Alþýðublaðið - 02.07.1993, Síða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1993, Síða 2
2 Föstudagur 2. júlí 1993 fimiiiiímini HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110 Hversu lengi tekur sjórinn við? Sjórinn hefur öldum saman verið eins konar ruslakista mannskepnunnar; þangað hefur hún veitt stærstum hluta af úrgangi, sem fallið hefur til í bústöðum hennar. Lengi vel leiddi þetta ekki til varanlegrar mengunar, og sjórinn virtist geta tekið við ótrúlegu magni af hvers konar sorpi, án þess að lífsþrótti tegundanna í honum væri misboðið. En hversu lengi tekur sjórinn við? Hvers konar iðnaði hefur fleygt fram á öldinni; flókinn efnaiðnaður, þar sem stórhættuleg efni verða til sem úrgangur, hefur nú leitt til þess að lífríki sjávarins er í hættu statt. Þjóðimar, ekki síst þær sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi, voru því miður allt of seinar að gera sér grein fyrir því, að höfín em lifandi; líf- ríki þeirra er ekki hægt að ausa eitri og skólpi um eilífan aldur. Þetta gildir ekki síður um íslendinga en aðrar þjóðir. Við höfum í krafti fjarlægðar frá öðmm þjóðum talið okkur trú um að við væmm óhult; skortur á stóriðnaði og efnaiðnaði hér á landi væri eins konar ósýnilegur vemdarvængur sem héldi hlífískildi yfir matarbúrinu í sjónum umhverfis ísland. Það er því miður ijarri öllum sanni. Straumar og vindar hafa ámm saman flutt hingað norður á hjarann langlíf mengandi efni, sem aðrar þjóðir losa frá sér í hafið. Af sjónarhóli mengunar er því ekkert ríki eyland, - ekki heldur Island. Straumar bera hingað geislavirk efni, sem Bretar leyfa sér af ótrúlegri skammsýni að losa út í hafið. Aðrar og nálægari þjóðir, einsog írar, verða að vísu mun verr fyrir barðinu á þeim skelfilega verknaði, en hins vegar eyðist geislavirkur úrgangur ekki nema á afar löngum tíma, og gæti því í tímans rás safnast upp í höfunum norður um ísland. Staðreyndin er sú, að hvað varðar ýmsa þætti sjávarmengunar eru Islendingar ef til vill í meiri hættu en ýmsar aðrar þjóðir. Þar ber sérstaklega að nefna mengun af völdum þrávirkra efna, sem geta haft mjög alvarleg áhrif á lifandi vemr. Nýlegar rannsóknir sýna þá uggvænlegu staðreynd, að þrávirk efni geta borist óravegu um háloftin, en þegar þau koma í kaidara lofstslag þéttast þau, og falla til sjávar. Hin gjöfulu fiskimið umhverfis Island em því í meiri hættu en önnur hafsvæði fyrir uppsöfnun þrávirkra efna. Efnin safnast saman í seti, og berast svo upp fæðukeðjuna, þar sem þau geta fundist í allt of háu magni, til dæmis í ýmsum fiskum. Skaðsemi þessara efna er margvísleg. Þó óvíst sé um áhrif þeirra á manninn sjálfan, þá geta þau valdið lömun í lífverum, vansköpun, ofnæmi, fósturskemmdum, og em þar að auki álitin krabbameinsvaldandi. V íða um heim hafa menn líka miklar áhyggjur af áhrifum þeirra á afkomu og klak fiska. Þannig hlýtur það að vera umhugs- unarefni fyrir Islendinga, að í Eystrasalti em þrávirk efni talin eiga þátt í lélegri afkomu nokkurra mikilvægra fiskistofna, þar á meðal þorsksins. Eigum við það á hættu ef ekki verður tekið í taumana nógu fljótt? s Islendingar þurfa því að skera upp herör gegn þessum efnum á alþjóðavettvangi, og hafa fmmkvæði að því að banna notkun þeirra. Eitt fyrsta verk nýs umhverfisráðherra var einmitt að láta Island greiða atkvæði gegn losun þrávirkra efna í hafið á alþjóðlegri mengunarráðstefnu í Berlín. Áður hafði fyrrverandi umhverfisráðherra haft fmmkvæði að því að leggja fram sams konar tillögu á ráðstefnunni í Ríó. s Islendingar þurfa að leggja ofurkapp á að vemda höfin. Það hlýtur að verða helsta áhersla nýs umhverfisráðherra, og byrjunin lofargóðu. mm Onnur sjónarmiö. . Pressumálið í Tímanum Tíminn fjallar í forystugrein í gær um frétt Alþýðublaðsins í fyrradag, þarsem sagt var frá grein Gunnars Smára Egilssonar í næsta tölublaði Heimsmyndar. Þar segir Gunnar Smári, sem til skamms tíma var ritstjóri Pressunnar, að „Dav- íðsmenn'* haft komið til sín upplýs- ingum um persónuleg fjármál Þórð- ar Olafssonar forstöðumanns Bankaeftirlitsins. Tíminn segir: „Alþýðublaðið greinir frá því í gær að í óútkomnu hefti tímaritsins Heimsmyndar sé fullyrt að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafí stað- ið fyrir því að koma upplýsingum um einkafjármál forstöðumanns Bankaeftirlitsins í hendur Press- unnar. Tilgangur forsætisráðherra er sagður hafa verið að koma höggi á forstöðumanninn í hefndarskyni fyrir að hafa viðrað opinberlega efasemdir um aðferðir þær, sem viðhafðar voru í Landsbankamál- inu svokallaða. Vegna þess að það er fyrrum rit- stjóri Pressunnar, sem heldur þvf fram að menn á vegum forsætisráð- herra hafi komið upplýsingum um fjármál forstöðumannsins á fram- færi við blaðið, er vægi þessara fullyrðinga slíkt að ekki verður framhjá þeim litið. Hér eru á ferðinni stóralvarlegar ásakanir, sem snerta réttaröryggi opinberra starfsmanna og raunar landsmanna allra, landslög og síð- ast en ekki síst pólitískt siðferði í landinu. Varla þarf að taka fram að viðskipti einstaklinga við banka- stofnanir eru einkamál viðkomandi aðila og þó svo að háttsettir aðilar í stjómsýslunni kunni af einhveijum ástæðum að hafa komist yftr trún- aðarupplýsingar unt einstaka þegna þjóðfélagsins, er það ótrúleg ósvífni og botnlaust siðleysi að nota sér slíkar upplýsingar í pólitískum tilgangi." Alþingi rannsaki málið Lokaorð forystugreinar Tím- ans eru á þessa leið: „Hveniig sem á þetta mál er litið, veður ekki hjá því komist að fá óyggjandi niðurstöðu um sann- leiksgildi ásakana þeirra sem fram hafa komið. Að nafninu til, í það minnsta, ríkir þingræðiskerfið á Is- landi, en í því felst að fram- kvæmdavaldið byggir vald sitt á löggjafarvaldinu. Eftirlit og aðhald með framkvæmdavaldinu er í verkahring löggjafarvaldsins, Al- þingis, og það kemur því í þess hlut að hafa forgöngu um að fram fari opinber rannsókn á því hvemig framkvæmdavaldið fer með umboð sitt. Stjóm þingsins ber að taka þetta mál upp og láta kanna það og ef hún gerir það ekki, hljóta einstakir þing- menn að sjá til þess að það verði gert.“ Forystumenn með lokuð augu I gær var á ný settur virðis- aukaskattur á bækur, blöð og tímarit Barátta rithöfunda, út- gefcnda, aðila prentiðnaðarins og fleiri kom fyrir ekki. Ólafur Ragnarsson útgefandi í Vöku- Helgafelli og varaformaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda skrifar af þessu tilefni snarpa grein í Morgunblaðið í gær. Hann segir meðal annars: „Undanfama mánuði og misseri hefur verið reynt að tala um fyrir al- þingismönnum og ráðhertum af hálfu allra þeirra hópa þjóðlífsins sem beint eða óbeint tengjast bók- um og bókaútgáfu. Minnt hefur verið á menningarlegar röksemdir, bent á afleiðingar þessarar nýju skattlagningar á atvinnu fjölda fólks og færð fram fjármálaleg rök fyrir því að áætlaðar tekjur ríkis- sjóðs af skatti á bækur muni ekki skila sér nema að litlum hluta vegna samdráttar í bóksölu og kostnaðar rikissjóðs af auknu atvinnuleysi í þeim greinum sem tengjast, gerð, útgáfu og sölu bóka. Nefnd sem stjómvöld skipuðu á liðnu vori aflaði margvtslegra gagna er studdu þessa röksemda- færslu og skilaði hún skýrslu um málið á borð ríkisstjómar - en allt kom tyrir ekki. Forystumenn þjóð- arinnar lokuðu augum fyrir þeim staðreyndum sem fyrir lágu. Skatt- urinn skyldi koma til framkvæmda hvað sem tautaði og raulaði! Frá þessum degi skal innheimta 14% virðisaukaskatt af hverri bók.“ Ólafur Ragnars- son: Málstaður bókarinnar verður að sigra Forystugrein Tímans: Ótrúleg ósvífni og botnlaust siðferði... 4 Timlnn Alvarlegar ásakamr ( Heitmmytui „Davíðsmeitn" notuðu Pressuna - óí að tm sér ntðrí ó Þórði ótafsaym forstöðumamí Bankaefttríift4*** —•* grein Gumtars Smám Bgllssánar ( Heimsmynd Cíanmr Smári Eglls- «m, riistjórí, í gr í Heíwsáijsyöfl, \erb» tir dreíft á rísestu að ErmutMiar ! byrjun jútú um fjérmáf Hrthtr uiafmmxr for- aðdmtmm Bankaefth'- Sitíáií* r»K«r ad rekja tíi m\m Oáémme Umœti {■'mvux Su*»ri 'i« riL VlíXXZÍIiXl íil IxStUdi if.p afyiistu mmmft \íím» *t ttö&íkí m & is&«r> mm&ttmtoa Davsa Oéimmt msM wœ* kffntixipt*;.?'#'. ivxffi i i!*rí»*»».v. i hjffltae&xfakkfitim tyt* iftminúí írv.m emw Savfcl mep; s»!fc 0**0 taó tfiM Öíáfs*ysi unt |*s»í}a«nf*n» iwriar. <* S»affaí <t»rSt há : ftf&im&w. íúftef ý*ti gen <fc vwimiy wu ix*(fe:sr* ss>n tfíls rfcki V«ít» ftý ;>í nSIiani T íjó-rínð i.n<tðiu mísiiátxti* S/ixíkíiRttfciíiðM imðxts® ffckkffenw. D*fiös effcr sif PfoOw fcsftn ei- 6 ar.'.tmáim fcsönv m <bxm<* Sftíáftt, «?« var uSóþá mijfcí S»«>- iijfcilývinfciiíísfn M IA.VAu í ««fc.1tim jwr*5ft»k!*tfch ffáibigv vmm&m Omm SœS.1 ittám bm mtUt km mh <ifipfý<<n«x‘i>o»f eft vejifc b*ð fc.íireif* h.x „Díívfósnfcwíxnn '. ffciiifSSÍ Siixfcf ffctffifci: tfcSi :nn mái iXafta i Paesxtnfc,«»þsfc bfcnvifg®- g<n íktmm <f«t *ff hmm v» fcijí.' vm. t«á v* mMm <k$>S *{*> <f fcwviifct <»í fvfcAt.' Of nfvsiifí swgiHi-' S jjfríjwm þrifp> Sí:t« Íífatt: é ih viic'we. rí*f«f*i fwf« i wffcfcúitiS. fcytr- tttx ifcMjiffi VlVifiSttaXf *fcífUfr «il vm rnstfai ftfcfmnftymW ttfci Tímiini xií»v«unuit«.Ytum, tiumwiuooritjittiHtin fciUfcfc*!: fcriwjánnaon Sfc-fn M*faö«Ti!s§öri: <Mm óíttfsivst 8«ffb Öfibmmimxi QWéinAwtmtmi . ..«fcl1é ffc«yfí»vft8fa»t:ítá8;ifj0 tto&mf***-- mmv «« m wtm. tmm. ttm* mmz. mmt. tHtoinQ Uttttmst; f f*sfcn«fcfa TlffWJWt. fc«*nlw«'. ÍXt$ nf fc« tm-, <nx6 f snuiwðfcf fcf> 128,- mtfrirw k>- >*■ immmrnth Misnotkun valds AJfcýð«bÍ*Öið amníf fri |rví r að ( Mtkmt hcftí tfrr»ritsins Heímsmyndar té íullyrt »6 Oddáson forsíetisrádherrá hðfi stáðið íyrir M koma upplýsingum um eÍRkaíjármáÍ jorstöðumsn Bámkfceftiríitsíns í hendur IVeeáunnár, Tilgsogur f< sætisráðherra er sagður hafe v«rið að koma ítöggi forsiöðuflsawíian í hefmkrskyrti íyrír ai hsfa vifir opiflberiéga dasemdír um atði'erðír b*r, u-m víðhal »t voru f' UndsbarfckamÁiinu svokalíaða. Vegna \xn M er fyrrum ríUtjðrl Frcssuími um héidur t>ví fnm að menn á vegum ims&tarí herra haft komíð upplýsingum um ftármál foraíðð manosíns á. framfíeri við blaöið, er v*gi beesara fu yrðinga siíkt að ekkí verður framhjá beim Jitið, Hét eru á fcrðínni stðmlvarlcgar ásakanir, se snerta ráttarOrygg* ofdnberra ú&rhmnm og rsun íandsmsuna alira, {andsiög og siðasí tn ekkí sfst pé ítfskt aiðíerði í landinu, Varia bari að taka fram i víðskiptí cinstakiings við bankásíofnanir eru esnk mál viðkomandi aðíla og bó svo að háttaettir aðilar stjómsýriunní kunní af einhverjtim áataeðum að hs komlat yfír frönaðsruppiýsingar um eínstafca Jxrgr jfjðMálsgsins, er bað ötruleg ósvífni og hotníausf aíi ÍíVfi Stft nnfl iSr «ffV»«' unnfðtinittr f »Ali»f«fMi« fcf Alvarlegar ásakanir. „Stjóm þingsins ber að taka þetta mál upp,“ segir Tíminn í forystugrein í gær, „og iáta kanna það og ef hún gerir það ekki, hljóta einstakir þingmenn að sjá til þess að það verði gert.“ Stríðið er ekki tapað Niðurlag greinar Ólafs Ragn- arssonar er á þessa leið: „Þótt skammsýnir stjómmála- menn hafi haft betur í þeirri orrustu um skattlagningu íslenskrar tungu sem lauk á miðnætti síðastliðnu er stríðið ekki tapað. Bókafólk þarf því að halda markvisst áfram bar- áttu sinni gegn því að byrðum sé hlaðið á íslenskar bækur og lesend- ur. Og málstaður bókarinnar verður að sigra áður en í algjört óefni er komið. Sá dagur mun koma - hvort held- ur það verður í tíð núverandi ríkis- stjómar eða þeirrar næstu - að snú- ið verður af þeirri óheillabraut sem í dag er stefnt inn á. Augu kjörinna leiðtoga þjóðar- innar hljóta að opnast fyrir ótví- ræðu gildi bóklestrar og aukinni þörf á að auðga íslenska menningu með öflugri bókmenntasköpun. Þá geta þeir sýnt skiining sinn í verki með því að létta lestrarskattinum af íslenskum bókum. Sú aðgerð væri jaíhframt staðfesting á þvt' að þeim stæði alls ekki á sama um fjöregg þjóðarinnar, íslenska tungu.“ t iúti’9} Atburðir dagsins 1644 í enska borgarastríðinu breytast málin Oliver Cromwell í hag í or- ustunni við Marston mýrar. 1778 Svissneskfæddi heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Jacques Rousseau deyr í Frakklandi þar sem hann bjó, hann var geðveikur síðustu æviár sín. dramatísk verk, en best þekkt þeirra em trúlega Alceste og Orfeus og Evri- dís. Hermann Hesse - 1877 Þýskur rithöfundur og ljóðskáld, þekktur fyrir Steppenwolf og Siddarha. Patrice Lumumba -1925 Stjómmálamaður og forsætisráðherra í Kon- gó á ámnum 1960 til 1961 í að syngja einn. 1843 Samuel Hahnemann, faðir smáskammtalækninganna, hómópat- íunnar, er látinn í París. 1881 James Garfield Bandaríkjaforseti særðist í dag eftir skothríð frá launmorðingja. 1937 Amerísku flugmennirnir Earhart og Noonan hefja sig til flugs frá Nýju Gíneu og ætla að fljúga kringum hnöttinn. Þeim mistókst að ná marki sínu. 1951 Verstu flóð í sögu Bandaríkjanna. Alls létust 41 í flóðunum en 200 þúsund manns misstu heimili sín. 1964 Johnson Bandairkjaforseti undirritar Mannréttindafmmvarpið sem bannar mismunun kynþáttanna. 1973 Betty Grable, ein allra skærasta stjama Hollywood um langt skeið er látin. Fætur hennar þóttu með afbrigðum fagrir, og vom tryggðir fyrir milljónatugi. Afmœlisdagar Christopher Gluck - 1714 Þýskt tónskáld sem samdi meira en 40 Spakmœli dagsins „Fólk mun ekki vilja þola þjáningar, - nema það sjái einhverja von.“ Haft eftir suður-afríska viðskiptajöfrinum Michael Edwards árið 1980. HJÁLPRÆÐISHERINN STOFNAÐUR - fyrir 128 árum á þessum degi gerðist það að breski vakningarpredikarinn William Booth stofnaði The Christian Mission í Whitechapel í London, einu airæmdasta hverfi borgarinnar. Booth, 36 ára, stjórn- ar samkvæmt hcrfræðilegum reglum, og hreyfing hans fær nafnið Hjálpræðisher- inn. Þau samtök eru mikils virt í dag og starfa um veröid víða, mcðal annars nær angi þeirra til Lslands og hefur þar dafnað vel.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.