Alþýðublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 14
Föstudagur 2. júlí 1993
Doktor Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs með áhugasömum Kópavogsbúum af yngri kynslóðinni.
Náttúrufrœðistofa Kópavogs
Alhliða náttúrufræðisafn
sem ætlar sér stóra hluti
Hin tíu ára gamla Nátt-
úrufræðistofa Kópa-
vogs er staðsett við
Digranesveginn. For-
stöðumaður hennar er
dr. Hilmar Malmquist.
Hann hóf nám sitt við
líffræðideild Háskóla
íslands og lauk þar
BS-prófi. Þaðan lá
leiðin til kóngsins
Kaupmannahafnar þar
sem Hilmar ritaði dokt-
orsritgerð sína um
bleikjustofninn í Þing-
vallavatni og fæðuvist-
fræði. Alþýðublaðið
hafði samband við
Hilmar og spjallaði við
hann vítt og breitt um
starfsemi Náttúrufræði-
stofunnar.
Hverskonar stofnun erNáttúru-
frœðistofa Kópavogs?
„Þetta er alhliða náttúrufræði-
safn. Sérhæfing okkurer í lindýrum
eins og kuðungum, skeljum og
smokkfiskum og uppistaðan í safn-
inu er safn Jóns Bogasonar, starfs-
manns á Hafrannsóknastofnun.
Þetta lindýrasafn hans er einstxtt á
öllu landinu og þótt víðar væri leit-
að.
Þess má geta að síðastliðinn vet-
ur var hann heiðraður af Háskóla
Islands fyrir einstakt framlag til ís-
lenskra náttúrufræða. Jón safnaði
þessum dýrum í fjölmörgum leið-
öngrum sínum á vegum Hafrann-
sóknastofnunar. Einnig skipti hann
mikið við erlenda aðila á eintökum
og því er safnið nokkuð vel birgt af
erlendum tegundum lindýra.
Enn fremur er auðvitað að finna í
safhinu íslensk spendýr. Hér er
ágætt safn fugla og góður vísir að
steinasafni. Stefnan er að leggja
aukna áherslu á fiska, jafnt úr sjó
sem vötnum. Við höfum komið
okkur upp nokkurskonar mini-sæ-
dýrasafni með lifandi sjávardýrum í
körum og búrum og ætlum að auka
við það í framtíðinni."
Hvemig fer starfsemin að öðm
leyti fram?
„Nú. gestir okkar hingað til hafa
verið mestmegnis skólafólk og
krakkar úr leikskólum. Við höfum
tekið á móti hópum, verið með leið-
sögn um safnið og síðan hafa
krakkamir unnið verkefni því
tengd.
Stefna mín er að færa safnið
meira út til almennings, ef svo má
segja og fá hingað mun fleiri gesti
með því að stórefla kynningarstarf-
ið. En auk þess höldum við að sjálf-
sögðu áfram að sinna skólafólkinu
af alúð.
Meðalíjöldi gesta á ári hverju
hefur verið á milli 1000 og 1500 en
í ár stefnir í metár og að gestir verði
um 2500 talsins. Hlutur af þessari
fjölgun á gestum eru kynningar
sem við höfum verið með. Til að
mynda vomm við með kynningu á
rauðbrystingi síðastliðið vor í sam-
vinnu við Fuglavemdarfélag ís-
lands. Þá vomm við með sérstök
upplýsingaspjöld um rauðbrysting-
inn á safninu og svo gat fólk farið
með fuglafræðingum og skoðað
hann í öflugum sjónaukum. Þetta
heppnaðist mjög vel og yfir hundr-
að manns mættu á safnið þennan
dag. Það mun vera tæp 10% gesta í
meðalári og það á einum degi.“
Hveniig er með þátt bœjaryfir-
valda í starfsemi ykkar?
„Þar má kannski helst nefna að
bæjarstjóm Kópavogs hefur sent
bréf til umhverfismálaráðherra
vegna nýsamþykktra laga sem
kveða á um náttúmfræðistofur í öll-
um kjördæmum landsins. I bréfinu
tilkynnti bæjarstjómin að þeir væm
fyrir sitt leyti samþykkir því að
Náttúmfræðistofa Kópavogs yrði
að Náttúmfræðistofu Reykjaness.
Einnig em bæjaryfirvöld að at-
huga með byggingu nokkurskonar
menningarmiðstöðar sem yrði þá
við hlið Listasafns Gerðar Helga-
dóttur. Ef af verður þá er ætlunin að
Náttúmfræðistofa Kópavogs, Tón-
Iistarskóli Kópavogs, Bókasafn
Kópavogs og Myndlistaskóli
Kópavogs verði þar sameinuð und-
irsamaþaki.
Þetta yrði ómetanlegt fyrir allar
þessar stofnanir því plássleysi og
annað hefur staðið okkur mjög fyr-
ir þrifum. Við á Náttúmfræðistof-
unni erum til dæmis í standandi
vandræðum vegna vöntunar á
geymslurými."
En þið eruð ekki bara í safn-
störfum heldur líka í rannsóknar-
störfum, segðu okkur nánar frá
því
„Við höfum að sjálfsögðu beitt
okkur mest á hinu afmarkaða rann-
sóknasviði Náttúmfræðistofunnar;
vistfræði íslenskra vatna. Það kem-
ur sér vel fyrir mig því mín sér-
menntun er einmitt á því sviði.
Varðandi rannsóknavinnuna er
meginmálið verkefni sem við emm
að vinna í samvinnu við Veiðimála-
stofnun, Líffræðistofnun Háskóla
íslands og Hólaskóla í Hjaltadal.
Eg er verkefnisstjóri í þessu verk-
efni þannig að Náttúmfræðistofan
er þama í fararbroddi. Verkefnið er
styrkt af Vísindasjóði, Pokasjóði
Kaupmannasamtakanna og Land-
vemdar og þar að auki er nú um-
hverfisráðuneytið að koma inni í
þetta starf.
Við höfum rætt verkefnið við
Össur Skarphéðinsson umhverfis-
ráðherra. Hann hefur verið afar já-
kvæður í okkar garð og er spenntur
fyrir þessu. Við þurfum á talsverðu
Ijánnagni að halda þvf ætlað er að
kanna um tuttugu vötn á hverju ári í
fimm ár. Fjármagnsþörfin er á milli
6 og 8 milljónir króna, ár hvert.“
/ hverju felst þetta merkilega
verkefni?
„Verkefnið er í stuttu máli það að
búa til samræmdan og yfirgrips-
mikinn gagnagmnn um vistfræði
íslenskra vatna. Rannsóknimar em
ekki einungis gerðar út frá líffræði-
legu sjónarmiði heldur einnig frá
sjónarhóli jarðfræðinnar.
Við ætlum að gera úttekt á um
100 vötnum hér á landi sem spanna
allan fjölbreytileika íslenskra vatna.
Uttektin verður afar ítarleg og í
raun verður fjallað um vötnin frá
A-Z.
Kveikjan að þessari rannsókn em
rannsóknir sem gerðar hafa verið á
Þingvallavatni og Mývatni. Sér í
lagi á Þingvallavatni þar sem dokt-
or Bjöm Jónasson, fyrrum prófess-
or í vatnalíffræði við Kaupmanna-
hafnarháskólann, stjórnaði á ámn-
um 1974 til 1992 því sem kallað var
Þingvallaverkefnið. Verkefni sem
ég tók þátt í að vinna og fjallaði síð-
an um í doktorsritgerð minni að
hluta. Gerð var feiknamikil úttekt á
Þingvallavatni og lífríki þess.“
Hvað er svona sérstakt við lífríki
Þingvallavatns?
„Heilmikið. Það sem er einkum
merkilegt við lífríki vatnsins er
bleikjustofninn. Þetta em eiginlega
Ijögur afbrigði af bleikju sem á ein-
ungis 10 þúsund ámm hafa þróast á
merkilegan hátt. Vatnið er aðeins
11 þúsund ára gamalt. Upphaflega
hafa bleikjumar gengið í vatnið úr
sjó og síðan lokast inni í vatninu
vegna eldgosa og jarðhæringa.
Bleikjuafbrigðin em mjög ólík í
hætti og útliti. í rauninni virðist
margt benda til að þama sé á ferð-
inni ákveðin tegundaþróun. Tíminn
sem tekið hefur bleikjuna að kvísl-
ast niður er mjög stuttur og
skemmtilegur að rannsaka.
A síðasta ári var svo gefin út bók
um Þingvallaverkefnið og við höf-
um verið að birta niðurstöður okkar
í ýmsum erlendum fagtímaritum
þar sem þær hafa vakið mikla at-
hygli vísindamanna. Þingvallavatn
er orðið mjög þekkt fyrirbæri, sér-
staklega meðal þróunarfræðinga,
vegna bleikjuafbrigðanna fjögurra.
Sumir hafa líkt þróun þessari við
þróun vissrar fuglategundar á Gal-
apagos-eyjunum, en þar gerðist
svipaður hlutur. Fuglategundin
kom til eyjanna, tók sér búsetu á
vissum stöðum og tók síðan að þró-
ast þannig að í dag er nánast um
nokkrar ólíkar tegundir fuglateg-
undarinnar að ræða.
Þingvallaverkefnið var afar
spennandi verkefni og ekki síður
spennandi verður að vinna gagna-
gmnninn um íslensku vötnin. Hann
á eftir að reynast ómetanlegur,"
sagði Hilmar Malmquist að lokum.
Listasafn Gerðar Helgadóttur í Kópavogi. Draumurinn er að við hlið þcss í nánustu framtíð rísi menningarmiðstöð scm
meðal annars hýsi Náttúrufræðistofu Kópavogs, Myndlistaskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Kópavogs og Bókasafn Kópa-
vogs. Allt undir cinu og sama þakinu.