Alþýðublaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. mars 1993
3
Full atvinna
möguleiki ef við viljum
Norræna verkalýðssambandið sem erfulltrúi fyrir 7,6 milljónir launafólks á
Norðurlöndunum afhenti forsætisráðherrum Norðurlandanna eftiifarandi til-
lögur um atvinnumál ífyrradag:
Norræna verkalýðssambandið (NFS) tel-
ur atvinnuleysið vera lang alvarlegasta
vandamálið á Norðurlöndunum öllum.
Nú eru 1,5 milljónir atvinnuleysingja á
Norðurlöndunum. Atvinnuleysið bitnar þó
á mun fleirum. Næstum því tvöfalt fleiri
lenda í tímabundnu atvinnuleysi. Við þetta
bætast fjölskyldumeðlimir og það óöiyggi
sem tengist óttanum við að missa vinnuna.
Atvinnuleysið snertir því alla, beint eða
óbeint.
Ef ekki er gripið til aðgerða hér og nú,
munum við ekki aðeins sjá atvinnuleysið ná
jafnvægi á óásættanlegu stigi, heldur haldi
það jafnvel áfram að aukast.
Það er ekki til nein afsökun fyrir því að
gera ekkert við vandantálinu. Fullyrðingar
um að við höfum ekki efni á að leysa at-
vinnuleysisvandann eru rangar. Við höfum
ekki efni á að gera ekki neitt. Atvinnuleysi
þýðir að við framfærum fjölda fólks á
óvirkan liátt, fólk sent bæði vill og getur
tekið þátt í framleiðslunni ef störfin væru
til. Atvinnuleysi er alltaf merki um skort á
störfum. Það er einungis hægt að draga úr
atvinnuleysi með því að skapa störf.
Til styttri tíma er hægt að draga úr at-
vinnuleysi með því að minnka framboð
vinnuafls. Það er mikilvægt að slíkar að-
gerðir til þess að draga úr framboði séu not-
aðar á uppbyggjandi hátt, þannig að þær
leiði af sér jákvæð áhrif til lengri tíma.
Við berum öll ábyrgð á því að hrinda af
stað aðgerðum til bæði skentmri og lengri
tíma til þess að draga úr atvinnuleysi. NFS
kynnir hér með ftmm sinnum ftntm tillögur
til þess að bæta atvinnuástand á Norður-
löndunum ftmm. Við vonum að ríkisstjóm-
ir Norðurlandanna og atvinnurekendur taki
við sér og taki þátt í uppbyggjandi umræð-
um um:
★ Að beita sveiflujöfnunaraðgerðum sem
virku hagstjómarkerfi.
★ Að vinna að alþjóðlega samhæfðri,
þensluaukandi efnahagsstefnu.
★ Að auka fjárfestingar í samgöngukerf-
um, umhverfismálum og rannsóknum.
★ Að auka hæfni vinnuaflsins með
menntun.
★ Að nota vinnumarkaðsstefnuna á virk-
an hátt.
Sveiflujöfnunaraðgerðir
Fjármálastefnan er enn mikilvægt tæki í
efnahagsstjóm. I núverandi stöðu hagsveifl-
unnar er flýting fjárfestinga í opinbera geir-
anum nauðsynleg í öllum löndum. Það
verður að beita virkum aðgerðum til þess að
skapa aukinn vöxt, sem felur einnig í sér
aukna atvinnu. Hlutverk sveiflujöfnunarað-
gerða er að jafna sveiflur í hagkerfinu. Ein-
ungis með því að auka eftirspumina á tím-
um mikils atvinnuleysis og draga úr eftir-
spum á tfmum fullrar atvinnu komumst við
hjá hagsveiflum sem eru skaðlegar hagkerf-
inu.
Ef ekki er gripið inn með eftirspumar-
hvetjandi aðgerðum á tímum þegar atvinna
fer minnkandi, kemur hið lækkaða atvinn-
ustig sjálft til með að skapa stöðugleika-
stefnu á tímabilum þegar allt of mikil eftir-
spum er eftir vinnuafli. Ef ekki tekst að
minnka heildareftirspumina myndast of-
þensla í hagkerfinu með auknum viðskipta-
halla og verðbólgu sem afleiðingum.
Það hefur því mikla þýðingu að fara út í
aðgerðir eins og viðhald bygginga og fjár-
festingar í samgöngubótum og fjarskipta-
kerfum á samdráttartímum.
Stöðugleiki í verðlagsmálum hefur afger-
andi þýðingu, en hann má ekki fela í sér að
áherslur til að draga úr atvinnuleysi lendi í
öðm sæti.
Að undanfömu hefur orðið vart við til-
hneigingu í þá átt að einblína nær eingöngu
á skipulagsvandamál í atvinnulífinu og
leggja áherslu á skipulagsbreytingar sem
leiðina lil að leysa atvinnuleysisvandann.
Norræn verkalýðshreyfing neitar því ekki
að þörf sé skipulagsbreytinga, en telur að
ekki sé hægt að leysa atvinnuleysisvandann
með skipulagsbreytingum einutn saman.
Til þess að skipulagsbreytingar heppnist vel
verða pólitískar og efnahagslegar aðstæður
að vera stöðugar. Þeir sem lenda í skipu-
lagsbreytingum verða að geta litið til stjóm-
valda og skynjað öryggi.
Við hvetjum því ríkisstjómir Norður-
landanna til:
að viðurkenna atvinnuleysið sem stærsta
efnahagsvandamál nútfmans og hætta að
nota fjárlagahalla og svipuð rök sent afsök-
un fyrir aðgerðarleysi,
að beita sveiflujöfnunaraðgerðum til þess
að tryggja stöðuga efnahagsþróun,
að tryggja að sveiflujöfnunaraðgerðir og
skipulagsbreytingar fari saman,
að nota núverandi samdráttarskeið til
viðhalds og uppbyggingar í samgöngum og
viðhaldi bygginga,
að styðja viðleitni einkaaðila til orku-
spamaðar og viðhalds íbúðarhúsnæðis.
Alþjóðlega samhæft þenslustefna
Öll Norðurlöndin em nú svo háð þróun-
inni í öðmm löndum, að alþjóðleg efna-
hagsstefna er nauðsynleg forsenda til lausn-
ar vandans í efttahagsmálum.
Aður fyrr hafði hvert einstakt ríki mögu-
leika á því að örva hagkerfið á samdráttar-
tímum og gat dregið úr hagsveiflunni með
þenslustefnu í efnahagsmálum. Með frjálsu
flæði fjármagns, vöm, þjónustu og vinnu-
afls er þetta ekki lengur nægilegt. Ef hvert
einstakt land framkvæmir einangrað um-
talsverða þenslustefnu mun slíkt geta skap-
að ný störf, en við höfum enga tryggingu
fyrir því hvar þessi störf verða til. Hin
aukna alþjóðlega samtvinnun hefur sem
sagt í sjálfu sér leitt til þess að þörf er á al-
þjóðlegri samvinnu. Þegar fleiri ríki beita í
sameiningu samhæfðri efnahagsstefnu
minnka neikvæðu áhrifin. Þetta var m.a.
sýnt fram á með sameiginlegum rannsókn-
um NFS og þýska alþýðusambandsins,
DGB.
Tilkoma innri markaðar EB og samstarf-
ið innan EES felur einnig í sér skyldur fyrir
þátttökulöndin til þess að tryggja sameigin-
lega nauðsynlega efhahagsstefnu. Þörfin
fyrir alþjóðlega samvinnu um hagstjóm og
peningamál kom greinilega fram í sam-
bandi við óróleikann í gjaldeyrismálum á
síðasta ári. Með alþjóðlegri samvinnu finn-
um við einnig til alþjóðlegrar ábyrgðar. Við
styðjum því og bindum miklar vonir við
ráðstefnuna þann 19. apríl 1993 þar sem
fjármálaráðherrar frá EFTA og EB munu
ræða sameiginlegar aðgerðir til að auka
vöxt og atvinnu.
Norðurlöndin verða sameiginlega að efla
hjálparstarfið gagnvart Austur-Evrópuríkj-
unum, nteð sérstakri áherslu á Baltísku rík-
in og norðvesturhluta Rússlands. Efnahags-
legur stöðugleiki hefur mikil áhrif á ltinn
pólitíska stöðugleika. Ef við hjálpunt ekki
þessum svæðunt minnka möguleikar þeirra
á hagstæðri þróun. Núverandi hjálparað-
gerðir frá Norðurlöndununt eru ósæmilega
litlar.
Ein af leiðunum til þess að ná upp vexti í
hagkerfinu er að skapa litlum og meðalstór-
unt fyrirtækjum fjárfestingarumhverll sent
eykur möguleika þess. Til þess að auðvelda
fyrirtækjunum aðgang að útflutningsmark-
aði þarf að auka verulega bæði útflutnings-
lán og aðstoð við alþjóðlega ntarkaðssókn.
Við krefjumst þess að ríkisstjómimar
vinni að því:
að atvinnumálin fái forgang í alþjóðlegri
efnahagssamvinnu,
að unnið verði að sameiginlegri evrópskri
efnahagsáætlun lil þess áð lækka
vaxtastigið,
að aðilum vinnumarkaðarins verði boðið
að taka þátt í fundi fjármála- og efna-
hagsmálaráðherra EFTA- og EB-ríkj-
annaþann 19. aprfl 1993,
að komið verði á samvinnu um aðstoð við
baltísku ríkin og Norðvestur-Rússland,
að öll Norðurlöndin auki stórlega útflutn-
ingslán til Austur-Evrópu.
í Nnrræna verkalýðssambandinu eru eflirtalin 11
verklýðssamtök:
Danska Alþýðusambandið (LO)
Samtök opinbera starfsmanna (FTF) í Danmörku
Samtök háskólamanna (AC) í Danmörku
Finnska Alþýðusambandið (SAK)
Samtök háskólamanna (AKAVA) í Finnlandi
Samtök tæknimanna (FTFC) í Finnlandi
Alþýðusamband Islands (ASÍ)
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB)
Norska Alþýðusambandið (LO)
Sænska Alþýðusambandið (LO)
Samtök Opinberra Starfsmanna (TCO) í Svíþjóð
Hagsmunir
íslands tryggðir
með hjálp annara Norðurlanda
Frá Skúla G. Johnsen, Osló í gær:
Á blaðamannafundi sem norrænir
utanríkisviðskiptaráðherrar héldu að
loknum fundi sínum sem haldinn er í
tengslum við Norðurlandaráðsþing,
sem nú stendur yfir í Osló, kom fram
hjá Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráð-
herra, að rætt hetði verið uni það
hvernig þau Norðurlönd sem sótt hafa
um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu
muni reyna að tryggja að ekki myndist
tollamúrar ntilli Islands annars vegar
og þeirra Norðurlanda hinsvegar, sem
gætu orðið aðilar að EB innan fárra
ára. Með þessuin hætti yrði tryggt að
ekki kæmi til þess, að fríverslun með
fisk og aðrar vörur, sein nú eru í fullu
gildi innan EFTA, verði ekki numdir úr
gildi að því er Norðurlöndin varðar.
Það kom fram í ntáli sænska utanríkis-
viðskiptaráðherrans, að yfirstandandi
samningar EB og Bandaríkjanna innan
GATT gætu haft veruleg áhrif á það
hvemig samningar við umsækjendur inn í
EB muni fara fram. Fyrmefndu samning-
amir séu langt komnir og margt í þeim
Jón Sigurösson, iönaöar- og viðskiptaráðherra
gæti orðið til þess að rýmka til muna þá
stöðu, sem nú ríkir á alþjóðlegum við-
skiptamarkaði.
Utkoman úr samningunum innan
GATT hefði því veruleg áhrif á framgang
samninga um fjölgun ríkjanna í EB.
FUJ Reykjavík
Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur al-
mennan félagsfund þriðjudaginn, 10. mars, í Ró-
sinni, Hverfisgötu 8-10.
Gestur fundarins verður
s
Þröstur Olafsson
aðstoðarmaður ráðherra og annar formanna Tvíhöfðanefndar-
innar
Hann mun ræða um smábátaútgerðina og reyfa þær hugmyndir
sem upp hafa verið í nefndinni um málefni hennar
Allir félagar eru hvattir til að mæta
Stjórnin
Velkomin til
Bandaríkjanna
Sérstakt tilboð ríkisstjórnar Bandaríkjanna gefur þér nú tækifæri
til að flytjast til Bandaríkjanna með innflytjendaleyfi til frambúðar
samkvæmt AA-1 kerfinu, verðir þú fyrir valinu.
Þú getur fengið tækifæri til að lifa og starfa í Bandaríkjunum með
fast aðsetur (handhafi Græna kortsins).
Síðasti frestur til að sækja um rennur út 31. mars 1993. Þú þarft
því að bregðast við tímanlega til að vera réttu megin við umsókn-
arfrestinn. Þú eða annað hvort foreldra þinna verður að hafa
fæðst á íslandi/Bretlandi/írlandi til að eiga möguleika.
Sendið póstávísun upp á $45 fyrir hvern umsækjanda sem ósk-
ar eftir skjótri skráningarþjónustu ásamt eftirfarandi upplýsing-
um, sem skrifa þarf skýrt og greinilega á ensku:
Nafn umsækjanda, heimilisfang, fæðingardagur og ár, fæð-
ingarstaður, nafn maka, ef umsækjandi er í hjónabandi, og nöfn
og heimilisföng barna yngri en 21 árs, séu þau ekki í hjónabandi.
Sendið póstávísun upp á 45 Bandaríkjadali fyrir hvern um-
sækjanda, sem stílaður er á: Visa USA, P.O. Box no. 822211,
Dallas, Texas 75382, U.S.A.
Jay Jacobson,
VISA U.S.A.
7604 Fair Oaks, Suite 200B,
Dallas, Texas,
U.S.A.
sími: (214) 497-1737
fax: (214) 342-0953