Alþýðublaðið - 22.06.1993, Page 5

Alþýðublaðið - 22.06.1993, Page 5
Þriðjudagur 22. júní 1993 5 Myndbrot af lífi og starfi Vilmundar Gylfasonar Samantekt: H.J. Söguleg úrslit: Fyrstu tölur tilkynntar úr prófkjöri Alþýðuflokksins fyrir alþingiskosningarnar 1978. Vilmundur, sem ekki var orðinn þrítugur, var ótvíræður sigurvegari og hlaut 75% atkvæða í fyrsta og annað sæti. Benedikt Gröndal hlaut efsta sætið og pólitískur ferill Jóhönnu Sigurðardóttur byrjaði með glans þegar hún náði þriðja sætinu. Á myndinni sést hversu margir kusu í prófkjörinu, 5.491. Það voru mun fleiri en höfðu kosið A-listann í síðustu kosningum. Nýtt fólk, ferskir vindar: Alþýðuflokkurinn vann stórkostlegan kosningasigur 1978, fékk 14 þingsæti en hafði fimm áður. Vilmundur var maðurínn á bak við sigurinn. Hér er Vilmundur ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, sem einnig var nýr þing- maður flokksins, á leið inn í Alþingishúsið. Skemmtun á vegum Alþýðuflokksins. Vilmundur og Valgcrður fremst. Örlagaríkt flokksþing: Haustið 1982 bauð Vilmundur sig fram til varaformanns, gegn Magnúsi H. Magnússyni. Vilmund- ur tapaði cn aðcins munaði 12 atkvæðum. Á fremsta bekk má m.a. þekkja Magnús og Kjartan Jóhannsson, þávcrandi for- mann. Vilmundur og Valgerður Bjarnadóttir eru á sjöunda bekk. Skömmu eftir að myndin var tekin skildu leiðir Vilmundar og Alþýðuflokksins. Hinn 18. nóvember tilkynnti Vilmundur Kjartani að hann segði sig úr flokknum. Maður ársins. Dagblaðið kaus Vil- mund mann ársins 1976. Hann vakti þjóðarathygli með skrifum sínum og þjóðfélagsgagnrýni. Stjómarmyndunarviðræður 1983: Vil- mundur Gylfason, formaður Banda- lags jafnaðarmanna, ræðir við frétta- menn eftir fund með Vigdísi Finnboga- dóttur forseta. Vilmundur Gyifason var bæði stjómmálamaður og skáld. Hann gaf út tvær ljóðabækur; hér les hann ljóð sín á veitinga- húsinu Óðali.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.