Alþýðublaðið - 16.04.1993, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 16.04.1993, Qupperneq 8
V í K I N G A LOTT alltaf á irriövikiidöguin JUJYIUBUNB Föstudagur 16. apríl 1993 57. TOLUBLAÐ - 74 ARGANGUR L #¥¥« i alltaf á miðvikudögtmi Alþjóðlegur sjávarút vegsskóli á íslandi? Davíð Oddsson: Fyllilega athugunar virði. Össur Skarphéðinsson: s Mikilvœgur stuðningur við útflutning frá Islandi. ““ í umræfium á Alþingi í gaer tók Davíð Oddsson undir með for- manni þingflokks Alþýðuflokks- ins, að nauðsynlegt væri að kanna möguleikana á stofnun alþjóðlegs sjávarútvegsskóla á Islandi. Hann kvað málið hafa verið rætt í ríkisstjórn, og starfshópur, sem ynni að auknum verkefnaútflutn- ingi frá íslandi myndi meðal ann- ars skoða hvort ekki vaeri grund- völlur fyrir slíkum skóla á Is- landi. Málshefjandi, Össur Skarphéð- insson, kvað vaxandi eftirspum þjóða þriðja heimsins eftir aðstoð Islendinga við að þjálfa mannafla til starfa í sjávarútvegi staðfesta að Landssamband slökkviliðsmanna Fordæmir ríki, borg og sveitarfélög -fyrir að hafna því að sambandiðfái samningsrétt. Aðilar gersamlega ósam- mála um túlkun samningsréttarlaga •-Kjara- og fulltrúaráð Lands- sambands slökkviliðsmanna (LS) fordæmdi afstöðu fjármáiaráðu- neytisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga til samningsréttar slökkviliðs- manna í landinu, fyrr í mánuðin- um. Umræddir aðilar höfðu þá alfarið hafnað því að LS færi með *sámningsumboð fyrir slökkvi- liðsmenn. Jón G. Kristinsson, starfsmanna- stjóri Reykjavíkurborgar, segir það alveg ljóst að samkvæmt samnings- réttarlögum eigi LS ekki rétt á að gerast lögformlegt stéttarfélag með samningsrétt fyrir aðildarfélaga *íína. Það sé samdóma álit borgar- ráðs, fjármálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Því hafi þeim verið alfarið hafnað sem samningsaðila. Jón G. sagði að vildi Landssambandið ekki una nið- urstöðunni gætu þeir að sjálfsögðu farið með málið fyrir Félagsdóm. í samþykkt frá LS segir: „Þá lýs- ir fundurinn yfir furðu sinni vegna grófrar íhlutunar borgarráðs í innri -4élagsmál starfsmanna sinna. Fund- ' urinn krefst þess að virt séu þau sjálfsögðu réttindi starfsstéttar slökkviliðsmanna að semja um kjör Össur Skarphéðinsson vill kanna möguleika á að hér á landi verði stofnaður alþjóðlegur sjávaútveg- sskóli. grundvöllur væri fyrir slíkum skóla. Islendingar réðu jafnframt yfir nægri þekkingu og mannafla til að halda honum úti. Hann benti á, að margar af helstu háskólaþjóðum heimsins löðuðu til sín erlenda námsmenn, því reynslan sýndi að þegar þeir væru komnir til starfa í heimalöndum sínum og teknir við stjómunarstörfum beindu þeir kaupum á tækjum og þekkingu til síns gamla námslands. Þannig hefðu erlendir námsmenn reynst iðnaðarþjóðunum drjúg fjárfesting. „Þau ríki, sem hafa óskað eftir aðstoð íslendinga eiga það sameig- inlegt að sjávarútvegur þeirra er vanþróaður, og tækist okkur að tengjast uppbyggingu greinarinnar í þessum Iöndum er ekki efamál að það mun skila sér margfalt í kaup- um á skipum, vélbúnaði og hvers kyns þekkingu héðan,“ sagði Össur. Hann taldi að skólann mætti fjár- magna með þrennum hætti: gegn- um þróunaraðstoð; með því að láta betur stæðar þjóðir borga fyrir námsmenn þaðan, og að síðustu með framlögum frá Sameinuðu þjóðunum. En hér á landi er einmitt starfræktur alþjóðlegur jarðhitahá- skóli, sem Sameinuðu þjóðimar kosta að verulegu leyti. „Hvers- vegna myndu þær ekki líka vilja styrkja alþjóðlegan sjávarútvegs- skóla hér á íandi?“ spurði Össur. Helgi Dan. sextugur Helgi Daníelsson, yfirlögreglu- þjónn Rannsóknarlögreglu ríkis- ins er sextugur í dag. Hann er að sjálfsögðu fæddur og uppalinn á Akranesi og hélt á yngri árum marki hins fræga gullaldarliðs Skagans ótrúlega hreinu, eins og margir kannast við. Og enn í dag er Helgi án efa fyrst og fremst Skagamaður. Helgi hélt til Reykjavíkur ungur að árum og lærði prentlist í Isafold. Síðar hélt hann á sínar heimaslóðir og tók brátt til við nýtt starf í lög- reglunni á Akranesi. Síðar flutti hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður rannsóknarlögreglunnar og síðar RLR. íþróttaferill Helga Dan var glæsilegur. Hann var langbesti markvörður landsins um árabil, með ÍA-liðinu, Val meðan hann var við prentnám, og með landsliði Is- lands. Er það mál manna að annar eins markvörður haft ekki sést á knattspymuvöllum okkar. Alþýðublaðið og Alþýðuflokk- urinn eiga Helga Dan mikið upp að unna. Árum saman var Helgi af- kastamikill og hugmyndaríkur fréttaritari blaðsins á Akranesi. Og í flokksstarfinu hefur Helgi tekið virkan þátt og situr nú í stjóm Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur og var í sjöunda sæti á Reykjavíkurl- ista flokksins til Alþingiskosninga vorið 1991. Alþýðublaðið sendir Helga sínar bestu kveðjur og ámar honum heilla um framtíð alla. Helgi mun taka á móti vinum sínum í Breið- fírðingabúð við Faxafen (sama hús og Bónus), 2. hæð, eftir kl. 20 í kvöld. Lúðrasveit Reykjavíkur heldur fjölskyldutónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun laugardag. kl 14:00. Bogarbúar em velkonmir í Ráðhúsinu á tónleikana. Sveitin mun leika þar nokkur létt lög við allra hæft. Stjómandi sveitarinnar er Helgi Þ. Svarvarsson. Aðgangur er ókeypis. Frumvarp um lögskráningu sjómanna Allir sjómenn á námskeið ?r ekki til trillukarla, en ástœða til að skylda þá einnig á námskeið, segir Hilmar sín líkt og aðrar fagstéttir í landinu. Til að ná fram samningsrétti félags- ins munu slökkviliðsmenn nú beita öllum tiltækum ráðum.“ Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður LS, sagði við Alþýðu- blaðið í gær að það væri alveg ljóst að slökkviliðsmenn hefðu fuílan lagalegan rétt á að stofna landssam- band sem færi með samningsrétt þeirra. Hann kvað þó sambandið ekki vera með áform um að vísa málinu til kjaradóms en myndi þess í stað reyna að vinna því fylgis en taldi að embættismenn hefðu afflutt málið fyrir þeim stjómmálamönn- um sem um það fjölluðu. Vinningstölur . miðvikudaqinn:!14- apnl 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING || 6 af 6 2 / á Islandi 0 10.527.000.- -0 5 af 6 +bónus 2 396.725.- 3 5af6 7 36.699,- □ 4 af 6 301 1.357,- m 3 af 6 +bónus 956 184.- Aðaltölur: 10) (18) (44 Heildampphæð þessa viku: 22.688.704.- á ísl.: 1.634.704.- SING- ,------ LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FVRIRVARA UM PRENTVILLUR Nœr Allir sjómenn sem starfa á ís- lenskum skiputn og bátum sem eru stærri en 12 brúttólestir þurfa að hafa lokið námskeiði frá Slysavarnaskóla sjómanna, ef frumvarp samgönguráðherra um lögskráningu sjómanna verð- ur að lögum. Þetta þýðir að sýslu- menn landsins geta neitað sjó- mönnum um lögskráningu á skip ef þeir geta ekki framvísað skír- teini frá Slysavarnarskólanum. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1984 en það var ekki fyrr en 1991 sem lög um Slysavamar- skóla sjómanna vom samþykkt á Alþingi. Þar er kveðið á um að stefnt skuli að því að breyta lögum um lögskráningu sjómanna í það horf sem nú stefnir í. Frumvarpið hefur hlotið blessun sína í báðum stjómarflokkunum, þannig að búast má við því að það verði samþykkt fyrir þinglok. Ef svo verður munu yfirmenn í sjómanna- stétt fá tveggja ára aðlögun- artíma til þess að uppfylla þessi skilyrði, en undirmenn þrjú ár. Hilmar Snorrason skóla- stjóri Slysavamaskólans og skipstjóri á Sæbjörgu, sem er skip skólans, segir að þarna sé mjög gott mál á ferðinni og nauðsynlegt sé að allir sjómenn haft lágmarksþekk- ingu á þeim björgunar- og öryggisbúnaði sem sé um borð í skipunum. Hann sagði að það væri mjög raunhæft að áætla tveggja til þriggja ára aðlögunartíma, því sam- skylda þá einnig Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskólans kvæmt könnun skólans séu það að- eins um 800 af 7000 starfandi sjó- mönnum sem ekki haft lokið nám- skeiðum hjá skólanum. Þá má geta þess að síðan Slysavamaskólinn hóf starfsemi sína fyrir 9 árum síð- an hafa 7400 manns sótt þar nám- skeið. Sumir hafa að vísu farið oftar en einu sinni á mismunandi nám- skeið og þá telur Hilmar að það sé tími til kominn fyrir suma að fara aftur. Lögin um lögskráningu sjó- manna ná ekki til sjómanna á bátum undir 12 brúttólestum, eða svokall- aðra trillukarla. Hilmar Snorrason segir að það séu haldin sérstök námskeið fyrir trillusjómenn og margir haft sótt þau. „Hin tíðu slys hjá þessum hópi og stækkun smábátaflotans hafa hins vegar orðið til þess að við höf- um vaxandi áhyggjur af trillusjó- mönnum. Á trillunum er stór hópur manna sem eru einir út á sjó og það er ástæða til að gefa þeim meiri gaum. Ég tel því að það sé full ástæða til að skikka þá líka á nám- skeið hjá skólanum", sagði Hilmar. Námskeiðin hafa farið fram með þeim hætti að skólaskipið Sæbjörg hefur siglt í kringum landið og komið við í flestum sjávarplássum og boðið upp á sína fræðslu. Mörg námskeið eru fyrirhuguð í sumar og verður byrjað í Grindavík þann 5. maí næstkomandi. Ætli þessi sjómaður hafa farið á nám- skeið? **.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.