum á ffamfæri við alþýðuna, en það er ekki hlutverk þess að velja við- fangsefnin fyr- ir listamenn. Þeir hljóta sjálfir að glíma við list- sköpun sfna. Þeir sem heimta sérstaka list fyrir verkamenn, sérstaka list fyrir bændur eða konur eru á villigötum og tala í rauninni niður til þeirra sem þeir þykjast bera umhyggju fyrir.” Og þar höfum við það. Gunnar: Fjöldi fjöl- skyldna mun þurfa að segja sig á sveitina. Einar Már: Ekki hlutverk ASÍ að segja skáldum til um yrkis- Atburðir dagsins Afmœlisbörn dagsins 1405 Safnast hefur til feðra sinna Timúr höfðingi Mongóla sem reisti pýramída úr höfuðkúpum útum alla Mið-Asíu. Hann varð 68 ára; blóðþyrstur drottnari á stóru landsvæði sem teygði sig frá Mongólíu til Indlands, og frá Baghdad til Egyptalands. Hann bæklaðist í æsku en lét það lítt aftra sér; var einatt fluttur á börum útá vígvöllinn. Timúr áleit sig beinan afkomanda Genghis Khan. Timúr gaf upp önd- ina í leiðangri sem farinn var til að sigrast á Kínverjum. Synir hans, fjórir talsins, taka við veldi gamla mannsins. 1855 Kínverski keisaraherinn nær loksins að yfirbuga gengi „Stuttsverðaþrenningarinnar” með hjálp franskra herdeilda. Andrew „Banjo” Paterson 1864: ljóðskáld frá Ástralíu. Barry Humphries 1934: skemmtikraftur frá Ástralíu; þetta er greinilega mikill hátíðisdagur hjá andfætlingum vorum. Alan Bates 1934: breskur leikari, lét til sín taka á sviðinu og hvíta tjaldinu. 1880 Alexander II Rússakeisari sleppur naumlega undan sprengjutilræði nihilista í Vetrargarðinum í St. Pétursborg. 1909 Goðsögn deyr. Geronimo, höfðingi Apache-indíána, hvarf á vit hinna eilífu veiðilendna í dag, áttræður að aldri. Hann barðist af illvígri kænsku gegn hvíta manninum í Nýju Mexíkó og Arizona. Að endingu gafst hann upp árið 1886 og sneri sér að búskap. 1968 Franski skíðamaðurinn Jean- Claude Killy vinnur öll þrenn verðlaunin í kariaflokki á Olympíuleikunum í Grenoble í Frakklandi. Aðeins einn hefur leikið þetta áður, Austurríkismaðurinn Toni Sailer á Ítalíu 1956. Jean-Claude Killy er margfaldur heimsmeistari fyrir og hefur nú endanlega skráð nafn sitt á spjöld sögunnar sem einn mesti skíðamaður allra tíma. 1856 Heinrich Heine deyr; þýskt skáld sem hafði mjög mikil áhrif á íslensk skáld 19. aldar, m.a. Jónas Hallgrímsson sem þýddi mörg ljóða hans. Goðsögnin Geronimo.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.