Alþýðublaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 22. júnf 1993
13
„KRASN APOLSKI“
- Rœtt við Jón Stefánsson skáld um draug Jónasar Hallgrímssonar, rœstingar, arabísk kvœði, ástir
og glœnýja Ijóðabók: Hún spurði hvað ég tœki með mér á eyðieyju
Viðtal: Hrafn Jökulsson
Jón Stefánsson skáld
var „hafður með í far-
angri unnustunnar"
þegar hún fór til náms í
Kaupmannahöfn í
haust er leið. Og þar
dvaldi hann, á slóðum
Jónasar Hallgrímsson-
ar og Jóhanns Sigur-
jónssonar, sæll og
glaður; enda eru þeir
félagar eftirlætisskáld
hans. Nú er Jón kom-
inn heim í bili og búinn
að gefa út Ijóðabók
með fjarskalega löng-
um titli: Hún spurði
hvað ég tæki með mér
á eyðieyju. Níu orð
semsagt. En hvað var
skáldið að stússa í
Höfn annað en yrkja
Ijóð? Jón: Ég var að
telja strætisvagna og
skúra bar.
Áður en lengra er haldið: Jón
Stefánsson ólst upp á Suðumesjum,
hefur gefið út þtjár ljóðabækur og
er tvímælalaust framtíðarmaður í
skáldalandsliðinu. Hann er auk þess
rauðhærður og verður þrítugur í
desember. Bogamaður semsagt
einsog svo mörg skáld önnur.
Og nú segist hann hafa talið
strætisvagna og skúrað bar í Kaup-
mannahöfn. Við látum strætisvagn-
ana liggja á milli hluta: hinsvegar
bárust þau tíðindi til íslands í vetur
að Jóni hefði verið sagt upp starfi
sínu sem ræstitæknir á pólskum
bar. Það hlýtur að hafa verið um-
talsvert afrek?
Skáldið hugsar sig lengi um og
spýtir síðan einu orði útum vinstra
munnvikið: „Krasnapolski."
Það var og.
Krasnapolski.
„Barinn heitir • Krasnapolski,“
segir Jón. „Eigandinn var fúllyndur
en lúsiðinn Asíumaður sem gerði
ómannlegar kröfur um afköst. Hinn
íslendingurinn fékk að vera áfram
en var látinn sæta afarkostum. Ég
fór mína leið, og vann að öðru leyti
fyrir mér með því að skrifa í Mogg-
ann og vinna fyrir útvarpið.“
Jón hefur skrifað margar
skemmtilegar greinar um róman-
U'sku skáldin okkar. Sum [reirra
bjuggu í Höfn; bjuggu þar, drukku,
suitu og ortu. Jón hlýtur að hafa far-
ið í pílagrímsferðir á slóðir þeirra?
„Öjá. Ég fór meira að segja og
merkti gröf Jónasar Hallgrímsson-
ar. Það er, einsog flestir vita, mis-
skilningur að jarðneskar leifar
skáldsins séu í þjóðargrafreitnum
svokallaða á Þingvöllum. Björn Th.
Björnsson listfræðingur hefur sýnt
fram á að Jónas hvíli enn í Assi-
stenskirkjugarðinum: á dálitlum
grasbletti þarsem mjóslegin ösp
hefur fest rætur. Grafreitur Jónasar
er alveg ómerktur en gamli maður-
inn er þarna einhversstaðar. Ég
fékk Maríu Karen í lið með mér -
enda er hún stórum handlagnari en
ég - og hún ritaði snoturlega á
spýtu: Jónas Hallgrímsson, 1807-
1845. Svo fór ég eitt kvöldið, rétt
fyrir lokun kirkjugarðsins, og
negldi þessa spýtu á öspina. Þannig
hvfldi Jónas Hallgrímsson í merktri
gröf eina nótt.“
Jón Stefánsson talar um þessi
dauðu skáld einsog nána vini sína.
En varð honum ekki hrasgjamt í
stigum einsog Jónasi?
„Nei, mér tókst ekki að fótbrotna
og bjó ég þó á annarri hæð. Og þeir
heimsóttu mig aldrei, strákamir. En
María Karen, sem er skyggn, sá eitt
kvöldið á Hviids Vinstue mann
nokkum frá síðustu öld standa við
barinn. Hann var á að giska 170
sentimetrar og klæddist sjakket.
Þegar hún ætlaði að athuga hann
nánar, þá máðist hann út einsog
draugum er svo gjamt.“
Var þetta Jónas Hallgrímsson?
„Ég held það bara. Örstuttu síðar
orti ég að minnsta kosti kvæði um
Hviids Vinstue: áreiðanlega var
Jónas að reyna að koma sér inn í fs-
lenskar bókmenntir á nýjan leik. Og
hvar ætti Jónas betur heima en á
Hviids Vinstue?"
f meðferð? spyr tíðindamaður
Alþýðublaðsins á móti.
Jóni er greinilega misboðið.
,Áfengisvandamálin hljóta nú að
leysast eftir dauðann," segir hann
dræmt.
Fram af hengifluginu
En er hægt að vera gott, ungt
skáld og sniðganga Ijóð Jónasar
Hallgrímssonar?
„Það er ekki hægt að sniðganga
Jónas Hallgrímsson og íslenska
bókmenntahefð. Reyndu að fá ein-
hvem sem ekki kann stafrófið til
jress að lesa fyrir þig: þetta er svip-
að. Til jress að kynnast tungumál-
inu og möguleikum þess er nauð-
synlegt að leita til meistaranna."
Yfir í aðra sálma. Er það ekki
raunalegt hlutskipti að vera ungt
skáld í landi þarsem sárafáir hafa
áhuga á ljóðum: er það ekki einsog
að æpa útí tómið?
„Til em þeir sem hafa áhuga á
ljóðum, sem betur fer. Og ég er
ekkert viss um að þeir séu sárafáir.
Svo er mér sama hvort ég yrki fyrir
25 manns eða 25 þúsund... Jú, auð-
vitað þurfa skáld að fá viðbrögð. En
áhugi á ljóðum er einfaldlega mis-
mikill frá ári til árs. Ljóðið kemst
stundum í tísku, rétt einsog útvíðar
buxur.“
Útvíðar buxur em greinilega í
tísku nú um stundir. Hvað um ljóð-
ið?
„Fyrir svosem fimm ámm var
ljóðið í tísku, held ég, en ekki um
þessar mundir. Ég sef nú samt
þokkalega og hef engar vemlegar
áhyggjur af ljóðinu. Það spjarar sig
alltaf."
En er ekki ungt skáld dálítið ein-
angrað í mannfélaginu?
„Sú er árátta skálda," segir Jón,
„að koma helst öllum heiminum í
orð, öllum heimsins tilfinningum
og öllum heimsins morgnum.
Þannig er staða skáldsins öðmvísi
en annarra. Þegar þú þarft að koma
einhverju í orð, þaiftu að hugsa þig
um, og meðan þú hugsar þig um þá
talarðu ekki við aðra - þú einangrar
þig. Þetta er árátta sem stappar
nærri geðveiki; að þurfa að orða
hlutina á afgerandi hátt. Og það
liggur við að ég sé stundum reiðu-
búinn að kasta mér fram af hengi-
fluginu fyrir góða ljóðlínu.“
Niður með harðstjórann!
En skyldi Jón hafa kynnst ein-
hveijum dönskum skáldum í vetur?
„Nei, enda bar ég mig ekki eftir
slíkum kynnum. Ég var mest á
randi í mínum eigin heimi og leitaði
ekki eftir félagsskap. Ég sökkti mér
ekki einu sinni ofan í danskar bók-
menntir að ráði heldur las bækur
um íslenskt þjóðlíf í kringum alda-
mótin, og þýddi arabískan skáld-
skap og ljóð Charles Bukowskys."
„...reiðubúinn að kasta mér fram af hengifluginu fyrir góða ljóðlínu.“
dagurinn í gœr hejur breytt um nafn
það hefur ekkert gerst
nema dagurinn í gær
hefur breytt um nafn
hér er til dæmis ekkert orð
sem stöðvar hjartsláttinn
engin orð
íyrir óstyrka elskendur
ekki einu sinni orð
til að fara með
meðan beðið er eftir strætísvagni
en ég ætla samt að yrkja jjetta
tilgangslausa ljóð
og tileinka andardrættí mínum
ég bíð ekki eftir neinu
ævintýri næturinnar
einungis fyrir byrjendur
hér
fylgir einsemdin með
í hveijum sopa
og ég bíð ekki eftír neinu
nema jjéttari reyk
og jazzmanninum
sem blæs myrkri
Hversvegna valdi Jón ameríska
rónahöfundinn Bukowsky?
„Ég skemmti mér svo konung-
lega við að þýða hann. Kannski er
Bukowsky ekki mesta skáld heims-
ins, en það er eitthvað við hann
einsog sagt er. Heimur hans er ein-
att hráslagalegur en það er aldrei
langt í væntumþykju og mann-
gæsku.“
En arabísku ljóðin, hvað eru þau
fyrir nokkuð?
„Hvad er det for noget," ansar
Jón og tekur blaðamann í landhelgi
dönskunnar. „Jú, jjetta eru arabísk
ljóð sjöunda til níunda áratugar
þessarar aldar: feikilega kröftugur
og heillandi skáldskapur. Þessi ljóð
búa yfir ógnum sem eru okkur
framandi, þau eru viðbrögð við at-
burðum úr samtímanum. Ég get
nefnt til dæmis Eyðimörkina, ljóða-
bálk sem var ortur eftir að ísraelar
hemámu Beirút, höfuðborg Líban-
ons. Israelar höfðu aldrei áður náð
höfuðborg arabatikis á sitt vald, og
það sem meira var: Arabar litu á
Beiríit sem perlu, hún var jjeirra
París. Hemám borgarinnar vakti
reiði, örvæntingu og sársauka sent
kristallast snilldarlega í þessu ljóði.
Arabísk ljóðlist á sér langa og
merkilega sögu. Súrrealistamir og
spænsku skáldin sóttu til dæmis
mikið til klassískrar ljóðlistar Mára.
Arabísk skáld kunna að yrkja
ádeiluljóð án þess að æpa einfald-
lega: Niður með harðstjórann!
Ljóðin em svellandi af tilfinning-
um, og það er verulega lærdómsríkt
að kynnast þeim.“
Um líf sem aldrei varð
Ástarljóð em áberandi í bókum
Jóns Stefánssonar: en sjaldnast em
ljóðin um farsæla ást eða endur-
goldna. Nú er Jón lukkulega trúlof-
aður og getur fráleitt gert ástleysið
að yrkisefni. Getur hann ort fram-
ar?
„Ohjákvæmilega verða ljóðin
allt, allt öðmvísi en áður. Ég hef
hingað til ort um eitthvað sem ég
ekki hef. Um leið og maður fær það
sem hann þráir minnkar þörfin fyrir
að yrkja unt það: Þú lifir það. I
flestum bestu ástarljóðum allra
tíma em menn ekki að yrkja únt
einhveija ákveðna konu - eða karl
- heldur um tilfinningu, um líf sem
aldrei varð. Þegar Jónas Hallgríms-
son orti Ferðalok hafði hann áreið-
anlega Þóiu í huga. En sú Þóra sent
hann orti um var samt áreiðanlega
aldrei til, nema sem háleit og hríf-
andi sýn, tilfinning, í bijósti skálds-
ins. Jónas gat ekki, fremur en önnur
skáld, ort um ósýnilegan anda.
Þessvegna klæddi hann draumsýn-
ina holdi og blóði Þóm. En það
hefði kannski sem best getað verið
einhver önnur.“