Alþýðublaðið - 09.03.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 09.03.1993, Síða 1
Opinberir staifsmenn hafna verkfalli Veikir forystuna - segir Haukur Helgason skólastjóri - hún áttaði sig ekki á raunverulegum vilja félagsmanna sinna Mcirihluti félagsmanna opin- berra starfsnianna hefur hafnað verkfallsboðun frá og með 22. mars í allsherjaratkvæðagreiðslu. Innan Kennarasambands Islands var tillaga stjórnar um verkfail felld með 1.635 atkvæðum (49,5%) gegn 1.493 (45,2%). Inn- an BSRB felldu 16 félög af 23 að- ildarfélögum samninginn. Haukur Helgason skólastjóri í Hafnarfirði, sem lengi starfaði inn- an vébanda BSRB og síðar KÍ, var einn þeirra sem taldi óskynsamlegt að efha til verkfaliá nú. Hann sagði við Alþýðublaðið í gær, að kosning- in um verkfall hefði einungis orðið til þess að veikja forystu opinberra starfsmanna og greinilegt væri að hún hefði ekki áttað sig á raunveru- legum vilja sinna félagsmanna. Haukur segir að ljóst hafi verið að svigrúm til samninga hafi verið mjög lítið og staðan erfið. Akvörð- un um atkvæðagreiðslu hafi aðeins orðið til að veikja samstöðuna. Fé- lagsmenn hefðu bara borið tjón af því að boða til verkfalls. Ef kennar- ar hygðu á verkfall væri haustið rétti tíminn til þess. I atkvæðagreiðslu BSRB greiddu samtals 4.865 atkvæði gegn verk- falli eða 55,8% en 3.607 með því eða 41,4%. Þau sjö félög innan BSRB sem samþykktu að fara í verkfall hafa ákveðið að boða ekki til verkfalls 22. mars. Félögin sem samþykktu verkfallsboðun voru starfsmannafélögin á Neskaupstað, Borgamesi, og Kópavogi, Lands- samband slökkviliðsmanna, Fóstru- félag íslands og félög opinberra starfsmanna á Austurlandi og Suð- urlandi. Samhand Alþýðuflokksfélaga á Suðurnesjum Vill eignarhaldsfélag tll atvinnusköpunar Faghar hugmyndum um að 300 milljónum króna frá Islenskum Aðalverktökum verði varið tilfjáifestingar í atvinnulífi Suðurnesja Samband Alþýðuflokksfélaga á Suðumesjum fagnar framkomnum hugmyndum íslenskra aðalverktaka um 300 milljón króna fjárfestingu þeirra í arðbærri atvinnuuppbygg- ingu á Suðumesjum nú á næstunni. A fundi sambandsins, sl. laugar- dag, var jafnframt skorað á sveitar- stjómir á Suðumesjum að taka já- kvætt í stofnun eignarhaldsfélags í hlutafélagaformi, sem hafi það að markntiði að fjárfesta í atvinnu- skapandi og arðbærri atvinnuupp- byggingu á Suðurnesjum. Sambandið bendir „á nauðsyn þess að heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið setji hið fyrsta á laggim- ar opinberan starfshóp sem hafi það verkefni, að leggja drög að stefnu- mörkun, markmiðum og framtíðar- skipan í heilbrigðismálum okkar Is- lendinga þar sem nokkuð augljóst virðist að núverandi kerfi standist ekki þær kröfur sem gerðar munu verða til þess þegar til lengri tíma er horft" Sambandið segir sama gilda um lífeyrissjóðakerfið sem sé fyrir löngu gengið sér til húðar. Þá fagn- aði sambandið því að nægjanlegt framkvæmdafé fékkst á tjárlögum til að ljúka framkvæmdum við seinni áfanga hjúkrunardeildarinnar í Víðihlíð á árinu. Heimsmeistarakeppnin í Svíþjóð - búist við hundruðum íslenskra stuðn- ingsmanna í Gautaborg Mikil stenunning ríkir nú með- al Islendinga í Gautaborg vegna Heimsmeistarakeppninnar í handbolta sem hefst í dag. Hundruð íslenskra stuðnings- manna frá öðrum borgum í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku hafa lagt leið sína til Gautaborgar til þess að styðja við bakið á hand- boltalandsliðinu, auk þess sem um 1000 íslendingar eru búsettir á Gautaborgarsvæðinu og munu margir mæta og hvetja landann. íslcnska landsliðið leikur í C- riðli keppninnar og fara allir leikir þess riðils fram í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg. Undirbúningur á vegum Islend- ingafélaganna í Svíþjóð hefur stað- ið yfir síðan í haust og hefur sérstök undirbúningsnefnd skipulagt dag- skrá fyrir íslensku stuðningsmenn- ina á meðan á keppninni stendur, í samvinnu við HSI. Islenski hópur- inn hefur hreiðrað um sig á krá í miðborg Gautaborgar sem nefnist Rix. Þar gefst stuðningsmönnum kostur á að hittast, bæði fyrir og eft- ir leiki íslenska liðsins, en aðeins er um 10 mínútna gangur frá Rix- kránni til Scandinavium þar sent keppnin fer fram. Jón Ólafur Björgvinsson formað- ur undirbúningsnefndarinnar segir að það sé mikill áhugi fyrir heims- meistaramótinu meðal Islending- anna sem búsettir eru á Norðurlönd- um og því niegi búast við fjölmennu stuðningsmannaliði á leikina. „Það er ætlunin að reyna að hita-upp fyrir leikina með því að hittast á þessari krá, sem reyndar er stuðnings- mannakrá IFK Göteborg, þegar fót- boltavertíðin stendur yfír. Síðan verður auðvitað safnast saman eftir leikina og þá gefst mönnum kostur á að horfa á þá aftur á myndbandi, en á staðnum er búið að koma fyrir stórum sýningarskjá og 6 minni sjónvarpsskjám. Nú, það ætti að vera auðvelt fyrir landann að finna staðinn því íslenski fáninn mun blakta þar fyrir utan á meðan á keppninni stendur", sagði Jón Ólaf- ur handboltaáhugamaður í Gauta- borg. Fornmenn og fagrar meyjar Aðsóknin að stærstu hárgreiðslu-, tískulínu- og fiirðunarkeppni ársins, seni fram fór um hclgina. var meiri en oft gerist á landsleikjum í þeini góða leik, handbolta. Á annað þúsund nianns horlði á litríka og vel undirbúna skemmtan, og á þriðja hundrað tóku þátt í þessari alþjóðlegu keppni, sem dró hingað fólk frá vmsum heimshornum. Mikið var um að vera og keppt var á 6 stöðum í húsinu í einu. Hér getur að líta fornmenn ieðurklædda og hispursmeyjar í einu atriða sýningarinn- ar, sem tímaritiö Hár og fegurð gcngst fvrir árlega. A-mvnd E.ÓI. HM í handbolta hefst í dag Pressan er á Svíum - segir Kristján Arason, en spáir engu að síður að Svíar vinni Islendinga 22-19 ífyrsta leik liðanna í mótinu íslcnsku handknattleikslands- liðið leikur sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í Svíþjóð í dag kl. 18. Leikið verður gegn Svíum í Gautaborg. Hinn kunni handknattleiksmaður og þjáll'ari Kristján Arason, sem lék með landsliðinu tilskamnis tíma, spáir Svíuni sigri, 22-19, þrátt fyrir að allt geti gerst í handbolta eins og öðruin íþróttúm. Svíar er nú taídir með sterkara lið en íslendingar og því er ætlast til þess að þeir vinni okkur á heima- velli", segir Kristján Arason. „Pressan er því á Svíum og okkar menn ættu að geta leikið afslappað. Staðan var öðru vfsi þegar þessi Iið voru metin í svipuð að styrkleika og meiri. væntingar voru til íslenska liðsi'ns, en því fylgdi jafnframt meiri spenna.“ Aðspurður urn Svíagrýluna sagði Kristján áð það væri ekkert eins- dæmi að einu liði gengi sérlega illa á móti öðru liði, burtséð frá styrk- leika. Þannig hafi t.d. Spánverjar lengst af átt mjög erfitt með Júgó- slava en á sama tíma haft Júgóslav- ar, senr þá voru geysisterkir, átt í miklurn erfiðleikum með Islend- inga. Kristján segir að nú verði allt lagt upp úr því að sigra Ungverjana auk þess að vinna Bandaríkjamenn. Hann sagði að þrátt fyrir slæmt gengi Islands á móti Svíum undan- farin ár hefði hann tvisvar eða þrisv- ar á sínum ferli unnið Svíana og einu sinni gert jafntefli. „Við höfum tapað fyrir þeim á stórmótum und- anfarin ár enda verið mikil spenna fyrir þá leiki", segir Kristján. Svo er bara að bíða og sjá hvort íslendingum takist ekki að velgja Svíum ventlega undir uggum nú þegar væntingar urn sigur eru minni en oft áður. Islensk handboltakrá

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.