Alþýðublaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 31. mars 1993 HMIIBLMH HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Aukin völd og verkefni til sveitarfélaganna Sveitarfélaganefnd hefur nú sent ffá sér lokaskýrslu þar sem lagt er til að kosið verið um stækkun sveitarfélaga næsta haust og jafnframt að komið verði á reynslusveitarfélögum á næsta kjörtímabili sveitarstjóma. Reynslusveitarfélögunum verði síðan fengin í hendur ýmis verkefni rík- isins í fjögur ár og síðan verði að fenginni reynslunni ákveðið hvort um- rædd verkefni verði færð alfarið ffá ríkinu yfir á sveitarfélögin. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur unnið frumvarp sem byggir á niðurstöðum sveitarfélaganefndar sem tekið verður fyrir á þessu þingi. Það ætti öllum að vera ljós nauðsyn þess að stækka og efla sveitarfélög- in í landinu enda hefur það sýnt sig að lítil og vanmegnug sveitarfélög em ekki í stakk búin að veita íbúum sínum ýmsa þá þjónustu sem sjálf- sögð þykir í hinum stærri sveitarfélögum. Það er því réttlætismál íbúar fámennustu sveitarfélaganna að þeim sé boðið upp á svipaða þjónustu og boðið er upp á í stærri sveitarfélögunum. Hins vegar er það ekki raunhæft að litlu sveitarfélögin geti reitt sig á þjónustu stærri sveitarfé- laganna án þess að þau leggi sinn skerf til uppbyggingar og reksturs þjónustunnar. í reynd hafa mörg hin smærri sveitarfélög sótt ýmis kon- ar þjónustu til stærri nágranna sinna án þess að greiða fyrir það eins og skyldi. Forsenda þess að sveitarfélögin taki að sér aukin verkefni frá ríkisvald- inu er að sveitarfélögin verði það stór að þau séu í stakk búin að fást við þau verkefni. Aukin verkefnatilfærsla til sveitarfélaganna er hins vegar forsendan fyrir aukinni valddreifingu, það er að færa ákvarðanatöku og framkvæmd hinna ýmsu mála heim í hérað. Það er þannig tómt mál að tala um að heimta aukin völd heim í hérað en vera á sama tíma ekki til- búin að stofna stjómsýslueiningu af þeirri stærðargráðu sem fær er um að fara með aukin völd. í þeim efnum verður ekki bæði sleppt og hald- ið. Meðal þeirra verkefna sem verið er að tala um að færa yfir til sveitarfé- laganna em gmnnskólinn, heilsugæsla, öldmnarþjónusta og málefni fatlaðra. Nokkuð hefur verið um þessa verkefnatilfærslu rætt og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar. Nokkuð hefur borið á því sjónarmiði að einungis með því að ríkið hafi ákveðna málaflokka í sínum höndum megi tryggja jafnrétti allra þegna þessa lands. Þannig hefur borið við að ýmsir hafa lýst ótta sínum við það, að fari grunnskólinn alfarið yfir til sveitarfélaganna kunni einhver þeirra að geta boðið upp á betri skóla en önnur. Það er hins vegar sjálfsagt og eðlilegt ef það verður til að bæta skólakerfið í heild sinni. Þannig munu hin framsæknari sveitarfélög draga hin íhaldssamari á eftir sér hvað varðar framfarir á hinum ýmsu sviðum. Sveitarfélaganefnd leggur til að stofnuð verði svokölluð reynslusveitar- félög sem taki að sér enn viðameiri verkefni auk þess sem þau fái meira frjálsræði í ýmsum málum. Þar er m.a. verið að tala um að reynslusveit- arfélögin taki yfir rekstur framhaldsskóla og sjúkrahúsa, auk þess að fá meira frjálsræði frá ýmsum kvöðum og reglugerðum um hvemig skuli standa að hinum margvíslega rekstri sem sveitarfélög inna af hendi. Það er nefnilega alls ekki sjálfgefið að „stóri bróðir", ríkið, sé hæfast til að segja til um hvemig gera skuli hlutina. Sighvatur gerir endurbœtur á atvinnubótakeifinu Allir atvinnulausir hafi rétt á bótum - nema þeir sem hafa stundað svarta vinnu. Bœndur munu verða háðir sömu reglum og aðrir atvinnurekendur, en þeir hafa notið sérkjara hingað til „Sjálfstæðir atvinnurekendur sem hafa skilaö tryggingargjaldi af reiknuðu endurgjaldi síöustu tólf mánuði áður en þeir hætta starfsemi öðlast rétt til atvinnuieysisbóta að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum“, segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra Ef frumvarp til breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar verður sam- þykkt á Alþingi er Ijóst að miklar breyt- ingar verða á skilyrðum til þess að öðlast rétt á greiðslum úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. „Stærsta breytingin er auðvit- að sú að réttur til bóta úr sjóðnum verð- ur ekki lengur bundinn við aðild að stétt- arfélagi. Þetta þýðir m.a. að sjálfstæðir atvinnurekendur sem hafa skilað trygg- ingargjaldi af reiknuðu endurgjaldi síð- ustu tólf mánuði áður en þeir hætta starfsemi öðlast rétt til atvinnuleysisbóta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum“, sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra í samtali við blaðið í gær. Með stórauknu atvinnuleysi á síðustu misserum og að sama skapi aukinni að- sókn í atvinnuleysisbætur, hafa komið fram nokkrir gallar á bótakerfmu. Sig- hvatur Björgvinsson tryggingaráðherra sem fer með þessi mál skipaði fyrir nokkru vinnuhóp sem var falið að endur- skoða ákvæði laga um atvinnuleysistrygg- ingar. Vinnuhópinn skipuðu þau, Jón H. Magnússon, lögfræðingur hjá Vinnuveit- endasambandi íslands, Lára V. Júlíusdótt- ir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands, Margrét Tómasdóttir deildarstjóri Atvinnuleysistryggingasjóðs, Pétur Sig- urðsson, formaður stjómar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og Dögg Pálsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Þessi nefnd lagði fram drög að fyrmefndu lagafrumvarpi og segir Sighvatur Björg- vinsson að hann hafi ákveðið að fylgja al- gjörlega tillögum nefndarinnar. Allir fái bætur Helstu nýmæli í frumvarpi trygginga- ráðherra eru þau að réttur til bóta úr At- vinnuleysistryggingasjóði verður ekki Iengur bundinn við aðild að stéttarfélagi, eins og verið hefur. Sjálfstætt starfandi at- vinnurekendur og einyrkjar, sem skilað hafa tryggingagjaldi af reiknuðu endur- gjaldi síðustu tólf mánuði áður en þeir hættu sjálfstæðri starfsemi öðlast rétt til bóta úr sjóðnum, með sama hætti og launamenn. Reyndar þurfa þessir aðilar að uppfylla skilyrði reglna sem ráðherra set- ur að fenginni umsögn stjómar Atvinnu- leysistryggingasjóðs. Þá er það skilyrði að þeir séu atvinnulausir og í atvinnuleit. Þetta þýðir að allir þeir sem em starfandi úti á vinnumarkaðnum, nema þeir sem stunda „svarta" vinnu fá atvinnuleysis- bætur. Þetta þykir mikil réttarbót fyrir þá fjölmörgu smáatvinnurekendur og ein- yrkja sem hafa orðið atvinnulausir eða gjaldþrota vegna efnahagsþrenginganna að undanfömu. í reglunum er einnig gert ráð fyrir að bændur lúti sömu reglum og aðrir at- vinnurekendur en þeir hafa hingað til haft ákveðin sérréttindi á við aðra einyrkja og launþega í bótakerfmu. Samræming við lífeyrisgreiðslur Hámarksaldur vegna greiðslu atvinnu- leysisbóta er færður úr 71 ári í 70 ár. Jafn- framt er sett inn ákvæði um það að ef at- vinnulaus nýtur einnig elli- eða örorkulíf- eyrisgreiðsla frá Tryggingastofnun þá skuli samanlagðar bætur aldrei nema hærri fjárhæð en hámarksbótum atvinnu- leysistrygginga. Þama er komin ákveðin samræming í bótakerfið, en dæmi eru um það að fólk fái bætur frá þremur til fjórum aðilum án þess að nokkurt eftirlit sé haft með því hversu háar heildarbætumar séu. Viðurlög vegna misnotkunar Reglur um missi bótaréttar þeirra sem segja upp starfi sínu án gildra ástæðna og verða atvinnulausir af þeim sökum, verða hertar. Tími sem bótaréttur fellur niður af þessum sökum verður lengdur. Að sama skapi em settar reglur um heimild at- vinnulausra til að neita starfi og hvaða af- leiðingar það hefur á bótarétt þeirra. Þá eru viðurlög við að afla sér bóta með röngum eða villandi upplýsingum hert mjög verulega og heimilt að endurkrefja viðkomandi um allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem svikin hefur verið út úr At- vinnuleysistryggingasjóði. Með þessu móti verður reynt að spoma við þeirri misnotkun á bótakerfinu sem orðið hefur vart við að undanfömu. Einn- ig geta menn ekki verið endalaust á bótum ef þeir fá gild atvinnutilboð. Þá verður einnig hert eftirlit með læknisvottorðum frá þeim sem teljast óvinnufærir að ein- hverjum sökum. Námsmenn fái líka bætur? Ekki er gert ráð fyrir að fólk sem nýlega hefur lokið námi eða námsmenn sem flosnað hafa upp frá námi eigi rétt á at- vinnuleysisbótum. Ennþá er gengið út frá því að menn hafi verið þrjá mánuði í vinnu til þess að öðlast rétt á bótum. Nefndin lagði ekki til að undanþágu- ákvæði giltu um námsmenn, en sam- kvæmt heimildum blaðsins ætlar heil- brigðis- og tryggingaráðherra að athuga hvort ekki er hægt að koma til móts við þennan hóp. IHUðuikuö&ýuí* 21. ***** 92 Atburðir dagsins 1959 Thor Heyerdahl, norski landkönnuðurinn, gefur út á ensku rit- gerð sína um Kontiki leiðangurinn og vekur heimsathygli fyrir. Það er ákaflega mikilvægt að góð og breið samstaða náist um að stækka og efla sveitarfélögin í landinu. Það verður til þess að öll stjómsýsla verður auðveldari og skilvirkari en þegar ráðuneytin í Reykjavík þurfa að samþykkja allt milli himins og jarðar sem snýr að íbúum í einstökum sveitarfélögum. Hlutimir verða að vera eins hjá öllum og ef einn vill gera hlutina eitthvað öðru vísi en hinir getur ríkið ekki leyft það vegna þess að þá er verið að gefa fordæmi. Þannig em hugmyndir og frum- kvæði oft drepin í fæðingu. Aukin valddreifing með stærri sveitarfélög- um er hins vegar kjörin til að auka fmmkvæði fólksins í landinu til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem hvarvetna blasa við. 1820 Bandarískir tníboðar nema land á Hawaii. 1854 Japan opnar loks dyr sínar fyrir bandarískum iðnaði. 1866 Chile tekur höndum saman við Perú í stríði gegn Spánverjum. 1901 Þýski uppfinningamaðurinn Gottlieb Daimler gefur nýjasta fjögurra sílindra sköpunarverki sínu nafnið Mercedes. Rennireið þessi náði 70 km hraða. Þama er komið upphafið á Mercedes Benz. 1934 Ameríski bankaræninginn John Dillinger sleppur úr haldi lög- reglunnar. 1939 Breska stjómin lofar að verja Pólland samkvæmt samningi Breta, Frakka og Pólverja. Afmœlisdagar Franz Joseph Haydn, 1732 hugmyndaríkt, austurrískt tónskáld. Nikolai Gogol, 1809 Rússneskur rithöfundur. John Fowles, 1926 Breskur rithöfundur. Shirley Jones, 1934 Ameríska söngkonan og kvikmyndaleikkon- an. Richard Chamberlain, 1935 Amerískur sjónvarps- og kvik- myndaleikari, sem við kynntumst fyrst í sjónvarpi í hlutverki Dr. Kildaires sem var á sífelldum flótta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.