Alþýðublaðið - 22.06.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1993, Síða 1
Fulltrúar minnihlutaflokkanna í Reykjavík stilla saman strengi RftTT UM SIGRÚNU EÐA INGh • • * BJORGU SEM BORGARSTJORA „Það er ekkert launungarmál að einstaklingar, bæði úr Kvennalista og Alþýðubandalag- inu hafa rætt þetta við mig. Eng- ar formlegar viðræður hafa hins- vegar farið fram,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í samtali við Álþýðublaðið í gær. Undan- farna mánuði hafa fulltrúar allra minnihlutaflokkanna, nema Framsóknar, átt viðræður um samvinnu fyrir borgarstjórnar- kosningarnar á næsta ári. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins er að því stefnt að flokk- amir leggi að nokkru leyti fram sameiginlega málefnaskrá. Mikill vilji er líka fyrir því að borgar- stjóraefni verði valið fyrir kosning- ar: „Við viljum að Reykvíkingar viti um hvað og hverja þeir eru að kjósa,“ sagði Guðrún Jónsdóttir arkitekt, varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs. Hún hefur tekið þátt í viðræðum flokkanna frá upphafi, og kvaðst mjög bjartsýn um að já- kvæð niðurstaða fengist um sam- vinnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var nefnd sem borgarstjóraefni minni- hlutans íyrir síðustu kosningar, og í samtali við Alþýðublaðið staðfesti hún að upp á síðkastið hefði þetta aftur borið á góma. „Fólk hefur tal- að við mig, en ég veit satt að segja ekki hvað flokkamir ætla að gera,“ sagði hún. Sigutjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins sagðist ekki hafa tekið þátt í viðræðum um sam- vinnu en sér litist vel á að flokkam- ir legðu fram sameiginlega mál- efnaskrá. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér Ingibjörgu Sólrúnu sem borgarstjóra sagði Siguijón að sér „litist að mörgu leyti vel á það“. Sjálfstæðismenn eiga við mikla innri erfiðleika að etja í borgar- stjórnarflokknum, vegna sundrung- ar og óeiningar. „Lengi vel hljóm- aði það eins og hver önnur fjar- stæða að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í kosningunum, en því miður er vaxandi hætta á því,“ sagði borgarfulltrúi flokksins í sam- tali við Alþýðublaðið. 1983-1993 Ártíð Vilmundar Gylfasonar ítarleg umfjöllun um hugmyndir, stejhumál og hug- sjónir Vilmundar í Alþýðublaðinu í dag Alþýðublaðið minnist þess í dag að á laugardaginn, 19. júm', vom tíu ár liðin frá andláti Vilmundar Gylfasonar. Hann var áhrifamesti boðberi jafnaðarstefnunnar á Is- landi um sína daga, fyrst í Alþýðu- flokknum og síðan sem formaður Bandalags jafnaðarmanna. Vil- mundur ritstýrði Alþýðublaðinu í mörg sumur og átti mikinn þátt í því að blaðið lagði ekki upp laup- ana á miklum erfiðleikatímum á áttunda áratugnum. Pólitískum hugmyndum og stefnu Vilmundar em gerð skil af greinahöfundum og viðmælendum sem Alþýðublaðið leitaði til. En einhver gleggsta heimildin um hugsjónir Vilmundar er ræða sem hann flutti á Alþingi í nóvember 1982, þarsem hann boðaði stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Sú ræða er birt á bls. 3-4. I opnu blaðsins er birt grein Vil- mundar um Héðin Valdimarsson. Hún birtist fyrst í Nýju landi, blaði sem Vilmundur stofnaði ásamt samstarfsmönnum sínum, í kjölfar Alþýðublaðsdeilunnar 1981. Kynningaifundur á Holiday Inn fyrir Far- og Gullkorthafa fimm tudaginn 24. júní kl. 20:30 Kynning á VISA Einar S. Einarsson forstjóri ■ Meb VISA á sólarströnd Sigmar B. Hauksson ■ Portúgal Asta R. Jóhannesdóttir Sjúkdómar á sólarströnd Ger&ur Jónsdóttir læknir Spánn Örnólfur Árnason rithöfundur KAFFIVEITINGAR FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka 9, 1 1 2 Reykjavík Sími 91-671700, Fax 91-673462 I É r I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.