Alþýðublaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. apríl 1993 5 Minningarorð um Albert Magnússon Fæddur 7. september 1929 - Dáinn 3. apríl 1993 Albert Magnússon alías Alli krati - lífið og sálin í hópi Hafnarljarðarkrata - er fallinn í valinn, aðeins 63ja ára að aldri. Jafnaðarstefn- an var honum eins og köllun. Þeirri köllun var hann trúr alla ævi til hinstu stundar. Þess vegna kveðjum við.hann í dag með mikilli virðingu, þakklæti og eftirsjá. Aðrir munu rekja stutt en viðburðaríkt og fjörmikið lífshlaup hans. Eg staldra við tvennt: Trúmennsku hans við æskuhugsjón sína og hjálpsemi við alla þá, sem höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni. Hann sýndi trú sína af verkunum. Hann var heilsteyptur jafnaðar- maður. Hann var ekta. Þau Alli og Valgerður kona hans voru Guði velþóknanleg í störfum sínum, svo sem sjá má af því að allt blómstraði og dafnaði, sent þau komu nálægt. Þannig blessaði for- sjónin störf þeirra hjóna að þau gátu liðsinnt þeim, sem ekki famaðist eins vel. Albert Magnússon var liðsforingi í fram- varðasveit íslenskra jafnaðarmanna. Hann stjórnaði kosningabaráttu okkar í mörgum kosningunt, ekki aðeins í Hafnarfirði heldur einnig á Sauðárkróki og Stokkseyri, þar sem þau hjón bjuggu um hríð. Það lýsir baráttu- manninum Alla krata vel, að ungir jafnaðar- menn í Hafnaríírði kusu hann heiðursfélaga sinn. Hann átti alltaf heima í hópi hinna ungu og áræðnu. F.h. Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks Islands, kveð ég Albert að leiðarlokum og þakka honum liðveisluna og félagsskapinn í blíðu og stríðu. Konu hans, Valgerði Valdi- marsdóttur, sonunt þeirra og afkomendunt sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Jón Haldvin Hannibalsson Traustur og góður liðsmaður jafnaðarstefn- unnar er látinn. Albert Magnússon, eða Alli krati eins við samherjar hans í pólitíkinni kölluðunt hann, er farinn á vit feðranna. Það er eftirsjá í góðum dreng og ötulum baráttu- ntanni fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Við Hafnarfjarðarkratar áttum þess kost urn árabil að njóta vináttu og krafta Alla krata. I lann átti heimili sitt hér í Hafnarfirði um langan aldur, þó með nokkrum hléunt. Lengst af hafði Alli sitt lífsviðurværi af versl- unarstörfum, rak einatt eigin verslanir. í flokksstarfi var Alli aðjafnaði þessi hæg- láti liðsmaður, sem hrópaði ekki á torgum, en laumaði þó jafnan að góðum ráðleggingum og skynsamlegum tillögum unt nteðferð rnála. Þegar nær dró kosningum varð hins vegar breyting á. Með sömu hægðinni og fyrr, en knúinn ólýsanlegum krafti og einurð, var hann príntus mótor í undirbúningi kosn- ingastarfsins og gjörsamlega óþreytandi í bar- áttunni. Bestur var hann „maður á mann“ og ég minnist þess hvað helst í kosningaundir- búningi síðustu ára, að sjá Alla nteð sfmtólið í hendi á tali við kjósendur. Og drifkraflurinn á bak við hans ötula starf var trúin á málstað- inn, jafnaðarstefnuna og hugsjónina að baki henni. Og þó heilsan liafi verið farin að bila, þá var andinn og eldmóðurinn sarnur sem fyrr. Það er sjónarsviptir af Alla krata. Við Hafnfirðingar söknurn vinar í stað. Eftirlif- andi eiginkonu, Valgerði Valdimarsdóttur, og fjölskyldunni allri sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur. Guðmundur Árni Stefánsson í dag er til grafar borinn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði Albert Magnússon. Albert var fæddur 7. september 1929 og ólst upp að Miðhúsum í Norðfirði, yngstur átta systkina. Ungur þoldi hann sjúkdómsraunir, því 14 ára gamall greindist hann með berkla og glínidi við þann sjúkdóm í fjögur ár á sjúkrahúsunt, fyrst eitt ár á Seyðisfirði, síðan þrjú ár á Víf- ilsstöðum. Nærri má geta Itversu þungbær þessi reynsla var fyrir óharðnaðan ungling, en því fór tjarri að hún bugaði Albert Magnús- son. Honunt var gefið mikiö sálarþrek sem hann var óspar á í annarra þágu. Á Víftls- staðaárunum kviknaði stjómmálaáhugi Al- berts. Hann kynntist þar jafnaðarstefnunni og gerðist liðsmaður Alþýðuflokksins. Svo sam- gróinn var hann Alþýðuflokknum og stefnu- málum hans að flestir þekktu Itann fremur undir nafninu „Alli krati“ en Albert Magnús- son. Vífilsstaðavistin dugði til að hrekja burt vágestinn hvíta og 18 ára gamall hóf Albert sitt ævistarf sem sjómaður og verslunarmað- ur. Þessi störf stundaði hann í Hafnarfirði, á Sauðárkróki og Stokkseyri. En lengst af í Hafnarfirði þar sem hann átti drýgstan hluta sinnar starfsævi. Það einkenndi öll störf Al- berts hversu gott samband hann hafði jafnan við sína samferðamenn og lifandi áhuga á högum þeirra og góðan vilja til að verða þeim að liði. Hann var ákaflega hjálpsamur maður svo oft gekk það út yfir hans eigin hag. Állar götur frá Vífilsstaðaárunum var Al- bert óþreytandi talsmaður og starfsmaður fyr- ir Alþýðuflokkinn. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn, var m.a. formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, í stjóm Sambands ungra jafnaðarmanna og í flokksstjóm Alþýðuflokksins var hann um árabil. En umfram allt var hann alla sína ævi óþreytandi að tala máli flokksins og vinna fyrir hann í kosningum. Á þeint vettvangi átti hann fáa sína líka. Svo vel fylgdist hann með hræringum og straumunt meðal fólks, á vinnustöðum og heimilum, að hann var einn á við fjölmennar skoðanarannsóknastofur og kosningaskrifstofur. Sá sem hafði „Alla krata“ með sér í kosningabaráttu átti sannar- lega hauk í homi. Ég var svo lánsamur að njóta krafta Alberts Magnússonar, þegar ég var valinn til að vera í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjanes- kjördæmi við alþingiskosningamar vorið 1991. Reyndar var hann í hópi þeirra manna sem í upphafi hvöttu mig til þessa framboðs. Fyrir þann stuðning stend ég í ntikilli þakkar- skuld við Albert Magnússon. Þegar við kynntumst var heilsa Alberts farin að bila en stjómmálaáhuginn og baráttuviljinn var óbil- aður. Meðal minna bestu minninga úr stjóm- málastarfi er samstarfið við Albert Magnús- son. Þótt líkaminn væri hrjáður af erfiðum sjúkdómi glömpuðu augun af áhuga æsku- mannsins. Hann varglöggskyggn á kosninga- horfur og fór mjög nærri um úrslitin í Reykja- neskjördæmi fyrir Alþýðuflokkinn vorið 1991 alllöngu fyrir kjördag, en í þeim kosn- ingum bætti flokkurinn stöðu sína að mun. Sá árangur var ekki síst að þakka ósérhlífni fólks eins og Alberts Magnússonar. Alþýðuflokksmenn í Reykjaneskjördæmi þakka allt þetta starf. Við munum sakna vinar í stað. Við Laufey þökkum liðnar samverustundir sem vom því miður of fáar. Á þessari stundu leita hugir okkar með djúpri hluttekningu til eiginkonu Alberts, Valgerðar Valdimarsdótt- ur og sona þeirra, Tómasar og Alberts Vals, og fjölskyldunnar allrar, sem mikið hefur misst. Minningin um góðan dreng mun lifa. Jón Sigurðsson Á lífsleiöinni hef ég kynnst einhverjum þúsundum fólks, sent ég kalla kunningja mína, og í þeim hópi eru trúlega einhver hundruð, sem ég get kallað góðkunningja mína, jafnvel vini. Þessum hópi til viðbótar eru svo þeir, sem eru mér nánir og þeir, sem eru vinir mínir með þeint hætti, að eiga trún- að tilfinninga minna. Einn þannig vin minn. Alla krata (Albert Magnússon) kveð ég í dag er lík hans verður til rnoldar borið í Hafnarfirði. Leiðir okkar Alberts lágu fyrst saman fyrir 35 árum í stjóm Félags ungra jafnaðannanna í Hafnarfirði, og á sama tínta urðum við nágrannar á Vestur- brautinni í Hafnarfirði. Náinn samgangur varð þá þegar milli heimila okkar, samgangur sem þroskaðist í einlæga vináttu mína og konu minnar við þau Albert og Valgerði, sú vinátta og væntumþykja náði svo gagnkvæmt til bamanna okkar. Það er því svo ntargs að minnast að allt blaðið hrykki ekki til, hvað þá stutt kveðju- grein. Ég mun því stilla mjög f hóf að rekja at- burði og athafnir en reyna heldur að fjalla um eiginleika vinar míns og persónugerð. Ég mun heldur ekki fjalla um afskipti Álberts af Alþýðuflokknum það ætlaég öðrum. En þeg- ar ég var spurður liver hann væri þessi Alli krati, þá svaraði ég yfirleitt; „Alli krati er sér- stök stofnun í Alþýðuflokknum.” Albert varmjög viturog vel greinduren lít- ið skólalærður. Hann fékk berkla þegar hann var ungur drengur og á táningsárunum, með- an öðm ungu fólki gafst tími lil náms í mál- fræði, stærðfræði og tungum útlendra þjóða, var hann á sjúkrahúsunt og berklahæli. Oft svo fársjúkur að það þótti einsýnna að hann mundi deyja en lifa. Skort á skólagöngu bætti hann sér svo síðar á ævinni með þvi' að læra það, sem hann þurfti og gera það léttilega. Oft sagði hann mér frá því að á berklaárunum hefði viljastyrkurinn einn haldið í honum líf- inu. Margir stofufélagar hans dóu fyrir aug- unum á honum og hann sagði mér að því hefðu fylgt svefnlitlar og erfiðar nætur, en þá hefði hann ævinlega gert sig upp með því að strengja þess heit, að hversu veikur sem hann yrði, þá skyldi hann aldrei gefast upp, hann skyldi lifa og hann skyldi fara út af Vífilsstöð- unt á eigin fótum. Þegar Albert hafði verið á Vífilsstöðum i rúm þrjú ár og læknar höfðu staðfest að hann væri ömgglega ekki smitandi þá vildi hann fá útskrift af hælinu til að geta séð um sig sjálf- ur, en læknamir neituðu og töldu hann alltof þreklítinn til að vinna fyrir sér. Þá tók Albert pokann sinn og fór án þess að kveðja. Ekki var hann eltur en plássinu hans var haldið auðu í þeirri vissu að hann gæfist upp og sneri til baka. En læknamir þekktu ekki viljastyrk unglingsins. Albert var sannfærður um að hann væri laus við berklana f eitt skipti fyrir öll og það reyndist rétt. Hann hét að til Vffilsstaða færi Itann ekki aftur, þó hann ætti þar skjól. Albert sagði mér oft að fyrstu vikumar eftir að hann kom út af berklahælinu hefðu verið erfiðar. Hann fékk leigt ískalt kjallaraherbergi í Hafn- arfirði en hann fékk enga vinnu og hann átti enga peninga fyrir mat, hann átti aðeins vilja- styrk. Hann komst yfir svolítið af kartöflum og fann sér öngla og snæri og fór svo á bryggjumar að veiða. Hann hló ævinlega jteg- ar hann sagði mér þessar veiðisögur, „ég fékk ekkert nema marhnúta, fyrst henti ég þeim en það var sama hvað ég reyndi ég fékk alltaf marhnút og aftur marhnút og ekkert nema marhnút svo ég ákvað bara að prófa hvemig væri að éta marhnút”. í kjallaranum þar sem hann leigði var þvottahús með eldstæði. Á nóttunni þegar aðrir sváfu þá læddist hann fram og kveikti upp, og í fiskibolludós sauð hann sér svo kartöfiur og marhnúta. Ég hef orð Albert vinar mi'ns fyrir því að marhnútur og þó sérstaklega marhnútalifur séu herra- ntanns kræsingar. Það þurfti rnikinn viljastyrk til að ln'rast al- einn og allslaus í köldum kjallara og þurfa ekki annað en taka strætó til að komast í hlýju og skjól á Vífilsstöðum. Það þurfti nteira en meðalmennsku til að standast þá freistingu. En Albert Magnússon var ekkert nteðal- ntenni, hann var hetja. Viljastyrkurinn, sem var, að mér fannst, mest áberandi einkennið á skaphöfn Alberts var því engin tilviljun. Lífs- löngunin, sérstaklega hvöt alls þess sem lifir, Itafði sjálf fléttað í hann þann viljastyrk sem var síðasta haldreipið. Hugtakið uppgjöf not- aði liann stundunt um aðra, en sjálfur gafst hann aldrei upp við nokkurt viðfangsefni, hvorki huglægt né verklegt, - aldrei. Stundum leit ég á þennan viljastyrk sent þvermóðsku eða þrjósku, ævinlega þó sem staðfestu og oft sem ótrúlegt siðferðisþrek, og ég lærði að virða þcnnan viljastyrk, sem gaf honunt svo mikið afl að líkamsburðir virtust skipta litlu. Því var það, að þegar Albert vinur minn komst svo að orði við ntig upp úr ára- mótum, að af sérstökum ástæðum, sem hann tilgreindi, þá ætlaði hann sér að tóra að minnsta kosti fram á sumarið. Þá hvarflaði að mér efi um annað, og vissi ég þó vel að lík- amsþrek hans var nánast þrotið. Árið 1961 fluttum við hjónin norður á Sauðárkrók, ári síðar fluttu þau Albert og Valgerður til Sauðárkróks. Á Sauðárkróksár- unum starfaði Albert í mörg ár sem mat- sveinn á skipum Útgerðarfélags Skagfirð- inga. Það lýsir vel umhyggju Alberts fyrir öðru fólki að um borð í togaranum hirti hann mikið af undirmálsfiski, sem hann verkaði í bútung, stundum upp í tvær tunnur í ferð. Hann verkaði ntikið í hverri ferð af sjósignum fiski, hann flakaði fisk og frysti og hann bjó til hakk og frysti. Þegar togarinn kom í land og aðrir fóru heim til sín þá keyrði Albert um bæinn og gaf allan þennan mat. Mest gömlunt körlum og kerlingum og einstæðingum og fólki, sent var þannig statt fjárhagslega að það munaði um að fá gefinn mat. Og hann gaf þennan mat svo laglega að enginn var auð- mýktur. Ef hann vissi af einhverjum, sem var þannig staddur að hann munaði um að fá gef- inn mat, þá sætti Albert lagi að mæta viðkom- andi og segja honum að hann væri með mik- ið af fiski sem hann tímdi ekki að henda og hvort hann mætti ekki færa honum í soðið. Þannig lifði Alli krati sína lífsskoðun. Að endingu vil ég víkja að einum þætti í persónugerð Alberts, sem hafði mjög mikil áhrif á æði hans allt og athafnir, en það var al- gjör sannfæring hans um framhaldslíf persón- unnar eftir líkamsdauðann. Vegna þeirrar sannfæringar þá gat hann hispurslaust og óttalaust við mig og aðra vini um dauða sinn eins og um ferðalag. sem hann væri að fara í. Ég ætla að leyfa mér að ljúka Jtessum kveðjuskrifum með því að látast vera áhorf- andi að einum liluta af Jtessu ferðalagi Alberts vinar míns í þeint heimi framandi vídda, sem hann var svo sannfærður um að biði okkar. Sviðið er ótilgreint en ég sé töluvert af fólki og Albert vinur minn er þar á tali við stórvaxinn mann. Ég færi ntig nær og spyr einhvem á leiöinni hver hann sé þessi stóri, sem litli karlinn með skeggið sé að tala við. „- Þetta er Itann Pétur postuli, það er hann sent tékkar á því hvort maður eigi innistæðu fyrir vistinni í bjarmalandinu þama hinum megin við hliðið, það er toppurinn að komast þang- að." Ég færi mig nú nær og sent ég fer að nenta orðaskil, þá heyri ég að Pétur segir: „Hér hafa hlaðist einhver ósköp af Guðs- blessunar bænum og góðum óskum þér til handa. Það sent þið gjörið einum af mínunt minnstu bræðmm það hafið þið einnig mér gjört, sagði Guðssonurájarðvistardögum sín- um. Og satt best að segja Alli rninn þá hafa safnast hér verulegar innistæður í hintnakl- addann, sem fjöldi okkar minnstu bræðra hef- ur lagt þar inn á þitt nafn.” Og postulinn bros- ið breitt og ég sé að lófamir snúa upp Jtegar hann réttir fram hendur sínar til Alberts vinar míns, sem gengur í opinn faðm hans. Pétur Ieggur amt sinn yfir bak hans og tekur urn þá öxlina, sem honurn er fjær, og þannig horfi ég eftir vini mi'num leiddan undir anni postulans beina leið gegnum hliðið að heimi Ijóssins. Eftir stend ég með verk í brjóstinu og ég veit að hann stafar af sorg minni af því að sjá ekki vin tninn framar. I huganum hrópa é_g hinstu kveðjuna til Alla krata: Farðu vel félagi og vinur og til hamingju með að vera kominn á kjörskrá í ljóssins borg, sem er stjómað að eilífum meirihluta jafnrétt- is, frelsis og bræðralags. Jalnaðarstefnunnar, sem lifir í hugsjónum þínum. Birgir Dýrfjörð. Albert Magnússon er látinn. Vandamenn og vinireiga um sárt að binda. Hann hafði um alllangt skeið átt við vanheilsu að strfða og menn grunaði að hverju dró. En andlát góðra ntanna kemur mönnunum, sem í kring um þá em, alltaf jafn rnikið í opna skjöldu, jtegar kallið kemur. En kallinu mikla verður hver og einn að hlýða, jafnvel þótt eindæma þrjóskir og stað- festumiklir menn eins og Albert Magnússon eigi í hlut. Jarðnesk ganga hans er til enda gengin og við sem eltir lifum sitjum í sárum með þökk og virðingu í hjarta. En minningin um hugsjónamann og góðan dreng lifir hjá Jteim sem hann þekktu. Albert Magnússon fæddist á Miðhúsum í Norðfirði hinn 7. dag septembermánaðar árið 1929. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Guðmundsson og Anna Aradóttir. Albert var yngstur átta systkina. Fjölskyldan var því stór og margir munnar að metta. Strax bam að aldri hóf Albert harðvítlega baráttu við heilsuleysið. Þau vom ekki ófá skiptin sem honum var ekki hugað líf, Jtegar lífsloginn bltikti á skari. Og eitt sinn var meira segja lítill frændi hans, Albert EymundssórT“ núverandi skólastjóri á Höfn, látinn heita eftir honunt, því að Albert Magnússyni var þá vart hugað líf. En Albert var ákveðinn og einbeittur og lét ekki hugfallast. Hann vildi lifa og skyldi lifa. Og þessi kjarkur og lífsvilji fleytti honurn yfir rúmlega 60 ára skeið. Það þótti ekki einleikið, hve heilsutæpurv- Albert var strax á unga aldri. Sjö ára gamall var hann sendur til Reykjavíkur til rannsók- nar. Þá Ienti Albert í fyrsta skipti inn á stofn- un og henti Itann stundum garnan að því, að sú stofnun, sem þá tók við honunt, var elli- heimilið Gmnd. Það er þó ekki fyrr en hann er 13 ára gam- all, að það uppgötvast að Albert er smitaður af berklum. Berklar vom þá mikill vágestur í landinu og voru stundum nefndir hinn hvíti dauði. Fjölmargir, konur jafnt sem karlar, urðu berklunum að bráð og það þótti skelfi- legt, þegar einhver uppgötvaðist nteð berkla. Fólk óttaðist smitun og ntargir sjúklingar lifðu i' angist og ótta, stundum nærri því í einangmn. Það er þess vegna hægt að t'mynda scr hvemig Albert og fólki hans varð við, jtegar ljóst var að hann var smitaður af berklum. En eins og áður segir, var hugarþrótturinn mikill, kjarkurinn ódrepandi og lífsviljinn ósveigjan- legur, hjá þessum veiklulega grannvaxna dreng. Hann var ekki til jtess fæddur að gefast upp, þótt á móti blési. Hann háði margar tvísýnar omstur við sjúkdóm sinn og kom frá, Jteim sem sigurvegari, öllunt nema þeirri síðustu. Albert Magnússon fór á Vífilsstaðaspítal- ann 14 ára og þar var hann sjúklingur í rúm þrjú ár. Þá fór hann til Hafnarfjarðar, leigði sér eitt lítið herbergi, og hélt áfram lífsbaráttunni þar, enda þótt læknar vildu hafa hann áfram á V ífilsstöðum. En þá sem oftar fór Albert sínar eigin leiðir. hvað sem aðrir sögðu eða töldu skynsamlegt. Þetta var hans líf og það var hans ákvörðun hvemig Jtví skyldi lifað. Og þetla varð rauði þráðurinn í lífi hans og tilveru og gæfan fylgdi ákveðni hans og æðruleysi. Þetta var grunnurinn sem ævi lians byggði á. Albert Magnússon varð að vinna fyrir lífsviðurværi sínu hörðum höndum. Hann lagði gjörva Itönd að mörgu verki. Hann var verkaniaður, sjómaður, matsveinn og kaup- maður og allt fór honum þetta einstaklega vef“ úr hendi. Hann lagði sig allan í hvert það starf sem hann gaf sig f. Slíkir menn sjá oft árangur af verkum sínum. En Albert Magnússon gekk ekki einn göt- una fram eftir veg. Fyrir réttum 40 ámm kynntist harin konu sinni Valgerði Valdi- marsdóttur, með þeim tókust ástir og síðan hafa þau deilt saman bæði súm og sætu. __ Hún hefur verið hans góði fömnautur. sívinnandi og sívakandi unt heill hans og hamingju. Þau vom samhent hjónin, studdu hvert annað í blíðu og stríðu, áttu saman drauma og þrár, dugnað og þrek. Sarnan Framhald á næstu síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.