Alþýðublaðið - 02.07.1993, Qupperneq 15
Föstudagur 2. júlí 1993
15
Aðalsteinn Sigfússon, félagsmáiastjóri, Kópavogur verður áfram félagsmálabær. Gissur Kristjánsson, - félagslega ibúðakerfið á hvergi betur heima en undir Félagsmálastofnun. Alls eiga 116 tjölskyldur
nú von á nýjum íbúðum.
FÉLAGSMÁLABÆRINN KÓPAVOGUR
-Alþýðublaðið rœðir við nokkra fulltrúa Félagsmálastofnunar Kópavogs um þau vandamál sem þar eru til úrlausnar
Ágústa Einarsdóttir annast um stjórn heimilishjálparinnar. Hún var út og suð-
ur í gærdag og náðist ekki í hana að sinni. Þessi þjónusta hcfur þótt sérdeilis góð
hjá þeim Kópavogsbúum. Hér er Ágústa í heimsókn og rabbar við ungan herra-
mann að okkur sýnisL (A.myndir-E.ÓI.)
Félagsmálastofnun
Kópavogs hefur um ára-
bil verið munsturstofnun
fyrir sveitarfélög víða um
land. Þar hefur verið vel
unnið og margar frábær-
ar hugmyndir fengið
vængi, sem aðrir hafa
viljað taka upp í sínum
heimabæ. Það er vert að
geta þess að Alþýðu-
flokkurinn hefur um árabil
lagt þung lóð á vogar-
skálarnar í velferðarmál-
um Kópavogsbúa, enda
flokknum málið skylt.
Kópavogur hefur fengið
nokkur nöfn gegnum tíð-
ina, þar á meðal barna-
bærinn vegna ungs með-
alaldurs bæjarbúa á
tímabili, og nú síðast hef-
ur hann oft verið nefndur
félagsmálabærinn.
Kópavogur áfram
felagsmálabær
Aðalsteinn Sigfússon er félags-
málastjóri bæjarins. Hann segir að
yfirvöld bæjarins standi staðfastlega
að góðri félagslegri þjónustu, á því
hafi engin breyting orðið og verði
ekki. Kópavogur verði áfram fé-
lagsmálabær og beri það nafn með
rentu.
„Bærinn hefur elst, hann er orð-
inn 38 ára kaupstaður, og hér er
komin önnur kynslóð. Áherslur í fé-
lagsmálastarfmu eru stöðugt að
breytast. Þjónustan við eldri borgara
er vaxandi liður í starfinu og rík
áhersla lögð á heimilisþjónustu,
sem er orðlögð fyrir gæði í Kópa-
vogi“, sagði Aðalsteinn í stuttu
rabbi við Alþýðublaðið í gær.
Fyrir nokkrum árum efndi þáver-
andi bæjarstjóm til sambýlis aldr-
aðra í stóru íbúðarhúsi við Skjól-
braut. Rekstur þess heimilis hefur
gengið afar vel og verið bæjarfélag-
inu til verðugs sóma og íbúunum
hið besta heimili. Þá má minnast á
að nýlega var opnað félagsheimili
aldraðra, Gjábakki. Þar er undir einu
þaki nær öll starfsemi í þágu aldr-
aðra í bænum, en sú starfsemi hefur
víða verið rómuð, og má þar minn-
ast Hana- nú klúbbsins sem lands-
frægur er.
„Ég hafna þeim viðhorfum sem
eru alltof rikjandi, jafnvel meðal
eldri borgara sjálfra að aldraðir séu
sestir í helgan stein við 67 ára aldur-
inn og eigi að vera þiggjendur, uppá
aðra komir, ekki megnugir að skapa
sér það umhverfi sem þeir sjálfir
kjósa“, segir Aðalsteinn.
Framfærsluaðstoð langt fram
úr áætlun á þessu ári
Gunnar Klængur Gunnarsson er
deildarfulltrúi fjölskyldudeildar Fé-
lagsmálastofnunar Kópavogs. Það
þarf vart að taka fram að margar
íjölskyldur eiga um sárt að binda
vegná atvinnuleysis sem stigmagn-
ast hefur í þjóðfélaginu síðustu
misserin.
„Fjárhagsaðstoð okkar vegna
framfærslu hefur aukist mjög frá
áramótum, þá varð mikill kippur,
þegar atvinnulaust fólk án bótaréttar
sótti til okkar. Raunin er orðin sú að
við erum komnir 30% fram úr áætl-
un“, sagði Gunnar.
Hann sagði að þeir sem væru án
bótaréttar væru meðal annars fólk
með sjálfstæðan rekstur, undirverk-
takar af ýmsu tagi og fleiri. Fólk
sem ekki passar inn í atvinnuleysis-
tryggingakerfið, kerfi sem hefur
verið meingallað um margt um
langa hríð. Gunnar sagði að svo
furðulegt sem það nú er, þá kænti í
ljós að ýmsar verslanir, ekki síst
tískubúðir, ráða til sín afgreiðslu-
fólk sem verktaka! Réttur þessa
fólks til atvinnuleysisbóta er enginn,
þegar það missir atvinnuna.
Margir eiga erfið spor, þegar þeir
leita til félagsmálastofnana eftir bót-
um sínum. Gunnar segist verða var
við þetta í starfi sínu. Hann bendir á
að ekkert er að óttast í þessu efni.
Fólk á þetta fé inni eftir áralangar
skattgreiðslur, og þarf ekki að þjást
fyrir það þótt það lendi í hinu sjálf-
sagða öryggisneti þjóðfélagsins.
Bætur til atvinnulausra sem leita
þurfa til félagsmálastofnana eru 42
þúsund krónur fyrir einstakling á
mánuði, 55 þúsund fyrir hjón, og 68
þúsund fyrir þriggja manna íjöl-
skyldu.
Gunnar Klængur sagði að meðal
ánægjulegustu verkefna sinna und-
anfama mánuði hefði verið að koma
á fót svokölluðu Dalshúsi. Þar er
tekið á erfiðum málum, ungu fólki
sem á við að stríða ýmis félagsleg
vandamál, félagslega einangmn,
samskiptaörðugleika eða einhvem
frumvísi að afbrotahneigð. í Kópa-
vogi vilja menn ekki fá stofnana-
stimpil á Dalshús, það er ekki ung-
lingaathvarf í sjálfu sér. Það er
heimili þar sem unga fólkið kemur
saman og leysir mál sín í samvinnu
við sérfrótt fólk, - og foreldrana,
sem er nýjung í starfi sem þessu.
Gunnar sagði að þessi tilraun lofaði
góðu um árangur. Vel hefði gengið
að fá foreldra með í starfið. Þegar
unglingamir hætta þátttöku í starf-
inu halda foreldramir áfram að
starfa og miðla öðm ungu fólki og
nýjum foreldrum af reynslu sinni.
Atvinnuleysi bægt frá - í bili
„Eins og stendur hefur atvinnu-
ástandið lagast til muna, en auðvitað
höfum við áhyggjur af framtíðinni",
sagði Sigríður Baldursdóttir, starfs-
maður við atvinnumiðlunardeild
Félagsmálastofnunar Kópavogs í
samtali við Alþýðublaðið í gær.
Hún hóf störf við nýja deild innan
félagsmálageirans í Kópavogi á síð-
asta ári, vinnumiðlun á vegum Fé-
lagsmálastofnunar.
Deildin sér um virka atvinnu-
ntiðlun og hefur orðið vel ágengt í
þeim efnum, enda markmiðið að
styðja atvinnulausa í leit sinni að at-
vinnu - og að ýta burtu þeim sem
em í svartri atvinnustarfsemi, en
reyna að kría sér út bætur, sem Sig-
ríður segir að því miður séu til dæmi
um.
„Það var hröð stígandi í aukningu
atvinnuleysis í bænum frá því í
október á síðasta ári og alveg fram í
mars á þessu ári. Þá fór ástandið að
batna. I gær vom 271 á atvinnuleys-
isskrá í Kópavogi, en vom í mars
441. Þetta er að sjálfsögðu afar
ánægjulegt", sagði Sigríður.
Hún sagði að hér kæmi til svo-
kölluð átaksvinna, verkefni sem bær
og atvinnuleysistryggingasjóður
kosta. Einhvemtíma hefði þetta ver-
ið kallað atvinnubótavinna, og
vissulega er hún það, en alls ekki í
niðrandi merkingu eins og forðum.
Þeir sem njóta slíkrar vinnu em þeir
sem lengst hafa verið á atvinnuleys-
isskrá. Galli er á gjöf Njarðar, hér er
um að ræða 62 störf til þrettán
vikna. Sigríður sagði að nánast ann-
ar hver maður sem fengi kost á þess-
ari vinnu, nánast hefðbundinni bæj-
arvinnu, hafnaði henni, en það kann
að þýða að bætur verða ekki greidd-
ar, nema til komi vottorð læknis.
Hitt væri athyglisvert að þeir sem
kæmust í vinnu um stundarsakir
væm margir fljótir að verða sér úti
um framtíðaratvinnu. Það væri lík-
ast því að menn öðluðust nýjan
kjark og von við það eitt að komast
í vinnu að nýju.
Sigríður sagði að dæmin um að
menn sem stunda svokallaða svarta
vinnu, og reyndu að auki að fá bæt-
ur, væm ekki mörg, en hún þekkti
dærni þess. „Þegar slíkt kemst upp
em viðkomandi fljótir að hypja sig
burtu, þeir vita upp á sig skömmina
og vita vel að þetta er ömurlegur
verknaður", sagði Sigríður.
Fyrirtæki í Kópavogi hafa verið
einkar hjálpleg mörg hver og sett sig
í samband við vinnumiðlunina þeg-
ar starfsfólk vantar.
116 félagslegar íbúðir
íbyggmgu
„Ég tel að starfsemi verkamanna-
bústaðanna eigi hvergi betur heima
en einmitt hér í Félagsmálastofnun
Kópavogs, þessi mál em fyrst og
fremst félagsmál“, sagði Gissur
Kristjánsson, sem stýrir þeim þætti
sem snýr að félagslegu húsnæði og
hefur gert síðustu 12 árin. Kópavog-
ur er sérstæður að þessu leyti, stjóm
þessara mála em hvergi annars stað-
ar undir stjóm félagsmálastofnana.
Gissur er ánægður að vonum með
framgang félagslegra íbúða í bæ
sínum. Verið er að byggja 116 íbúð-„
ir á hinu nýja byggingasvæði á Nón-
hæð, hinum fegursta byggingarstað.
Af þessum íbúðum verða 80 afhent-
ar 1. september að Lautasmára 25-
53, en 36 á fyrsta ársfjórðungi næsta
árs, en þær em við Amarsmára í
sama hverfi.
Eftirsóknin eftir íbúðum er mikil
og mun meiri en hægt verður að
anna. Kópavogur hefur fengið 30
heimildir til lána til félagslegra
bygginga á þessu ári og sagðist
Gissur vonast til að annað eins
kæmi síðar á þessu ári.
Nóg lóðaframboð er í bænum
þannig að áfram verður haldið í
byggingu félagslegs húsnæðis r
Kópavogi þegar þær íbúðir sem nú
em í byggingu em komnar í ábúð.
Gunnar Klængur Gunnarsson, ánægjulegast að vinna að hjálp við ungmenni sem eiga við margvíslcg félagsleg vandamál
að etja, starf sem skilar árangri á nýju hcimili, Dalshúsi, þar sem foreldrar vinna með sérfróðum og bömum að lausn
vandamála.