Alþýðublaðið - 02.07.1993, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 02.07.1993, Qupperneq 4
4 PALLBORÐIÐ Föstudagur 2. júlí 1993 Hversvegna að fresta einkavæðingu? Jón Þór Sturluson skrifar Aö undanförnu hef- ur umræðan um einkavæðingu ríkis- fyrirtækja legið nokkuð í láginni. Ekki kemur það mjög á óvart hversu mikilli and- stöðu einkavæðing- aráform ríkisstjórn- ar Davíðs Odds- sonar hafa mætt af hendi hagsmuna- aðila, sem margir hverjir telja sig geta tjáð afstöðu alls al- mennings. Furðu- legra er að ríkis- stjórnin sjálf virðist draga fæturna í þessu máli. Veikburða markaður Helsta skýringuna á hægagangi sínum segir ríkisstjómin vera efna- hagsaðstæður og umhverfi á íjár- magnsmarkaði. Þessi afstaða bygg- ir á áformum um sölu á ríkisfyrir- tækjum með almennu hlutafjárút- boði á verðbréfamarkaði. Auðvelt er að sjá að hlutabréfa- markaður af stærðargráðunni 40 milljarðar (markaðsvirði skráðra hlutabréfa á markaði) ræður ekki við stórfellda einkavæðingu, sér- staklega ekki við núverandi að- stæður, ef hefðbundnar leiðir em famar. Einnig myndi hefðbundin sala ríkisfyrirtækja vera í beinni samkeppni við önnur form spam- aðar, svo sem ríkisskuldabréf og húsbréf, sem leiddi til hækkunar vaxta. Hversvegna einkavæðing? Einkavæðing er ekki fram- kvæmd í því augnamiði að afla rík- issjóði tekna. Hugsanlega fær ríkis- sjóður eitthvað í kassann við sölu hlutabréfa en um leið tapar ríkið hugsanlegum ffamtíðartekjum. Það er þvf væntanlega ekki tekjuauk- andi í raun fyrir ríkið að einkavæða. Einkavæðing er framkvæmd í þeirri trú að framleiðslu í fijálsu hagkerfi sé best borgið í höndum einkaaðila. Ef stjómandi fyrirtækis er ábyrg- ur gagnvart sjálfum sér eða áþreif- anlegum hluthöfum hafa störf hans bein áhrif á hans hag. Stjómandi ríkisfyrirtækis er vitanlega ábyrgur fyrir sínum umbjóðendum en það er fyrir þá, þjóðina alla, að fylgjast með hvort vel tekst til eða ekki. Það er því í verkahring milliliða, þingmanna, að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Þessi tengsl umbjóð- enda og eigenda era veik eins og flestir gera sér grein fyrir og leiða af sér lítið aðhald með ríkisfyrirtækj- um. Því skal þó engan veginn hald- ið fram að umboðsvandinn sé ekki til staðar í einkageiranum, en hann er þó í mun minna mæli og auð- veldara er að bregðast við honum. Einkarekstur nýtir í flestum til- fellum betur þá framleiðsluþætti sem hann notar. Arðsemiskrafa eig- enda tryggir að framleitt sé við sem minnstan tilkostnað, það er, fram- leiðnin er meiri. Þetta þýðir líka að einkageirinn notar færri starfsmenn en opinber rekstur og era þá fijálsar hendur sem geta nýst við önnur störf. A þessu, meðal annars, bygg- ir hagvöxtur. „Tékkneska aðferðin“ En úr því að tekjur ríkissjóðs af einkavæðingu era aðeins hverfandi hluti þess ávinnings sem einkavæð- ing veitir, hvers vegna þarf að bíða með einkavæðingu þar til að viðun- andi verð fæst fyrir ríkisfyrirtækin á verðbréfamarkaði? Er ekki hægt að fara aðrar leiðir en hefðbundnar við einkavæðingu? I Tékklandi, og áður í Tékkó- slóvakíu, hófst mikil einkavæðing- arherferð fyrir um það bil þremur áram. Um tólfhundrað ríkisfyrir- tæki áttu að seljast á uppboði sem öll þjóðin tók þátt í og nú þegar hafa tvö af hverjum þremur ríkis- fyrirtækjum verið seld. Einstaklega hugvitssamleg að- ferð var notuð við söluna. Fram- kvæmdin er eitthvað á þá leið að allir íbúar landsins hafa rétt á að taka þátt í uppboði og borga þátt- tökugjald sem samsvarar vikulaun- um verkamanns. Hver og einn fær úthlutað eitt þúsund ávísunum (coupons) sem hann getur notað til að bjóða í fyrirtæki að eigin vild. Uppboðshaldarinn ákveður eitt upphafsverð á öll hlutabréfin og síðan sendir fólk inn sínar óskir. Ef of margir era um eitt einstakt fyrir- tæki, þá er öllum óskum um kaup hafnað og verðið hækkað. Ef hins- vegar of fáir sækjast eftir hlutabréf- um í viðkomandi fyrirtæki er verð- ið á óseldu hlutabréfunum lækkað. I næstu umferð býður fólk í bréfin á hinu nýja verði og áfram er haldið þar til jafnvægi næst. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það býður sjálft í bréfin, eða leggur þau öll eða hluta inn í verðbréfasjóð sem sér um að bjóða í ýmis fyrir- tæki. Þannig getur fólk eignast verðbréfasafn með mikilli áhættu- dreifingu á einfaldan hátt. Sambærilegar aðstæður Tékkar era ekki eina þjóðin í Austur-Evrópu sem fer þessa leið því Rússar hafa á pijónunum mjög svipaðar áætlanir. Þar er þó meiri áhersla lögð á þátttöku starfsfólks í hlutafjárkaupum. Margur heldur eflaust að ástand í Austur-Evrópu sé með þeim hætti að ekki sé hægt að yfirfæra þetta kerfi á Island. Vitanlega er ekki hægt að taka það upp hér nema að einhveiju leyti, en margar hug- myndir má sækja þangað austur eft- ir. Einkum tvennt eiga Islendingar sameiginlegt með til dæmis Tékk- um sem veldur því að það er mögu- legt. I fyrsta lagi er fjármagnsmark- aður hér, og þá sérstaklega hluta- bréfamarkaður, ekki mikið þróaðri en þar, að minnsta kosti ef viðráð- anleiki við stórfellda einkavæðingu er notaður sem mælikvarði. I öðra lagi er óvenju mikið um ríkisrekstur á Islandi ef borið er saman við okk- ar helstu grannlönd, og því mikið svigrúm til einkavæðingar. Á Norðurlöndum er til að mynda rík- isrekstur banka nær óþekktur og var lagður af að mestu fyrir mörg- um árum. Gefum hlutabréfin I sem stystu máli má af ofan- greindu draga þá ályktun að skyn- samlegt væri að, því sem næst, gefa þjóðinni „sinrí* hlut í ríkisfyrirtækj- unum. Þar sem tekjur ríkissjóðs af einkavæðingunni era smávægileg- ar í samanburði við hagræðið er ekkert sem hamlar ríkisstjóminni að einkavæða tugi fyrirtækja strax, öll í einu eða í nokkram skrefum. Fólki yrði úthlutað ávísunum gegn vægu þátttökugjaldi og síðan yrði haldið uppboð á margskonar hlutabréfum samhliða. Margir myndu eflaust kjósa að selja sín réttindi eða þá að selja sín hlutabréf eftir uppboðið og gæti ríkisvaldið hugsanlega skattlagt slíkar tekjur ef áhyggjur af greiðsluhalla ríkissjóðs era aðaláhyggjuefnið. Allsheijar einkavæðing, þar sem fólkinu yrði færður sinn hlutur myndi leiða til hagræðingar og betri nýtingar ffamleiðsluþátta og þannig efla hagvöxt. Lokaorð Þeir era ófáir sem telja stöðu fjár- magnsmarkaðar ekki leyfa sölu hlutabréfa að svo stöddu og það, að því er virðist, er rétt mat ef hafðar era í huga hefðbundnar leiðir í einkavæðingu, það er sala á mark- aðsvirði. En erfitt er að sjá hvenær aðstæður muni leyfa hefðbundna sölu. íslendingar hafa ekki tíma til að bíða eftir efnahagsbata. Þeir þurfa að sækja hann sjálfir með eigin framkvæði. Höfundur er nemi í hagfræði við Háskóla íslands og ritari Sambands ungra jafnaðarmanna GOÐAFOSS ÁSBYRGI ALDEYJARFOSS DETTIFOSS Verió velkomin á félagssvæöi okkar, sem býður upp á marga fegurstu staði landsins Við bjóðum þjónustu okkará HÚSAVÍK í: K.Þ. Matbæ (matvöruverslun) K.Þ. Miðbæ (fatnaður - ferðavörur - íþróttavörur o.fl.) K.Þ. Smiðjunni (vélavarahlutir - byggingavörur - verkfæri o.fl.) i Söluskálanum Naustagili (matur - drykkur o.fl. o.fl.) [ útibúum að: Fosshól við Goðafoss - Laugum, Reykjadal - Reykjahlíð við Mývatn - Ásbyrgi - Gljúfrabúi við Laxárvirkjun - sem öll veita ferðamönnum margvíslega þjónustu. ESSO þjónusta. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.