Alþýðublaðið - 18.02.1993, Page 4

Alþýðublaðið - 18.02.1993, Page 4
f py |M1 ■ ■ w |HR Pp BflFW RAFGEYMAR 618401 MÐUBLeiO RAFGEYMAR 618401 PALLÐORÐIÐ í þeirri umræðu sem hefur verið síð- ustu daga varðandi Greenpeace, þar sem vinnubrögð þeirra og heilindi eru vefengd, heyrist oft orðalag sem er eitt- hvað í þessa veruna: „íslendingar eru í fararbroddi hvað varðar vemdun fiski- stofna" eða jafnvel: „Ekkert land getur státað af jafnmiklum árangri í um- hverfis- og fískvemd og einmitt Is- land“. Það má vel vera að við eigum þessi ummæli skilið, þó efast ég um að svo sé. Nú nýverið hefur heyrst af því, að nefnd sem skipuð var til að endurskoða fiskveiðistefnu okkar íslendinga, ætli að leggja til að kvóti verði settur á báta undir 6 brúttólestir. Þessir bátar hafa verið á svokölluðu krókaleyfi, þ.e. niega aðeins veiða á handfæri eða línu. Aðalrök nefndarinnar er að „ÞEIR“ sætta sig ekki við að smábátar geti veitt eins og þá lystir. En ÞEIR þurfi að sætta sig við kvóta sem hvergi nægir, ekki einu sinni til að greiða niður skuldir af nýja skuttogaranum. ÞEIR hafa ofsett fyrirtæki sín skuldum til fjárfestinga sem einfaldlega hafa ekki skilað þeim hagnaði sem ÞEIR bjugg- ust við. Auðvitað eiga ÞEIR enga sök á því hvemig komið er.^auðvitað eiga ÞEIR ekki að bera ábyrgð. Nei, smá- bátaeigendumir eiga að bera þessa á- byrgð. Þjóðin á að bera þessa ábyrgð. Hvað gefa þessir smábátar okkur svo til að réttlæta að þeir verði áfram á krókaleyfi? Jú, þeir skaffa um það bil 3- 4.000 manns atvinnu víðsvegar um landið. Afli sem fæst af þessum bátum er það besta hráefni sem berst að landi, þar sem ekki þarf að „sortera“ þann verðmætasta úr og henda hinu fyrir borð. Ekki er hætta á að heilu byggðar- lögin fari á hausinn jafnvel þó svo að einn eða jafnvel tveir trillukarlar verði gjaldþrota. Þessi tegund útgerðar er sú allra hagkvæmasta í landinu og vana- legt er að öll fjölskyldan taki þátt í út- gerðinni á einhvem hátt. Orðatiltækið að geyma ekki öll eggin í sömu körf- unni á svo sannariega við um smábáta. Sú tegund veiðarfæra sem þessir bát- ar veiða á er umhverfisvænsta veiðiað- ferðin, þar sem fiskurinn gefur sig sjálfur að veiðarfærinu. Ef tala má um fiskvemd um leið og talað em um fisk- veiðar þá er þessi veiðiaðferð sú sem helst gæti stuðlað að vemdun fiski- stofna samfara hófsamlegum veiðum. Hvað gerist ef settur verður kvóti á smábáta? Eins og áður segir fara menn að velja aflann sem komið er með að landi. Líklega leggjast af með öllu handfæra- og línuveiðar, þar sem menn munu fá sér afkastameiri veiðarfæri í von um að skófla upp sem mestu á sem stystum tíma þannig að flestir trillukarlar færu á net. Uppgjöf trillukarla víðsvegar um landið verður daglegt brauð þar sem hlutur hvers og eins verður of rýr og fjöldi heimila verður gjaldþrota. Til hvers? Jú, til þess að togarar geti skóflað þessum afla um borð. Heyrst hefur að ekki verði hægt að framselja kvóta milli stærðarflokka en ég á ekki von á að slík ákvæði haldi, því ÞEIR munu eflaust finna ráð til þess. A meðan aðrar þjóðir eru famar að hvetja til krókaveiða á smábátum vegna ofveiða togara og netabáta, erum við að leggja til að okkar smábátaflota verði fargað. Hvar er forystan? Hvar er frumkvæðið? Hvar er jafnaðarmennsk- an? y y Ekki er hætta á að heilu byggðarlögin fari á hausinn jafnvel þó svo að einn eða jafnvel tveir trillukarlar verðigjaldþrota. * * BIFREIÐAEIGENDUR! Við höfum farið að óskum vandlátra bifreiðaeigenda og tekið í notkun ÖRUGGT BURSTA- OG KÚSTALAUST BÍLAÞVOTTAKERFI fyrir minni og stærri bíla. I lámarkshæð bíla i,oS m. I lámarkssrærð dckkja ;; Þjónustan, sem fer öll fram innanhúss og byggist að hluta til á handavinnu, inniheldur meðal annars: SÁPU HÁÞRÝSTIÞ V OTT NAUÐSYNLEGAN HANDÞVOTT zJA ÞÁTTA SONAX-GÆÐABÓN ÞURRKUN MEÐ HEITUM BLÆSTRI OG SNYRTINGU Bílinn þarf að þvo og bóna reglulega, það eykur endingu hans og ánægju eigandans. Þjónustan tekur 12-15 mínútur. Afkastageta stöðvarinnar er 40-50 bílar á klst. Tíma þarf ekki að panta. Verð kr. 950,- — 1.050,- fyrir fólksbifreiðar 1.100,— 1.400,- fyrir jeppa og stærri bíla. I vetur er opið alla daga nema sunnudaga. IHKY- OO ÞVOmSTÖÐDí Sigtúni 3, sími 14820 ÖÐRUVÍSI BÍLAÞVOTTASTÖÐ Tölvur nýtast líka í myndlist f dag kl. 15 heldur prófessor James Alan Johnson frá há- skólanum í Colorado fyrirlestur um notkun tölva í myndlist í húsakynnum Myndlista- og handíðaskóla íslands. Johnson er um þessar mundir gestafyrir- lesari við skólann. Hann hefur um árabil fengist við tölvu- grafik og aðrar nýjungar í myn- diist og er í hópi frumherja í háskólakennslu á þessu sviði vestanhafs. Johnson er deildar- Iforseti kvikmyndarannsókna við Colorado- háskóla. Heimspeki fyrir börn Draumur eða veruieiki. Það er nafnið á óvenjulegri bama- bók, sem var að koma út hjá Almenna bókafélaginu. Bókin i á að vekja böm á aldrinum 6-9 ára til heimspekilegra fhugana. Og vel að merkja, böm geta verið ansi heimspekileg oft á tíðum. Það er Sigurður Björnsson, heimspekingur, sem ritaði bókina. Hann liefur ' stundað framhaldsnám í heirn- speki fyrir böm og stundar kennslu við Heimspekiskólann. IBókin er ævintýri nteð hin- um ótrúlegustu persónum, cn jafnframt em tbókinni verkefni til úrlausnar og leiðbeiningar fyrir foreldra og kennara. í lok hvers kafla er spumingalisú, sem án efa gctur orðið kvcikja að líflegum og heimspekileg- um umræðum bama og for- eldra. Erla Sigurðardóttir teiknaði myndimar í bókinni, sent er hið vandaðasta verk. AB gaf út. Nýr ráðuneytisstjóri í mennta málaráðuneyti Guðríður Sigurðardóttir, ráðunautur menntamáiaráð- herra í skólamálum, er hinn nýi ráðuneytisstjóri í menntamála- ráðuneytinu. Hún tekur við starfi sfnu um næstu mánaða- mót. Guðríður er með meistara- próf frá Harvard-háskóla. próf frá Háskóla íslands og kennara- próf frá Kennaraháskóla ís- iands. Hún hefur unnið að rannsóknum á sviði uppeidis- og menntamáia. Fjórtán sóttu um stöðuna. Eistneskur ráðherra í heimsókn Vinnumála- og velferðarrað- herra Lettlands, Teodor Enins, er í hcimsókn á íslandi í boði ' félagsmálaráðherra og heii- brigðisráðherra dagana 17. til 21. febrúar. Enins mun hcim.sækja ýntsar stofnanir heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis og eiga fundi mcð aðiium vinnu- markaðarins og fulltrúum Iff- ! eyrissjóða. Auk funda með íslensku ráöherunum, gestgjöfum sín- um, mun Enins eiga viðræður við utanríkisráðherra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.