Alþýðublaðið - 22.06.1993, Side 8

Alþýðublaðið - 22.06.1993, Side 8
8 Þriðjudagur 22. júní 1993 Nœrmynd afHéðni Valdimarssyni: Hann barðist á kreppuárunum og bjó til verkamannabústaðakerfið Sveik HéMnn - eða vvikii hinir? Eftir Vilmund Gylfason. Greinin birtistfyrst íNýju landi árið 1981 Héðinn Valdimarsson hefur fengið ósanngjarnan sögu- dóm. I raun og veru hefur enginn orðið til þess að verja hann. Hann yfírgaf Alþýðuflokkinn árið 1938, eftir hörð og óvenjulega illvíg átök. Hann fór með lið með sér, og gerði bandalag við Kommúnistaflokk íslands, Einar OI- geirsson, og þá félaga. Þeir stofnsettu nýjan stjórnmála- flokk, Sameiningarflokk aiþýðu - Sósíalistaflokkinn. Hugmynd Héðins var að gera jxtta að stórum vinstriflokki, þar sem iýðræðisjafnaðarmenn hefðu hreinan og kláran meirihluta, en kommúnistar væru minnihlutahóp- ur, sem hefði völd til samræmis við fylgi. - Því má ekki gleyma að þetta var engin pnvatskoðun Héðins Valdimarssonar. Erlendir flokkar, sem íslenskir vinstrimenn horfðu til, voru nákvæmlega svona byggð- ir upp. Þannig voru bæði norski og breski verkamannaflokkurinn. Þar voru minnihlutahópar kommúnista. Þeir fengu ekki völd með lenfnsk- um aðferðum eða öðrum bola- brögðum. Þeir fengu völd til sam- ræmis við styrkleika og fólksfjölda. Með öðrum orðum, aðferðir lýð- ræðis og lýðræðisjafnarðarstefnu giltu um kommúnista eins og aðra. Slíkan flokk Slíkan flokk vildi Héðinn Valdi- marsson stofna. Héðinn var á þess- um tíma (1938) varaformaður Al- þýðuflokksins. Þó svo hann færi um margt sínar eigin leiðir, væri skapmikill og stundum uppstökkur, þá efaðist enginn um hversu mikinn þátt hann hefði átt í hinni eiginlegu hugmyndafræði Alþýðuflokks og Héðinn Valdimarsson. Einhver glæsilegasti og áhrifamesti leiðtogi jafnaðarmanna á íslandi. Hann var rekinn úr Alþýðuflokknum árið 1938. jafnaðarstefnu. Það er ekki tilviljun að það er myndastytta af Héðni Valdimarssyni framan við verka- mannabústaðina við Hringbraut. Héðinn var líflð og sálin í tilorðn- ingu verkamannabústaðanna, sem hagfræðingur lagði hann efnahags- legan grunn að þessu kerfi, og sem félagsmálamaður var hann drif- krafturinn í þessum framkvæmd- um. Hitt er svo annað mál, og verð- ur Héðni ekki kennt um, að mjög fljótlega fór að fara spillingarorð af verkamannabústöðunum, óánægja fór að koma upp vegna þess að margir töldu, að kerfíð væri misnot- að, meðal annars af krötum. Héðinn kom miklu víðar við í fé- lagslegri byltingu þessara ára. Hann skildi gildi þess, að reist væri sund- höll í Reykjavík, af heilbrigðis- og þrifnaðarástæðum. Hann skrifaði mikið um þetta baráttumál, meðal annars nafnlausar greinar í Alþýðu- blaðið. Blaðamaður sem starfaði við Alþýðublaðið á þessum árum hefur sagt greinarhöfundi, að Héð- inn hefði verið svo fljótur, haft svo mikið að gera og komið svo víða við, að stundum hefðu greinar eftir hann verið ónothæfar, þurft hefði að endurskrifa þær. En samur var baráttuhugurinn. Góð kjör - forstjóri Héðinn Valdimarsson taldist ekki til reykvískra verkamanna. Hann nam hagfræði í Kaupmanna- höfn, kemur heim á stríðsárunum fyrri, og hefur störf hjá Landsversl- un, sem var þjóðnýtt innflutnings- lyrirtæki, reist vegna styrjaldarár- anna. Er talið, að það hafi verið Jónas Jónsson frá Hriflu, sem kom honum í þetta starf. Síðan varð hann forstjóri Olíuverslunarinnar, BP. Róttækari (þetta er að vísu vont orð) menn þessara ára, ungir menntamenn, flestir sem numið höfðu í Þýskalandi (Einar Olgeirs- son, Brynjólfur Bjamason meðal annarra), mynduðu íyrst vinstri arm í Alþýðuflokknum, síðan (1926) stofnuðu þeir Spörtu, og loks Kommúnistaflokk íslands (1930), gagnrýndu mjög Alþýðuflokks- broddana, og þá fyrst og fremst Héðin Valdimarsson. Sögðu þeir (og sumpart með nokkrum rétti) að kratabroddamir væru spilltir hóglíf- ismenn. Þótti þeim fara illa á því að forstjóri Olíuverslunarinnar væri jafnframt formaður Verkamannafé- lagsins Dagsbrún. Héðinn varð fyr- ir mörgum árásum vegna þessa, en þær voru óréttmætar. Eðlilegra var að gagnrýnt væri að árið 1930, þeg- ar stjóm Tryggva Þórhallssonar sat, íslandsbankinn fór á höfuðið og Út- vegsbankinn var stofnaður (það er glögg og greinargóð lýsing á þess- um atburðum í nýútkominni bók eftir Olaf Bjömsson prófessor) skyldi Jón Baldvinsson þiggja það tilboð framsóknarmanna að verða bankastjóri Útvegsbankans. Þetta var í miðri niðurlægingu kreppunn- ar, atvinnuleysi reykvískra verka- manna mikið. Það þarf því engum orðum um það að fara, að þetta þótti skrýtin ráðning og sumpart af- ar ósmekkleg. Það er einnig staðreynd að þegar hinn nýi Kommúnistaflokkur gagn- rýndi forustumenn jafnaðarmanna fyrir hóglífi og spillingu, þá höfðu þeir mikið til síns máls. Geðheilsa Jónasar A árinu 1930 gerðust sérkenni- legir atburðir, þegar Helgi Tómas- son, yfirlæknir á Kleppi, og mál- gögn Sjálfstæðisflokksins hófu harða hríð að geðheilsu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þá dómsmála- ráðherra. Þetta vom auðvitað for- kastanlegar árásir, og jafnvel þó rökleiða megi að lækninum hafi gengið gott eitt til (hann var óharðnaður, uppáhaldsnemandi í skóla, sem hins vegar vissi lítið um mannlífið og ennþá minna um við- brögð manna eins og Jónasar) þá er hitt ægileg staðreynd, að Morgun- blaðið hélt uppi svo andstyggileg- um skrifum um Jjessi mál, að með ólíkindum má kalla. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- blaðið tók siðmenntaða afstöðu í þessum Jónasarmálum. Héðinn Valdimarsson skrifaði þá mest í Al- þýðublaðið, og eru skrif hans í senn upplýst og drengileg. Hann for- dæmdi íhaldið fýrir hinn viður- styggilega málflutning. Mörgum kratabroddinum í dag væri hollt að lesa blaðagreinar Héðins Valdi- marssonarffá 1930. Verkalýðsbaráttan Héðinn Valdimarsson var áhrifa- mikill formaður Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Þekktar voru deilumar um bæjarvinnuna haustið 1932, þegar Sjálfstæðismeirihlut- inn í bænum ætlaði að lækka laun verkamanna. Bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins, undir fomstu þeirra Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Héðins börðust harðri vamarbar- áttu. Þar kom skapþungi Héðins vel í ljós. Hann stóð fremstur í flokki, rammur að afli, braut lappir af stól- um og afhenti verkamönnum til þcss að berja á íhaldinu. Menn verða að hafa hugfast hver laun vom á jressum tíma. Þetta var fá- tækt fólk, sem auk þess var iðulega atvinnulaust mestan hluta úr árinu. Þetta kemur afar glögglega í ljós til dæmis ef lesnar em endurminning- ar Jóhönnu Egilsdóttur. Kosningasigur Árið 1934 vann Alþýðuflokkur- inn mikinn kosningasigur, þann mesta í sögu sinni, ef frá er talið 1978. Þá var komið nýtt kosninga- kerfi, uppbótarþingsæti. Sannleikur er, að Jón Baldvinsson átti alltaf í pólitfskum erfiðleikum. Hann var hvergi eftirsóttur frambjóðandi, og fór inn á svokölluðum landslista. Það var hins vegar Héðinn Valdi- marsson, ásamt fleimm raunar,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.