Alþýðublaðið - 11.03.1993, Síða 8

Alþýðublaðið - 11.03.1993, Síða 8
POLAR RAFGEYMAR 618401 RAFGEYMAR 618401 Frelsi í lyfsölu - lægra verð Emkqsölukerfid brotið á bak aftur - segir Sighvatur Björgvinsson, heilhrigðis- og tryggingamálaráðherra í við- tali við Alþýðublaðið um frumvarp um aukiðfrelsi í lyfjaverslun Apótek, - lyf til almennings eiga í framtíðinni að verða ófýrari við frjálsa lyfsölu á íslandi. „Það verður sett hámarksverð á öll lyf sem fást ekki nema út á lyfseðil. Þannig mun sjúklingar á engum stað á landinu þurfa að borga hærra verð fyrir lyf en gerist og gengur í dag“, sagði Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðhcrra, aðspurður um hvort frumvarp um breytingar á Iyfsölu í land- inu myndi leiða til hækkunar lyfjaverðs á landsbyggðinni. Boðað frumvarp Sighvats Björgvinsson um aukið frelsi í lyfsölu hér á landi hefur sætt gagnrýni af einstaka aðilum. Talsmenn lyfsala hafa gengið svo langt að hóta ríkinu málsókn verði einkaleyfi þeirra á lyfsölu af- numin. Alþýðublaðið spurði Sighvat hvort slíkt stæðist. Eg leitaði til valinkunns lögmanns og bað hann að gera álitsgerð á því fyrir ráðuneytið hvort það væru einhver rök til þess að slík málshöfðun myndi skila árangri. Niðurstaða hans er sú, að svo sé alfarið ekki og á því leiki enginn vafi að það sé hægt að gera svona breytingu án þess að ríkissjóður verði skaðabótaskyldur. Er einhver andstaöa viö þœr megin- breytingar sem frumvarpið gengur út á í rööum ríkisstjórnarflokkanna? Eg hef ekki orðið var við það, hvorki inn- an míns flokks né samstarfsflokks okkar í ríkisstjóm, að það sé andstaða við þá megin- stefnu um að gera lyfsöluna í landinu frjáls- ari. Hins vegar er mikill andróður gegn þessu frumvarpi frá þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Þeirra röksemdir ganga hins vegar ekki upp og menn fara þar alger- Iega offari. Því er t.d. haldið fram að þetta muni kalla á aukinn kostnað og ekkert spara en jafn- framt er því haldið fram í hinu orðinu, að aukin samkeppni muni lækka svo verð á lyfjum að það verði ekki lengur ábatavæn- legt að versla með lyf í stjálbýlinu. Þetta eru rök sem koma frá sömu mönnunum en ganga þó sitt í hvora áttina. Þá hefur því verið haldið fram að lyfsala úti á landi muni leggjast niður og síðan leggja menn til að heilsugæslustöðvar fái ekki lyfsöluleyfi. Með þessu eru menn líka að tefla fram gagnstæðum röksemdum Vlnnlng laugard (s){ stótur 5_ mars 1993 | Í8)(20)^!m (24) VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 0 2.325.513 2. 4SI* f? 1 202.079 3. 4af5 88 7.922 4. 3a)5 3.137 518 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.051.773 vegna þess að það er í þessu frumvarpi ör- yggisnet hvað varðar landsbyggðina. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að ef um lítið byggðarlag er að ræða, þar sem ekki er talinn vera möguleiki fyrir lyfsala að opna apótek vegna fámennis, að næsti lyfsali hafi rétt til þess að opna þar útibú. Slík útibú eru nú starfrækt víða á landinu. Þannig er t.d. lyfsalinn á Patreksfirði með útibú á Þingeyri og Bfldudal. í öðru lagi er gert ráð fyrir því, til þess að tryggja enn frekar að lyfjadreifíngin verði eðlileg úti í dreifbýlinu þar sem engin Iyfja- verslun ereða útibú, að þá hafi heilsugæslu- stöðvar rétt til þess að afgreiða og selja lyf. Það er þá trygging fyrir því, að jafnvel á minnstu stöðum sé hægt að dreifa lyfjum í gegnum heilsugæslustöðvar. Þess vegna rekur sig hvert á annars hom þegar þeir sem gagnrýna breytingamar segja, að verið sé að drepa niður lyfsöluna í drcifbýlinu en krefjast þess jafnframt að heilsugæslustöðvar fái ekki leyfi til þess að selja lyf. Það er því hinn mesti misskilning- ur að þetta lyfjafrumvarp stefni lyfjadreif- ingu í dreifbýlinu í einhverja hættu. Hins vegar er það alveg Ijóst að þegar um er að ræða frjálsa samkeppni eins og ráð er fyrir gert að þá verði lyf út úr einstökum lyfja- verslunum misdýr. Hvaöa áhrif munu þessar breytingar hafa á lyfjaverö? Það segir sig sjálft að slíkt mun hafa í för með sér mikla verðlækkun eins og skeð hef- ur í allri annarri verslun þar sem slíkar breytingar hafa verið reyndar. Það er hins vegar rétt að taka það fram að með þessum breytingum er ekki verið að slaka á neinum öryggiskröfum. Þær verða áfram jafn harðar bæði gagnvart innflutningi lyfja og dreif- ingu lyfja og verið hefur. Lyfjaverð í Evr- ópu er einna hæst á Islandi. Þannig er álagn- ing í heildsölu t.d. tvíþætt, annars vegar er prósentuálag og hins vegar með svokölluð- um stuðlum sem leggjast á innkaupsverð. Þetta er samtals hærra en gerist víðast hvar annars staðar í heiminum. Það gefur auga leið að þegar einkasölu- kerfið verður afnumið og opnaðir mögu- leikar fyrir hvem og einn, sem uppfyllir ákveðin skilyrði sem eru ströng í þessari grein, fyrir að flytja inn lyf frá þeim mörk- uðum þar sem lyfin bjóðast á hagstæðustu verði, leiðir það til verðlækkunar. Það er verið að gera tvennt með þessum breytingum. Það er verið að rjúfa einokun einkaumboðsmannanna á innflutningi og einkaleyfi apóteka. Eins og nú standa sakir er ekki hægt að flytja inn lyf frá sumum stærstu lyfjaframleiðendunum nema í gegn- um einkaumboðsmannakerfi hér, sem flytja svo aftur inn í gegnum umboðsaðila í Dan- mörku og því verið að borga fyrir margfalt kerfi milliliða. Stærsta breytingin í innflutningsverslun- inni verður sú að þeir sem uppfylla ákveðin skilyrði hafa leyfí til að kaupa inn viður- kennd lyf frá hvaða markaði sem er. Það breytir gífurlega miklu vegna þess að sum- staðar í Evrópu eru á markaði lyf frá lyfja- fyrirtækjum sem við verslun mest við, boð- in á 30% lægra verði en hér. Vilji umboðs- mennimir hér heima halda innflutningnum verða þeir að geta boðið þessi lyf frá sínum umboðsaðilum á sambærilegu verði en hægt er að fá á markaði erlendis. Elia verður fram hjá þeim farið. Þá verður tekið upp sérstakt kerfi. Það lýsir sér þannig að þátttaka Tryggingastofn- unar ríkisins miðast við ákveðið markaðs- verð á lyfjum sem hún tiltekur. Ef þannig tekst að ná ódýrari lyfjum inn þá hagnast neytendur á því. Segjum að viðmiðunarverðið á lyfí sé 1.000 krónur og af því greiði notandinn 200 kr. Þá myndi notandi greiða aðeins 100 kr. fyrir lyfið ef það fengist á 900 kr. A sama hátt þyrfti hann að greiða 300 kr. fyrir lyf sem færi yfir viðmiðunarverðið og kostaði 1.100 kr. Þetta er það kerfi sem er búið að taka upp í nágrannalöndunum. Það er til þess gert að það verði virkilegur áhugi, bæði hjá innflytjendum og lyfsölum, að ná niður verðinu og geta jafnframt boðið það á mun betri kjörum til almennings. Þannig myndi lækkun á lyfi úr 1.000 kr. í 900 kr. hafa í för með sér 50% lækkun til neytenda. Þetta gengur þvert á það kerfi sem við bú- um við í dag. Nú kemur því meira í hlut heildsala og lyfsala eftir því sem lyfið er dýrara í innkaupum en að sama skapi þurfa þá bæði ríki og einstaklingamir að greiða meirá. STUTTFRETT'IR Viso heitir o iondsliðið Handbolta“veislan“ mikla er hafin og ekki örgrannt um að miklar vonir séu bundn- ar við frammistöðu íslenska landsliðsins. Visa Island hefur ákveðið að verja hluta þess fjár sem fyrirtækið hefur ánafnað á árinu 1993 til stuðnings við handknattleiks- íþróttina til landsliðsins. Heitir Visa Island nú 100 þúsund krónum á íslenska lands- liðið fyrir hvem unninn leik. Með þessu vill fyrirtækið efla sóknina til sigurs í þeim harða slag sem hófst í fyrrakvöld. Þetta mættu fleiri gera, minnugir þess að fátt veitir betri skemmtun en íslenska landsliðið, þegar því tekst vel upp. Það er skemmtun, sem vel má borga fyrir. Franski togarinn í franskri höfn, þar er nó dyttað að ýmsu, málað og fegrað fyrir íslands- siglinguna. Sq fronski oð komo til Eyjo Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fær á næstu dögum togarann, sem fyrirtækið keypti frá Frakklandi. Fréttir í Vestmannaeyjum segja að togarinn fái nafnið Guð- mimda Toifadóttirog einkennisnúmerið VE 80. Guðmunda var eiginkona Sighvatar Bjamasonar fyrrum framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, afa Sighvatar núver- andi framkvæmdastjóra. Hroöomet q flugleiðinni Reykjovík-Höfn Flugmenn hafa gaman af að setja hraðamet á ýmsum flugleiðum. Þriðjudaginn 2. mars setti Kjartan B. Guðmundsson, llugstjóri og aðstoðarflugmaður hans hraðamet á flugleiðinni Reykjavík - Höfn í Homafirði. Án þess að vera þess meðvitaðurað ver- ið væri að setja met dró flugstjórinn snemma úr hraða og dólaði sér yfir jökulinn í björtu, flaug langt út til aðflugs farþegum til þæginda, því einhver ókyrrð var í lofti, segir í Eystrahorni.Flugtíminn var þó met, 41 mínúta frá því að flugvélin sleppti braut í Reykjavík og þar til hún tyllti þeim niður á Ámanesflugvelli við Höfn. Gamla metið var 42 mínútur á gömlum Fokker, sett í febrúar 1987, en þá var Guðmann Aðalsteinsson flugstjóri við stýrið. Hér sést hvernig Rín og Dóná skerast gegnum Evrópu og opna leiö meö tilkomu hins mikla skipaskurðar. SkipQskurður tengir Svortohof og Norðursjó I fréttabréfi Eimskips er greint frá opnun nýs skipaskurðar á síðasta hausti, en hann tengir saman Dóná og Rín, 171 km langur skurður, 55 metrar á breidd. Með þessari miklu framkvæmd sem stóð í 31 ár og kostaði 324 milljarða ísl. kr. opnast leið frá Norðursjó í Svartahaf. Afkastageta á þessari leið er talin 20 milljónir tonna á ári. Áætlaður kostnaður við flutning með sérhönnuðum Euro-prömmum sem ganga munu um skurðinn er liðlega ein króna á hvert tonn á hvem kflómetra. Flutningabfl- ar taka tífalt hærra gjald og jámbrautir fimm sinnum meira. Annmarkar eru á þessum framkvæmdum. Má nefna að skip sem tekur tíu sinnum meiri fragt, er sex til tíu daga að sigla sjóleiðina frá Svartahafi um Miðjarðarhaf til Rotterdam, 6.500 km leið. Prammi sem fer eftir skurðinum endilöngum er fjórum sinnum lengur á leiðinni. Á móti kemur a vegalengdin er næstum helmingi styttri. StyðjQ við bokiö q sfnum mönnum Forystumenn opinberra starfsmanna og kennara hafa mætt mikilli gagnrýni á störf sfn að undanfömu, - en ekki allsstaðar. Trúnaðarmenn Kennarafélags Reykjavíkur komu saman til fundar á mánudaginn og lýstu yfir fullum og eindregnum stuðningi við forystu Kennarasambandsins. Sama gerði aðalfundur Starfsinannufélags Reykjavíkurborgar á laugardaginn var. Þar var lýst yfir fyllsta trausti við stjóm og samninganefnd félagsins í viðræðum um nýjan kjarasamning.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.