Alþýðublaðið - 16.04.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 16.04.1993, Qupperneq 3
Föstuudagur 16. apríl 1993 SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA: Flokksþing er æðsta vald flokksins og fleiri flokksstjórnar- fundi, takk! -Framkvœmdastjórn SUJ sam- þykkti eftiifarandi ályktun á fundi sínum þann 3. apríl 1993: „Framkvœmdastjórn Sambands ungra ' jafnaðarmanna áréttar það við þingflokk jafnaðarmanna að viðhafa þá grundvall- arstefnu við stöif sín á Alþingi að fylgja þeirri stefnu sent œðsta vald flokksins, Flokksþing Alþýðuflokksins, samþykkti á 46. þingi sínu 11.-14. júní1992. Framkvœmdastjórn SUJ vildi ennfrem- ur sjá það gerast að fleiri flokksstjórnar- fundiryrðu haldnir á árinu 1993 heldur en raunin varð 1992.“ SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA: Telur jafnaðar- stefnuna lifa á Alþingi -Framkvæmdastjórn SUJ sam- þykkti eftiifarandi ályktun á fundi sínum þann 3. apríl 1993: „Framkvœmdastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna fagnarþeirri skynsamlegu ákvörðun þingflokks jafnaðarmanna að leggjast alfarið gegn fjöldatakmörkunum i Háskóla Islands. Þessi afstaða þingflokks jafnaðarmanna sýnir svo ekki verður um villst að jafnaðarstefna lifir góðu lífi á Al- þingi.“ Pennavinir Tvser ungar konur frá Gana Tvær ungar dömur frá Gana í Aftíku hafa skrifað blaðinu og óskað eftir að komast í samband við pennavini a íslandi, konur og karla á öllum aldri. Hér koma nöfnin, heim- ilisföng og áhugamálin: Harriet Koufie, P.O. Box 1108, Oguaa State, Ghana, West Africa. Hún er 24 ára nemandi og segist vera hjartahlý, áreiðan- leg, hefur gaman af lestri, tónlist, íþróttum, skriftum og myndatökum, - og hún vill gjaman hitta að máli elskulegan hvítan mann með nánara samband í huga. Kate Plange Brown, P.O.Box 1108, (Christchurch), Cape Coast, Ghana, West Africa. Hún er 25 ára hjúkrunarfræð- ingur. Hún vill njóta róiegs heimilislífs, lesa bækur, hlýða á tónlist, skiptast á gjöfum og eignast lífstíðar félaga. Borgarbókasafnið hefur sjö tugi viðburðaríkra og starfsamra ára að baki. Saga safnsins er fyrir löngu orðin rækilega samofm sögu Reykjavíkurborgar og safnið hefur verið stór þáttur í b'fi æði- margra borgarbúa. Stórafmœli í Reykjavík BORGARBÓKASAFNW ER ORÐW SJÖTUGT -Segja má að saga safnsins sé saga að því er virðist endalausra flutninga, en slík eru kannski örlög lifandi safna sem rekin eru afmetnaði til að þjóna ávallt sem best Borgarbókasafnið hefur sjö tugi við- burðarfkra og starfsamra ára að baki. Saga safnsins er fyrir löngu orðin rækilega sam- ofin sögu Reykjavíkurborgar og safnið hef- ur verið stór þáttur f lífi æðimargra borgar- búa. Enda er safnið sífellt að auka við þjón- ustuna og sjálfsagt á það eftir að þjóna sárs- vöngum bókaormum um allan ókominn aldur og ævi. Hér að neðan verður stuttlega farið yfir söguna og stiklað á stóru. Segja má að þetta sé saga að því er virðist enda- lausra flutninga, því safnið og útibú þess hafa ansi oft verið á faraldsfæti. Um þessar mundir er minnst 70 ára af- mælis Borgarbókasafns Reykjavíkur, en það hóf starfsemi sína á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1923. Safnið var þá nefnt alþýðubókasafn og var fyrstu fimm árin í leiguhúsnæði á Skólavörðustíg 3, en það hús hefur nú verið rifið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þennan fyrsta sumardag fyrir 70 ámm. Þeg- ar safnið hóf starfsemi sína var bókakostur þess um 1.000 eintök en um síðastliðin ára- mót var hann kontinn upp í tæplega 400.000 eintök. Fram til ársins 1952 var safnið starfrækt í Ingólfsstræti 12, en þá keypti Reykjavíkur- borg húseignina Þingholtsstræti 29a, Esju- berg, fyrir safnið. Þar var það opnað í janú- ar 1954 eftir gagngerar breytingar á húsinu. Húsið var nefnilega byggt sem íbúðarhús árið 1916. Fram til ársins 1976 var lestrarsalur á efri hæð hússins, útlánsdeildin var á miðhæð og síðan voru bókageymslur og afgreiðsla sér- útlána staðsett í kjallaranum. En 1976 var gerð breyting þama á og lestrarsalurinn fluttur í nýtt húsnæði á homi Skálholtsstígs og Þingholtsstrætis. Árið 1981 voru skrifstofumar svo fluttar í nýbyggt hús sem er áfast því húsi sem lestrarsalurinn er í. Þar eru nú húsakynni aðfangadeildar, skrifstofa safnsins, flokk- unardeild, skráningardeild og vitaskuld skrifstofa borgarbókavarðar. Eftir að nauðsynlegt var að dreifa safninu svona mikið varð deginum ljósara að þetta gat engan veginn verið framtíðarlausn á húsnæðismálum aðalsafns. Um skeið vom hugmyndir uppi um að byggja nýtt aðalsafn í nýja miðbænum en frá því hefur nú verið fallið. Væntanlega hefur aðkallandi húsnæðis- vandi aðalsafnsins verið leystur með kaup- um Reykjavíkurborgar á húseigninni að Aðalstræti 6, gamla Morgunblaðshúsinu. Það verður vissulega kærkomin breyting fyrir safnið og gesti þess þegar það flyst frá þessum þremur fyrmefndu stöðum undir eitt og sama þakið f gamla góða miðbæn- um. Enn meiri flutningar - Saga útibúa safnsins En fyrst við erum búin að fara gróllega yfir sögu aðalsafnsins hingað til þá er til- hlýðilegt að við snúum okkur að útibúum safnsins. Fyrsta útibúið var stofnað um haustið 1934 f Franska spítalanum við Lindargötu og árið eftir var þetta útibú flutt í Austur- bæjarskólann. Næsti viðkomustaður var Hólmgarður 34 og loks var útibúið flutt f núverandi húsnæði í Bústaðakirkju. 1936 var opnað annað útibú Borgarbóka- safnsins og var það staðsett í Vesturbænum. 1 heil 54 ár var það til húsa að Hofsvalla- götu 16, nánar tiltekið á efri hæð eins af verkamannabústöðunum. Það pláss varð vitaskuld með tímanum alltof lítið og ófull- nægjandi eins og gerst hefur og gengið með annað húsnæði Borgarbókasafnsins. Þau tímamót urðu síðan í starfi þessa Vestur- bæjarútibús árið 1990 að það flutti í þrefalt stærra húsnæði að Grandavegi 47. Þriðja útibú safnsins hóf starfsemi sína í húsinu Hlíðarenda við Langholtsveg í árs- byrjun Í948, en það var brátt flutt í Efsta- sund 36. Árið 1963 var þetta útibú flutt í Sólheima 27. Fjórða útibúið var opnað í mars 1986 við Gerðuberg 3-5, í húsi menningarmiðstöðv- arinnar. Það er stærsta útibú safnsins og það eina með sérstaka tónlistardeild. I nóvember á síðastliðnu ári, 1992, var fimmta útibúið opnað. Það er einkum mið- að við þarfir bama og unglinga og er til húsa að Hólmaseli 4-6. í því húsi er einnig félagsmiðstöð sem íþrótta- og tómstunda- ráð.Reykjavíkur starfrækir. Onnur sérþjónusta Borgarbóka- safnsins Auk alls þessa hefur Borgarbókasafii Reykjavíkur haft sérstaka þjónustu fyrir skip allt frá árinu 1924 og einnig hefur safn- ið þjónustað þá sem erfitt eiga með að sækja útlánsdeildimarheim, svo sem fanga, vitaverði og vistmenn á dvalarheimilum aldraðra. Einnig er safnið með sérstök bókaútlán í tengslum við félagsstarf aldr- aðra á þremur stöðum í borginni. Ennfrem- ur er til nokkuð sem heitir „Bókin heim“ og er það sérstök heimsendingarþjónusta fyrir aldraða og öryrkja. Að lokum er ekki úr vegi að minnast á bókabfiana sem safnið hefur rekið síðan 1969 til að koma til móts við þá sem erfitt áttu með eða höfðu um langan veg að fara til að komast á næsta bókasafn. Þeir þjón- uðu til að mynda Breiðholtinu þar til Gerðubergsútibúið tók til starfa og em við- komustaðir þeirra miðaðir við að aldraðir eigi sem auðveldast með að nýta sér þjón- ustu þeirra. Fannfergi veldur lífshœttu Landsvirkjun varar við háspennulínum Ferðalangar sem hyggja á hálendisferðalög um Fjalla- baksleið nyrðri um þessar mundir ættu að vara sig á því að vegna mikiis fannfergis þar um slóðir er orðið hættu- lega lágt undir háspennulínuna á stöku stað. Einkum er það svæðið frá Ljótapolli austur að Lamba- skarðshólum scm er afar viðsjárvert, svo ekki sé dýpra í ár- ina tekið. Við reglubundna skoðun starfsmanna Landsvirkj- unar á Sigöldulínu 4, sem er 132 kfióvolta háspennulína, kom þetta hættuástand í ljós eins og glögglega má sjá á með- fylgjandi myndum sem teknar vom í ferð starfsmannanna. Ferðalangar sem leið eiga um svæðið þurfa sem sagt að hafa það í huga að vegna þessa ástands er bókstaflega lífs- hættulegt að nálgast lfnuna eða ferðast undir og meðfram henni á þessum slóðum. Hætta þessi mun vara einhverja daga eða jafnvel vikur í viðbót.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.