Alþýðublaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. júní 1993
3
„ Við treystum því aðfólkið í landinu sjái í gegnum valdhrokann,
hið niðurnjörvaða vald með sama hœtti og við gerum sjálf. Við
höfum nefnt lausnir, en þœr lausnir snúast auðvitað einvörðungu
um svokölluð stjómmál. Eftir sem áður er það einstaklingurinn,
gleði hans og sorgir, sem mestu máli skiptir. Hann er sjálfur bœr-
astur til að ráðafram úr eigin málum. Til þess þarfhann aðeins
þolanlegar aðstœður, frelsi ogfrið “
Rœða Vilmundar Gylfasonar 23. nóvember 1981 við umræður um vantraust á ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen. Fimm dögum áð-
ur hafði Vilmundur sagt sig úr Alþýðuflokknum og boðaði nú stofnun nýrra stjómmálasamtaka - Bandalags jafnaðarmanna
Herra forseti. Væntanlegt Bandalag jafnaðar-
manna verður andvígt núverandi ríkásstjóm. Ég
stend því að vantrausti því sem mælt hefur ver-
ið fyrir hér í kvöld.
Verðþensla í landinu nemur næstum 70%, erlendar
skuldir landsmanna nema nær fjögur þúsund Banda-
ríkjadölum á hvert mannsbam, stjómkerfið er forspillt.
Margir háttvirtir alþingismenn hafa af því starfa að afla
sér fylgismanna með setu til dæmis í bankaráðum og
Framkvæmdastofnun ríkisins. A meðan blæðir landinu
og hafið er ofnytjað.
Núverandi ríkisstjóm stendur fyrir frið. Hún stendur
fyrir þær sögulegu sættir sem Morgunblaðið boðaði á
sinni tíð. Þar em Alþýðubandalagið, Framsóknarflokk-
ur og Sjálfstæðisflokkur, þó að nokkrir þeirra séu að
forminu til fyrir utan vegna persónulegrar styggðar. Og
innan míns gamla flokks em þau mörg, sem vilja fá að
vera með, þrátt fyrir vantraustið í dag. Ég vísa í viðtal
við háttvirtan þingmann, Magnús H. Magnússon, í
Morgunblaðinu fyrir hálfum mánuði.
En friðurinn í núverandi hæstvirtri ríkisstjóm er friður
gegn fólkinu í landinu, friður utan um ekki neitt. Þetta
er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til
vamar völdum og hagsmunum. Þess vegna væri best að
vantraustið væri samþykkt og ríkisstjómin færi þegar
frá. Hvað svo?
Alþingi er skylt að gera tvennt áður en næstu alþing-
iskosningar fara fram. Koma því skikki á efnahagsmál
sem hægt er, þó það sé auðvitað þolinmæðisverk sem
tekur tíma, og ganga frá frumvarpi til nýrrar stjómar-
skrár. Það væri pólitískt óhæfuverk að efna til kosninga
í skyndingu áður en slíku verki er lokið. Þess vegna á að
kjósa í vor, þó svo hið þrönga valdakerfí sé nú ótt og
uppvægt að efna í skyndingu til kosninga þegar það
finnur hina þungu undirstrauma samfélagsins, hina
hljóðlátu og ábyrgu uppreisn gegn því sjálfu.
Sjá næstu síðu