Alþýðublaðið - 09.03.1993, Síða 8
POLAR
RAFGEYMAR
618401
POLAR
RAFGEYMAR
618401
RAUDUR KOTTUR
Slund Gaupunnar
Höfundur: Per OIov Enquist
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir
Leikmynd og búningar: Elín Edda Arna-
dóttir
Lýsing: Asmundur Karlsson
Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið, Litla
sviðið
Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ★ (frábær sýning)
Hvað er velferðarríki? Hversu langt get-
ur „kerl'iö" gengið í nafni réttlætisins, sann-
leikans, meirihlutavaklsins? Er í góðsem-
inni falin mesta grimmdin? Getur rauður
köttur verið guð? Er það þá eitthvað verri
guð en hver annar? Hver er staða einstak-
lingsins gagnvart þeim vísindum, sem birt-
ast okkur í líki sálarfræði, félagsfræði og
guðfræði? Skarast líf fræðingsins og við-
fangsefnisins einhversstaðar, eða eru þeir
dæmdir í hlutverk herrans og þjónsins?
Hvor með sinn sjóndeildarhring, sitt tungu-
mál, sína helgu dóma? Dæmdir til að ferð-
ast saman í gegnum lífið, byggja saman
samfélagið, sem á sfðustu áratugum hefur
þróast yfir í eitthvað er kallast velferðar-
samfélag? Sem því miður birtist oftar en
ekki t því að lífi og frelsi einstaklingsins er
fómað á altari velferðar fjöldans. Með réttu
eða röngu.
Er meiri mannúð og réttlæti fólgið í því
að læsa einstakling inn á hæli og murka þar
úr honum lífið hægt og hægt með félags- og
sálfræðilegum tilraunum, en að drepa með
líkamlegu ofbeldi einstakling, sem virðir
ekki hin helgu vé náttúrubamsins og „ein-
Drengurinn (Ingvar Sigurösson).
feldningsins"? Hvert er hlutverk guðdóms-
ins í þessu lífsspili öllu?
Þessar og þvflíkar hugsanir sóttu að mér
undir sýningu Þjóðleikhússins á Icikriti Per
Olov Enquist „Stund Gaupunnar". Þessi
Yngri konan (Lilja Þórisdóttir).
hljóðláta dæmisaga er sett saman af mikilli
íþrótt og næmum skilningi á eðli mannssál-
arinnar. Aleitið og kröfuhart verk. jafnt við
leikara og áhorfendur. Vekur fjölmargar
spumingar, án þess að ætla sér þá dul að
kunna öll svörin.
Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk
drengsins, sem er andlega truflaður ntorð-
ingi miðaldra hjóna og virðist hafa sýnt af
sér ótrúlega tilgangslaust ofbeldi. Því tilval-
ið fómardýr félags- og sálfræðilegrar til-
raunar, sem háskólinn stendur fyrir. Vinna
Ingvars í þessu hlutverki er glæsileg. Af
ótrúlegri næmni og öryggi sýnir hann okk-
ur inn í hugarheim drengsins, opnar smátt
og smátt á ástæður voðaverksins,’ sveiflast á
milli nakinnar grimmdar og barnslegrar
blíðu og trúnaðartrausts. Tök Ingvars á
þessu hlutverki sanna enn einu sinni hversu
hæfileikamikill leikari hann er. Hafi hann
nógu sterk bein til að þola velgengnina og
haldi hann í þá einlægni og alúð, sem hefur
verið aðal hans til þessa, á hann glæsilegan
feril fyrir höndum. Frammistaða hans ein
og sér er fullgild ástæða, fyrir alla leikhús-
unnendur til að sjá þessa sýningu.
Lil ja Þórisdóttir fer með hlutverk yngri
konunnar og fræðingsins í verkinu. Van-
þakklátt hlutverk og vandmeðfarið.
Eftir örlítið óöryggi í byrjun, náði Lilja
góðum tökum á hlutverkinu og skilaði því
með sóma.
Guðrún Þ. Stephensen leikureldri kon-
una, kvenprest.sem fræðingurinn hefur
fengið sér til aðstoðar, við að nálgast dreng-
inn og ástæður verknaðar hans. Guðrún
skapar þessa persónu af festu og öryggi,
leikur hennar lýsir víðsýni og lífsreynslu
kvenprestins af trúverðugleika og áhorf-
andinn á auðvelt með að fylgja henni eftir í
gegnum verkið.
Leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur er lát-
laus og ömgg. Einkennist af þeirri ástúð og
einlægni,sem hún leggur jafnan í verk sín.
Leikmynd og búningar Elínar Eddu
Ámadóttur þjóna verkinu vel.
Leikinyndin köld og nöturleg, svo sem
vera ber og búningarnir blátt áfram.
Lýsing Ásmundar Karlssonar er unnin af
næmni og alúð og þjónar verkinu hið besta.
Þýðing Þórarins Eldjáms hljómaði lipur-
lega.
Niðurstaða: Glæsileg leiksýning, þar
sem saman fer gott leikrit og frábær
vinna leikhússins, með Ingvar E. Sig-
urðsson í aðalhlutverki.
Arnór Benónýsson
Drcngurinn og eldri ktinam '
V
TTIR
J T '1
Frumsýningar ó litio og stóro hjó LR
Það verður annasamt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í þessari viku, - frumsýnt bæði á
litla og stóra sviði. Á fimmtudagskvöldið verður frumsýnt á litla sviðinu leikritið
Dauðinn og stúlkan eftir chileanska rithöfundinn Ariel Dorfman í þýðingu Ingi-
bjargar Haraldsdóttur. Verkið er tveggja ára gamalt, en hefur verið sýnt í nær þrjá-
tíu löndum og vakið mikið umtal. Bandaríska fmmsýningin var með stjömur eins og
Glenn Close, Gene Hackman og Richard Dreyfuss og vakti alþjóðlega athygli. Á
sviði Borgarleikhússins spreyta sig góðir leikarar, Guðrún S. Gísladóttir, Valdimar
Örn Flygenring og Þorsteinn Gunnarsson. Þá verður frumsýndur sígildur skop-
leikur, Tartuffe á stóra sviðinu á föstudagskvöld. Verkið er eftir „konung gaman-
leikjanna“, Jean Babtiste Poquelin Moliére. Verkið vará fjölunum í gömlu Iðnó ár-
ið 1931 og voru þau hjónin Anna Borgog Poul Reumert þá í aðalhlutverkum.
Lóro og Ögmundur ræöo
otvinnuástondiö
Miðstöð fólks í atvinnuleit er op-
in mánudaga til föstudaga frá kl. 14
til 17. Hún er að Lækjargötu 14,
gamla iðnaðarmannahúsinu, og sfm-
inn þar er 628180. í dag kl. 15 ræðir
Lára Júlíusdóttir, framkvæmda-
stjóri Alþýðusambands Islands um
atvinnuástandið. Á fimmtudaginn á
sama tíma mun Ögmundur Jónas- Lára Júlíusdóttir Ogmundur Jónasson
son formaður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, ræða um atvinnuástand opinberra starfsmanna. Á föstudag kl.
15 er skemmtidagskrá.
Ostaúrr alið eykst í sífellu og er til mesta sóma.
€nn eykst soion ó ostum ó ísiondi
Eins og um mörg undanfarin ár varð aukning á neyslu osta á Islandi á árinu 1992.
Osta og smjörsalan jók sölu sína um 188 lonn á árinu, eða sem nentur 720 grömmum
á hvem einasta landsmann. Ekki svo lítið það. Meðalneyslan er þá orðin 11,8 kíló, en
var 11,16 kíló árið 1991. Sala á smjöri minnkaði nokkuð, einnig á Smjörva og Léttu
og laggóðu, sem stafar trúlega af tilkomu KIípu sem aftur vann upp muninn. Rekstur
fyrirtækisins var með sóma eins og ævinlega. Hagnaður varð af reglulegri starfsemi,
65,1 milljón.
Hognaöur hjá Sæplasti á Dalvík
Dalvíkingar sýna og sanna að það er hægt að reka góðan iðnað á landsbyggðinni.
Sæplast hf. hefur verið að gera það gott á Dalvík í nokkur ár. í fyrra skilaði fyrirtæk-
ið hagnaði enn eina ferðina, núna 11,4 milljónum lesum við í Bæjarpóstinum.
Heildarsalan var nærri 300 milljónir. Útflutningsverðmæti fiskikara Sæplasts hf jókst
milli ára um 40%. Er svo komið að meira en helmingur frámleiðslunnar er seldur lil
útlanda, kör, trollkúlur og annað til útgerðar.
Vestur til Vínlonds
Út er komin hjá bókaútgáfunni Iðnúbókin Vestur til Vínlands. Hefur hún að geyma
tvær íslendingasögur, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Það er Dr. Eysteinn
Sigurðsson sem bjó sögumar til prentunar og ritar ítarlegan formála um siglingar og
siglingatækni víkingatímans, landnámið í Grænlandi og Vínlandsferðimar. Hér er
um að ræða skólaútgáfu, hinar fyrstu sem gefnar eru út og mun bókin því gagnast
nemendum í framhaldsskólum sem og áhugamönnum um þessi eftii.
Fromliðnir knattspyrnumenn!
Framarar eru ekkert yfir sig kátir þessa stundina. Nokkrir meistaraflokksmenn
.hverfa nú frá félaginu, þeir em kallaðir „framliðnir" leikmenn í fréttabréfi Fram. Jón
Erling Ragnarsson fer aftur til síns fimleikafélags t Hafnarfirði og gerist Vinur
Hafnarfjarðar, Pétur Óskarsson hverfur til KA og leikur í 2. deild, Anton Björn
Markússon fer til Eyjqiog segir fréttabréfið enga tilkynningu hafa komið frá Eyjum
enn sem komiðer um félagaskiptin. „Var það kannski félagið Amor í Eyjunt sem
Toni ætlar (?“ er spurt; Tveir lejkmenn fara úr Frajn í Fylkt, Friðrik Ingi Þorsteins-
san, sem var o'rðinn Ieiðúr á varamannabekknum, og Asgeir Már Ásgeirsson. Öll-
• um er þessum fyrrum Frönjurum þakkað fyrir skemmtilegt s&mstarf.