Alþýðublaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. mars 1993 7 Minningargrein um Kjartan Halldórsson frá Bæjum Sumarið 1942 stóðu yfir flutningar hjá læknishjónunum í Ögri til nýrra heimkynna á ísafirði. Þá var farið með báti unt djúpið enda engir vegir. Þegar báturinn hlaðinn bú- slóð hjónanna kom að bryggju á ísafirði stóð þar fyrir vörpulegur maður með flokk af mönnurn sem var óbeðinn að bjóða hjálp sína við flutninginn frá bryggju heim í húsið við Silfurgötu 6. Þetta var Kjartan frá Bæj- unt. Þremur eða fjórunr árum síðar var snáði einn, sem verið hafði farþegi í þessum flutn- ingum að klifra upp á handriðinu við stiga- opið á efri hæðinni á móts við neðstu tröpp- una. Hann vissi auðvitað ekki að einmitt á þessari stundu voru þeir að kveðjast á neðri hæðinni faðir hans og Kjartan en þeir höfðu setið á tali um verkstjórastarf Kjartans hjá ísafjarðarbæ, en sá fyrmefndi hafði átt þátt í að fá Kjartan í það starf. í þessum gömlu timburhúsum er hátt til lofts svo að hæðin frá grindverkinu niður á neðsta þrepið var milli fimm og sex metrar. Skyndilega missti snáðinn takið og féll nið- ur. Hann sá í undrun sinni neðsta þrepið, jámslegið, nálgast nteð ógnar hraða. Á nákvæmlega sama augnabliki var opn- uð hurð úr herbergi við hliðina á stiganum. Út úr því kom Kjartan frá Bæjum og í skref- inu sem hann steig fram yfir þröskuldinn rétti hann út ógnarsterka handleggi og greip snáðann. Þessi „sena“ var ekki sett upp með nein- um venjulegum „leikara" því við strákamir í Silfurgötunni vissum, að Kjartan var álitinn sterkasti maðurinn á Vestfjörðum. Þessi minningarorð um Kjartan frá Bæj- um em því urn manninn, sem bjargaöi þeim sem þetta skrifar frá limlestingu eða jafnvel dauða. Með ámnum hef ég svo gert mér bet- ur og betur grein fyrir persónu þessa manns sem ég kynntist aðallega sem stráklingur. Af öllum þeim persónum sem ég hef kynnst minnti Kjartan frá Bæjum mest á klett. Þegar ég nú hugsa hvaða klettur af þeirn, sem ég þekki, myndi best hæfa sem samlfking. þá er ég ekki frá því að Heima- klettur í Vestmannaeyjum geri það. Það væri ekki bara vegna þess að Heimaklettur er óspranginn, óbrotinn og samanpressaður úr móbergi, myndaður undir fargi jökulsins heldur er það líka græni hatturinn, sem sam- svarar svo vel þeim óvenjulega hlýleika, sem allir fengu að njóta sem Kjartan þekktu. Það kallast að hafa ísbjamaryl. Návist Kjartans fylgdi ávallt rósemi og stöðugleiki en það sern mér fannst þó alltaf sterkast var sú óvenjulega öryggistiífinning sem ég fékk við það að vera í nálægð hans. Ég sóttist því eftir því. Skaphöfn Kjartans frá Bæjum og hæfileikar hans voru reyndar svo sérstakir, að ég finn, að þessar tilraunir til þess að lýsa honum em jafnvel of fátæklegar til þess að þær séu þess verðar að fara á prent, þvi svo lítið er sagt. Kjartan var kenndur við Bæi á Snæfjalla- strönd. þar sem hann var fæddur og uppal- inn. Skammt þar undan landi er Æðey. perl- an í ísafjarðardjúpinu. Suniarið 1953 dvaldi undirritaður sumar- langt í Æðey og þá blöstu Bæir við sjónum dag hvem. Úmgjörðin unt þann stað frá Æð- ey séð var Unaðsdalur að norðri. Kaldalón að suðri og Drangajökull gnæfði yfir. Þama á Snæfjallaströndinni var afar snjó^ þungt svo að á vetmm lá móður langt í sjó fram. 1 brúnunum fyrir ofan Bæi var venju- lega skafl svo mikill að sjaldnast tók hann upp að fullu á sunimm. Þessi skafl var samt talinn til mikilla landkosta því hann vökvaði túnið á Bæjum sumarlangt sem annars hefði oft ofþomað eins og gjaman gerðist á heitu summnum við Djúp sem vom svo algeng fym á öldinni. í mati jarðarinnar var skaflinn einn metinn til margra hundraða. Þeir sem þekkja sig á þessum slóðum skilja betur úr hvaða efni þessi maður. sem nú hefur kvatt, var gerður. Kristínu ekkju Kjartans, dóttur þeirra hjóna og fjölskyldu allri sendi ég samúðar- kveðjur með innilegu þakklæti fyrir að hafi?*r fengið að vera þai' sem leið hans lá. Skúli G. Johnsen RAÐAUG LÝS I N G A R J! Fóstrur kAAM Arnarberg er nýuppgeröur leikskóli þar sem dvelja samtímis 23 börn. Fóstra eöa starfsmaður meö aðra uppeldismenntun ós- kast allan daginn nú þegar. Uþþlýsingar gefur leikskólastjóri í síma 54493. Álfaberg Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun ós- kast sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 53021. Norðurberg Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun ós- kast sem fyrst allan daginn. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 53484. Smáralundur Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun ós- kast allan daginn nú þegar. Uþplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 54493. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. '//'S/M , Utboð Vegmálun á Norður- og Austurlandi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í vegmálun á Norð- ur- og Austurlandi. Helstu magntölur: Akreinalínur 456.000 m og markalínur 57.800 m. Verki skal lokið 15. september 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgar- túni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 29. mars 1993. Vagamálastjóri Hjúkrunarfræðingar Tryggingastofnun ríkisins auglýsir laus til umsóknar leyfi til að starfa samkvæmt samningi Hjúkrunarfélagi íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga annars vegar og Tryggingastofnunar ríkisins hins vegar um hjúkrun í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma og slysa. Um er að ræða leyfi sem jafngilda allt að 20 stöðu- heimildum. Heimahjúkrun samkvæmt samningi þessum, sem tekur gildi 1. júní nk., felur í sér meðferð á sérsviðum hjúkrunar. Til viðmiðunar eru eftirtalin sérsvið: hjúkrun deyjandi sjúk- linga, hjúkrun sjúklinga með alnæmi, geðhjúkrun, barna- hjúkrun, hjúkrun aldraðra, hjúkrun fjölfatlaðra, hjúkrun sjúk- linga með stómíu og hjúkrun sjúklinga með sár. Hjúkrunarfræðingar sem starfa samkvæmt samningnum skulu reka eigin hjúkrunarstofu. í umsóknum skulu koma fram upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Tilgreint skal hvort sótt er um leyfi sem sam- svarar hálfu eða fullu starfi og á hvaða sérsviði. Umsóknum skal skilað til forstjóra T ryggingastofnunar ríkis- ins fyrir 15. apríl nk. ÁRSHÁTÍÐ Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík halda sameiginlega árshátíð 2. a p r í I Takið kvöldið frá svo þið missið ekki af eftirminnilegri skemmtun. Dagskrá og nánari tilhögun auglýst síðar. Skemmtinefndin Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa við Vinnuskólann sumarið 1993. Starfstíminn erfrá 1. júní til 31. júlí. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn, við ýmis verkleg störf og/eða vinnu með ung- lingum. Vinnuflokkar skólans starfa að þrifum, gróðurum- hirðu og léttu viðhaldi, t.d. á skólalóðum eða leikvöllum. Einnig er óskað eftir leiðbeinendum fyrir hóþ fatlaðra ung- menna sem þurfa mikinn stuðning í starfi. Umsókna- reyðublöð fást á eftirtöldum stöðum: Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 632580, og Vinnu- skóla Reykjavíkur, Borgartúni 1, sími 632590. Þar eru einnig veittar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 2. apríl nk. Vinnuskóli Reykjavíkur. <í;'//m , Utboö Villingaholtsvegur, Krókur - Ragnheiðarstaðir Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 3ja km kafla á Villingaholtsvegi milli Króks og Ragnheiðarstaða. Magn: Fyllingarog neðra burðarlag 20.700 m3.. Verki skal lokið 15. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 15. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 29. mars 1993. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.