Alþýðublaðið - 30.03.1993, Síða 5

Alþýðublaðið - 30.03.1993, Síða 5
Þriðjudagur 30. mars 1993 5 Handboltahugleiðing að HM í Svíþjóð loknu GERUM KRÖFUR OG HEIMTUM SIGUR í HVERJUM LEIK s Stefnan verði sett á gullið á HM í handknattleik á Islandi eftir tvö ár en efillafer þá verðum við bara að sætta okkur við silfur eða jafnvel brons Tryggvi Harðarson skrifar: Sé litið til getu einstakra leikmanna lands- liðsins okkar í handbolta, þá hafa þeir sýnt að þeir gefa þeim bestu í heiminum lítið eða ekkert eftir. Til þess hins vegar að ná topp- árangri þarf hvoru tveggja tii, að hafa góðan mannskap og ekki er minna um vert að hafa góða og rétta stýringu á honum. Nú er Heimsmeistarakeppninni í hand- bolta sem haldin var í Svíþjóð nýlokið. Eins og alþjóð er kunnugt lenturn við íslendingar þar í áttunda sæti. Við getum svo sem sæmi- lega við það unað og það er langt í frá að við þurfum að skammast okkar fyrir þann ár- angur þótt vissulega hefðu sjálfsagt flestir íslendingar viljað sjá liðið ná enn betri ár- angri. Nú er eðlilegt að menn líti yfir farinn veg en þó er nteira um vert að líta til fram- tíðarinnar. Næsta heimsmeistarakeppni verður hald- in eftir tvö hér á landi. Það er tímabært að menn fari að gera það upp við sig hvaða ár- angri þeir ætli að stefna að. Ætla Islendingar sér að láta sér nægja að vera meðal 10 bestu handknattleiksþjóða heims eða stefna á toppinn? Miðað við þann efnivið sem við höfum er það í senn sjálfsögð og eðlileg krafa að við verðum á toppnum í næstu heimsmeistarakeppni. Það á því að setja stefnuna á heimsmeistaratitilinn. Vorkunnsemi það aumasta Til að vinna mót eins og heimsmeistara- keppni þurfa menn að hafa óbilandi trúa á sjálfa sig. Menn verða að trúa þvf að þeir séu bestir. Þannig hafa til dærnis Svíar yfírleitt verið haldnir óbilandi trú á getu sinni á ýms- um sviðum íþrótta og það hefur oft fleytt þeini langt. Þeir setja markið ávalt á toppinn enda nenna Svíar ekki að fylgjast með sín- um íþróttamönnum nema þeir séu á toppn- um. Þó það sé ekki raunhæft að gera þá al- mennu kröfu í jafn fámennu landi og Islandi eru þó allar forsendur til að gera slíka kröfu til handknattleiksmanna okkarog rétt að láta þá vita af því. Það aumasta sem fyrir afreksíþróttamenn getur komið er þegar fjölmiðlar eða almenn- ingur fara að vorkenna þeint og væla um að ekki megi gera til þeirra of miklar kröfur eða væntingar. Ef menn hafa burði til, á að gera kröfur til þeirra um að ná verðlaunasætum á stórmótum f stað þess að vera með sífelldar afsakanir og óheppnistal þegar á móti blæs. í þeim íþróttagreinum sem við gerum kröfu urn að okkar menn séu í fremsta hópi á ætíð að heimta sigur því ella skulu leikmenn fá á baukinn hjá fjölmiðlum og almenningi. Þetta er álag sem menn verða að venjast ætl- ist þeir til að litið verði á þá sem alvöru af- reksmenn í íþróttum. Trúin flytur fjöll En lítufn á árangur íslenska landsliðsins okkar í handbolta í Svíþjóð. Þá kemur f ljós að menn eru ýmist haldnir vantrú á sjálfa sig eða oftrú. Menn voru búnir að vinna ákveðna leiki fyrirfram f huganum og það sem verra var, þeir voru búnir að tapa ákveðnum leikjum löngu fyrir mót. Þannig var nánast búið að afskrifa sigur á Svíum og Rússum. Það gekk og eftir. En lítum á einstaka leiki. íslendingar byrjuðu vel á móti Svíum en misstu síðan allt niðrum sig síðasta stundarfjórðung leiksins. Það var ekki bara tilviljun. Þótt illa hafi gengið hjá Svíum í byrjun var auðséð að þeir ætluðu sér alltaf að vinna leikinn. A sama hátt hafði maður það ávalt á tilfmning- unni að íslendingamir tryðu því ekki að þeir gætu unnið þrátt fyrir ærin tækifæri. Þar rættist hið fomkveðna að „trúin flytur f]öll“. Enda hefðu Svfar fengið heldur betur á baukinn heima fyrir ef þeir hefðu tapað. Okkar mönnum var hins vegar klappað á kollinn hér heima og menn sögu: „Djöf... óheppni strákar_að tapa þessu á sfðasta kort- érinu". Þá var það að duga eða drepast gegn Ung- verjum. Strákamir okkar dugðu og sýndu mikinn styrk í þeim leik. Þeir lögðu greini- lega allt í sölumar til að vinna. Keppninni var reddað. Við vomm búnir að tryggja okk- ur sæti í milliriðlinum. Þá þegar voru menn orðnir harla glaðir með árangurinn enda gekk það eftir eins og flestir höfðu reiknað með, að Bandarfkin yrði okkur auðveld bráð. Bjartsýni og brostnar vonir Menn voru bjartsýnir þegar haldið var í milliriðilinn með tvö stig í pokahominu. Takmarkinu var náð. Við yrðum ekki okkur til skammar eftir þetta. Það var orðið nánast formsatriði að sigra Þjóðverja og Dani og því allt í lagi að tapa fyrir Rússum. En þá kom áfallið. Þjóðverjar slógu okkur kalda og voru búnir að vinna leikinn áður en við Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur WASHI NGTON-f erð Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur auglýsir ferö til Washington D.C. Brottför 29. apríl, komiö heim 3. maí, - fimm daga ferö, verö 48.550 krónur. Einnig er hægt aö koma heim 6. maí og kostar feröin þá kr. 57.250, - 8 dagar. Möguleiki er á framlengingu og aö nýta tilboö bandarísks flugfélags um flug til þriggja staöa hvar sem er í Bandaríkjunum fyrir ca. 360 dollara allur pakkinn. Dvalið veröur á lúxushóteli í Baltimore, Sheraton Baltimore North, en þaðan er þriggja kortéra akstur til Washington. Sundlaug viö hóteliö og ein stærsta verslunarmiöstöö borgarinnar við hliðina. Innifaliö í veröi er skoðunarferð til Washington D.C. og í Hvíta húsiö ásamt möguleikum á aö hitta aö máli ráðamenn þar, jafnvel Bill Clinton, Banda- ríkjaforseta. Fararstjórar: Guölaugur Tryggvi Karlsson og Valgerður Gunnarsdóttir. Allar nánari upplýsingar gefa fararstjórarnir, skrifstofa Alþýöuflokksins og Feröaskrifstofa Reykjavíkur, Aðalstræti í flcstum leikjanna var aðalíþróttahöll Svía í Stokkhólmi, Globen, hálftóm einsog sjá má á mvndinni áttuðum okkur. Mikil bjartsýni ríkti fyrir leikinn og þeir sem voru með efasemdir var nánast úthúðað sem föðurlandssvikurum. Við mótlætið virt- ist allt fara úr skorðum. Leikmenn fóm að skipta sér sjálfir útaf og voru að sernja um það úti á velli hver ætti að taka vítaskot. Um tíma var nánast eins og bekkurinn væri stjómlaus. Þjóðverjar gáfu hins vegar ekki þumlung eftir er þeir höfðu náð góðri for- ystu í upphafi leiks enda var góður baráttu- andi f liði þeirra allan tímann. Það var síðan bara fomisatriði að tapa fyr- ir Rússum. Þeir sýndu það og sönnuðu í keppninni að þeir höfðu nokkra yfirburði yf- ir önnur lið þrátt fyrir skamman undirbúning fyrir mótið. Þeir voru Iíka staðráðnir í að vinna til verðlauna á þessu móti og voru sennilega eina liðið á mótinu sem hafði þá yfirburði að íslendingar áttu litla sem enga ntöguleika á að vinna þá. Við því er ekkert að segja. Síðan kom leikurinn við Dani. Eftir von- brigðin móti Þjóðverjum tóku íslendingar sig saman í andlitinu og unnu ömggan sigur á Dönum. Þá var ljóst að Islendingar myndu dingla einhvers staðar í 7.-10. sæti og skipti reyndar litlu f hverju þeirra sæta þeir lentu. Menn gátu því leikið afslappað en engu að síður var barátta í liðinu. I leiknum um 7. sætið á móti Tékkum náði liðið sér hins vegar ekki nógu vel á strik enda skipti sá leikur litlu fyrir okkur. Það hefði jú verið gaman að vinna. En takmark- inu var náð. eða það að vera í hópi þeirra átta bestu. Heimtum sigur í hverjuni leik Það verður vafalaust ekkert tiltökumál að ná sambærilegum árangri eftir tvö ár í heimsmeistarakeppninni sem haldin verður hér á landi. En er það það sem við ætlum að stefna að? Verður kannski veðjað á 6. sætið vegna þess að við leikum á heimavelli? Það væri afar metnaðarlítið. Við eigum að stefna á gullið. Við eigum að heimta sigur í hverj- um einasta leik. Nú, ef menn verða óheppn- ir, þá er bara að bíta í það súra epli að taka á móti silfrinu eða bronsinu. Er ekki tímabært að fara að gera þá kröfu til landsliðsins okkar í handbolta að þeir vinni hvem leik? Er ekki rétt að hætta að klappa þeim á kollinn þegar þeir hafa nærri unnið? Er ekki rétt að fara að ala þá upp við þá spennu og það álag sem fylgir þeirri kröfu; að þeir vinni jafnan hvem leik? Þjálfarar í lykilhlutverki Annars gegna þjálfarar lykilhlutverki við að byggja upp hvert lið. Þorbergur hefur náð prýðisárangri með íslenska landsliðið en einhvem veginn er þó eins og vanti meiri metnað og meiri ákveðni í allt er lýtur að stjóm landsliðsins. Ætli menn að gera sér væntingar um betra gengi á næstunni en ver- ið hefur þar agaðri vinnubrögð hér. Þjálfarar sem ætla að ná toppárangri með lið sitt verða að gera mjög harðar kröfur til sín og leikmanna. Hvorki þjálfari né leikmenn mega slá á væntingar til þess eins að um þá verði ekki sagt þegar upp er staðið; „ykkur mistókst að ná því marki sem þið settuð ykkur." Ef menn setja markið nógu lágt er auðvelt að ná því. Þá skiptir heldur ekki litlu allt það um- hverfi sem liðið hrærist í fyrir og nteðan á stórmótum stendur. Ekki var gæfulegt um að litast innan HSI fyrir keppnina í Svíþjóð. Fyrir utan skuldabaggann vom vangaveltur um breytingar í æðstu forystu stjómar sam- bandsins og í staifsmannahaldi. Leikmenn stóðu einnig fyrir stuttu í opinberri kjara- deilu en allur slíkur órói hlýtur að setja mark sitt á allan undirbúning fyrir stórmót og dreifa einbeitingunni, jafnt hjá leikmönnum sem þjálfurum og öðrum sem í kringum Iið- ið starfa. Búum okkur undir verðlaunasæti Nú þarf hins vegar fyrren síðar að fara að undirbúa sig undir verðlaunasæti á HM sem hér verður haldið eftir tvö ár. í fyrsta lagi þarf að fá úr þvf skorið hverjir leiða HSI fram að keppninni því á þeim mun hvíla mikið og erfitt starf. Þá þarf að ganga frá því hver eða hverjir eigi að þjálfa liðið og leik- menn að gera það upp við sig hvort þeir gefi kost á sér í liðið fram að næstu keppni. Allir þessir aðilar verða að gera sér það Ijóst að þeir þurfa að gefa sig alla í undirbúninginn eigi dærnið að geta gengið upp. Þá verða almenningur og fjölmiðlar að fara að venja strákana okkar í íslenska hand- knattleikslandsliðinu við þá pressu sem fylgir því að vera í fremstu röð. Það er inik- ið undir lagt með því að halda næstu heims- meistarakeppni hér á landi og því verða all- ir að leggjast á eitt um að leggja harðar að sér og gera betur en nokkum tímann áður. Þá verða framkvæmdaaðilar mótsins að hafa sitt á hreinu. Það hefur truflandi áhrif ef deilur koma til með að setja svip sinn á frantkvæmd mótsins fram á síðustu stundu. Þannig verður að ganga frá sem allra fyrst hversu marga áhorfendur höllin sem á að hýsa úrslitaleikinn þarf að taka. Það sýndi sig í Svíþjóð að það er ekki allt fengið með stærðinni, því höllin þeirra, Globen, var yfirleitt hálftóm, nema þegar Svíar spiluðu sína þýðingarmestu leiki og var höllin þó við þau tækifæri hvergi nærri full. En höllin var vissulega glæsileg í alla staði. Hvítir englar og aðrar Alþýðuflokkskonur! Páskafundur okkar veröur haldinn í Litlu Brekku (viö hliðina á Kornhlööunni) miðvikudagskvöldið 31. mars 1993, kl. 19-21. Athugiö breyttan fundarstaö og fundartíma. Á fundinum veröa bæði á dagskrá, mannréttindamál og skemmtiefni: 3J3H9W5Q4Z4S 2E9D2Y4U2C4S 2V7X1Ð2W5Y86K 2K5W6Ð0X2Y2B „Orö án hugsana, ná ekki til himins.” Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.