Alþýðublaðið - 22.06.1993, Page 12

Alþýðublaðið - 22.06.1993, Page 12
12 Þriðjudagur 22. júní 1993 ERLEND MÁLEFNI HETJA. Dr. Youssef Hajir. Ibúar Dobrinja viljá endurskíra þetta úthverfi Sarajevo „Hajir Mahala" honum til heiðurs. Stríðið á Balkanskaga GRÆNMETISGARÐAR OG GRAFREITIR Dobrinja er eitt afhinum sundurskotnu úthveifum Sarajevo í Bosníu og í stöðugu um- sátri Serba. Fyrir rúmu ári síðan kom þangað dr. Youssef Hajir og hóf uppbyggingu s sjúkrahúss þar sem ekkert varfyrir. A fjórtán mánuðum hefur lœknirinn unnið krafta- verk og íbúar vilja endurskíra úthveifið „Hajir Mahala“. DAGLEGT BRAUÐ f BOSNÍU. Skurðaðgerðir án verkja- eða deyfiiyfja er algengar í hinni stríðshrjáðu Bosníu. Hér öskrar einn af stjórnarhermönnum músiima af sársauka. Það sem myndin sýnir ekki er að það er verið að gera skurðaðgerð á handsprengjutættum fæti hans - engin verkja- eða deyfilyf eru til staðar. Þaö má meö sanni segja aö feröalög til og frá Dobrinja séu líkust rússneskri rúllettu. Þetta 30 þúsund manna úthverfi í Sarajevo, þar sem mestmegnis búa mús- limir, er umsetið af Serbum og ómögulegt er aö komast þangaö nema um þrönga brú sem liggur yfir Do- brinja-ána. Áin sjálf er síðan vöröuö af risa- stórum ruslahaugum, heilu fjöllunum af bíl- hræjum og sandpoka- hæöum. Hver sem reynir aö fara yfir brúna, hvort sem held- ur gangandi eöa í far- artæki á fullri ferö, þarf aö hætta á slíka fífl- dirfsku í kúlnaregni frá leyniskyttum beggja aöila. Á einum og sama deginum í síö- ustu viku voru um miðjan dag strax kom- in tvö fórnarlömb skot- hríðar leyniskyttna Serba. Annað þeirra var 55 ára gömul kona sem öskraöi af sárs- auka eftir aö hafa verið skotin í mjöömina. Far- iö var í hraöi meö bæöi fórnarlömbin í óhrjá- lega vöruskemmu sem umlukin er af háreist- um íbúöarblokkum. Það sem gefur til kynna aö skemman sé í raun eina sjúkrahúsiö í Dobrinja er lufsulegur Rauöa kross- fáninn sem blaktir þreytulega í golunni, táknrænt. Sjúkrahúsiö er kjarni bygginga sem klastraö var saman til hjálpræö- is fyrir samfélag í gífur- legum þrengingum þess ofstækis er nú ríkir á stórum hluta Balkanskagans. DR. YOUSSEF HAJIR Stofnandi og forstjóri sjúkra- hússins, Palestínumaðurinn og læknirinn Youssef Hajir, þráir frið heitar öllu í lífinu. En örlögin og skyldurækni dr. Hajir hafa samein- ast um að halda honum í hringiðu harmleiksins sem stríðið á Balkan- skaga er. Þegar dr. Hajir kom til Dobrinja í apríl árið 1992 var þar ekkert sjúkrahús að finna og lík lágu eins og hráviði á öllum götum og í húsagörðum. Læknirinn tók þegar til starfa í tveggja herbergja íæknisstofu og framkvæmdi erfiðar skurðagerðir á gólfínu. Aðstaðan og öll áhöld voru afar frumstæð. Skurðaðgerðir fóm gjaman fram við kertaljós og dr. Hajir notaði eld- húshnífa og pappírsskæri til að bjarga lífí skjólstæðinga sinna. Ari síðar hafa dugnaður hans og hugsjónir borið nokkum ávöxt því upp er risið sjúkrahús. Ekki aðeins vinnur sjúkrahúsið stöðugt að því að halda fómarlömbum ofbeldisins á lífi, heldur er það einnig leiðarljós friðar og dæmi um ótrúlegt hug- rekki sem sýnt er á ögurstund. Frið- ur og hugrekki, tveir hlutir sem þetta sundurtætta samfélag — í bókstaflegum skilningi — þarfnast sárlega. MAÐUR NR. 1 í DOBRINJA „Þessi maður er númer eitt í Do- brinja. Hann bjargaði þessum stað,“ segir Mirsad Burnazovic, 29 ára gamall tónlistarmaður sem gerðist stjómarhermaður eftir að Balkan- skaga-stríðið braust út. Félagar Bumazovic, stjómarhermenn Bo- sníu, vilja nú endurskíra Dobrinja „Hajir Mahala" til heiðurs lækn- inum og hetjunni, Youssef Majir. Víst er að það yrði þessum manni, sem ekki getur kallað neinn annan stað heimili sitt, sannarlega mikill heiður. Youssef Hajir fæddist í Pal- estínu árið 1945 en flúði með sex systkinum sínum og móður yfír til Sýrlands árið 1948. Flóttinn kom SÁRSAUKAFULL KVEÐJUSTUND. Sonur grætur son sinn sem skotinn var til bana af Serbum. Múslimskir stjúrn- arhermenn reyna að veita niðurbrotnum föðurnum huggun. til vegna þess að faðir hans og elsti bróðir vom drepnir af Israelum eft- ir að hafa snúist til vamar gegn nauðungarflutningum á Palestínu- mönnum af landsvæðum þeirra. Góðar einkunnir Hajir í skólum sem styrktir voru af Sameinuðu þjóðunum áunnu honum rétt á styrkjum til náms í læknisfræði er- lendis. Hann valdi Sarajevo og fagið var almennar skurðlækningar. Hajir kom þangað árið 1964. Hann giftist Jasmin, múslima ffá Saraje- vo, höfuðborg Bosníu, og eignuð- ust þau þrjár dætur. Sú elsta, Honda, er nú orðinn læknir. „Ég var flóttamaður jafnvel í Sýrlandi. Hvar gæti ég búið nema hér,“ segir dr. Hajir. FLÓTTINN FRÁ SARAJEVO Nú var svo komið að dr. Hajir hafði ágæta stöðu við Kosevo- sjúkrahúsið og bjó í Vraca-hverf- inu í Sarajevo, hann var hamingju- samur maður. „Við fórum á skíði og vorum hluti af samkvæmislíf- inu; við lifðum venjulegu lífi Evr- ópubúa,“ segir hann. Þegar Vraca- hverfið komst undir stjóm Serba í aprfí árið 1992 hjálpuðu vinir dr. Hajir — margir hverjir Serbar — honum við að flýja til Dobrinja. Þar hefur hann verið upp frá því. A tíu daga fresti leggur hann líf sitt í verulega hættu á brúnni yfir Dobrinju-ána og freistar þess að heimsækja fjölskyldu sína. Fjöl- skyldan býr í hverfí í Sarajevo sem stjómarhermennimir ráða yfír. Til Dobrinja fara þau ekki. UPPBYGGING SJUKRAHUSSINS I byrjun júlí á síðasta ári tók dr. Hajir til að byggja sjúkrahús þar sem ekkert hafði verið til staðar áð- ur. Verkamönnum í Dobrinja var falið það erfíða verkefni að um- breyta vömskemmu í eigu ríkisins í sjúkrahús og miðstöð fyrir hina stríðshrjáðu. Læknirinn snfícti nokkrar olíuknúnar rafstöðvar til að útvega rafmagn í sífelldu rafmagns- leysinu og hvatti Sameinuðu þjóð- irnar til að koma til sjúkrahússins olíu hvenær sem færi gæfist. Einn af stjómendum herliðs Sameinuðu þjóðanna, Philippe Morillon hers- höfðingi, var svo hrifínn af stór- kostlegu framtaki dr. Hajir að hann skipulagði flutning á skurðarborði til Dobrinja frá heimalandi sínu, Frakklandi. En eitt stakt skurðarborð er ein- ungis dropi í tárahaf hart leikinna íbúa Bosníu. Dobrinja-sjúkra- húsið þarf enn að líða stöðugan skort á brýnum nauðsynjum svo sem sótthreinsuðum sáraumbúðum, verkjalyfjum og sótthreinsunarefn- um. En starfsfólkið er nægt. Dr. Hajir: „Hjá okkur starfa þrettán sér- fræðingar. Hér em læknar sem sér- hæfa sig í öllu frá bamalækningum til augnlækninga og taugasálfræði. Hægt en sígandi komu þeir til liðs við okkur.“ Það var erfítt fýrir aðra lækna að hunsa dugnað og hugsjón- ir dr. Youssef Hajir. LÆKNISFRÆÐILEGT AFREK Á síðustu fjórtán mánuðum hefur dr. Hajir meðhöndlað meira en 6 þúsund tilfelli af særðu fólki vegna stríðsins á Balkanskaga. Höfuðstolt hans er sú staðreynd að Dobrinja- sjúkrahúsið hefur ekki misst einn einasta sjúkling vegna sýkingar. ,Jig hef lært gífurlega margt um stríðsskurðlækningar á þessum tíma,“ segir hann. „Það er ekki svo mikilvægt að finna byssukúluna eða sprengjubrotið sem sárinu olli. Fyrst og fremst er verður að hreinsa allan líkamsvefmn í kringum og inni í sárinu, ekki má skilja eftir skemmdan eða sýktan líkamsvef inni í sárinu. Við notum einungis sýklalyf til að lagfæra mistök sem við höfum gert við meðferðina, það gerist sjaldan." Dæmi um velheppnuð störf hans er að finna hvarvetna í Dobrinja. „Hann er frábær klæðskeri," segir hinn fertugi Fahedin Djafíc og tek- ur upp græna einkennisskyrtuna aftanverða og sýnir 15 sentimetra skurð sem liggur þvert yfir háls hans og herðar. Þetta sár hlaut Djaf- ic í vélbyssuskothríð Serba í ágúst sfðastliðnum. Það var dr. Youssef Hajir sem saumaði hermanninn aft- ur saman. HRÆÐSLA VIÐ HRYÐJUVERK Líkt og flestir athafnamenn er dr. Hajir bjartsýnismaður að eðlisfari. Hann hefur nú þegar fengið arki- tektum það hlutverk að hefja undir- búning fyrir teikningu á nýju sjúkrahúsi sem byggja á í Dobrinja að stríði loknu. Hann er ekki eins viss um hvem- ig skuli endurbyggja mannleg SKORIÐ MEÐ ELDHÚSHNÍFUM yiÐ KERTALJÓS. Á Dobrinja-sjúkrahúsinu sem dr. Hajir byggði upp. Skurðaðgerð fram- kvæmd við kertaljós með eldhúshníf- um og pappírsskærum. Þarna cr ver- ið að meðhöndla unglingspilt vegna skotsárs. tengsli sem splundrast hafa vegna átakanna undanfarin misseri. „Ég er múslimi en ég vil ekki fá mujahed- in (heittrúaðir arabískir skæruliðar) til þessa bæjar,“ segir dr. Hajir. „Ég er ekki fylgjandi ofbeldi og hryðju- verkum; Eg get varla brýnt raust- ina. En þegar fólk stendur and- spænis róttæku óréttlæti, þá verður það róttækt sjálft. Þetta fólk er að missa landið sitt á sama hátt og Pal- estínumenn misstu sitt.“ Eftir að hafa horft upp á hryðjuverk blómstra í flóttamannabúðum Pal- estínumanna þá hefur dr. Hajir áhyggjur af því að það sama muni gerast í Bosníu. GARÐAR OG GRAFREITIR Hinu takmarkaða svæði á milli háhýsanna í Dobrinja hefur verið svo gott sem verið skipt til helm- inga í grænmetisgarða fyrir hina lif- andi og grafreiti fyrir hina dauðu. „Við höfum komið okkar lífí þann- ig fyrir að samfélagið er sjálfu sér nægt á allan hátt,“ segir dr. Youssef Hajir að lokum. Ef þessi merkilegi læknir hefur sitt fram þá mun svæðið sem ætlað er til ræktunar ekki verða að hopa undan svæðinu sem hinum dauðu er ætlað. STH / Byggl á Newsweek

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.