Alþýðublaðið - 22.06.1993, Side 6

Alþýðublaðið - 22.06.1993, Side 6
6 Þriðjudagur 22. júní 1993 Hver erpólitískur arfur Vilmundar Gylfasonar og hvaða áhrifhafa hugmyndir hans nú? Alþýðublaðið leitaði svaraði hjá Hannesi H. Gissurarsyni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Karli Th. Birgissyni, Merði Ámasyni og Óskari Guðmundssyni. Hugmyndimar lifa - en arfurínn hefur ekki raungerst nema að nokkru leyti, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Mér tlnnst alls ekki einfalt mál að gera upp pólitískan arf Vilmundar Gylfasonar. Það er líka að ýmsu leyti erfitt að gera greina á milli áhrifa hans og Kvennalistans sem kom fram á svipuðum tíma og Bandalag jafnaðarmanna. Hvorttveggja var andóf gegn flokkakcriinu, og fól í sér kröfu um uppstokk- un og endurmat. I mínum huga renna ýmsar hugmyndir þess- ara hreyfinga svolítið saman. En sú uppstokkun sem krafist var hefur ekki orðið. Flokkakerfið virðist hnýtt svo öflugum hnútum að eitthvað mikið þarf að breytast til þess að þeir losni, og það hlýtur að vera umhugsunarefni eftir tíu ára baráttu. Ur pólitík Vilmundar minnist ég helst baráttu hans fyrir nýju siðgæði. Menn hafa hinsvegar til- hneigingu til þess að snúa út úr eða rangtúlka það sem hann kall- aði „Iöglegt en siðlaust": Nú nota menn það jafnvel til þess að út- skýra eitthvað eða afsaka; þegar ráðamenn em ásakaðir um sið- leysi þá afsaka þeir sig með því að þeir hafi ekki brotið neitt af sér. Hugmyndir Vilmundar um full- kominn aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds eiga að mfnu mati meiri hljómgrunn nú en fyrir tíu árum, þótt deila megi um útfærslur hans á því máli. Vilmundur vildi bijóta upp verkalýðshreyfinguna og taka upp vinnustaðasamninga. Að mörgu „Menn hafa tilhneigingu til þess að snúa út úr eða rangtúlka það sem Vilmundur kallaði „löglegt en sið- Iaust“ - séu ráðamenn ásakaðir um siðleysi, þá afsaka þcir sig með því að þeir hafi ekki brotiö neitt af sér.“ leyti er það skynsamleg hugmynd, en í þessum efnum hefur þróunin í raun verið í gagnstæða átt: með stóm samflotunum hefur samn- ingsréttur í raun verið afnuminn að hluta. Hugmyndir Vilmundar lifa en arfur hans hefur ekki raungerst nema að nokkm leyti. En það er merkilegt hversu oft er vitnað til Vilmundar, í ljósi þess að tíu ár em liðin og hvað hann var ungur þegar hann dó.“ HJ. Hestir eigna sér hugmyndir hans - en merki arfleifðar Vilmundar sjást ekki í íslensku þjóðfélagi segir Karl Th. Birgisson ritstjóri Pressunnar Þótt nú vilji flestir gera að sín- um hugmyndir Vilmundar em nánast engin merki arfleifðar hans í íslensku þjóðfélagi. Örstutt yfir- ferð: Pólitísk úthlutun á lánsfé. Þeir sem héldu að þar hefði eitthvað breyst fengu væntanlega áminn- ingu í fiskeldi og loðdýrarækt. Yfirlýst andstaða sitjandi ríkis- stjómar við þennan praxís virðist eiga sterkari rætur í hugrekki for- sætisráðherra en sinnisbreytingu alþingismanna. Fær Alþingi að sinna því hlutverki sínu að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu? Nei. Það var kallað pólitískar persónu- ofsóknir þegar reynt var síðast fyrir fáum vikum og þingið er enn reglulega meðhöndlað eins og tuska í höndum framkvæmda- valdsins. Aðskilnaður valdþáttanna? Það þurfti ofanígjöf frá útlenskum dómstól til að aðskilja dóms- og framkvæmdavaldið. Alþingis- menn em enn úti um allt í ráðum og nefndum framkvæmdavalds- ins, að úthluta peningum og greið- um. Er meira samhcngi á milli niðurstöðu kosninga og þess hvaða ríkisstjórn er mynduð? Nei. Þá hefði til dæmis Þorsteinn Pálsson aldrei orðið forsætisráð- herra eftir stórtap Sjálfstæðis- flokksins í kosningum 1987. Is- lendingar fá nefnilega ekki enn að kjósa sér landstjóm. Onýt og miðstýrð verkalýðs- hreyfing? Hugmyndir um vinnu- staðasamninga er dauð, það er jafn erfitt og áður að skipta um forystu í verkalýðsfélögum og verkalýðsrekendur em enn upp- teknari af eigin hagsmunum en umbjóðenda sinna. Úrelt flokkakerfi er jafn líf- seig og áður, þótt sjaldan hafi verið augljósara að nákvæm- lega engar skynsamlegar for- sendur eru til fyrir tilveru þess. Kvennalistinn hefur engu breytt um það. Er Alþýðuflokkurinn merkis- beri umbóta og sanngjarnra leikreglna í stjórnsýslu? Fráleitt. Subbuskapurinn fer að nálgast það sem verst var á Viðreisnarár- unum. Er virkt lýðræði í þessum gamla flokki Vilmundar? Aftur fráleitt. Það er hending ef prófkjör em viðhöfð og pýramídaskipulag- ið lifir gullöld sfna. Alþýðubanda- lagið hefur hinsvegar tekið upp beint kjör formanns. Breytingar á fjölmiðlum með rismeiri frétta- mennsku má rekja til Vimma, en líka til upplýstari fréttamanna og samkeppni. Þó ritskoðar kerfið enn; ekki em nema nokkrar vikur síðan pólitískir fulltrúar í útvarps- ráði ákváðu að banna sjónvarps- þátt. Alþingi og dómstólar þrengja Ííka að ritfrelsinu. Og ekki heyrist múkk frá Blaðamannafélagi ís- lands, sem Vilmundur kallaði dmslu valdsins, en sem ætti með réttu að vera í heilagri krossferð fyrir tjáningarffelsi í landinu. Og það sem kannski er verst: anarkisminn - sá gleymdi arm- ur sósíalismans - bíður á hverj- um degi ósigur fyrir stjórnlyndi og kerfishugsun við lítil and- mæli. Það er stærsti dómurinn um örlög hugmynda Vilmundar Gylfasonar. „Vilmundur var bæði andófsmaður og íhaldsmaður“ - segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor Geir Hallgrímsson og Vilmundur Gylfason í afmæli Hannesar, 19. febrúar 1983. „Ég dáðist mest að hugrekkinu, sem var snar þáttur í fari hans,“ segir Hanncs um Vilmund. „Vilmundur Gylfason var sterkur og sérstæður persónu- leiki, margbrotinn og samsettur. Hann var í senn harðfylginn og viðkvæmur, frjálslyndur og stjórnlyndur, andófsmaður og íhaldsmaður. Hann var vísu skil- getið afkvæmi kerfisins, sonur Gylfa Þ. Gíslasonar, sem hafði verið menntamálaráðherra í sex- tán ár óslitið, tengdasonur Bjarna Benediktssonar, sem hafði verið forsætisráðherra í sjö ár og ráðherra 1947 til 1970 með tveggja og hálfs árs hléi. Vil- mundur talaði jafnan um þessa tvo menn af hlýju og virðingu. Um leið var Vilmundur upp- reisnarmaður; hann sagði kerf- inu hiklaust og óttalaust stríð á hendur. Sjálfur dáðist ég mest að hugrekkinu, sem var snar þáttur í fari hans. I stjórnmálaskoðunum Vilmund- ar bjuggu svipaðar mótsagnir og sjálfum persónuleikanum. Þar vott- aði fyrir nýjum Hriflu- Jónasi, refs- ingasömum vandlætara af félags- hyggjuætt, sem vildi „hreinsa til“ í kerfinu og skeytti þá lítt um tiifinn- ingar fólks og eðlilegar leikreglur, skráðar og óskráðar. Vilmundur sá ekki ætíð, ffemur en Hrifiu-Jónas á móti honum, að aðalatriðið er ekki að hengja spillta menn í hæsta gálga, heldur að koma með hygg- indum málum svo fyrir að spilling borgi sig ekki, - að menn vinni að almannahag um leið og þeir vinna að eigin hag. Besta ráðið til að út- rýma smygli er til dæmis að fella niður tolla á innfluttar vörur; besta ráðið til að minnka heimabrugg er að leyfa frjálsa verðmyndun áfeng- is; besta ráðið gegn atkvæðakaup- um er að minnka fjárráð stjóm- málamanna með skattalækkunum, svo þeir hafi ekki fé aflögu til at- kvæðakaupa. Um leið bjó vissulega frjálslynd- ur stjómmálamaður í Vilmundi Gylfasyni. Stundum afklæddist hann hinum svarta kufli vandlætar- ans með refsivöndinn og bjóst þess í stað hvítum serk alþýðuforingj- ans. Vilmundur gerði sér til dæmis grein fyrir því að með neikvæðum vöxtum hafði gamalt fólk í landinu verið féflett í áratugi, að stórkost- legt fjármagn hafði verið fært frá al- þýðufólki til forstjóranna, sem veiða lax með Steingrími Her- mannssyni. Hann hefði getað kennt Ögmundi Jónassyni og því fólki öllu margt um vaxtamál. Flokkur Vilmundar, Bandalag jafnaðar- manna, stóð ennlfemur óskiptur að því ásamt Sjálfstæðisflokknum að koma hér á útvarpsfrelsi árið 1985. Þingmenn annarra voru flestir and- vígir því eða sátu hjá. Vilmundur skar líka upp herör gegn verkalýðsfélögunum, sem eru orðin lítið annað en innheimtu- stofnanir félagsgjalda, og hafði mörg og stór orð um gagnsleysi þeirra. Hann var þeirrar skoðunar að menn eins og Pálmi í Hagkaup hefðu með lágu vöruverði bætt kjör fólks meira en áratuga barátta verkalýðsfélaga. Vilmundur hóf stjómmálaferil sinn í raun f Menntaskólanum í Reykjavík, þarsem hann var in- spector scholae. Ég held að tveir aðrir forystumenn í félagslífi þar, báðir góðkunningjar hans,^ hafi skipt á milli sín arfi hans. Ólafur Ragnar Grímsson klæðist svörtum kufli vandlætarans með stakri vel- þóknun en Davíð Oddsson býst hinsvegar hvítum serk lýðforingj- ans; honum hefur meira að segja tekist að ná sæmilegri sátt í sjávar- útvegsmálum á milli stríðshananna í Alþýðuflokki og Sjálfstæðis- flokki." -HJ „Mælikvarði á viö- burði og málefni“ - segir Mörður Ámason málfrœðingur um Vilmund og stejhumörk hans „Sinnti þeirri lýðræðis- skyldu að gagnrýna“ - segir Óskar Guðmundsson „Framlag Vilmundar Gylfasonar til tslenskra stjómmála fólst meðal annars í ögrun hans, áreiti við staðn- að flokkakerfi; fýrst innan Alþýðu- flokksins og seinna með stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Að sumu leyti var Vilmundur á undan tímanum með stofnun BJ, árangur- inn hefði að mínu mati orðið mun meiri nokkmm ámm síðar. Að vísu er orðið klassískt viðfangsefni að gera tilraunir til að sameina jafnað- armenn, af því klofningur í þeirra hreyfingu hefur verið til mikillar óþurftar á þessari öld. Vilmundur sjálfur hafði gaman af að vitna til Héðins Valdimarssonar og tilraunar hans til að sameina jafn- aðarmenn 1938. Þetta reyndu líka Finnbogi Rútur og Hannibal Valdi- marssynir, og þetta reyndi Vil- mundur. Og Nýr vettvangur við síð- ustu borgarstjómarkosningar var auðvitað enn ein tilraun sömu ættar. Sú staðreynd að gamla flokka- kerfið skuli hafa lifað af áratuginn frá því Vilmundur dó er vissulega til vitnis um tregðulögmál. En það seg- ir ekkert um ágæti flokkakerfisins - og er ekki heldur til vitnis um að flokkamir séu eilífðarmaskínur. Það kemur að því að tilraunimar skila meiri árangri en auðvitað er dapur- legt þegar ferli sameiningar og upp- stokkunar er stöðvað eða tafið, eins og gerðist við síðustu stjómarmynd- un. Ég er viss um að lýðræði okkar kæmist ekki af, ef ekki kæmi til pól- itískra áreita og tilrauna til að brjóta upp flokkakerfið. Tilraunimar þurfa bara að vera margar, en auðvitað kemur að því að flokkakerfið um- breytist. , Að sumu leyti var Vilmundur á und- an tímanum mcð stoi'nun Bandalags jafnaöarmanna.“ Vilmundur sinnti þeirri lýðræðis- skyldu að gagnrýna með eftirminni- legum hætti. Hann gagnrýndi af dirfsku og hugrekki sem er öllum þjóðfélögum nauðsynlegt; en er því miður svo sjaldgæft. Á krepputím- um eins og þeim sem við lifum nú er sérlega hætt við að borgaralegt hug- rekki þoki fyrir búksorgum. Stjómmálamaðurinn Vilmundur var þeirrar gerðar að gustaði af hon- um. Og hann var í margvíslegu tilliti eftirminnilegur. Þetta var ekki bara þrútin alvara í þá tíð frekar en nú. Þvf minnist ég helst mannsins Vil- mundar nú: hann var glettilega gagnrýninn, leiftrandi gamansamur og bjó yfir póetískri hlýju sem yljar í minningunni.“ H.J. „Það er skrýtið en kannski hafði Vilmundur mest áhrif á mig þegar hann dó. Ég kynntist Vilmundi aldrei persónulega og var honum aldrei samferða í pólitískum félög- um. Og ætli ég sé ekki einn af þeim mörgu sem ekki uppgötvuðu hvað Vilmundur var orðinn mikill partur af manni sjálfum fyrren þennan dag fyrir tíu árum þegar fréttin um að Vilmundur hefði svipt sig lífi barst um bæinn einsog kjamorku- sprengja, og við hin lágum líka eftir á vígvellinum. Það er náttúrlega orðin klisja, en engu að síður satt, að hugmyndir Vilmundar og verk hans hafa siðan orðið einn af meginþáttunum í stjómmálaafskiptum heillar kyn- slóðar. Vilmundur var auðvitað ekki mikill hugmyndaffæðingur í venjulegum skilningi þess orðs. Hann og stefnumörk hans hafa hinsvegar orðið okkur sem eftir lif- um einskonar mælikvarði á við- burði og málefni. Ég held samt að það sé hættulegt að gera Vilmund Gylfason að dýr- lingi einsog borið hefur á. Minn- ingu hans er ekki gerður neinn greiði með því að búa til altari og brenna reykelsi og segja helgisög- ur; meðal annars vegna þess að sumir þættir í pólitík Vilmundar falla ekki vel að slíkum helgisög- um. Þar á ég til dæmis við þátt hans í Geirfinnsmálinu, sem meðal ann- ars varð til þess að það mál er í raun óleyst og enn opið sár í samvisku þjóðarinnar. Ég hygg að ungir stjómmála- menn og áhugamenn um stjómmál muni um nokkurt árabil líta á Vil- mund sem eina af fyrirmyndum sín- um. Fyrir mér er hann þegar í þeim Minningu Vilmundar er enginn greiði gerður með því að gera hann að dýrlingi. hluta sögusafnsins sem mér finnst merkastur. Það er sérkennilegt að sum af þeim málum Vilmundar sem manni fundust fáránlegust á sínum tíma eru núna aftur að brjót- ast fram. Hann vildi til dæmis láta banna bráðabirgðalög, - og nú er Mogginn farinn að krefjast þess í leiðurum. Hann vildi láta kjósa for- mann í flokknum sínum í beinum kosningum, og það á að gerast núna í haust, - í Alþýðubandalaginu. Mér kemur hinsvegar sífellt á óvart hvað þeir sem þekktu Vil- mund best persónulega, til dæmis skólafélagar hans úr Menntaskólan- um í Reykjavík og þeir sem voru nánastir samstarfsmenn hans í stjómmálum, virða lítils pólitískan arf Vilmundar Gylfasonar. Einka- vinavæðingin í Sjálfstæðisflokkn- um og yfirstandandi bitlingahríð í Alþýðuflokknum eru þannig prýði- leg samtímadæmi um það sem Vil- mundur Gylfason kallaði löglegt en siðlaust." -hj

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.