Alþýðublaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 5
4 Miðvikudagur 31. mars 1993 Miðvikudagur31. mars 1993 Pistill um umhverfismál - 1.0. Inngangur I grein þessari verður gerð grein fyrir helstu atriðum er varða það sem í daglegu tali er nefnt „umhverfismál”. Hyggjumst við fjalla um efnið á sem víðustum grunni og verður drepið á margt sem þarfnast þó rýmri umfjöllunar en við vonum að viljinn verði tekinn fyrir verkið. Reynt verður að staðsetja Kópavog í samhengi við annað það sem hér verður greint frá. 2.0. Hvað eru „umhverfismál?” I víðustu merkingu orðsins „umhverfis- mál” er átt við allt það sem viðkemur um- hverfi manna. Við munum hins vegar fjalla um það út frá alþjóðlegu, lagalegu og nei- kvæðu sjónarhomi. Umfjöllun út frá nei- kvæðu sjónarhomi er í samræmi við það sem algengast er á þessu sviði þ.e. hvað hefur farið úrskeiðis, hvað má betur fara. Safnheiti þess er orðið „mengun” eða í daglegu tali „skelfingar draslhaugar em þama í kringum Skemmuveginn”. Unnt er að greina ýmsa flokka á sviði mengunar: 1. loftmengun 2. hávaðamengun 3. titringsmengun 4. geislunarmengun 5. Ijósmengun 6. varmamengun 7. Ijósmengun 8. sjónmengun Allt er eins hægt að fjalla um efnið á, já- kvæðan hátt“, þ.e. hvað hefur verið eða er gert, hér fylgjum við hefðbundinni með- ferð. Reyndar er hér um tvær hliðar á sama teningi að ræða og vill þá sín hvor hliðin vísa upp á víxl! 3.0. Alþjóðlegur flötur Meginhluti umhverfismála er staðbund- in. Þ.e.a.s. um er að ræða t.d. lög um reglu- gerðir er varða íslendinga og háttsemi þeirra gagnvart náttúmnni. Er þá stundum talað um „umhverfisrétt” sem er sérstakt réttarsvið innan lögfræðinnar. Hið sérstæða við þetta umfjöllunarefhi er að það hefur al- þjóðlega vídd ef svo má segja. Nægir þar að minna á sendiförina hina meiri til Rio de Ja- neiro í Brasilíu á sl. ári. Afleiðing rangrar háttsemi á sviði um- hverfismála kann að hafa víðtækar afleið- ingar: Úrillur og svefndmkkinn Kópavogs- búi spreyar undir handarkrika sinn með ffe- ónsvitaspreyi svona áður en haldið er til vinnu í Reykjavík. Þama hefur sami maður lagt sitt til við eyðingu ósonlagsins. Senni- lega alveg án umhugsunar! Annað dæmi er svokallað „súrt regn”, það er samsafn af óþverra frá iðnlöndum Evrópu sem er að leggja skóga um alla álfuna. I báðum dæm- unum er tjóninu í raun valdið utan þess lands sem það kemur niður á. Þetta sérkenni eða það sem kalla má „slagkraftur’ ’ óleyfi- legrar háttsemi gagnvart náttúmnni langt út fyrir landsteina íslands hefur mjög verið í deiglunni á alþjóðavettvangi og hafa marg- víslegar ráðstefnur farið fram, og sáttmálar og samningar verið undirritaðir þjóða í millum á undanfömum ámm. Hefur það skapað sjálfstætt réttarsvæði sem nefnt hef- ur verið „alþjóða umhverfisréttur” sem þýðir að þjóðir heimsins hafa með ýmsum hætti skuldbundið sig að þjóðarrétti til þess að brjóta ekki rétt á náttúmnni, verja hana og styðja. Eins og vera ber hafa umhverfismál ver- ið til umræðu innan efnahagsbandalaga Evrópu, þ.e. bæði hjá EB og EES. Hvað EB varðar þá eiga umhverfismál sér stoð eftir setningu einingarlaga í greinum 130.r-130.t í Rómarsáttmálanum. Stefna EB varðandi umhverfismál er almennt að vemda og bæta umhverfið. Þ.á m. að stuðla að bættri heilsu manna og 'ryggja skynsamlega og gæta að nýtingu auðlinda náttúmnnar. I af- leiddum lögum og óbindandi tilmælum EB 7.01 Umhverfisráðuneytið Það er innan þess ramrna er hér að fram- an hefur verið rakinn sem Umhverfisráðu- starfar. Það var stofnað með lögum 1990 og innan þess rúmast margvísleg verkefni og til kasta þess kemur á sviði hinna margvíslegustu lagabálka. Má til pefna eftirfarandi flokka: 1. Náttúruvernd 2. Varnir gegn mengun 3. Skipulags- og byggingamál 4. Rannsóknir á sviði umhverfismála. 5. Frœðslu- og upplýsingastarfsemi um umhveifismál 6. Samrœming á aðgerðum ráðuneyta, einstakra ríkisstofnana og sveitaifélaga í umhveifismálum. 7. Alþjóðasamskipti á sviði umhverfis- Sigríður Lára Ásbergsdóttir, alþjóöa samskiptafræöingur og Halidór E. Sigurbjörnsson, lögfræöingur. koma og fram tilskipanir varðandi mengun í sjó og vötnum, í lofti, hávaðamengun, um efnaframleiðslu svo og varðandi náttúm- vemd og úrgang og þannig mætti lengi áffam telja. Landbúnaður fær og sérstaka umfjöllun sem áhrifavaldur á umhverfi. Hefur EB sett á laggimir sérstaka Umhverf- isstofnun Evrópu sem að meginstefnu til er upplýsingaaðili en mun hafa meiri eftirlits- þýðingu síðar meir. Er þessi stofnun opin um aðild fyrir þjóðir utan EB, þ.á m. íslend- inga. Eftir að EES-málið komst í þinglega höfn skiptir afstaða þar á bæ í umhverfis- málum að sjálfsögðu miklu. Em þar í ýmsu uppi svipuð eða sömu sjónarmið og uppi em innan EB. Á stefnuskrá EES er að varð- veita, vemda og bæta umhverfið og stuðla að vemdun á heilsu manna, og að nýta beri náttúmauðlindir af skynsemi og varúð. Að- ildarþjóðum ber að girða fyrir umhverfis- spjöll og skal stefnumótun á öllum sviðum fela í sér kröfur um vemdun umhverfisins. Gunnar G. Schram prófessor kemst að þeirri niðurstöðu í riti sínu „Evrópska efna- hagssvæðið” að: „EES-reglumar um umhverfisvemd (séu) mun strangari en gildandi íslenska löggjöf á þessu sviði.” Nánar er fjallað um vemdarráðstafanir í XX. viðauka. Meðal þess sem þar kemur fram er mat á afleiðingum framkvæmda og/eða aðgerða að upplýsingum um um- hverfismál, útblástur er inniheldur blý, brennistein, köfnunarefni og úrgang (flutn- ingur á hættulegum efnum milli landa). Munu íslendingar gerast aðilar samkvæmt sinni eigin ósk að framangreindri Umhverf- isstofnun Evrópu þegar ýmis framkvæmda- atriði varðandi hana em leyst. Er því óhætt að segja það að íslendingar verða að taka til hendinni á sviði umhverf- ismála og gera þar bragarbót eða brjóta ella í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Má ætla að rétt sé að sem fyrst sé gripið til hendinni við aðgerðir á þessu sviði. Frestun aðgerða kann að leiða til meira óhagræðis og jafnvel tjóns. 4.0. Mannréttindi Segja má að það séu almenn mannrétt- indi hvers og eins að hans nánasta umhverfi verði ekki raskað þannig að honum eða fjölskyldu hans standi ógn af hvað líf eða heilsu varðar. I þrengri merkingu getur þetta átt við rétt manna til þess að nánasta starfsumhverfi þeirra sé þannig háttað að þeim stafi ekki hætta af. Er þá stundum tal- að um starfsumhverfisrétt, og er þá komið inn á svið byggingarskipulags, heilbrigðis- eftirlits, Vinnueftirlits ríkisins og starfssvið Hollustuvemdar ríkisins. Svo langt hefur þetta náð að starfsmenn hafa rétt á því að leggja niður vinnu uns ástandið fæst bætt. fslendingar, þ.á.m. Kópavogsbúar, hafa að ýmsu leyti sérstöðu hvað þetta varðar . Hér er jarðvarmi nýttur til húsakyndingar og rafmagn knýr að mestu allan verksmiðju- rekstur. Erlendis þarf ekki að minna á kolareyk, kjamorkuver og stóriðju hvar sem augað lítur s.s. í Þýskalandi og Englandi. Það er næsta víst að slælegt eftirlit með þessum þáttum samfara litlum tilkostnaði til meng- unarvama við verksmiðjurekstur á einum stað felur í sér ósanngjama samkeppnis- stöðu gagnvart öðrum slíkum iðnaði þar sem þessir hlutir eru í lagi. Sé litið til al- þjóðlegrar samkeppni má minna á gagnrýni sem beinst hefur t.d. að fríverslunarsamn- ingi Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada (- NAFTA), en þar er talið að misnota eigi meðal annars hið bága ástand á þessu sviði í Mexíkó þar sem efnaúrgangur fer óhreins- aður frá iðnvemm og ekkert er gert til að hreinsa krabbameinsvaldandi útblástur stóriðju. Hagnaður sá sem sækja á til Mexí- kó er því á svig við alþjóðaumhverfisrétt og mannréttindi þeirra almennu starfsmanna er þar koma við sögu. 5.0. Atvinnusköpun Náttúrusjónarmið em ekki alls staðar kærkomin. Hjá þeim sem sjá veröldina í nýtanlegum fermetmm til framkvæmda hvort sem það er til bygginga vega, íbúðar- eða iðnaðarhúsnæðis eða til landbúnaðar kunna umhverfissjónarmið að hljóta litla náð. Það þarf ekki að fara í grafgötur með það að það kann að vera kostnaðarmeira að reka t.d. verksmiðju í landi eða bæjarfélagi sem gerir ítmstu kröfur. Er þá hægt að halda því fram að umhverfissjónarmið séu höft á framkvæmdir og atvinnulíf. Þorvaldur Gylfason prófessor vekur athygli á því í riti sínu, „Hagfræði, stjómmál og menning”, að þróun í iðnríkjunum feli í sér hagvöxt án mengunar. Rekur hann ástæður þessa til þess að búskapur þessara ríkja sé ekki leng- ur iðnaður, heldur verslun og þjónusta. Færist efnahagsstarfsemin úr atvinnugrein- um er krefjist dýrs mengunarútbúnaðar yfir í nýjar og þrifalegri greinar ásamt lítilvægri méngun. Bendir hann þó á aukningu mann- afla í iðnaði og væntingar í orkufrekum iðn- aði hér á landi. Það er því með þetta að bakgmnni að at- hygli er vakin á því að mengun í sjálfu sér kann að vera efnahagsvandi í þeim skiln- ingi að náttúran kann að vera ofnýtt og þeir greiði fyrir sem fá endurgjald í loft- og vatnsmengun eða annarri mengun sem boð- ið er upp á. Þannig getur þjóðfélagið ekki setið auðum höndum. Ekki er unnt að una við það að sú gjaldtaka fari fram eingöngu hjá þolendum mengunar. Kröfur verður að gera til fyrirtækja um bættar mengunar- Því hefur verið fleygt í fjölmiðlum að taka ætti undir þetta ráðuneyti landbúnað- armál og jafnvel aðra málaflokka en ætla að það muni reynast torsótt. En eins og vikið hefur verið að þá er ísland ekki frekar en önnur ríki óbundið öðmm ríkjum hvað varðar umhverfismál og hefur skuldbundið sig gagnvart öðmm ríkjum með alþjóða- , - samningum. Má nefna t.d.: alþjóðasamn- mga um að fynrbyggja mengun sjavar þ.a m. um (hlutun þegar óhöpp hafa orðið í haf- vamir og uppi hafa verið hugmyndir um,inu; um ábyrgð þeirra sem slíkum olíuslys- „mengunargjald”. um valda; sérstaka samþykkt um vemd á Að öllu samanlögðu þá er unnt að full-votlendi sem hefur að geyma fuglalíf; hinn yrða að ekki er unnt eingöngu á gmndvellisvonefndi Óslóarsamningur um vamir efnahagslegra forsenda að setja náttúmnnigegn mengun sjávar við losun úrgangs frá stólinn fyrir dymar. Vel liðlega helmingurskipum og flugvélum (sjá og Lundúna- landsmanna starfar við verslun ogiþjónustusamning um samaefni) og hliðstæða samn- enrétturfjórðungurviðiðnaðafýmsutagi.inga; samskonar samning um vemdun Þróunatvinnumálaáíslandierþvíísvipuð-gegn mengun sjávar frá landstöðvum; um farvegi og víðast hvar í iðnríkjum þósamning gegn loftmengun sem berst langar iðnaður vegi hér minna. Ekkert mælir ogleiðir milli landa; Vínarsamning um vemd því í mót að umhverfismál geti í fcjálfu sérósonlagsins og Montreal bókun um sam- verið atvinnuskapandi, t.d. viðþróunmeng-bærilegt efni; samning um tafarlausa til- unarútbúnaðar, viðhald og eftirlit og ýmsakynningu kjamorkuslyss; samning um áætlanagerð á þessu sviði. Leggur þá þessifuglavemdun; samning um stofnun nor- þáttur umhverfismála sitt af mörkum tilræns fjármögnunarfélags á sviði umhverf- efnahagskerfis okkar íslendinga. Á hinnisvemdar; við þetta bætast síðan samningar veginn blasir við kosturinn um stóriðju semum dýravemd. kann að reynast dýr kostur, þ.á m. í tengsl- Þetta ásamt innanlandslöggjöfinni ýmist um við verðbólgu og þá einnig í sambýlií framhaldi af slíkum alþjóðasamningum við náttúmnaef ekki er rétt að málum stað-eða sjálfstætt markar hinn innlenda ís- ið. lenska umhverfisrétt/málum farveg. En sá , veldur sem á heldur. Alþýðuflokkurinn 6.0. Staða Islands hefur farið með handhöfn umhverfisráðu- Eins og vikið var að framan eristaða ís-neytisins og hefur Eiði Guðnasyni um- lands nokkuð önnur en tíðkast víðast hvar.hverfisráðherra famast vel í starfi. Hefur a.m.k. á Vesturlöndum. Meginhluti efna-honum bæði tekist að styrkja ráðuneytið hagslífsins er byggður á fiskveiðum ogmeð ýmsum hætti og tekist að halda um- stóriðja er skammt á veg komin en miklarhverfismálum í sviðsljósinu þ.á m. með vonir em nú um stundir bundnar við orku-stefnumörkun til framtíðar sem felur í sér sölu til annarra landa. Kópavogunsem orðað íslandi tekst, ef vel heppnast, að halda hefur fengið á sig sem iðnaðarbær Jicfursérstöðu sinni meðal þjóða heimsins. Ný- ekki að geyma og mun ekki komá til meðlegt dæmi um framgang Alþýðuflokksins á að tjalda slíku í sínu atvinnulífi. Hér hefursviði umhverfismála eru lög um upplýs- tíðkast ýmis konar smáiðnaður af ýmsu tagi ingamiðlun og aðgang að upplýsingum um ásamt matvælaiðnaði. Næstu skref í þróunumhverfismál. Eiga þau lög er þetta er ritað Kópavogs virðast fela í sér minnkandi hlutað hljóta stjómskipulega meðferð þannig atvinnurekstrar í samanburði við íbúða-að þau verði að lögum. Er Iögum þessum byggingar. Það markar því vígstöðuna aðætlað að tryggja almenningi aðgang að ætla má að íbúar bæjarins komi til með aðupplýsingum um umhverfismál hjá stjóm- gera auknar kröfur til síns umhverfis ogvöldum og er þá átt við ríki, sveitarfélög og þess iðn- og atvinnurekstrar sem hér erstofnanir þeirra. Er jafnframt um að ræða stundaður. Það sama á reyndar við um land-áskilnað um að þessir aðilar annist miðlun ið mest allt. Það fer að verða liðin tíð á ís- landi að menn geti óheftir nauðgað náttúr- unni, skilið hana í sámm, mengað og deytt. En meira kemur til. Vegna sérstöðu ís- lands og sérhæfingar í atvinnurekstri þá er landið með brothættari ímynd en marga gmnar. Alvarlegt olíu- eða kjamorkuslys við strendur fslands myndi valda miklu tjóni á erlendum fiskimörkuðum. Það sama á við um ferðamannaiðnaðinn sem háður er hinni einstöku og viðkvæmu náttúru lands- ins. ísland á því mikið undir að náttúran sé varin. upplýsinga um þessi mál. Er þetta enn einn þátturinn er styrkja mun stöðu umhverfis- mála. Hins vegar er ljóst eins og að framan er ritað að það er mikilvægt að umhverfis- mál eigi sér sterka málsvara. T.d. til mót- vægis við stóriðju þar sem erfitt efnahags- ástand kann að leiða til þess að slakað sé á klónni a.m.k. um stundarsakir varðandi um- hverfismál. Heitir það að fóma minni hags- munum fyrir meiri og er því gott að vita af þessu málefni í góðum höndum Alþýðu- flokks. 8. Kópavogur í spegli tímans í upphafi var að því vikið að reyna ætti að fjalla um Kópavog í samhengi við það sem hér um ræðir. Töldum við nauðsynlegt að leggja spilin á borðið og reyna síðan að fella það sem fram kæmi að aðstæðum í Kópa- vogi. Kópavogur er tiltölulega ungt byggðar- lag en hefur vaxið gífurlega hratt. Ef glugg- að er í gamlar myndir kentur það berlega í ljós, að þar sem eitt sinn var ósnortið er nú komið undir malbik og steypu. Móar, mýr- ar og melar, kjarr og annar gróður hefur orðið að hopa fyrir ört vaxandi bæ. Enn er mikið land ónýtt en mun brátl verða manns- höndinni að bráð. Nokkur munur er á Vest- ur- og Austurbæ. Má segja að Vesturbær sé kominn í verulega „landnauð” og eru fá svæði ósnortin af mannshöndinni. Má t.d. benda á Kirkjuholtið (Borgir), sem þó hefur verið „skorið” og verður að vemda það sem eftir er. í Austurbæ er ástandið nokkuð annað. Sá hluti Fossvogsdals er þó í bráðri hættu og einnig Fífuhvammsland. Má hér benda t.d. á alþjóðasamningana um vot- lendi ásamt fuglafriðun og fleira sem hér var lýst að framan. Er vert að taka það til gagngerrar endurskoðunar hvort ekki sé rétt að láta náttúmna í friði og spekt eins og unnt er úr þessu, svo Kópavogur haldi sem mestu af sínum einkennum. Er aftur vísað til alþjóða- og landslaga í því tilliti og bent á að ný stefna hefur verið mynduð með til- komu EES-aðildar íslands. Kópavogur er iðnaðarbær og er því alltaf sérstakt athugunarefni hvort ekki sé um að ræða mengun, t.d. frá úrgangi sem leynt getur farið og hefur yfirsést. Nokkur hverfi í bænum hafa farið svo til alveg undir iðn- að, s.s. Skemmuvegur og svæðið neðan Kársnesbrautar. Hér þarf að hafa sérstaka gát ef ekki á illa að fara. Gera þarf úttekt á þessum málum, meðal annars með hliðsjón af EES-skuIdbindingum og öðrum laga- skyldum. Það er skoðun okkar að Kópavogur sé í aðalatriðum fallegur bær, en þó er ýmislegt sem betur hefði mátt fara. Miðbæinn hefði mátt taka öðrum tökum, og hið sama er að segja um Skemmuveg og Engihjallasvæð- ið. Farið er að þrengja að hefðbundnum „opnum“ svæðum í bænum, s.s. Fossvogs- dal og Fífuhvammslandi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og ekki verður svo auðveldlega bætt úr mistökum sem á verða varðandi náttúruna. Sennilega sér hún best um sig sjálf og þarf að fá sinn frið og ekki má „ofskipuleggja" allt, rista upp. tyrfa og steypa. 9. Stefna Alþýðuflokksins Áður var að því vikið að umhverfis- og náttúruvemd ætti sér góðan málsvara í Al- þýðuflokknum og stefnu hans. í stefnuskrá hans sem gefin var út fyrir síðustu kosning- ar kemur fram vilji ílokksins í þessa veru. Tekur stefna hans bæði til beinna vemdun- araðgerða á gróðri, náttúmminjum og auð- lindum lands og hafs, svo og til mengunar- vama. Ekki hefur flokkurinn hvikað frá þessu markmiði sínu, hvorki í orði eða verki og kemur það m.a. fram í nýútgefnu riti á vegum flokksins, „Umbætur til al- mannaheilla" en þar er tekið fram; „Umhverfisvemd er í eðli sínu alþjóðlegt verkefni. Mengun virðir ekki landamæri og yfirvofandi loftslagsbreytingar vegna vax- andi mengunar valda röskun á lífskjömm allra jarðarbúa. I umhverfismálum em eng- in eylönd. Á alþjóðavettvangi hefur Island tekið forystu á meðal Norðurlandanna í baráttunni gegn mengun sjávar og fyrir skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu auð- linda hafsins. Tækifæri til útiveru í heilnæmu umhverfi em verðmæt lífsgæði. Brýnt er að fram- kvæma það fyrirheit úr stefnuskrá ríkis- stjómarinnar að setja lög um eignarhald og afnotarétt þjóðarinnar af landi sem ekki er í séreign þannig að þjóðin geti notið landsins síns. Nýta ber ríkisjarðir í auknum mæli til tómstundanota í þágu almennings. Þjóðin á landinu skuld að gjalda. Landið hefur spillst vegna uppblásturs og ágangs. Það þarf að snúa vöm í sókn og styðja dyggilega viðleitni einstaklinga og .félaga- samtaka í baráttunni fyrir gróðurvemd og gegn landeyðingu”. Svo mörg em þau orð og þau eru öll góð og gild, rétt og sönn. Á næsta ári fara fram sveitarstjómarkosningar. Alþýðuflokkur Kópavogs hefur í ýmsu verið málsvari um- hverfisvemdar í Kópavogi og ætla má að hann komi til með að gera þeim málum góð skil í sinni kosningabaráttu. I fjölmiðlum hafa skipulagsbreytingar varðandi um- hverfismál verið nokkuð til umræðu. Telj- um við að lengra beri að ganga og kröftugra og öflugra starf verið rekið í Kópavogi á þessu sviði en tíðkast í öðmm sveitarfélög- urn. Þarf að tryggja þeim sem með þetta mál fara hér í bænum, fjármagn, aðstöðu, sjálfstæði og nægilegt pólitískt vægi svo þessi málaflokkur verði ekki ofurliði bor- inn. Réttast væri að færa á eina hendi þá hina sömu eða svipuðu málaflokka sem heyra undir Umhverfisráðuneytið svo sam- ræmi verði í stjómsýslu ríkis og bæjar. 10. Lokaorð Hér hefur bæði verið farið vítt og breitt yfir. Reynt var að vekja athygli á hversu samofin alþjóðleg sjónannið og löggjöf em á þessu sviði og ekkert Iand er þeim óháð. Nokkuð var vikið að tengslum mannrétt- inda og umhverfisréttar, og það tengt efna- hagskerfinu, þar á meðal atvinnusköpun og náttúm. Em þessir þættir að sama skapi samofnir og verða ekki svo auðveldlega greindir að. Ennfremur var fjallað um hina við- kvæmu náttúm Islands og sérstöðu hennar. Þá var gerð grein fyrir Umhverfisráðuneyt- inu og þeim þáttum sem því tengjast og góðu starfi sem þar hefur verið unnið. Kópavogur verður ekki slitinn úr sam- hengi við annað það sem snertir umhverfis- mál. Litið var til nokkurra sérkenna Kópa- vogs og hvað má betur fara. Lagt var til að varðveita bæri ósnortna náttúm eins og unnt er. Alþýðuflokkurinn hefur skipað sér þétt að baki umhverfismálanna, bæði á landsvísu og á sviði málefha Kópavogs. Erþað sérstakt heiðursmál að svo verði enn um stundir. En látum Kópavogsskáldið, Jón úr Vör, og upphafsmann Bókasafns Kópavogs fyrir fjómm tugum ára hafa lokaorðin í þessum pistli: Vorhugsun I sólvermdri moldinni vex sú jurt, sem verður mín huggun í júní. Og hjarta mitt slœr, og bíður ífangelsi sínu, unz allt er fidlkomnað. Þeir vindar, sem koma, fara sinn veg og vita aldrei neitt um vorhugsun drengs, sem sáir. Þorpið Ritaskrá Rit Landverndar 1: Mengun. Erindiflutt á ráðstefnu um mengun á Islandi, Revkjavík 1972. Gunnar G. Schram: Umhverfisréttur. Rvk. 1985. Evrópska efnahagssvæðið - EES - Meginatriði og skýringar. Reykjavfk 1992. Benedick Richard Elliott: O/.one Diplomacy. New Directions in Safeguarding the Planet. Har- vard University Press 1991. Michael R. Molitor: Intemational Environ- mental Law, Primary Material Deventer 1991. Organization 4tr Economic Co-Operation and Development: Legal Aspects of Transfronlier. Pollution. Frakkland 1977. Stefán Már Stefánsson: Evrópuréttur. Reykja- vík 1991. Ludvig Kramer: EEC Treaty and Environ- mental Protection, London 1990. S. Ercman: European Environmental Law; Legal and Economic Appraisal. Bem 1977. Lars N. Nielsen, Claus Gulman og Lars A. Re- hof:Det Danske Mennsekerettighedscenter; Vi- den og Handling. Kaupmannahöfn 1987. Ellen M. Basse: Erhvervsmiljöret. Kaup- mannahöfn 1987. Ammundur Backmann og Gunnar Eydal: Vinnurétmr. Önnur útgáfa, Reykjavík 1986. North-American Free Trade Agreement. Þorvaldur Gylfason: Hagfræði, stjómmál og menning. Reykjavík 1991. Gylfi Þ. Gíslason: Fiskihagffæði, Reykjavík 1991. Umhverfisráðuneytið: Svar utanríkisráðherra við fyrirspum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um aðild íslands að alþjóðasamningum. Reykja- vík 1991-92. Ministry of the Environmental Protection of Iceland, Draft Report. Reykjavík 1990. Adolf J. E. Petersen (ritstj.). Saga Kópavogs; Fmmbyggð og hreppar, 1935-1985. Kópavogi 1983. Andrés Kristjánsson og Bjöm Þorsteinsson (- ritstj.): Saga Kópavogs; þættir úr kaupstaðarsög- unni 1955-1985. Kópavogi 1990. Alþýðuflokkurinn: Umbætur til almannaheilla - verkefnin framundan. Reykjavík 1993. Kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins 1991: ísland í A-flokk. Reykjavík 1991. Höfundar eru Sigríður Lára Ásbergsdóttir, alþjóða samskiptafræðingur og Halldór E. Sigurbjöms- son, lögfræðingur. Almenningur lætur umhverfismálin æ meira til sín taka eins og í Ijós kom þegar byggja átti kirkju á Víghói í Kópavogi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.