Alþýðublaðið - 05.03.1993, Side 2
5.
ma’te
IH'lUIIMNtlB
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóöur Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verð í lausasöiu kr. 90
Samkeppni í stað
einangrunar
Atburðir dagsins
1461Henry VI Englandskóngi steypt af stóli og við tekur Hertoginn
af York í iok Rósastnðanna.
1778Thomas Ame, breska tónskáldið, sem samdi „Rule Britannia"
og meira en 50 óperur og sviðsverk, er látinn.
1856Covent Garden — óperuhúsið í London eyðileggst í eldsvoða.
1926Annar stór eldsvoði í Englandi, - minningarleikhúsið um Willi-
am Shakespeare varð nú eldi að bráð.
1933Nasistar komast til valda í Þýskalandi, fá meira en helming at-
kvæða í kosningum.
1946Winston Churchill segir í ræðu um hina rússnesku ógnun, á
ferðalagi unt Bandaríkin að , Jámtjald" hafi risið yfir Evrópu þvera.
Afmœlisdagar
Hinrik konungur II, 1131, hinn fyrsti af Plantagenet ættinni í Eng-
landi.
Rosa Luxemburg, 1871, þýskur leiðtogi sósíalista og stofnandi
Spartacus-hreyfmgarinnar.
Rex Harrison, 1905,einn fremsti Ieikari aldarinnar, breskur í húð
og hár, lék bæði á sviði og í kvikmyndum.
Elaine Page 1952,fræg úr söngleikjum í Bretlandi og skaust upp á
stjömuhimininn í uppfærslum á Evítu og Cats eftir þá Lloyd og
Webber.
6
Fáar þjóðir eru jafn háðar utanríkisviðskiptum sem íslendingar. Stór hluti
almenns neysluvamings er sóttur að utan; aðföng til framleiðslu og nauð-
synleg tæki til reksturs allra atvinnuvega eru sömuleiðis að mestu innflutt.
Undir þessum viðskiptum verða svo tekjur okkar af útflutningi að standa að
öllu leyti. Engum blandast því hugur um, að greiður aðgangur að helstu
mörkuðum okkar er hvorki meira né minna en lífsnauðsyn.
/
A síðustu sex ámm hafa stórvirki verið unnin í því að slíta burt höft af við-
skiptum íslendinga við umheiminn. Frá því Jón Sigurðsson tók við embætti
viðskiptaráðherra árið 1987 hefur hann markvisst rutt hverri hindruninni af
annarri úr vegi, og gjörbreytt því umhverfi sem íslensk verslun býr við. Það
er sama hvort litið er til viðskipta með olíu eða gjaldeyri, - landslagið er allt
annað og auðveldara yfirferðar en í tíð fyrri stjómvalda.
Eitt helsta baráttumál fslendinga hefur um langt skeið verið að fleyga burt
tollmúra, sem hafa haldið íslenskum sjávarafurðum frá eðlilegum aðgangi
að mikilvægustu mörkuðum okkar í Evrópu. Mikilvægi þeirra hefur aukist
jafnt og þétt ekki síst vegna gengisþróunar umheimsins. Nú er svo komið
að fjórir af hverjum fimm fiskum upp úr sjó við ísland enda um síðir á
mörkuðum Evrópu. Greiður aðgangur að þeim er því lífsnauðsynlegt súr-
efni fyrir framþróun íslensks sjávarútvegs. Þessa framþróun hafa tollar
Evrópubandalagsins drepið í dróma.
Um áratugaskeið hefur því hvér ríkisstjómin á fætur annarri ekki linnt til-
raunum sínum til að fá Evrópubandalagið til að fella niður tolla á saltfiski
og öðmm sjávarafurðum. Þær höfðu því miður ekki erindi sem erfiði; sögu-
legt mikilvægi núverandi ríkisstjómar felst í því, að það var hún sem sigldi
í höfn samningnum um EES. En með honum er svipt burt 97% tolla af sjáv-
arafurðum okkar, - og umhverfi greinarinnar því bylt í einu vetfangi.
Pað er hins vegar rangt, að samningurinn um EES snúist einungis um fisk.
Hann felur í sér afnám margvíslegra hafta og er því til stórkostlegra hags-
bóta fyrir verslunina, og þarmeð íslenska neytendur. Samningurinn felur í
sér gagnkvæm réttindi og skuldbindingar um opnun þjóðfélagsins og
aukna samkeppni á öllum sviðum, - í stað einokunar, fákeppni og óheil-
brigðrar vemdarstefnu, sem allt of lengi hefur bitnað á neytendum og
launafólki í formi hærra vömverðs og þjónustu, en ella.
Það er athyglisvert, að andstæðingar samningsins reyndu sérstaklega að
magna upp ótta við samræmdar samkeppnisreglur innan EES, og höfðu
auk þess mikinn beyg af því að samþjóðlegt eftirlit væri með framkvæmd
þeirra. Þetta viðhorf er fráleitt, og síst í anda þeirra sem vilja aukna vemd
fyrir neytendur. Staðreyndin er sú, að samkeppnisreglumar eru settar fyrst
og fremst til að styrkja stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja, og koma í veg
fyrir að auðhringir misnoti sér ráðandi markaðsaðstöðu. Öflugt eftirlit með
því að samkeppnisreglumar séu virtar er því íslenskum fyrirtækjum ótví-
rætt til hagsbóta.
Fað er jafnframt mikilvægt fyrir athafnalífið í landinu, að samningurinn
veitir fyrirtækjum - jafnt sem einstaklingum - frelsi til að flytja til fjármagn
milli landa, án þess að þurfa sérstakt leyfi ráðuneyta. Þannig fjölgar val-
kostum, og einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér þá kosti sem hinn alþjóð-
legi fjármagnsmarkaður býður upp á hverju sinni. Frjálsir flutningar á fjár-
magni veita jafnframt lánastofnunum langþráð aðhald samkeppninnar,
vextir munu ráðast af markaðnum og þar af leiðandi verða í samræmi við
vexti í öðmm löndum.
Hið aukna frelsi sem gefst með samningnum um EES mun því leiða til
vaxtalækkunar; en jafnframt mun samkeppni á fleiri sviðum um síðir kalla
fram hagræðingar og lægra vömverð til neytenda. Það leiðir aftur til meiri
hagvaxtar en reyndin hefði ella verið.
Þannig mun afnám hindrana í verslun með vaming, þjónustu og fjármagn
ekki aðeins verða til þess að verslun og fjármálalífið styrkist, heldur verða
launafólki til vemlegra hagsbóta þegar fram í sækir.
Atburðir dagsins
1853 Ópera Verdis, La Traviata, er frumsýnd í Feneyjum.
1900 Gottlieb Daimler, vélfræðingur og uppfinningamaður er lát-
inn. Hann fann upp mótorhjólið.
1932John Philip Sousa, marsakóngurinn bandaríski, látinn, 78 ára
að aldri.
1944 Bandamenn hefja sprengjuárásir á Berlfn að degi til. Þeir
fljúga frá bækistöðvum í Bretlandi.
1971 Pearl S. Buck, amerískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahöf-
undur er látin, 81 árs að aldri. Hún skrifaði fjölmargar bækur, sem
gerðust margar í Kína.
Afmœlisdagar
Savinien Cyrano de Bergerac, 1619, franskur rithöfundur sem
sagður var hafa háð yfir þúsund einvígi vegna athugasemda sem
hann fékk, - ekki vegna skáldverka, heldur hins óvenjumikla nefs
sem hann bar.
Elizabeth Barrett Browning, 1806, breskt ljóðskáld. Hún barðist
hetjulega gegn vilja föður síns, og giftist ljóðskáldinu Robert
Browning.
Oscar Straus, 1870, Vínarbúi sem haslaði sér völl sem tónskáld í
Frakklandi. Hann var óskyldur Straussunum frægu. Eftir hann liggja
til dæmis Valsadraumar og Hringekja ástarinnar, svo eitthvað sé
nefnt.
Ronald Reagan, 1911 allir vita að hann var Bandaríkjaforseti á ár-
unum 1980 til 1988 og átti einn merkasta fund aldarinnar í Reykja-
vík með Mikjáli Gorbasjoff.
Kiri Te Kawana, 1944,hin fræga óperusöngkona. Hún er frá Nýja-
Sjálandi.
7.
Atburðir dagsins
Afmœlisdagar
1838 Jenny Lind, sænski næturgalinn. eins og hún var títt nefnd,
gerir stormandi lukku í Meistaraskyttunum í Stokkhólmsóperunni.
1912 Frakkinn Henri Seimet flýgur frá París til Lundúna á þrem
klukkustundum, fyrstur flugmanna til að fljúga þennan spöl án við-
komu á leiðinni.
1971 Enska skáldkonan Stevie Smith fremur sjálfsmorð.
1984 Donald McLean, starfsmaður í utanríkisþjónustu Breta og sov-
éskur njósnari, og flýði til Sovétríkjanna, er látinn sjötugur að aldri.
Piet Mondrian, 1872,Hollenskur listmálari frægur fyrir geómetr-
ískar myndir sínar og notkun frumlita.
Maurice Ravel, 1875, franskt tónskáld, meðal verka hans er Bolero
og balletttónlistin Dafne og Chloé.
Snowdon lávarður, 1930,öðru nafni Anthony Armstrong Jones,
fyrrum eiginmaður Margrétar Bretaprinsessu. Hann er ljósmyndari
að mennt.
Ivan Lendl, 1960,tékkneskur tennisleikari.
Elías Hjörleifsson, - kominn heim eftir 28 ár í Dan-
mörku.
Elías sýnir myndir í G-15
Elías Hjörleifsson, myndlistarmaður, opnar sýn-
ingu í G-15 galleríi að Skólavörðustíg 15 á morgun,
laugardag. Elías er nýlega fluttur heim á gamla Frón
eftir 28 ára veru í Danaveldi. Hann er að mestu sjálf-
menntaður listamaður en naut námskeiða í Dan- mörku. Öll verkin eru unnin í fyrra og í ár, þau eru gerð með blandaðri tækni. Elías hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum. Opið er í G-15 daglega frá 12 til 18, laugardaga 11 tl 14, lokað sunnudaga. Sýningunni lýkur 31. mars.
Alþýðuflokkskonur á Akureyri
Munum fÍB
GREIFANN
á laugardaginn. 'S
Stjómin. gjfgl
Aðalfundur
1993
Skeliungur hf.
Shell einkaumboð
Aðalfundur Skeljungs hf.
verður haldinn föstudaginn
12. mars 1993 í Átthagasal
Hótel Sögu, Reykjavík, og
hefst fundurinn kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.
16. grein samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegartillögur
og reikningar félagsins munu
liggja frammi á aðalskrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn
verða afhent á aðalskrifstofu
félagsins Suðurlandsbraut 4,
6. hæð, frá og með 5. mars til
hádegis á fundardag, en eftir
það á fundarstað.