Alþýðublaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 5
5 Fimmtudagur 4. mars 1993 Jón Baldvinsson formaður Alþýðuflokks- ins flutti frumvörp árin 1924,1925 og 1926 um gagngerar breytingar á fátækralöggjöf- inni og auknum mannréttindum bótaþega. Þær náðu hins vegar ekki fram að ganga. Málununt var vfsað til nefndar sem skilaði aldrei áliti. Ríkisstjómin lagði hins vegar fram breytingar á fátækralöggjöfinni árið 1927 og var frumvarpið samþykkt án telj- andi breytinga 1928. Alþýðuflokkurinn hélt hins vegar áfram að knýja á um veigamiklar breytingar. Héðinn Valdintarsson gerði til að mynda margar breytingar við frumvarp ríkis- stjómarinnar. Tvær þeirra vom algjör ný- mæli. Önnur var sú að „ríkið allt“ skyldi vera „sameiginlegt framfærslufélag." Hver sá sem hafði íslenskan ríkisborgararétt skyldi eiga „framfærslurétt í dvalarsveit sinni." Hin tillagan var unt jöfnun fram- færslukostnaðarins. Tillögur Héðins náðu ekki fram að ganga á þinginu. Meginstyrinn á Alþingi átti þó eftir að snúast um þær grunnhugmyndir sem Héð- inn Valdimarsson og aðrir alþýðuflokks- rnenn höfðu beitt sér fyrir. Engar stórvægi- legar breytingar gerast fyrr en í árslok 1934 er Haraldur Guðmundsson atvinnumála- ráðherra skipar nefnd til að undirbúa lög- gjöf um almennar tryggingar og til þess að gera breytingar á fátækralöggjöfinni. Alþýðutryggingarnar: Stærsta framfarasporið Eftir kosningar til Alþingis 1934 mynd- uðu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur ríkisstjóm undir forsæli Hermanns Jónas- sonar. Fjánnálaráðherra varð Eysteinn Jónsson en atvinnumálaráðherra Haraldur Guðmundsson, sem fyrstur gegndi ráð- herraembætti að hálfu Alþýðuflokksins. Milliþinganefndin sem Haraldur Guð- mundsson skipaði í árslok 1934 endur- skoðaði fátækralögin og undirbjó trygg- ingalöggjöf. Mikiivægar breytingar voru gerðar á fátækralöggjöfinni þar sem sveit- festatíminn var afnuminn með öllu, hver maður skyldi eignast framfærslurétt í heimasveit sinni, sveitarflutningar voru af- numdir og ríkissjóði gert að jafna fram- færslukostnað sveitarfélaga. Á þinginu 1935 var að tilhlutan Haralds Guðmundssonar atvinnumálaráðherra lagt fram í neðri deild fmmvarp um alþýðu- tryggingar sem milliþinganefndin hafði saniið. Flutningsmenn voru allir þingmenn Alþýðuflokksins í deildinni. Sjálfstæðis- menn sem voru í stjómarandstöðu, fluttu nokkrar breytingartillögur við frumvarpið en lýstu yfir stuðningi við meginhugsun þess. Talsverðar umræður og deilur urðu milli stjómarsinna og stjómarandstöðu um atvinnuleysistryggingar. Hinn mikli og rót- tæki lagabálkur sent Alþýðuflokkurinn átti stærstan heiður að, varð að lögum 1. febrú- ar 1936. Til framkvæmda komu lögin 1. apríl sama ár. Gils Guðmundsson segir orðrétt í bók sinni: „Mun ekki ofmælt, þótt fullyrt sé, að setning þessarar löggjafar ásamt framfærslulögunum nýju, sem fyrr getur, sé stærsta framfaraspor í sögu ís- lenskra félagsmála fyrrog síðar. Alla stund síðan hefur verið á þeint grundvelli byggt, sem þá var lagður og tryggingamar smám saman auknar og efldar...“ Tryggingastofnun ríkisins Lögin frá 1936 lögðu drögin að Trygg- ingastofnun ríkisins. Hún var lögum sam- kvæmt í fjórum deildum: Slysatrygginga- deild, sjúkratryggingadeild, elli - og ör- orkutryggingadeild og atvinnuleysistrygg- ingadeild. Auk hinna eiginlegu alþýðu- trygginga var stofnuninni falið að hafa með höndum stjóm lífeyrissjóða embættis- manna, bamakennara og ljósmæðra. Ríkis- stjóm hafði yfirstjóm og umsjón með al- þýðutryggingunum, ráðherra félagsmála réði forstjóra Tryggingastofnunarinnar, svo og deildarstjóra og tryggingayfirlækni, að fcngnum tillögum forstjórans. Ráðherra skipaði einnig þriggja manna tryggingaráð. Tiyggingalögin voru veigamikil og margþætt og því eðlilegt að þau væru end- urskoðuð og bætt. Á Alþingi 1937 voru lögð l'ram þrjú frumvörp um mismunandi veigamiklar breytingar á tryggingalöggjöf- inni. Eflir allmiklar umræður varð frum- varpið að lögum með nokkrum breyting- um. Helstu ákvæði hinna nýju laga snertu skipun tryggingaráðs, verksvið trygginga- ráðs, tryggingaráð og sjúkrasamlög (nt.a. að Tryggingastofnunin skipi formenn allra sjúkrasamlaga), slysatryggingar, sjúkra- tryggingar og elli - og örorkutryggingar. Fyrsti forstjóri Tryggingastofnunar rík- isins var skipaður Brynjólfur Stefánsson sem þá var framkvæmdastjóri Sjóvátrygg- ingafélags íslands. Fyrstu húsakynni Tryggingastofnunar voru í hinu nýbyggða Alþýðuhúsi á homi Hverfisgötu og lng- ólfsstrætis þar sem m.a. Alþýðublaðið er nú til húsa. í ársbyrjun 1938 lét Brynjólfur Stefáns- son af forstjórastörfum en Jón Blöndal gegndi forstjórastarfmu um þriggja mán- Starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins á ferðalagi 1953. kjölfar þessara breytinga, eins og hækkað verðlag. Til að draga úr kjaraskerðingunni var gripið til ýmissa ráðstafana eins og hækkana á bótum almannatrygginga. Heildarbótagreiðslur almannatrygginga um það bil tvöfölduöust. Tryggingakerfið efldist stórlega. Endurskoðun laga um almannatrygging- ar hélt áfram. Ýntsar breytingar á löggjöf- inni hafa verið samþykktar í gegnum árin til að endurbæta almannatryggingakerfið. Gils Guðmundsson rekur helstu lagabreyt- ingamar gegnunt tíðina frá stofnun Trygg- ingastofnunar og frá setningu almanna- tryggingalaganna. Þannig má nefna lög um^ lífeyrissjóði, breytingar á tjölskyldubótum, hækkun á fæðingarorloli og ekkjulífeyri og inargar fleiri. Hugntyndir um einn sameig- inlegan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn er frá sjöunda áratugnunt en mál þetta hefur öðm hvoru flotið upp sem kosningamál síðan, síðast sem stór liður í stefnuskrá Al- þýðuflokksins fyrir Alþingiskosningamar 1987. Með breytingu á skiptingu ráðuneyta í ársbyrjun 1970 var nýtt ráðuneyti stofnað að hluta til úr félagsmálaráðuneyti og að hluta til úr dóms - og kirkjumálaráðuneyti. Ráðuneytið hlaut nafnið Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið. Fyrsti ráðherra þessa nýja ráðuneytis var Eggert G. Þorsteinsson. Sama ár skipaði Eggert G. Þorsteinsson nefnd til að endur--*"- skoða gildandi lög um almannatryggingar. Árangurinn var fmmvarp að nýrri heildar- löggjöf um almannatryggingar. Þær endur- bætur voru um margt róttækar. Ýmsar aðr- ar endurbætur hafa farið fram á trygginga- löggjöfinni síðan og síðasta endurskoðun- amefnd almannatryggingalaga starfaði á aða skeið en 7. apríl var Haraldur Guð- ntundsson skipaður forstjóri. Gegndi hann þeirri stöðu til ársins 1957 er hann varð sendiherra í Osló. Almannatrygeingar sjá dagsins ljós Alþýðutryggingalögin voru í stöðugri endurskoðun. Árið 1943 var þremur sér- fróðum mönnum falið að hálfu félagsmála- ráðherra að undirbúa heildarlöggjöf um al- mannatryggingar. í októbemiánuði 1944 var ntynduð ný ríkisstjóm undir forsæti Olafs Thors, hin svonefnda nýsköpunarstjóm. Að stjóminni stóðu Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistafiokkur. Hin nýja stjóm setti sér m.a. það markmið að koma á almanna- tryggingum á Islandi. Það kom í hlut Finns Jónssonar félags- málaráðherra (Alþýðuflokki) að sjá um undirbúning löggjafar um almannatrygg- ingar á Islandi. Nefnd sem félagsmálaráð- herra skipaði til að undirbúa löggjöfina sendi frá sér stórfróðlega álitsgerð sem gef- in var út árið 1945 undir heitinu „Al- mannatryggingar á íslandi. - Skýrslur og tillögur uin almannatryggingar, heilsu- gæslu og atvinnuleysismál." Milliþinga- nefnd var sett á laggimar til að vinna úr álitsgerðinni undir forystu Haralds Guð- mundssonar og var fmmvarp til laga urn al- mannatryggingar fullsamið í nóvember 1945. Það varð að lögum 7. maí 1946 og tóku lögin gildi 1. janúar 1947. í bók Gils segir um hina nýju löggjöf: „Með almannatryggingalögunum vom gerðar stórfelldar breytingar á alþýðu- tryggingalögunum frá 1936. Meginstefnan var að sameina í eitt allsherjar trygginga- kerfi sem flestar tryggingar og ýmsa opin- bera forsjá, og nái það til hvers einasta þjóðfélagsþegns frá vöggu til grafar." Hér má til dæmis nefna, að gmndvelli ellitrygginga var gjörbreytt og úthlutun og greiðsla elliktuna flutt frá sveitarfélögum og falin Tryggingastofnun ríkisins. Svið trygginga var víkkað vemlega. Rétt til líf- eyris öðluðust allir þeir sem orðnir voru 67 ára án tillits til efnahags, að undanskildum þeim sem nutu lífeyris úr sérstökum eftir- launasjóðum. Þá var tekið upp það nýmæli að greiða bamalífeyri til ekkna, elli - og ör- orkulífeyrisþega sem höfðu á framfæri sínu böm innan 16 ára aldurs. Fjölskyldu- bætur vom einnig nýmæli í lögununt, sömuleiðis ekkjubætur og sjúkrabætur, öðru nafni sjúkradagpeningar. Þá var gert ráð fyrir að koma á fót almennri heilsu- gæslu og samkvæmt hinum nýju lögum var skylt að reka sjúkrasamlög í öllum kaup- stöðum landsins svo og í þeim hreppum sem það kusu. Tryggingastofnun var falið að hafa á hendi yfirstjómun allra sjúkra- samlaga. Frá og með 1. október 1951 urðu allir landsmenn sjúkratryggðir þar eð svo var fyrir mælt að stofnuð skyldu sjúkra- samlög alls staðar á landinu. Viðreisnin stórefldi tryggingakerfið Bætur til almennings jukust stórlega á Starfsfólk Læknadeildar Tryggingastofnunar í októbcr 1986. Evjólfur Jónsson skrifstofustjóri Tryggingastofnunar ríkisins 1949 -1991. sjötta áratugnum með vaxandi framlagi til tryggingamála. Viðreisnarstjómin svo- nefnda sem mynduð var í árslok 1959 af Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki beitti sér einkum fyrir því að koma atvinnulífi þjóðarinnar á traustan grundvöll með því að auka markaðsstefnu og draga úr ntið- stýringu og bótakerfi atvinnuveganna. Ákveðin kjaraskerðing fylgdi í fyrstu í ámnum 1988 - 1991 undir fonnennsku Finns Ingólfssonar aðstoðarmanns heil- brigðisráðherra. Sífellt viðameiri bætur Atvinnuleysistryggingar hljóta veglegan kafla í bók Gils Guðmundssonar unt sögu Tryggingastofnunar ríkisins. Einnig er^. fjallað (tarlega um hin síðari ár líkt og frumbýlisárin. Frant kemur að allt frá því að fyrsta heildarlöggjöfin á sviði almanna- trygginga var sett árið 1936, hafi hún verið í stöðugri endurskoðun og miklum breyt- ingum háð. Fjöldi þeirra einstaklinga sem fengu bætur frá Tryggingastofnun fór stöðugt vaxandi allt fram á áttunda áratuginn enda"*^ * bættust nýir bótaflokkar við og verksvið annarra færðir út. Til samanburðar má nefna, að árið 1950 vom bótaþegar alls unt 19 þúsund en árið 1990 vom þeir orðnir alls um 50 þúsund. I dag stjómar forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins stolnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar gagnvart tryggingaráði ann- ars vegar og ráðuneyti hins vegar. Trygg- ingaráð sem er kosið af Al|iingi skal hafa eftirlit með fjárhag, rekstri og starfsemW*. Tryggingastofnunar og gæta þess að hún starfi í samræmi við lög og reglur. Helstu deildir Tryggingastofnunar í dag eru lífeyrisdeild, sjúkra - og slysatrygg- ingadeild, innheimtu - og lánadeild, bók- haldsdeild, gjaldkeradeild, afgreiðsludeild, afgreiðslu - og tölvudeild og endurskoðun- ardeild. Auk þess sérTryggingastofnun ura rekstur og afgreiðslu ýmissa sjóða. Forstjórar Tryggingastofnunar ríkisins hafa verið sjö til þessa, Brynjólfur Stefáns- son(1936- 1937), Jón Blöndal(íþrjámán- uði árið 1938), Haraldur Guðntundsson (1938 - 1957), Sverrir Þorbjömsson (1957 - 1970), Sigurður Ingimundarson (1970 - 1978) , Gunnar J. Möller (1970 og 1978 - 1979) og Eggert G. Þorsteinsson sem verið ~ hefur forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins frá 1979.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.