Alþýðublaðið - 22.06.1993, Page 7

Alþýðublaðið - 22.06.1993, Page 7
Þriðjudagur 22. júní 1993 7 Stærstu mistökin? Uppgjör Vilmundar við Alþýðuflokkinn Bjami P. Magnússon skrifar Það má vissulega halda því fram að eins hefði farið fyrir Al- þýðublaðinu og Þjóðviljanum ef ekki hefði verið tekið á rekstrar- málum þess fyrir rúmum áratug. Vilmundur Gylfason gekk harð- ast fram í því að tryggja rekstrar- grundvöll blaðsins, því báðir vor- um við þeirrar skoðunar að blað- ið, hversu lítið sem það væri, yrði að koma út sem rödd jafnaðar- stefnunnar. Samhliða minnkun biaðsins hófst útgáfa Helgar- póstsins. Það fer því vel á því að Alþýðublaðið haldi minningu Vilmundar á lofti. Enginn reynd- ist blaðinu sem Vibnundur, ætíð tilbúinn að taka að sér ritstjórn blaðsins þegar aðrir fengust ekki, og ólíkt öðrum þá tók hann sjaidnast greiðslu fyrir. Það var hlutskipti mitt að taka ófyrirgef- anlega ákvörðun um að loka blaðinu sem hann ritstýrði. Það má margt segja um þann at- burð en hér er hans aðeins getið sem hluta af því uppgjöri sem fram fór hjá Vilmundi við Alþýðuflokk- inn. Það er rangt að halda því fram að Vilmundur hafi bara barist fyrir sið- bót í íslenskum stjómmálum. Hug- myndafræði Vilmundar var miklu víðtækari en svo. Umffam annað þá var hann umbótasinni, með mikla réttlætistilfinningu og gmnnurinn var jafnaðarstefnan. Uppgjör Vil- mundar við Alþýðuflokkinn var um hugmyndir og starfshætti. A flokksþinginu 1974 var Vilmundi ásamt öðmm falið að endurskoða stefnuskrá flokksins, og strax í þeirri vinnu kom fram djúpstæður ágreiningur um tilgang Alþýðu- flokksins. Vilmundur vildi færa hann frá því að vera stofnun, nokk- urs konar eign verkalýðsforingj- anna í flokknum, í að vera flokk neytenda. Segja má að Vilmundur hafi tapað þessum slag. Honum tókst hinsvegar að opna flokkinn með því að gera reikninga hans opinbera og með prófkjömn- um. Þó tókst okkur ekki að opna hann sem við vildum, því margoft lögðum við til að flokksþing yrðu opin, lögðum fram tillögur á flokksþingum um fjölgun þingfull- trúa með því að breyta deilitölu úr 30 félagsmönnum á bak við hvem þingfulltrúa f tíu. Lyktir í því máli urðu þær að sæst var á 20. „Það sem réði þó mestu var aðflokkur- inn kaus að láta sem hann vœri Vilmundi sammála hugmynda- frœðilega þótt svo væri í raun ekki. Því skildu leiðir“ „Allt vald spillir," var orðatiltæki sem Vilmundur notaði gjaman. Því var honum áfram um að hafa línur sem hreinastar, gagnrýndi mjög að sömu menn semdu lagaffumvörp og dæmdu síðan eftir þeim. Hann vildi aðskilja löggjafarvald og ffamkvæmdavald með því að kjósa forsætisráðherra sérstaklega, sem sfðan skipaði ríkisstjóm. Vilmund- ur taldi að löggjafann mætti áfram velja með líkum hætti og verið hef- ur, það er misvægi atkvæða eftir kjördæmum. Uppgjör Vilmundar við flokkinn fólst í því að hann hafði verið aðal- driffjöður flokksins í um áratug. Flokkurinn naut verka hans í auknu fylgi en veitti honum ekki trúnaðar- stöður, svo hann fengi vald til að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Einu gilti hvort þessar stöður vom innan flokksins, svo sem varaformennska, eða í ríkis- stjóm. Það sem réði þó mestu var að flokkurinn kaus að láta sem hann væri Vilmundi sammála hug- myndafræðilega þótt svo væri í raun ekki. Því skildu leiðir. í þessari grein um Vilmund hef ég kosið að greina frá þeim kafla er við unnum mjög náið saman í Al- þýðuflokknum. Þau ár liðu hratt. Ég spurði Vilmund stundum hvort ekki væri rétt að fara ögn hægar en skilvirkni í þjóðarbúinu. Til dæmis má geta þess að þegar hann var ráð- herra bauð hann ekki til neinnar veislu á kostnað ríkisins, og hélt einungis þær veislur sem forveri hans hafði boðað úl. Hann var sam- kvæmur sjálfum sér og fylgdi því eftir sem hann boðaði. I umfjöllun um Vilmund og þá stefnu sem hann barðist fyrir fer lít- ið fyrir þeim hluta sem kona hans spilaði, en hann var meiri en flesúr vita. Valgerður Bjamadóttir, eigin- kona Vilmundar, hafði mikil áhrif á stjómmálaskoðanir hans og vann ötullega að því með honum að framfylgja þeim. Hvort af þeirri siðbót verður sem Vilmundur barðist fyrir skal mjög dregið í efa. Hinu verður ekki breytt að hann hafði mikil áhrif á sam- ferðamenn sína og vonandi verður það til þess að J)eir beri gæfu til að ffamkvæmda hugmyndir hans. Bjami P. Magnússon er nú sveit- arstjóri á Reykhólum. Hann varná- inn samstarfsmaður Vilmundar í Alþýðuflokknum. hann svaraði því úl að hann gæú ekki beðið. Bylúngarhluti umbóta- mannsins spilaði jafnan afgerandi þátt. Innkoma Vilmundar í pólitík var um margt lík og hjá föður hans; gagnrýni hins unga ofurhuga á spillingu f kerfmu. Vilmundurhafði ákveðnar skoðanir á því hvemig embættismönnum bæri að haga sér. Þar lagði hann úl gmndvallar þá skoðun að litlu hlutimir, sem þjóð- hagslega breyttu ekki miklu í til- kostnaði ríkisrekstursins, skiptu hinsvegar afgerandi máli í því að fá fólkið á sveif með ríkisvaldinu og yrði á þann hátt úl þess að tryggja - Birgir Hermannsson skrifar Svo langt sem pólitískt minni mitt nær, til barn- æsku á Akranesi í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannes- sonar, var Alþýðuflokkurinn það hallærislegasta sem til var. í þá tíð var Óli Jó mestur allra, enda bar ég út málgagn forsætisráðherrans. Fáum árum síðar, og ég orðinn unglingur, fór Alþýðuflokkurinn létt með að troðfylla Hótel Akranes. Hallærisbragurinn var horfínn og ég mættur til að sjá og heyra það sama og allir hinir, Vilmund Gylfason, í eigin persónu. Ýmsir minni spámenn hituðu upp; bæjarfulltrúarnir af Akranesi, verðandi þingmaður, Eiður Guðnason, og sjálfur formaðurinn og fyrrum þingmaður Vestur- lands, Benedikt Gröndal. Meðan þeir luku sér af sat Vilmundur alvörugefinn og reykti stíft. Ræða Vil- mundar var engu Iík, hann talaði blaðlaust og af mik- illi tilfínningu, hann talaði með höndunum og líkam- anum og lagði áherslu á orð sín í takt við hinn sér- stæða talanda sinn. í upphafí stóð hann fyrir aftan ræðupúltið eins og lög gera ráð fyrir, en færði sig smám saman til hliðar við það og síðan stóð hann fyr- ir framan það. Þetta er skýrasta minning mín af Vilmundi. Mér finnst hún raunar táknræn fyrir allan hans stjómmála- feril. Af hverju stóð hann ekki bara fyrir aftan púltið eins og allir hinir? Formið virtist þvinga hann, svo hann braust úr viðjum þess. Vil- mundur var ekki eins og allir hinir. Hann var af valdaættum kominn, en var þó f hlutverki uppreisnar- mannsins alla ú'ð. Hann var í upp- reisn gegn valdakerfi síns tíma, sem hann taldi spillt og úr sér gengið. Kannski vom stærstu mistök Vil- mundar að gerast stjómmálamaður úl að hrista kerfið upp innan frá. Gangast því á hönd til að bylta því, en eiga alltaf á hættu að verða étinn upp af því. Stjómmál em eins og að klappa hörðum steini, sagði Max Weber. Vilmundur kunni þessa list ekki mjög vel, kannski vegna ungs aldurs. Hann vildi ráðast úl atlögu vopnaður loftpressu og dýnamíú. Vilmundur var alla tíð í hlutverki gagnrýnandans, en virðist ekki hafa kunnað við sig í hlutverki refsins. Vilmundur var hluti af kynslóð sem gjaman er kennd við ártalið ’68. Okkur sem yngri eram þykir oft nóg um sjálfsupphafningu og jafnvel mont þessarar kynslóðar af afrekum sínum. Okkur er þó hollt að hafa í huga það samfélag sem þessi kynslóð óx upp í. Þessu kerfi má lýsa sem svo: I landinu vora þrír kommúnistaflokkar sem andsnúnir vora kommúnisma og einn komm- únistaflokkur fylgjandi kommún- „Það er athyglisvert að Alþýðuflokkurinn hefur í gegnum tíðina misst litríkustu for- ystumenn sína úr flokknum. Þannigfór með Héðin og Hanni- bal. Ríkjandi sögu- skoðun Alþýðuflokks- ins er sú að þeim, en ekki flokknum, hafi orðið á mistök. Það sama virðist upp á teningnum nú varð- andi Vilmund Gylfa- son “ isma, sem var þó kannski minnsti kommúnistaflokkurinn sökum vandaleysis. Flokkar þessir vora hagsmunabandalög og klíkufélög einkavinanna, gæðinganna og kjölturakkanna, eins og sönnum kommúnistaflokkum sæmir. Flokk- amir stjómuðu lokaðri pólitískri umræðu í landinu f gegn um tangar- hald sitt á fjölmiðlum. Þeir skiptu upp á milli sfn ríkiskerfmu, ljár- málakerfinu og menntakerfinu. Jafnvel menningarmál vora frosin í flokkspóliú'skar kaldasúíðs línur. Varla var hægt að gefa út bók án þess að það væri flokkspólitískt mál. Þetta flokksræðisskipulag var ekki fært um að endumýja sig. Fjöl- breyttari samfélagsgerð og aukin menntun fólks gerði kröfu um opn- ara samfélag, þar sem hæfileikar en ekki flokksski'rteini réðu ferðinni, þar sem fagleg vinnubrögð og jafn- rétti yrðu í heiðri höfð. ’68 kynslóð- in fékk því það hlutverk að brjóta af sér klakabönd staðnaðs kerfis. Vilmundur taldi þetta kerfi eiga lítið skylt við lýðræði. Fáeinir for- ystumenn réðu ráðum sínum i bak- herbergjum og sátu yfir spilltu sam- tryggingarkerfi flokkanna. Óða- verðbólga með neikvæðum vöxtum leiddi til spillingar og pólitískrar misnotkunar á skömmtunarkerfi bankanna. Lausnir? * Siðvæðing samfélagsins, draga úr pólitískri stýringu, auka lýðræði. Flokksræð- ið skyldi brotið niður með opnum prófkjöram. Þegar ekki tókst að brjóta kerfið niður á þennan hátt, gerðist hann róttækari og vildi skýr- an aðskilnað löggjafar og frant- kvæmdavalds. Hugmyndafræði Bandalags jafnaðarmanna var því í beinu framhaldi af fyrri baráttu Vil- mundar gegn því sem hann sá sem spillt samtryggingarkerfi flokkanna sem enginn bæri í raun ábyrgð á. Mörg baráttumál Vilmundar hafa náð fram að ganga. Vaxtavit- leysa og óðaverðbólga heyra nú sögunni úl - í bili. Fjölmiðlun og samfélagið almennt era nú opnari, en siðferðið í opinbera lífi virðist litlu betra. Flokksræðið er minna, en önnur vandamál, hafa komið í staðinn. Innviðir flokkanna hafa veikst og þeir virðast eiga erfiðara með að marka sér stefnu og fylgja henni eftir. Lýðræðið felst ekki bara í kosningum, heldur einnig stefnumótun og vitlegri umræðu, en af henni er síst meira nú en þeg- ar Vilmundur skar upp herör gegn flokksræðinu. Prófkjörin hafa ekki skilað því sem þau áttu að skila, endumýjuðu flokkakerfi. Viðskipti Vilmundar við Al- þýðuflokkinn era sér kapítuli út af fyrir sig. Það er athyglisvert að Al- þýðuflokkurinn hefur í gegnum tíð- ina misst litríkustu forystumenn sína úr flokknum. Þannig fór með Héðin og Hannibal. Rfkjandi sögu- skoðun Alþýðuflokksins er sú að þeim, en ekki flokknum, hafi orðið á mistök. Það sama virðist upp á teningnum nú varðandi Vilmund Gylfason. Útganga Vilmundar og Bandalag jafnaðarmanna era áliún mistök hans sjálfs. Ekki er við því að búast að Alþýðuflokkurinn geri heiðarlega upp við meðferð si'na á Vilmundi Gylfasyni, litríkasta leið- toga sínum og arkitektinum að ein- hvetjum glæstustu sigram flokks- ins, meðan núverandi forysta er þar við völd. Birgir Hennannsson er stjóm- málafrœðingur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.