Alþýðublaðið - 09.07.1993, Page 6

Alþýðublaðið - 09.07.1993, Page 6
Bílheimar flytja á Fosshálsinn: 6 J _L Föstudagur 9. júlí 1993 Kynna nýjan Isuzu Trooper Fyrirtækið Bílheimar er nú að komast á fullt skrið, en það var stofnað af Ing- vari Helgasyni hf. til að taka við þeim bílaumboðum sem Sambandið hafði áður. Bílheimar hefur flutt starfsemi umboðanna að Fosshálsi 1 þar sem Bílaborg var áður til húsa meðan það fyrirtæki var og hét. Þar er nú verið að kynna nýja gerð af Isuzu Trooper jeppa og splunkuný gerð af Opel Corsa er væntanleg með haustinu. Það var gott hljóð í forráðamönnum Bílheima í stuttu spjalli við Alþýðublaðið. Góð aðstaða er í nýja húsinu til að veita sem best þjónustu. A jarðhæðinni er stór og bjart- ur sýningarsalur þar sem sjá má nýjustu modelin og á þeirri hæð er einnig rúmgóð varahlutverslun. Verkstæðið er svo á neðstu hæðinni en þar við hliðina er smurstöð Ol- ís. Að undanfömu hefur verið unnið kappsamlega við að koma varahlutamálum í gott lag og fylla upp í eyður á lag- eraum. Ætlunin er að efna til útsölu á eldri birgðum vara- hluta sem lítil hreyfing er á. Isuzu Trooper og Opel Bflheimamenn hafa nú fengið nýja gerð af Isuzu Troo- per jeppum sem verið er að kynna um þessar mundir í til- efni af flutningi í nýja húsið á Fosshálsi. Um er að ræða stærri, vandaðri og kraftmeiri gerð en áður var á markaði. Að sögn forráðamanna Bflheima hefur jeppinn fallið vel í kramið hjá þeim sem hafa skoðað hann og standa vonir til að nýi Trooperinn fangi hug og hjörtu jeppamanna. Opel er velþekkt bflategund hér á landi til fjölda ára, en verðið hefur þótt í hærra kantinum að undanfömu og það komið niður á sölunni. Bflheimar hafa nú náð mjög hag- stæðum samningi við kaup á Opelbflum sem bætir sam- keppnisstöðuna til muna. í haust kemur ný útgáfa að Opel Corsa á markaðinn og þeir hjá Bflheimum segja að þama sé um að ræða afskaplega fallegan og eigulegan bfl. Von er á 1994 árgerðinni til landsins með haustinu og þá stendur líka til að setja á markað nýjan jeppa frá Opel. Þá má ekki gleyma því að Bflheimar hafa umboð fyrir Genaral Motors í Bandaríkjunum. Þaðan koma góðkunn- ingjar okkar úr bflaheiminum svo sem Chevrolet, Buick, Pontiac að ógleymdum Cadillac. Það er ekki hægt að segja að sá síðastnefndi sé algengur fjölskyldubfll hérlendis enda kostar hann sitt. En það er eins og maðurinn sagði: Kádiljákurinn er ekki dýr miðað við það sem dýrt er. Isuzu Trooper jeppinn fæst nú breyttur og endurbættur eins og allir þeir sem heimsækja Bilheima geta sannfærst um. þá virðingu sem hún verðskuldar. Umhverfisráðuneytið Brimborgarmenn kvarta ekki: Jöfn og góð sala í Volvo og Charade Ýmsum þykir sem Volvo- eigendur séu svolítið sér á parti þar sem þeir eru að jafnaði ekki til viðræðu um aðrar tegundir bíla. Einu sinni Volvo - alltaf Volvo. Þeir hjá Volvo hafa farið varlega í breytingar á bíl- unum fram til þessa, en nú hefur orðið kúvending með nýjum línum og framhjóla- drifi. „Já, nú eru spennandi tímar íyrir nýja kaupendur Volvo og þá ekki síður íyrir þá sem hafa átt Volvo og ætla sér að yngja upp. Það eru komnir nýir straumar í Vol- voinn sem sýnir að lengi má gera gott betra. Útlitið er breytt, ötyggisbúnaður bættur enn ffekar og svo er það framdrif- ið. Við erum hér með Volvo 460 og 850 fólksbfla og í þeim er alltaf jöfn og góð sala. Enda var það svo þegar Brimborg tók við umboðinu af Gunnar Ásgeirssyni, að við stefndum að því að ná í tryggan kaupendahóp. Það hefur gengið eftir,“ sagði Hilmir Elíasson sölustjóri Brim- borgar. Hann sagði að samdráttur í sölu hjá þeim væri minni en víða annars staðar. Volvoeigendur væru þekktir fyrir að halda sig við þessa bflategund jþá einu sinni þeir hefðu eignast Volvo. Á því væri engin breyting og það segði meira um bfl- inn en mörg orð. Auk nýrra bfla seldust notaðir Volvoar mjög vel og þeir hjá Brimborg hefðu því ekki ástæðu til að kvarta. Það er fleira matur en feitt kjöt var ein- hvem tímann sagt. Og Brimborg er með aðra bfla í boði en Volvo. Daihatsu Chara- de selst jaíht og þétt sem fyrr og Hilmir sagði að þar færi hinn klassiski fólksbfll landans. Sá bfll væri ekki síst vinsæll hjá kvenþjóðinni og taldi Hilmir ekki ólfldegt að 90% akandi kvenna færi um á Chara- de. Það má því kanski segja að á ýmsum heimilium aki bóndinn á Volvo en ífúin á Charade. Hvað sem því líður þá eiga þess- ir bflar þó það sameiginlegt að koma úr umboði Brimborgar. Það er alltaf jöfn og góð sala í Volvo sem hefúr tryggan kaupendahóp.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.