Alþýðublaðið - 05.03.1993, Síða 8

Alþýðublaðið - 05.03.1993, Síða 8
RAFGEYMAR 618401 MMðUBUÐIÐ mm RAFGEYMAR 618401 Veðhlaupahross sólgin í íslenskt gras Fyrir harðfvlgi ýmissa aðila, meðal annarra umhverfisráðherra, Eiðs Guðnasonar, Gunnars Snorra Gunnars- sonar, í utanríkisráðuneytinu, Einars Sigurðssonar sendiráðsritara, Brynjólfs Sandholt, yfirdýralæknis og Sigurðar Sigurðssonar, formanns Sauðfjársjúk- dómanefndar, hefur náðst lausn mála við norsk yfirvöld um útflutning héðan á Fersk-Gras framleiðslunni frá Stórólf- svelli við Hvolsvöll. Til Stórólfsvallabúsins hafa borist pant- anir frá Noregi upp á rúm 400 tonn frá ára- mótum, og hefur búið ekki getað annað eft- irspum að sögn Sigurbjöms A. Friðriksson- ar, framkvæmdastjóra Fersk-Gras. Fyrir- tækið hefur þurft að sinna viðskiptavinum í tólf löndum, sem keypt hafa íslenskt, ferskt gras síðan 1989, þegar starfsemin hófst. En Norðmenn hafa mikinn áhuga á hey- inu. Sigurbjöm segir að Norðmenn haft hug á viðbótarpöntunum upp á 500 tonn til við- bótar, sem afgreiðast eiga nú í vor og næsta haust og vetur. Á annað hundrað tonn voru flutt út til annarra landa fyrir síðustu áramót, aukningin á þessu ári verður því veruleg. HorseHage/Fersk-Gras er framleitt hér á landi með einkaleyfi frá Marksways Horse- Hage, en það fyrirtæki útvegar breska Olympíuliðinu í hestaíþróttum hágæða hestafóður. Vörunni er pakkað í 25 kílóa lofttæmdar umbúðir og er nánast ferskt og gerjast í um- búðunum og sagt vera hið mesta lostæti fyr- ir sport- og veðhlaupahesta í Evrópu. I Nor- egi og í Færeyjum bjóða menn öllum skepn- um sínum þetta fóður. Fersk-Gras á hinsvegar ekki miklar vin- sældir hér á landi. íslenskt þurrhey er kjam- gott og ódýrt á heimamarkaði, og verður því fyrir valinu fremur en þessi framleiðsla Stórólfsvallabúsins, sem kostar talsvert meira fé. Arthur Bogason Enginn botai í hverju er kasfað Kristjáni Þórarmssyni svarað Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ, er föðurlegur við ritstjóra Alþýðublaðsins þann 3. mars s.l þegar hann „leiðréttir“ skrif blaðsins frá því 25. febrúar s.l. í leiðaranum er því haldið fram að færa megi að því sterk rök að“... meira magn þorsks megi afla úr stofni af tiltekinni lífþyngd á króka en önnur veiðarfæri“. Telur Kristján að leiðarhöfundi blaðsins hafi orðið það á að „ganga út frá röngum upplýsingum hvað íslenskar þorskveiðar varðar...“ o.sv.frv. Kristján er hins vegar með réttu upplýsingamar að hann telur og vitnar þar.í samantekt upplýsinga frá Haf- rannsóknastofnun um aldursdreifingu og meðalþyngd í þorskafla eftir veiðarfæmm. Skýrsla sú er leiðarahöfund- ur Alþýðublaðsins notar sér til stuðnings er unnin af tveimur erlendum fiskifræðingum, Asmund Bjömdal frá Noregi og Finnanum Taivo Leavastu. Niðurstaðan er ótvíræð krókaveiðum í hag en í stað þess að taka til ræki- legrar skoðunar hverju þessi niðurstaða sæti kýs Kristján Þórarinsson að nota einungis súlurit Hafrannsóknastofn- unar sem segja aðeins hluta sannleikans. Það sem Krisján kýs að minnast ekkert á er kjami málsins: í hinu svokailað „krókakerfi" er engin hvatning til að henda fiski; menn koma með það að landi sem þeir afla. Raunar er í fyrirkomulagi krókakerfisins nú beinlínis hvattning til að koma með allt að landi. Svokölluð línu- tvöföldunartímabil hefur svipaða innbyggða hvata, þó ekki eins augljósa og í hinu tilfellinu. í mínum huga er þetta kostur: Stýrikerfið á veiðunum, sem gerir það að verkum að það er veiðimanninum í hag að kasta hluta þess sem hann fangar, er vont kerfi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að aflamarkskerfið býður þeirri hættu heim að fiski sé kastað. Enginn botn hefur fengist í hversu mikið magn er þar á ferðinni og svo sorg- lega vildi til að könnun sú sem samstarfshópur um bætta umgengni við auðlindir sjávar ætlaði að framkvæma á úr- kasti frá botnvörpuskipum mistókst. Önnur athyglísverð hlið á þessu máli er sú staðreynd sem Kristján minnist á að eftir allar æfingamar með möskvastærðina. svæðislokanir og margra ára linnulaus- ar rannsóknir á botnvörpunni til að auka valhæfileika hennar hefur ekki tekist betur til en raun ber vitni. Engar rannsóknir hafa hins vegar verið framkvæmdar á línunni eða handfærum á því sviði. Þaðer íþessu sem stofnvistfræðingnum ætti að finnast súlutit Hafrannsóknastofnunar forvitnilegt. WlNDOWS FOR WORKGROUPS ENN EIN SNILLDARIAUSN FRÁ MlCROSOFT FORDRKGRDUPS TENGSL SEM BORGA SIG HRATT SAMNÝTINC FORRITA OC GAGNA LEIÐIR TIL HAGKVÆMNI OG HRAÐARI VINNSLU Windows fyrir vinnuhópa er eina netkerfið sem hefur innbyggt dagbókarkerfi og tölvupóst jafnhliða pví sem það gefur möguleika á samnýtingu hugbúnaðar, gagna, prentara og annarra jaðartækja. SAMNÝTINC ARA OC JAÐARTÆKJA SPARAR FÉ OG NÝTIR BETUR GÖGN DAGBÓKARKERFI HUGVITSSAMLEG LAUSN TIL BETRI SKIPULAGNINGAR OG NÝTINGU TÍMANS TÖLVUPÓSTUR FRÁBÆR LEIÐ TIL AÐ BÆTA SÁMSKIPTW JAFNT INNAN HÚSS SEM ÚT Á VIÐ Windows fyrir vinnuhópa hefur verið prófað og viðurkennt af íslenskri forritaþróun, Ráðhugbúnaði, Kerfisþróun, TOK, og Streng EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.