Alþýðublaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. mars 1993 / Yfirlýsing aðila vinnumarkaðarins um MARKMIÐ í ATVINNUMÁLUM Samninganefndir Alþýðusambands ís- lands, Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hafa á undangengnum vikum fjallað ítar- lega unr ástand og horfur í atvinnumálum. Þetta starf helur tengst þeim samningavið- ræðum sem nú standa yfir milli samtaka at- vinnurekenda og launafólks og er veiga- mikill hluti þeirra markmiða sem aðilar hafa orðið ásáttir um að leggja til grundvallar samningsgerðinni að þessu sinni. Vaxandi atvinnuleysi og versnandi af- koma heimila og fyrirtækja hljóta að ákvarða ineginviðfangsefni hagstjómar á næstunni. Þessar aðstæður setja mark sitt á kjarasamninga umhverfi þeirra og forsend- ur. I þessu felst að efnahagsstjóm verður að stuðla að auknum vexti og verðmætasköp- un til lengri tíma með áframhaldandi stöð- ugleika og bættri samkeppnisstöðu fyrir- tækja. Jafnframt þarf að skapa ný störf með markvissum aðgerðum sem skila árangri á næstu mánuðum og misserum. Samnings- aðilar hafa því orðið ásáttir um að leggja eftirgreind meginntarkið til grundvallar við- ræðum sínum á næstu dögum og beita áhrif- um sínum eftir mætti til þess að þeim verði náð. Raunvaxtalækkun. Veruleg og varanleg lækkun raunvaxta er forsenda þess að úrbætur í atvinnumálum skili árangri. Hún er þannig stórvirkasta breytingin sem stuðlað getur að auknum fjárfestingum einstaklinga og fyrirtækja, nýjungum og aukinni verðmætasköpun, sem fjölgun atvinnutækifæra og traust kjör hljóta að byggjast á. Stöðugleiki í verðlagsmálum hefur sann- að gildi sitt með því að samkeppni hefur orðið virkari, hagræðingartilefni skýrari og kaupmáttur traustari. Því er stöðugt gengi og verðlag eitt mikilvægasta markmið efna- hagsstjómar og forsenda raunhæfra kjara- samninga. Stöðugleiki á vinnumarkaði. Aðilar eru samdóma um mikilvægi þess fyrir efnahagsþróunina að fyrirtæki, ein- staklingar, fjánnálakerfi og stjómvöld hafi ömgga vissu um hvað sé framundan á vinnumarkaði um nokkuð langan tíma. Því er það sjálfstætt markmið til atvinnuupp- byggingar að kjarasamningar náist til allt að tveggja ára. Yfirstandandi samningsgerð miðar að því, en forsenda þess að full sam- staða náist um efnisatriði. Þótt ofangreind markmið náist verður at- vinnuleysi á þessu og næsta ári óásættan- legt. Aðilar telja þvi fjölgun atvinnutæki- færa eitt mikilvægasta viðfangsefni hag- stjómar næstu mánuði og misseri. Móta þarf öfluga atvinnumálastefnu í þríhliða samstarfi aðila vinnumarkaðar og stjóm- valda til að það markmið náist. í slíkri stefnu þarf annars vegar markvissar breyt- ingar á ýmsum starfsskilyrðum, skipulagi og starfsaðferðum sem skila munu árangri til lengri tíma. Hins vegar þarf sú stefría að beinast að aðgerðum sem skilað geta ár- angri hratt og gera aðilar sameiginlegar til- lögur til stjómvalda um þau efni. I ljósi of- angreindra markmiða vilja samtökin leita samstarfs við stjómvöld um sókn í atvinnu- málum á gmndvelli þeirra tillagna sem unn- ar hafa verið í starfi fjölda þátttakenda í samtals átta umræðuhópum. Þessir hópar fjölluðu um sjávarútvegsmál, verklegar framkvæmdir, orku og nýtingu hennar, ferðaþjónustu, fiskeldi, nýsköpun, þjón- ustumiðstöð í Atlantshafi og erlendar fjár- festingar. Tillögur þær sem hópamir komu sér saman um em mun fleiri og ítarlegri en hér er lýst og fylgja þessu skjali. 1. Sjávarútvegsmál Aðilar telja að auka þurfi rannsóknir á möguleikum sjávarútvegs sem byggi á átaki í rannsóknum á lífríki sjávar, átaki í fram- leiðslumálum og sókn í markaðsmálum. Því eru gerðar tillögur um að: a) Veitt verði auknum fjármunum til rann- sókna á lífríki fiskveiðilögsögunnar og stærð og vexti ýmissa vannýttra fiskteg- unda. b) Þróunardeild Fiskveiðasjóðs verði efld og fái það hlutverk að styðja verkefni á sviði vömþróunar, vinnslutilrauna, mark- aðsrannsókna og veiðarfærarannsókna. c) Sendiráð íslands fái aukna möguleika til að aðstoða íslensk fyrirtæki við markaðsleit og markaðssetningu. Sérstaka áherslu þarf í upphafi að Ieggja á aðstoð við markaðs- setningu á síldarafurðum. ist. Brýnt er að greiða fyrir endurskipulagn- ingu í greininni og útflutningi vinnslubún- aðar og veiðiskipa, m.a. með fjárfestingum í sjávarútvegi annarra þjóða. d) Mikið vantar á eðlilega nýtingu gistihúsa og ljóst virðist að samkeppni um ferða- menn fari harðnandi. Því er sérstaklega var- að við úlagningu VSK á gistingu eins og áformað er frá næstu áramótum. 3. Átak í markaðsmálum Breyta þarf skipulagi kynningarmála á ís- lenskri framleiðslu, þjónustu og möguleik- um til fjárfestinga hér á landi. Lagt er til að þær stofnanir sem starfa á þessum sviðum verði sameinaðar og komið verði á fót nýrri, öflugri stofnun sem auk núverandi verkefna sinni eftirtöldum málaflokkum. a) Greiði götu áhugasamra fjárfesta um sem flesta þætti viðvíkjandi stofnun og starf- rækslu fyrirtækja hér á landi og bjóði upp á heildarlausnir. b) Kynni möguleika á notkun jarðgufu í iðnaði. c) Samræmi starf þeirra að- ila sem vinna að kynningu á íslandi sem ferðamanna- landi. Markvisst verði unnið að því að greiða fyrir viðskipt- um við erlend skip þannig að Island geti orðið þekkt þjónustumiðstöð í Norður- Atlantshafi. Til þess þarf m.a. að lækka álögur á ol- íuvörur til skipa þannig að íslensk olíufélög verði samkeppnishæf' við erlend og afnema takmarkanir á löndunum úr fiskiskipum. 4. Nýsköpunarstarf og sam- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Benedikt keppnisstaða Davíösson forseti ASÍ heilsast við upphaf fundar þar sem ASÍ, VSÍ og Vinnumálasambandið kynntu ríkisstjórninni sameigin- a) Lítið eigið fé íslenskra legar tillögur sínar í atvinnumálum. 2. Nýting vannýttrar fjárfestingar a) Á meðan offramboð er á orku hér á landi er lagt til að verulegur afsláttur verði veittur til aðila sem hyggjast taka í notkun orku eða auka orkunotkun sína. Tímabundin vildar- kjör á slíkum orkusamningum geta orðið til þess að ný framleiðsla komist á laggimar sem síðar verði fær um að greiða hærra verð. b) Framleiðslugeta fiskeldisstöðva er van- nýtt um þessar mundir og hætta er á að sú þekking og aðstaða sem þar er fari fyrir lít- ið. Brýnt er að fjárfestar og lánardrottnar viðurkenni að stærstur hluti þessarar fjár- festingar er í raun tapað fé en eftir standa mannvirkin sem í mörgum tilvikum geta staðið undir rekstrarkostnaði og skilað nokkru fé upp í fastakostnað. Tekið er und- ir tillögur Rannsóknaráðs ríkisins um að veitt verði samtals 200 m.kr. á ári til fiskeld- isrannsókna á næstu fimm ámm. c) í sjávarútvegi er einnig um vannýtta fjár- festingu að ræða, jaftit á vélum, búnaði sem skipum, enda hefur afli dregist stórlega saman frá því í þessar fjárfestingar var ráð- fyrirtækja stendur nýsköp- unarstarfi fyrir þrifum. Ein leið til að bæta eiginfjár- stöðu fyrirtækja er að efla markaðshlut- deild þeirra. Herferð samtaka iðnaðar og verkalýðshreyfingar nýverið hefur skilað ótvíræðum árangri og er brýnt að áfram verði veitt fjármunum til að efla skilning al- mennings á samhengi atvinnustigs og þess að kaupa íslenskar vömr. b) Áhættuíjármagn til nýsköpunar er af skomum skammti. Ein mikilvægasta for- sendan fyrir því að framboð aukist er að líf- eyrissjóðir og aðrir aðilar færi fjárfestingar sínar í vaxandi mæli inn á þennan markað. c) Breyta þarf skipulagi þjónustustofnana atvinnuveganna þannig að þær sinni þjón- ustuhlutverki sínu við minni framleiðslufyr- irtæki betur en nú er þannig að þau geti sótt upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð við að hrinda í framkvæmd hugmyndum og áætl- unum um nýsköpun í framkvæmd. d) Mikilvægt er að stjómvöld jafni sam- keppnisstöðu þeirra atvinnugreina hér á landi sem em í harði samkeppni við styrktar atvinnugreinar í öðmm löndum. 5. Verklegar framkvæmdir Beðist undan álygum I leiðara Alþýðublaðsins í dag er lagt út af atkvæðagreiðslu í BSRB um verkfalls- boðun. I leiðaranum em undimituðum gefnai' ótal einkunnir og er ekkert við því að segja. Leiðarahöfundar dagblaða setja fram þau sjónannið sem þeim eru að skapi og það er hverrar ritstjómar og hvers blaðs að ákveða hvaða málstað það vill verja. Á hinn bóginn á enginn að þurfa að sitja undir beinum lygum. Alþýðublaðið fullyrð- ir að 5% kauphækkunarkrafa BSRB hafi skyndilega og skýringalaust verið dregin til baka og það hafi átt sinn þátt í að mgla fólk í ríininu. Það er rangt. BSRB setti fram kröfu um leiðréttingu á kaupmætti almenns kauptaxta um 5%, en jafnframt kom fram í þeim við- ræðum, sem við höfum átt, og á öllum þeim fundum sem við höfum rætt þessi mál við okkar félagsmann, að þessu mætti ná með því að færa útgjöld niöur ekki síður en með kauplækkunum. Þetta hefur ekki vafist fyrir fólki og það hlýtur að vera gegn betri vitund að nafnlaus leiðarahöfundur Alþýðublaðsins heldur þessu fram. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Ath. frá ritsjóra Eins ogfram kemur í þessari athugasemd formanns BSRB voru settirfram ýmsirfyr- ityarar og 5% kauphœkkunarkrafan skilyrt frá því aÖ hún var sett fram. Um þah þatf ekki fleiri orð. a) Gerð er tillaga um flýtingu tiltekinna mjög arðbærra fjárfestinga í vegagerð og samgöngumannvirkjum á þessu og næsta ári sem nemur samtals 2.2 milljörðum króna. Þessar framkvæmdir verði fjármagn- aðarmeð erlendu láni sem endurgreitt verði af mörkuðum tekjum til vegagerðar á ára- bilinu 1995-2000. b) Gerð er tillaga um átak í viðhaldi opin- berra bygginga sem m.a. verði fjármagnað með svigrúmi sem skapast getur mcð frest- un á endumýjun ýmis konar innfluttra tækja og búnaðar. Þeim tilmælum er beint til sveitarstjóma að þær íhugi hvort ekki sé mögulegt að flýta þegar höfnum fram- kvæmdum sem ætlað er að dreifa á næstu úr. c) Gerð er tillaga um tilteknar breytingar á húsnæðislánakerfinu með það að markmiði að auka nýbyggingar, ívilna lyrstu íbúða- kaupum, bæta nýtingu fjármuna og minnka lánsfjáreftirspum. OPIÐ HÚS Opiö hús veröur n.k. laugardag, 13. mars, kl. 10.30 -12 í JMJ- húsinu. Kaffi og spjall um þjóömálin. Sigbjörn Gunnarsson alþm. veröur til viðtals. Jatnaöarmannafélag Eyjafjaröar. FUJ Reykjavík Félag ungra jafnaöarmanna í Reykjavík heldur almennan félags- fund mánudaginn 15. mars í RÓSINNI, Hverfisgötu 8-10, jaröhæö. Gestur fundarins veröur Þröstur Ólafsson aöstoöarmaöur ráöherra og annar formanna Tvíhöfðanefndarinnar Hann mun ræöa um smábátaútgerðina og reifa þær hugmyndir sem uppi hafa verið í nefndinni um málefni hennar. Allir félagar eru hvattir til aö mæta. Stjórnin. Góugleði Alþýöuflokksfélags Akraness veröur haldin í Röst, laugardaginn 13. mars nk. kl. 20.00. Rósrauður fordrykkur Girnilegt borðhald - þrír réttir a.m.k. Söngur, glens og gaman í anda jafnaðarstefnu. Húsiö opnaö kl. 19.30. Miðaverð kr. 1.700,- Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst í síma 11306 (Edda) og 12952 (Ásta). Stjórnin Velkomin til Bandaríkjanna Sérstakt tilboö ríkisstjórnar Bandaríkjanna gefur þér nú tækifæri til aö flytjast til Bandaríkjanna meö innflytjendaleyfi til frambúðar sam- kvæmt AA-1 kerfinu, verðir þú fyrir valinu. Þú getur fengiö tækifæri til aö lifa og starfa í Bandaríkjunum meö fast aðsetur (handhafi Græna kortsins). Síöasti frestur til aö sækja um rennur út 31. mars 1993. Þú þarft því aö bregðast viö tímanlega til aö vera réttu megin viö umsóknarfrest- inn. Þú eöa annað hvort foreldra þinna verður aö hafa fæöst á ís- landi/Bretlandi/írlandi til aö eiga möguleika. Sendiö póstávísun upp á $45 fyrir hvern umsækjanda sem óskar eftir skjótri skráningarþjónustu ásamt eftirfarandi upþlýsingum, sem skrifa þarf skýrt og greinilega á ensku: Nafn umsækjanda, heimilisfang, fæöingardagur og ár, fæðingar- staöur, nafn maka, ef umsækjandi er í hjónabandi, og nöfn og heim- ilisföng barna yngri en 21 árs, séu þau ekki í hjónabandi. Sendið póstávísun upp á 45 Bandaríkjadali fyrir hvern um- sækjanda, sem stílaður er á: Visa USA, P.O. Box no. 822211, Dallas, Texas 75382, U.S.A.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.