Alþýðublaðið - 30.03.1993, Side 3

Alþýðublaðið - 30.03.1993, Side 3
Þriðjudagur 30. mars 1993 3 Mjólkursamsalan í Reykjavík Horfir fram á Evrópusamkeppni Mjólkursamsalan í Reykjavík skilaði 64,3 milljónum króna í hagnað eftir skatta á síðasta ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi varð hinsvegar 44,8 milljónir króna. Hagur fyrirtækisins er með miklum blóma. Almennt séð hefur Mjólkursamsalan þótt standa sig vel í markaðssetningu sinni, enda þótt mörgum þyki gæta nokkurrar einokun- ar í starfsemi hennar. Samsalan hefur verið ófeimin við að fitja upp á nýjungum og það mælist vel fyrir hjá neytendum. En Mjólk- ursamsalan er um margt uggandi um sinn hag í breyttu rekstrarumhverfi og frjálsari viðskiptum Evrópulanda. Strax á þessu ári má búast við samkeppni erlendis frá með innflutningi sýrðra mjólkurafurða. „Með væntanlegum breytingum á við- skiptaumhverfi Islendinga á næstu árum, einkum á Evrópumarkaði opnast lands- mönnum fjölmörg ný tækifæri. Möguleikar þjóðarinnar til útflutnings og margþættrar verðmætasköpunar aukast rétt eins og stór- aukinn innflutningur og niðurfelling tolla- vemdar setur tilvist ýmissa iðn- og fram- leiðslugreina í hættu“, segir Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunn- ar. Guðlaugur segir að íslensk þjóð megi aldrei verða ofurseld framleiðslu- og verð- lagningarduttlungum nágrannaríkjanna. Hinsvegar verði ekki lengur hægt að halda lífi í fslensku atvinnulífi með skírskotun til skyldurækni landsmanna, þjóðemishyggju og þess háttar. íslensk framleiðsla þurfi að standast samkeppni í gæðum og verðlagi. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, - hann segir að erlendri sam keppni geti menn mætt kinnroðalaust. Til þess að svo megi verða þurfi að taka hraustlega til hendinni. Þar sé mjólkuriðn- aður okkar engin undantekning. Guðlaugur segir hinsvegar að erlendri samkeppni get- um við heilsað kinnroðalaust. Mjólkursamsalan hefur nú þegar lækkað verð á afurðum, jógúrt lækkaði í verði um 5% í nóvember síðastliðnum, og mjólk lækkaði nokkuð í verði í byrjun þessa mán- aðar. En betur má ef duga skal, segir for- stjórinn og lofa þau ummæli góðu. Tollvörugeymslan hf. skilaði hagnaði þráttfyrir stórum minni innflutning Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands, afhendir Davíð Oddssyni yfirlýsingu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evr- ópu. -A-mynd E.OI. Yfirlýsing landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna ógnar- aldarinnar ífyrrum Júgóslavíu Þeir sem horfa á og aðhafast ekki eiga hluta af sökinní Frísvæðið lofar góðu Almcnnur innflutningur til landsins dróst verulega saman á síðasta ári, um 8%. Þetta kom að sjálfsögðu niður á Tollvörugeymslunni hf. Þessi þróun hafði þó mun minni áhrif á reksturinn en vænta mátti. Fyrirtækið mætti sam- drættinum tímanlega með viðamiklum hagræðingum í rekstri sínum, aðgerðum sem greinilega skiluðu sér. Tollvörugeymslan hóf formlega rekstur frísvæðis í ágúst á síðasta ári og komu um 130 sendingar inn á svæðið þann tíma sem svæðið var opið á árinu. Þá tók fyrirtækið upp vörugeymsluþjónustu fyrir flugfragt Flugleiða á árinu. Ýmsar fleiri nýjungar voru teknar upp á árinu og hefur reksturinn gjörbreyst frá upphaflegum markmiðum. Þrátt fyrir talsverða erfiðleika sem stöf- uðu af gjaldþrotum viðskiptavina, skilaði Tollvörugeymslan hf. 7,3 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Athyglisvert er að Tollvörugeymslan er þegar byrjuð á rekstri fríiðnaðar- svæðis. Helgi Hjálmsson, forstjóri, seg- Vinnlngstölur laugardaginn 1. 3. 4. FJÖLDI UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA 136 4.270 2.379.075 413.331 5.242 389 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.166.348 upplysingarsimsvari91 -681511 lukkul!na991 002 ir að með því skapist nýir og áður óþekktir og óhugsandi möguleikar fyrir íslenska og erlenda athafhamenn. „A frisvæði er margvísleg starfsemi möguleg, svosem umpökkun, skipting vörusendinga, endurmerking, endurpökkun og margskonar aðvinnsla. Ef um iðnað er að ræða þarf leyfi til þess frá fjármálaráðherra. Vöru má pakka í gjafapakkningar og skipta stórum sendingum í samræmi við þörf markaðarins hverju sinni. Umpakka má vöru og endurmerkja. Setja saman vöm og tæki, svo sem tölvur, reiðhjól og fleira. Einnig hreinsa bifreiðar, standsetja þær og lagfæra og setja í aukahluti og fleira", segir Helgi Hjálmsson meðal annars um mögu- leika frísvæðisins. Helgi segir fyllstu ástæðu til bjartsýni varðandi rekstur frí- svæðisins. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, tók í síðustu viku við yfirlýsingu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evrópu vegna ógnaraldarinnar í lýð- veldum fyrrum Júgóslavíu. Formaður Rauða kross Islands, Guðjón Magnús- son, læknir, gekk á fund forsætisráð- herra og afhenti honum yfirlýsinguna, en hún fer hér á eftir: Stríðið á Balkanskaga verður sffellt grimmdarlegra og ofbeldisverkin fólsku- legri. Fjöldi saklausra borgara hefur týnt lífi, orðið fyrir varanlegu heilsutjóni, pynt- ingum og nauðgunum. Hundmð þúsunda hafa hrakist á vergang með tvær hendur tómar. Með dyggri hjálp almennings hafa lands- félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evrópu gert það sem í þeirra valdi stendur til að lina þjáningar fómarlamba þessa stríðs. Fyrir milligöngu hreyfingarinnar hafa stríðsfangar verið látnir lausir og þeir sem haldið er í fangabúðum hafa verið Alþýöuflokksfélögin í Reykjavík VORSKEMMTUN Dagsetning: Föstudagskvöldiö 2. apríl, 1993. Upphaf: Klukkan 22:00. Endir: Alveg óákveöinn. Staösetning: Brautarholt 26 - Reykjavík. DAGSKRÁ: 1. Dansiball! Dansiball! Dansiball! 2. Úthugsuö skemmtiatriöi... 3. Veitingar á kostnaöarveröi 4. Miðnætursnarl „par exellance“ 5. Önnur (vafa)málÝu - Veislustjóri: Össur Skarphéöinsson ALLIR JAFNAÐARMENN BOÐNIR VELKOMNIR! Miöasala á skrifstofum Alþýðuflokksins. Skemmtinefndin heimsóttir af fulltrúum Rauða krossins. Einstaka ríkisstjómir hafa stutt myndarlega við bakið á þessu mannúðarstarfi. Sá stuðn- ingur er mikilvægur, en kemur þó ekki í staðinn fyrir að ríkisstjómir beiti sér á vett- vangi stjómmálanna. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evrópu skora á þjóðhöfðingja og ríkisstjómir að gera það sem í þeirra valdi stendur til að binda endi á grimmda- ræðið sem gripið hefur um sig í fýrrverandi lýðveldum Júgóslavíu og stuðla að því að alþjóðleg mannúðarlög verði virt, sérstak- lega Genfarsáttmálamir og viðbótarákvæði þeirra. Við ríkjandi aðstæður em virkar að- gerðir stjómmálamanna í Evrópu meira virði en bein neyðaraðstoð, sem þó er brýn nauðsyn. Hið umfangsmikla hjálparstarf sem hreyfing Rauða krossins og Rauða hálf- mánans hefur innt af hendi í lýðveldum fyrmrn Júgóslavíu, veitir henni ekki aðeins rétt, heldur skyldar hana beinlínis til að bera þetta erindi upp við ríkisstjómir Evrópu- landa. Um leið á við að minna á nýleg orð Comelio Sommamga, forseta Alþjóðaráðs Rauða krossins, sem sagði: „Þrátt fyrir góð- an ásetning, bera þeir sem horfa á og aðhaf- ast ekki, hluta af sökinni". ÖLGERÐ fi ÁTTATÍU ÁR Það var 17. apríl 1913 sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. var stofnuð. Á þessu ári heldur hún því hátíðlegt 80 ára afmœli sitt og er komin í hóp elstu fyrirtœkja landsins. Ölgerðin var sem fyrr segir stofnuð árið 1913. Starfsemi hennar hófst í kjallara húss- ins sem ber hið rammíslenska nafn Þórs- hamar. Það stendur enn við Templarasund í Reykjavík og hýsir nú meðal annars hluta af skrifstofum Alþingis og þingmanna. Gamla góða Maltextraktið var fyrsta teg- undin sem framleidd var og heldur enn stöðu sinni sem öl sem mikilli hylli neyt- enda á að fagna. Önnur tegundin til að vera framleidd var Egils pilsner, en hann leit fyrst dagsins Ijós árið 1917. Síðan hefur hver tegundin á fætur annarri fylgt í kjölfar- ið. Sumar hafa enst stutt á markaðanum en flestar um lengri tíma. Ölgerðin hóf að bmgga áfengt öl árið 1941. Sex ára hlé var gert á bruggun hans eftir stríðslok en síðan hófst framleiðslan aftur árið 1951 og hefúr staðið óslitið síðan. Nær allar götur frá 1924 hafa bmgg- meistarar Ölgerðarinnar verið þýskir. Þann- ig hefur fyrirtækið tryggt að starfað sé eftir þýskum ölgerðarhefðum sem víðfrægar em um allan heim sem þær allra fremstu. Þekktasti hluti þýsku hefðarinnar við að bmgga öl em vafalaust hreinleikalögin Reinheitsgebot sem hertoginn af Bayem kont á árið 1516 til að tryggja gæði öls. Samkvæmt lögum þessum má einungis bmgga bjór úr möltuðu byggi (svokölluðu maltkomi), humlum geri og vatni. Vegna þessarar bmggaðferðar er Egils ölið ávallt ferskt, bragðmikið og með góða fyllingu. Kunnugir telja það standa fyllilega jafnfætis því besta frá alþjóðlegum bmgg- húsum. Ein helsta ástæðan fyrir því er auð- vitað íslenska vatnið. Einnig hafa þeir bruggmeistarar sem Öl- gcrðin hefur haft í þjónustu sinni undan- tekningarlaust verið færir og reyndir menn. Þeir hafa síðan tryggt að Ölgerðin hefur alltaf fylgst afar vel á hverjum tfma tneð þeim nýjungum og breytingum sem átt hafa sér stað í þessum málum í Evrópu og annars staðar í heiminum. Það er ekki að ástæðu- lausu að Ölgerðin er í hópi allra elstu fyrir- tækja á íslandi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.