Alþýðublaðið - 16.04.1993, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 16.04.1993, Qupperneq 2
2 Föstuudagur 16. apríl 1993 MIIBIJM HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Iburðarmikill Hrafnsmál á Alþingi Meirihluti fyrir afbrigðum Þingmenn Aiþýðuflokksins munu væntanlega samþykkja afbrigði frá þingsköpum svo tillaga Páls Péturssonar og fleiri þingmanna stjórnarandstöð- unnar um sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna samskipti nýs framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins við ýmsar stofnanir menntamálaráðuneytisins komist á dag- skrá þingsins. En fyrirhugað er að taka málið fyrir í byrjun næstu viku. Sam- kvæmt þingsköpum þurftu tillögur að vera komnar fram fyrir 1. aprfl til að komast á dagskrá fyrir þinglok. „Eg veit ekki til þess að þingið haft nokkru sinni hafnað því að veita afbrigði til að taka mál á dagskrá og á ekki von á þvf að Alþýðuflokkurinn hafni því. Eg veit raunar fyrir víst, að það er trygg- ur meirihluti fyrir afbrigðum í þinginu," ságði Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks jafnaðarmanna þegar Alþýðu- blaðið innti hann eftir afstöðu þingmanna Alþýðuflokksins í gær. Hann tók hins vegar fram, að þó Alþýðuflokkurinn veitti af- brigðum stuðning þýddi það alls ekki að flokkurinn væri með því að lýsa stuðningi við tillöguna. Evrópubanki Það er vtðar en hér á landi þar sem bankastofnanir em harðlega gagnrýnd- ar fyrir bruðl og sóun. Nýlega var Landsbankinn gagnrýndur fyrir kaup á laxveiðileyfum upp á nokkrar milljónir króna fyrir toppa sína á tímum kreppu og mikilla afskrifta bankans sem nýlega hefur fengið ómagafram- lag úr ríkissjóði. Það virðast hins vegar vera smámunir í samanburði við hvemig farið hefur verið með fé það sem ýmis ríki hafa lagt í Endurreisn- ar- og þróunarbanka Evrópu. Liðin em tvö ár frá því að hann hóf starfsemi og hefur á þeim tíma varið um helmingi hærri fjárhæð til eigin nota en far- ið hefur til uppbyggingar í Mið- og Austur-Evrópu, eða þess tilgangs sem hann var stofnaður til. Þannig er gert ráð fyrir að skrifstofubygging bank- ans í London kosti um 5,5 milljarða króna. Bankinn hefur að undanfömu sætt mikilli gagnrýni í dagblöðum Evrópu. í Financial Times kemur til dæmis í ljós að fram til síðustu áramóta hafði bankinn varið tæpum 20 milljörðum króna til eigin þarfa meðan aðeins um 10 milljörðum var varið í lánveitingar til aðstoðar ríkjum Austur-Evrópu. Þar inn í er vissulega ýmis stofnkostnaður en engu að síður virðist ekkert hafa verið til sparað þegar þarfír sjálfs bankans vom annars vegar. Heildar- rekstrarkostnaður bankans á þessu tímabili var hátt í 13 milljarðar króna. Mál þetta snýr beint að okkur Islendingum því framlag Islands til bankans í formi hlutafjár og ábyrgða er um 770 milljónir króna. Minnir þetta mál um margt á þegar í ljós kom að bróðurparturinn af fjár- söfnunum ýmissa „góðgerðarsamtaka“ víða um heim fór í rekstur viðkom- andi stofnana. Það er því vfðar en hér á landi sem fyllsta ástæða er að fylgj- ast með rekstri stofnana og fyrirtækja sem sækja fé sitt til almennings með einum eða öðmm hætti og veita þeim ýtrasta aðhald. Hvers konar bmðl og sóun mætist ávallt illa fyrir og ekki síst þegar kreppir að hjá öllum almenn- ingi eins og reyndin er nú víðast hvar um Evrópu. Samið í álverinu Eftir margra ára þref hafa loksins tekist samningar milli ÍSAL og samn- ingamanna starfsmanna álversins í Straumsvík. Það er vissulega ánægju- efni burtséð frá innihaldi samninganna en enn hafa þó starfsmenn álversins ekki greitt atkvæði um samninginn. Við gerð síðustu samninga fyrir tæpu ári náðust ekki samningar í álverinu en þar höfðu þá staðið yfir deilur um allnokkuð skeið milli starfsmanna og stjómenda fyrirtækisins. Nú hafði Al- þýðusamband íslands sett það sem skilyrði fyrir samningum að botn feng- ist í kjaradeiluna í álverinu áður en það semdi um kaup og kjör að öðru leyti. Mikill samdráttur hefur verið í áliðnaðinum hin síðari ár og verð á heims- markaði fyrir ál hefur verið mjög lágt. Það hefur leitt til þess að álverum víða um heim hefur verið lokað og dregið úr framleiðslu annars staðar. Margir höfðu ótta að því að semdist ekki milli starfsmanna í álverinu og stjómenda þess myndi það leiða til lokunar álversins. Reyndar munu stjómendur þess ekki talið útilokað að svo færi, kæmi til verkfalls. Það hefði orðið mikið reiðarslag fyrir atvinnulíf okkar íslendinga nú á tímum atvinnuleysis og vegna þeirra tekna sem þjóðin hefur beint og óbeint af framleiðslunni í álverinu. Ljóst er að þau hundmð starfsmanna álversins sem þar vinna hefðu almennt ekki átt í önnur hús að venda hefði álverinu verið lokað. Það hlýtur því að vera mikið fagnaðarefni að samningar hafa tekist í álversdeilunni að því gefnu að starfsmenn álversins samþykki sam- komulagið. Atburðir dagsins 1515 Rómversk-kaþólskar messur eru bannaðar í Ziirich enda fer lúíerska siðbótin sem eldur í sinu um Evrópu. 1689 Aphra Behn, breskur rithöfundur er látinn. Hann var sagður einn fyrsti karlmaðurinn sem lagði kvennabaráttu lið. 1828 Spánski listmálarinn Francisco de Goya er látinn. Sagt var að heymarleysi hans hafí breytt eðli listar hans, sem þótti oft dranga- leg og ógnandi. 1902 Meira en 20 þúsund manns safnast saman í Dyflinargarðinum til að mótmæla breskum yfirráðum í landinu. 1917 Kominn er til Rússlands Vladimir nokkur llyich Lenin, eftir þriggja ára útlegð í Ziirich. b>1953 Lystisnekkja ensku þjóðhöfðingjanna, Britannia, hleypur af stokkunum. 1969 Desmond Dekker verður fyrstur listamanna frá Jamaica til að ná toppnum á vinsældalista hljómplama í Bretlandi. 1975 Rauðu Kmeramir, ógnarhópur kommúnista, hertekur Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. 1912 Breska lúxusfarið Titanic sekkur eftir að hafa siglt á ísjaka á fyrstu siglingu skipsins frá Englandi til New York. Slysið varð 14. apríl og fómst meira en 1.500 manns með skipinu, en 691 komst af. A myndinni em farþegar kvaddir á bryggju í Southampton. Afmœlisdagar Jules Hardouin-Mansart, 1646 Hirðarkitekt Lúðvíks konungs fjórtánda. Hann teiknaði meðal annars speglasalinn og Orangery í Versölum. Giovanni Batista Tiepolo, 1696 Mestur allra listmálara Itala á 18. öldinni. Wilbur Wright, 1867 Ameríski flugmaðurinn sem fann upp fyrstu véiknúnu flugvélina ásamt bróður sínum, Orville. Sir Charles Chaplin, 1889 Enskur gamanleikari og ugglaust fræg- astur allra kvikmyndaleikara frá upphaft vega. Henry Mancini, 1924 Amerískur tónsmiður sem þekktastur er fyr- ir ljúfa kvikmyndatónlist sína. Láuýtodatjuh 17. apnl '97 Atburðir dagsins 1421 Meira en 100 þusund manns dmkkna í Dort í Hollandi, þegar sjóvamargarðar bresta. 1790 Benjamin Franklin er allur. Hann var bandarískur stjómmála- maður, vísindamaður og rithöfundur. Hann fann meðal annars upp nothæfan eldingavara. 1924 Benito Mussolini og fasistaflokkur hans sigurvegarar í ítölsku þingkosningunum. 1953 Charles Chaplin, frægasti gamanleik- ari heims, lætur það boð út ganga til Banda- ríkjanna að hann muni aldrei framar stíga fæti sínum á bandaríska grund. Chaplin er nýjasti skotspónn McCarthys öldungadeild- arþingmanns og er sakaður um að vera hlið- holur kommúnistum og „óæskilegur“ í landinu. Auk þess er Chaplin hundeltur af bandarískur skattayfirvöldum sem telja sig eiga inni hjá honum. Chaplin tók sér bólfestu í Sviss. 1960 Ameríska rokkstjaman Eddy Cochran lætur lífið í bílslysi í Englandi. 1964 Roiling Stones gefa út fyrstu stóm plötuna sína. Hún hét ein- faldlega The Rolling Stones. 1970 Sveitasöngvarinn Johnny Cash syngur fyrir Nixon á heimili forsetans í Hvíta húsinu. 1982 Pólska verkalýðshreyfingin Samstaða er leyfð eftir tíu ára bann. 1986 Öryggisverðir E1 Al flugfélagsins ísraelska finna sprengju í farangri ófrískrar, írskrar stúlku. Jórdanskur kærasti hennar hafði komið sprengjunni fyrir. Afmœlisdagar Sir Leonard Woolley, 1880 Frægur fyrir fomfræðilegar rannsókn- ir, ekki síst í Ur í suður írak. Nikita Krusjoff, 1894 Rússneskur pólitíkus, forsætisráðherra Sov- étríkjanna 1958-64 og afspymu litríkurpersónuleiki. Thornton Wilder, 1897 Amerískt leikritaskáld og rithöfundur. Lindsay Anderson, 1923 Breskur kvikmyndaleikstjóri. ýkMudaýuh 18, apni '9? Atburðir dagsins 1791 Barátta Williams Wilberforce fyrir afnámi þrælahalds verður undir í þingi í Englandi. 1934 Fyrsta almenningsþvottahúsið opnað í Fort Worth í Texas. 1942 Sprengjuflugvélar Bandaríkjamanna gera harðar loftárásir á Tokyo. 1949 Lögin um lýðveldið írland ganga í gildi. 1968 Amerískur milljónari kaupir Lond- on Bridge fyrir eina milljón Sterlings- pund. I Ijós kom að millinn var að kaupa ranga brú, hann ætlaði að kaupa Tower Brigde! 1955 Albert Einstein er látinn í Prince- ton í Bandaríkjunum, 75 ára að aldri. Hann var talinn einhver mest skapandi gáfumaður síns tíma og ljóst er að kenningar hans hafa gjörbreytt lifnaðarháttum manna. Afmœlisdagar Lucrezia Borgia, 1480 ítölsk laundóttir Alexanders 6. páfa. Hún giftist þrisvar sinnurn áður en hún náði að verða 18 ára, allt til að styðja framavonir pápa síns á stjómmálasviðinu. Leopold Sotkowski, 1822 Stjórnandi og tónskáld, fæddur í Eng- landi en varð bandarískur þegn árið 1915. Hayley Mills, 1946 Bresk leikkona, sem hóf feril sinn aðeins 13 ára að aldri. Faðir hennar var John Mills, heimsfrægur leikari á ámm áður. Malcom Marshall, 1958 Krikketleikari frá Barbadoseyjum, sem þykir eiga fáa sína lika í þessari íþróttagrein.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.