Alþýðublaðið - 05.03.1993, Side 5
Föstudagur 5. mars 1993
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
svarar spurningum Alþýðuhlaðsins um bankakerfið og vaxtamál
5
Sígandi lukka
er best
Bankakerfið og vaxtamálin hafa verið
mikið til umræðu að undanförnu. Mörg-
um þykir að vcxtir séu háir. Ekki síst
kemur þetta niður á fyrirtækjum og ein-
staklingum seni eru skuidum vafnir
vegna íbúðakaupa. Vextir og bankamál
koma mjög við sögu þegar rætt er um
gerð nýrra kjarasamninga. Æðsti yfir-
maður bankamála í landinu er viðskipta-
ráðherrann, Jón Sigurðsson. Alþýðu-
blaðið tók hann tali og beindi nokkrum
spurningum til hans í vikunni.
Það virðist vera almennt viðhorfað vext-
ir hér á landi séu of háir og standi efna-
hagsbata fyrirþrifum. Af liverju lœkka þá
ekki vextirnir?
Það er satt að vextir hafa verið nokkuð
háir hér á landi um skeið. Ég bendi hins veg-
ar á að vextir hafa verið háir í flestum ná-
grannaríkjum okkar á undanfömum árum
og einstaklingar og fyrirtæki víða um lönd
þurft að greiða hærri vexti en hér á landi.
Hér á landi hafa mikil lánsfjárþörf opinberra
aðila og tiltölulega lítill spamaður þjóðar-
innar viðhaldið háum vöxtum. Með aðhaldi
í ríkisfjármálum hefur hins vegar dregið úr
lánsfjárþörf opinbetra aðila. Aðstæður hafa
því skapast fyrir lækkun vaxta sem þegar er
farið að gæta í bankakerfinu, á verðbréfa-
markaði og í útboðum ríkisvíxla. Framund-
an gæti því verið vaxtalækkun ef stöðug-
leiki í verðlags- og launamálum helst.
Afhverju flýta stjórnvöld ekki fyrirþess-
ari þróun og lœkka vextina með handafli?
Reynsla síðasta árs sýndi að vaxtalækkun
sem stjómvöld knýja fram fær ekki staðist
ef hún er meiri en aðstæður á fjármagns-
markaði gefa tilefni til. Nú þurfa stjómvöld
að gæta þess að fylgja eftir þeirri vaxtalækk-
un sem þegar hefur orðið með því að beita
stjómtækjum peningamála til að lækka
vextina enn frekar. Það má hins vegar ekki
gerast í óraunhæfunt stökkum, sígandi
lukka á best við núna.
Bendir afkoma bankanna ekki til þess
að vextir muni varla lœkka að ráði, þeir
þurfa jú ákveðinn vaxtamun til að standa
undir rekstrinum?
Vegna samkeppni erlendis frá, frá fjár-
festingarlánasjóðum, eignarleigufyrirtækj-
um og öðrum aðiium á innlendum fjár-
magnsmarkaði geta bankamir ekki haldið
uppi háum útlánsvöxtum til lengdar. Þegar
innlánsvextir eru mjög lágir verða bankar að
leita allra leiða til að hagræða í rekstri svo
þeir geti dregið úr vaxtamun og lækkað þar
með útlánsvexti. Þeir hafa þegar gripið til
ýmissa aðgerða en verða greinilega að gera
enn betur.
Þú hefur verið talsmaður þess að breyta
ríkisbönkunum tveimur í hlutafélags-
banka og selja síðan hlutabréf ríkisins í
öðrum eða báðum eftir því sem aðstœður
leyfa? Sýna ekki erfiðleikar í bankarekstri
á Norðurlöndum að það sé traustast að
hafa ríkisbanka?
Alls ekki. Erfiðleikar banka á Norður-
löndum stafa ekki af eignarhaldinu heldur
fyrst og fremst af þrengingum t efnahags-
málurn og ógætilegri útlánastefnu. Ég tel
einmitt að það sé meiri hætta á að ríkisbanki
sýni óvarkámi í útlánum sínum en einka-
banki sem býr við aðhald frá hluthöfum. Út-
vegsbankamálið sýndi einmitt þetta. Einnig
tel ég að einkabankar bregðist fyrr við
versnandi afkomu n ríkisbankar með að-
haldi í rekstri og öðrum aðgerðum.
Erfiðleikar banka á Norðurlöndum og
veruleg útlánatöp íslenskra banka sýna okk-
ur að það getur verið afar varasamt að
treysta um of á veð fyrir skuldum. Þess í
stað verður að leggja aðaláhersluna á þau
verkefni sem verið er að lána til og arðsemi
þeirra og meta þetta af miklu raunsæi.
Ég bendi líka á að engri ríkisstjóm á
Norðurlöndum, þar sem bankar hafa lent í
vandræðunt og ríkið hefur þurft að koma
þeim til bjargar, hefur dottið í hug að breyta
hlutafélagsbönkum í ríkisbanka. Þvert á
móti vilja menn reka bankana á sama formi,
hlutafélagsforminu, til að skapa eðlileg
samkeppnisskilyrði.
/ síðasta rnánuði voru samþykkt á Al-
þingi þrenn ný lög um verðbréfamarkað-
inn. A hvern liátt snertirþessi nýja löggjöf
almenning?
yggissjónarmið sitja hér í fyrirrúmi.
Þút hefur haft forgöngu um aukið frelsi í
gjaldeyrismálum. Er ekki varhugavert að
leyfa stórum aðilum, eins og lífeytissjóð-
um, að flytjafé úr landi á sama tíma og at-
vinnuleysifer vaxandi og atvinnulífmu hér
á landi sárvantar áhœttufé til uppbygging-
ar?
Boð og bönn í gjaldeyrismálum, sem á
öðrum sviðum viðskiptalífsins, hafa hvorki
gefist þessari þjóð né öðrum vel. Um það er
ótrúlega hratt fall kommúnistaríkjanna nær-
tækasta dæmið. Með auknu frelsi í gjaldeyr-
ismálum verður enn brýnna en áður að
treysta undirstöður öflugs atvinnulífs þann-
ig að lífeyrissjóðir og aðrir sjái sér hag í því
að fjárfesta innanlands. Ég er reyndar þein-
ar skoðunar að það sé eðlilegt að lífeyris-
sjóðir kaupi erlend verðbréf og dreifi þann-
ig þeirri áhættu sem jafnan er samfara því að
fjárfesta í verðbréfum. Með auknum mögu-
leikum til áhættudreifingar fá þeir jafnframt
meira svigrúm en áður til að taka þátt í ný-
sköpun íslensks atvinnulífs með iilutafjár-
framlögum. Aðalatriðið er að lífeyrissjóðir
og aðrir kunni fótum sínum foiráð við nýjar
aðstæður í gjaldeyrismálum og láti ekki
glepjast af skrúðmælgi erlendra sölumanna.
Svo er það líka dálítið skondið að heyra
sömu mennina halda því fram að mikil
hætta sé á útstreymi fjár frá ísíandi um leið
og þcir halda því fram að vextir séu hvergi
hæn i en hér á landi. Hvort tveggja fær ekki
staðist í senn.
Er í þessu sambandi e.t.v. ástceða til að
rýrnka enn frekar um heimildir útlendinga
til að fjárfesta í íslensku atvinnulifijafnvel
fiskveiðum og fiskvinnslu?
Það er þegar búið að rýmka ntikið um
heimildir erlendra aðila til að fjárfesta í at-
vinnurekstri hér á landi. Ég hef nýlega flutt
á Alþingi frumvarp um að þær reglur verði
rýmkaðar enn frekar til samræmis við
skuldbindingar okkar skv. EES-samningn-
um. í því fmmvarpi erhins vegarekki hrófl-
að við banni erlendra aðila til að fjárfesta í
fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi. Ég er
þeirrar skoðunar að við eigum að fara gæti-
lega í því að heimila erlendum aðilum að
fjárfesta í þessum greinum. Við eigum hins
vegar að ræða þennan möguleika opinskátt
og kanna kosti hans og galla til hlítar. I mín-
um huga skiptir mestu máli að auðlindin sé
sameign þjóðarinnar og að þjóðinni sé
tryggður arðurinn af henni.
I byrjun þessa mánaðar tóku gildi sam-
keppnislög í stað verðlagslaga frá 1978.
Skipta nýju lögin einltverju máli?
Hér er um grundvallarbreytingar á lög-
gjöfinni að ræða sem ég efa ekki að eigi eft-
ir að koma almenningi til góða. Frá 1978
hafa orðið gífurlegar breytingar í þjóðfélag-
inu, það hefur stórlega dregið úr verðlagsaf-
skiptum en þess í stað hafa ýmis atriði varð-
andi samkeppnismál farið vaxandi. Þessi
þróun er staðfest í nýju lögunum þar sem
meginmarkmiðið er efling virkrar sam-
keppni en ekki verðlagsafskipti. Þá legg ég
áherslu á að með þessari nýju löggjöf verð-
ur auðveldara en áður að vinna gegn einok-
un og hringamyndun og gegn samþjöppun
efnahagslegs valds. Þetta hefur m.a. þýð-
ingu í bankakerfinu.
Að lokum Jón. Ertþií á leið ístarf seðla-
bankastjóra?
Bankaráð Seðlabankans, sem gerir tillögu
til ráðherra um skipan í stöðu seðlabanka-
stjóra, hefur. eftir því sem ég best veit. ekki
rætt um hugsanlega eftirmenn þeirra tveggja
seðlabankastjóra sem láta af starfi á þessu
ári. Vangaveltur um að ég skipti um starf á
árinu eru á þessu stigi einungis hugarflugs-
æfingar þeirra manna sem ávallt hafa af því
nokkra skemmtan að búa til sögitr um
mannabreytingar í pólitík. Þessa dagana er
ég með huga og hendur fuliar af spennandi
verkutn í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum
og á Alþingi.
„Vangaveltur um að ég skipti uin start a arinu eru á pessu stigi einungis hugarttugsætingar
þeirra manna sem ávallt hafa af því nokkra skemmtan að búa til sögur um mannabrevtingar í
pólitík.“
Með nýjum lögum um verðbréfavið-
skiptþ um verðbréfasjóði og um Verðbréfa-
þing Islands verður löggjöf á þessu sviði nú-
tímalegri og jafnframt ítarlegri en áður. Þar
er að finna fjölmörg ákvæði sem beinlínis
eru til þess fallin að vemda hag þeirra sem
ávaxta fé sitt á verðbréfamarkaði. Trúlega
mun almenningur helst verða var breytinga
á verðbréfasjóðunum því strangari reglur
munu gilda um starfsemi þeirra en áður,
einkum hvemig þeir ávaxta fé almennings
og upplýsingaskyldu við almenning. Ör-