Alþýðublaðið - 30.03.1993, Page 6

Alþýðublaðið - 30.03.1993, Page 6
6 Þriðjudagur 30. mars 1993 RAÐAUG LÝSI NG AR Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjór- ans í Reykjavík, leitar tilboða í kaup á gangstéttarhellum. Magn: 20x20x5(6) sm 12.000 stk. 20x40x5(6) sm 9.000 stk. 40x40x5 sm 3.000 stk. 40x40x6(7) sm 31.000 stk. Síðasta afhending er 30. júlí nk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. apríl 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Vettvangsferð Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði fer í vettvangs- ferð um bæinn næstkomandi laugardag, 3. apríl, og verður lagt af stað frá Alþýðuhúsinu við Strandgötu kl. 11:00. Að skoðunaferð lokinni verður sest niður yfir kaffibolla og kök- um í Alþýðuhúsinu. Allt Alþýðuflokksfólk velkomið Bæjarmálaráð Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík VORSKEMMTUN Dagsetning: Föstudagskvöldið 2. apríl, 1993. - Staðsetning: Brautarholt 26 - Reykjavík. Upphaf: Klukkan 22:00. Endir: Alveg óákveðinn. DAGSKRÁ: 1. Dansiball! Dansiball! Dansiball! 2. Úthugsuð skemmtiatriði... 3. Veitingar á kostnaðarverði 4. Miðnætursnarl „par exellance" 5. Önnur (vafa)mál... Veislustjóri: Össur Skarphéðinsson ALLIR JAFNAÐARMENN BOÐNIR VELKOMNIR! Miðasala á skrifstofum Alþýðuflokksins. Skemmtinefndin Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjór- ans í Reykjavík, leitar tilboða í niðurrif á trébrú norðan Tryggvagötu (Tollstöðvarbrú). Helstu magntölur eru: Burðarþol af ýmsum stærðum um 5.600 m Gólfþekja um 560 m2 Verktími er frá 3. maí til 1. júní 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 1.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. apríl 1993, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Ráðningarskrifstofa Reykjavíkurborgar. Orðsending frá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar Skráning skólafólks til sumarvinnu hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur og fædd eru 1977 og fyrr, hefst fimmtudaginn 1. apríl. Athygli skal vakin á því, að skráningin fer fram í Borgartúni 1,2. hæð, frá kl. 8.20 til 16.15. Símar: 632596 - 632597. Ráðningarskrifstofa Reykjavíkurborgar. '4'V/M V Útboð Jökulsá á Breiðamerkursandi - rofvörn Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð rofvarnar í farvegi Jökulsár á Breiðamerkursandi. Magn 6.400 m3. Verki skal lokið 1. júní 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík.(aðalgjaldkera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1993. Vegamálastjóri tW. W Utboð Austurlandsvegur, Fossgerði - Gautavík Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 10,4 km kafla á Austurlandsvegi frá Fossgerði að Gautavík. Helstu magntölur: Fyllingar 72.000 m3, neðra burðarlag 54.000 m3, efra burð- arlag 8.000 m3 og klæðning 46.000 m2. Verki skal að fullu lokið 15. nóvember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðar- firði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. aprfl 1993. Vegamálastjóri 3v4X 6Z 9Z 44 Velkomin til Bandaríkjanna Sérstakt tilboð ríkisstjórnar Bandaríkjanna gefur þér nú tækifæri til að flytjast til Bandaríkjanna með innflytjenda- leyfi til frambúðar samkvæmt AA-1 kerfinu, verðir þú fyrir valinu. Þú getur fengið tækifæri til að lifa og starfa í Bandaríkjun- um með fast aðsetur (handhafi Græna kortsins). Síðasti frestur til að sækja um rennur út 31. mars 1993. Þú þarft því að bregðast við tímanlega til að vera réttu megin við umsóknarfrestinn. Þú eða annað hvort foreldra þinna verður að hafa fæðst á íslandi/Bretlandi/írlandi til að eiga möguleika. Sendið póstávísun upp á $45 fyrir hvern umsækjanda sem óskar eftir skjótri skráningarþjónustu ásamt eftirfar- andi upplýsingum, sem skrifa þarf skýrt og greinilega á ensku: Nafn umsækjanda, heimilisfang, fæðingardagur og ár, fæðingarstaður, nafn maka, ef umsækjandi er í hjóna- bandi, og nöfn og heimilisföng barna yngri en 21 árs, séu þau ekki í hjónabandi. Sendið póstávísun upp á 45 Bandaríkjadali fyrir hvern umsækjanda, sem stílaður er á: Visa USA, P.O. Box no. 822211, Daílas, Texas 75382, U.S.A. Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur, fer fram í Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, í dag, þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. apríl, kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og ung- lingar, sem svo er ástatt um, verði skráð á ofan- greindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla að lokn- um 7. bekk, þarf ekki að innrita. Frá Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1987) ferfram í skólum borgarinnar, í dag, þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. mars 1993, kl. 15-17, báða dag- ana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þess- um tilgreinda tíma vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbúningsvinnu í skólunum. ATH.: Sex ára börn, sem fara í Rimaskóla í haust, verða innrituð í Hamraskóla á sama tíma. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Kennarastaða í íslenskum fræðum við Lundúnaháskóla Með samningi milli íslenskra stjórnvalda og Lundúnahá- skóla (University College London) árið 1989 var stofnuð kennarastaða í íslenskum fræðum við norrænudeild Lundúnaháskóla. Staðan er kennd við Halldór Laxness rithöfund, og nefnist á ensku „The Halldór Laxness lectur- eship in lcelandic language and literature”. Ráðið er í stöðuna til þriggja ára í senn að öðru jöfnu. Staðan hefur nú verið auglýst laus til umsóknar frá 1. október 1993. Umsóknir skulu sendar til: Professor M.P. Barnes, Department of Scandinavian Studies, UCL, Go- wer Street, London WC1E 6BT (sími: 071-380 7176/7), fyrir 20. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 26. mars 1993.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.