Alþýðublaðið - 11.03.1993, Page 6

Alþýðublaðið - 11.03.1993, Page 6
Stórstraumur aldarinnar breytti engum ósköpum Samkvæmt því sem stjamfræðingar segja, var í gær stærri sjávarstraumur en áður hefur gerst á þessari öld. Tunglið er nær jörðu en oft áður og togar kröftuglega til sín. Veður á norður- slóðum voru góð í gær, eins og þessi mynd sannar reyndar. Krókakarlar í Reykjavík voru hér að huga að bátum sínum í blíðviðrinu. Þessi metstraumur virtist ekki hafa minnstu áhrif á , daglegt líf við sjávarsíðuna. A-mynd E.Ol. Svarar Greenpeace % fullum hálsi Norski sjávarútvegsráðherrann, Jan Henry T Olsen, svarar í gær fullum hálsi ávirðingum Grænfriðinga í garð Norðmanna. Hann skrifar á leiðarasíðu Svenska Dagbladet í kjölfar greinar eftir Joakim Bergmann, sem tók þátt í umræðuþætti í sænska sjónvarpinu, Svar Direkt, en í þeim þætti stóð utanríkisráðherra vor, Jón Baldvin Hannibalsson, sig með stakri prýði. Olsen slær öll vopn úr hendi Bergmanns á ritvellinum, eins og fyrr hafði verið gert í hinum vinsæla sjónvarpsþætti. Hann bendir á að samkvæmt upplýsingum vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins, sé hrefnustofninn 86.700 dýr. Að mati hæfra vísindamanna sé engin fyrirstaða að af þessum stofni sé veitt á skynsamlegan hátt. Þá bendir ráðherrann á að tölfræði Greenpeace varðandi stærð hvalastofna séu ekki beinlínis vísindaleg fræði. Berg- mann telji stofninn „nánast hálfvciddan". Samtökin í Noregi og í Englandi segja að aðeins 30% eðlilegs stofns sé á lffi. Síðan "* hafi þessar tölur breyst milli þriggja tölublaða af upplýsinga- blaði samtakanna, frá 30% niður í 10%. A upplýsingum Green- peace sé því lítið að græða. Engin vísindaleg könnun sé að baki þessara misvísandi talna. „Það er hræðilegt að verða vitni að því að öflugustu um- hverfissamtök heims leggi svo mikinn kraft f að hindra það að nýtt sé endumýjanleg auðlind. Það er nóg af raunverulegum umhverfisvandamálum til að vinna að“, segir ráðherrann. Námsgagnstofnun Lesum saman Námsgagnastofun hefur gefið út bókina Lesum saman sem Iðunn Steinsdóttir hefur tekið saman. Um er að ræða nýja lestr- arbók fyrir böm sem hafa náð tökum á undirstöðuatriðum í lestri. I bókinni segir frá hópi bama sem búa í sömu blokk og leika sér saman heima og í skólanum. Bömin lesa sögur, leika leik- rit, læra vísur og lesa ljóð. Höfundur hefur safhað saman léttum lestextum og fléttað þá saman í eina heild með ffásögnum af lífi bamanna í blokkinni. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir þær Onnu C. Leplar, Ás- laugu Jónsdóttur og Þóru Sigurðardóttur. Þá er hægt að fá með vinnubók með fjöl- breyttum verkefnum og kennsluleiðbein- ingum. Bókin er 74 blaðsíður. Áfram Þrusk ó loftinu Vegna góðrar aðsóknar að Þruski sem Leynileikhúsið sýnir verður haldið áfram að sýna það á loftinu á Café Sólon íslandus enn um sinn. Leikmyndin virð- ist einföld en hér getur að líta tvo að leik- urum verksins, þau Jóhönnu Jónas og Vilhjálm Hjálmarsson. Fimmtudagur 11. mars 1993 UMFRAM- RAFMAGN Landsvirkjun býður þeim rafmagnskaupendum í atvinnurekstri sem uppfylia ákveðin skilyrði umframrafmagn til kaups með einnar krónu afslætti á kWst frá og með 1. janúar 1993 og næstu 5 árin. Afslátturinn nemur um 20 til 25% af því smásöluverði sem viðkomandi kaupendur greiða nú fyrir forgangsrafmagn og er hann gefinn af aukningu í rafmagnsnotkun kaupendanna. Kaupandi greiðir áfram fullt verð fyrir forgangs- rafmagn að því marki sem hann hefur keypt það hingað til. Með þessu móti vill Landsvirkjun gefa iðnfyrirtækjum og öðrum atvinnurekstri kost á ódýrara rafmagni en áður til að efla starfsemi sína. Þau fyrirtæki sem telja sig geta notfært sér umframrafmagn á þessum kjörum eiga að snúa sér til viðkomandi rafveitu og gera við hana sérstakan samning um kaupin. E immmm

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.