Alþýðublaðið - 05.03.1993, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 05.03.1993, Qupperneq 6
6 Föstudagurð. mars 1993 R A Ð A U O I l y s i i i N G A R Útboð Vegvísun 1993, framleiðsla umferðarskilta Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í framleiðslu umferð- arskilta, þ.e. skiltaflata leiðarmerkja og þéttbýlismerkja með tilheyrandi burðarrömmum og festingum á rörauppistöður. Magn alls 600 stk. Verki skal að fullu lokið 18. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 22. mars 1993. Vegamálastjóri Starfsmaður óskast Bæjarfélagið Höfn óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna eftirfarandi verkefnum: a) Umsjón og skipulagningu Vinnuskóla unglinga í samráði við bæjarverkfræðing. b) Umsjón með féiagsstarfi unglinga (þ.m.t. störf í félags- miðstöð) í samráði við félagsmálastjóra. Starfsmaðurinn þarf að eiga auðvelt með og hafa ánægju af að starfa með börnum og unglingum, jafnframt því að hafa skipulagshæfileika og geta unnið sjálfstætt. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 10. mars 1993. Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar á bæjarskrifstof- um Hafnar í síma 97-81222. Bæjarstjóri Hafnar. Samvinnuháskólinn - rekstrarfræði Rekstrarfræöadeild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskipta- brautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskól- ann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórn- unar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál, samvinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Námið er lánshæft hjá LÍN. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði og félagsmálafræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjöiskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bif- röst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er innganga umsækj- endum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í at- vinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi - sími 93-50000. Velkomin til Bandaríkjanna Sérstakt tilboð ríkisstjórnar Bandaríkjanna gefur þér nú tækifæri til að flytjast til Bandaríkjanna með innflytjendaleyfi til frambúðar samkvæmt AA-1 kerfinu, verðir þú fyrir valinu. Þú geturfengið tækifæri til að lifa og starfa í Bandaríkjunum með fast aðsetur (handhafi Græna kortsins). Síðasti frestur til að sækja um rennur út 31. mars 1993. Þú þarft því að bregðast við tímanlega til að vera réttu megin við umsóknarfrestinn. Þú eða annað hvort foreldra þinna verður að hafa fæðst á íslandi/Bretlandi/írlandi til að eiga möguleika. Sendið póstávísun upp á $45 fyrir hvern umsækjanda sem óskar eftir skjótri skráningarþjónustu ásamt eftirfarandi upp- lýsingum, sem skrifa þarf skýrt og greinilega á ensku: Nafn umsækjanda, heimilisfang, fæðingardagurog ár, fæð- ingarstaður, nafn maka, ef umsækjandi er í hjónabandi, og nöfn og heimilisföng barna yngri en 21 árs, séu þau ekki í hjónabandi. Sendið póstávísun upp á 45 Bandaríkjadali fyrir hvern umsækjanda, sem stílaður er á: Visa USA, P.O. Box no. 822211, Dallas, Texas 75382, U.S.A. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 8. mars kl. 20.30 á Hótel Holiday Inn. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. JAFNAÐARMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR EYFIRÐINGAR ATHUGIÐ! Opið hús mánudaginn 8. mars í Gránufélagsgötu 4, (J.M.J.- húsinu) kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. KafFiveitingar. Stjórn Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar. FUJ Reykjavík Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur almennan félagsfund þriðjudaginn 9. mars, í Rósinni, Hverfisgötu 8-10. Gestur fundarins verður * Þröstur Olafsson aðstoðarmaður ráðherra og annar formanna Tvíhöfðanefndarinnar. Hann mun ræða um smábátaútgerðina og reifa þær hugmyndir sem uppi hafa verið í nefndinni um málefni hennar. Allir félagar eru hvattir til að mæta. Stjómin. FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 18. mars 1993 í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félags- ins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 11. mars kl. 14.00. Dagana 12. til 17. mars verða gögn afgreidd frá kl. 9.00 til 17.00 og á fundardag til kl. 12.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundar- degi. Stjórn Flugleiða hf.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.