Alþýðublaðið - 09.07.1993, Side 13

Alþýðublaðið - 09.07.1993, Side 13
Föstudagur 9. júlí 1993 13 Þýskir fjárhundar eru til margra hluta nýtilegir HUNDALIF1RUSSNESKA HERNUM ÞÝSKU FJÁRHUNDARNIR hér á meðfylgjandi myndum eru herhund- ar í Rússneska hernum. Þá er verið að þjálfa til að glíma við mörg ban- vænustu verkefni vígvallarins. Um tíu mánaða skeið ganga þeir í gegnum strangt nám í Þjálfunar- skóla Rússneska hersins í Moskvu. Hlutverk þeirra spannar vítt svið. Hermenn eiga eftir að njóta þess að geta látið hundana til dæmis sprengja upp vopnabúr óvinarins eða flytja særða af vígvellinum. Þjálfunarskóli Rússneska hersins í Moskvu var stofnaður árið 1924 og hefur séð um þjálfun á þúsundum hunda. í seinni heimsstyrjöldinni tóku hinir fjórfættu stúdentar þátt í ekki ómerkari orrustum en um Moskvu, Stalíngrað og Kursk. Á dögum kalda stríðsins voru þessir þýsku fjárhundar þjálfaðir til að mæta ógn- um kjamorkuvopnaárása. I dag er liklegra að hundamir komi mest að notum í um- hverfisslysum af ýmsum gerðum. Sumir hundanna hafa til að mynda verið þjálfaðir til mæla efnamengun með hávísindalegum tækjum sem staðsett em í búningum þeirra. í sérstökum vemdarbúningum er þeim kennt að fara í könnunarleiðangra um svæði sem menguð em af eiturefnum. Gasgrímur hundanna em búnar talstöðvarmóttöku- tækjum sem gera leiðbeinendum þeirra kleift að gefa hundunum skipanir. Öðmm hundum em kenndar hinar og þessar að- ferðir við sjálfsmorðsárásir á óvinaskrið- dreka, sjálfsmorð því þeir em með sex kíló af öflugu sprengiefni á bakinu. Enn aðra hunda er svo verið að þjálfa til að bera særða hermenn út úr bardaga eða leita að banvænum jarðsprengjum. Þýskur fjárhundur í Rússneska hemum íklæddur búningi scm kæmi að góðum notum ef stríð mcð cfnavopnum brytist út. í gasgrím- unni er talstöðvarmóttökutæki og í búningn- um cm hávísindaleg tæki til að mæla efna- mengun. Blindandi réttstaða æfð með kennaranum. Þessum hundum ætti aginn að vera í blóð borinn því hundar af þessu þýska fjárhundakyni hafa tekið þátt í hernaði allt frá árinu 1924. Þeir hafa unn- ið ýmis afrek í til dæmis orrustunum um Moskvu og Stalíngrað í scinni heimsstyrjöldinni. Herhundur með sex kíló af sprengiefni á bakinu æfir sig fyrir sjálfsmorðsárásir á skriðdreka óvinaríns. Einhverjir gætu haldið þetta vera skynlausar skepnur en það er nú öðm nær, hug- rekki þcirra virðast engin takmörk sett. Hinum særðu hermönnum snarlega bjargað af vígvelli. Þcssir hundar em einhverjir þeir sterk- ustu og árciðanlcgust u i heimi, það gætu íslenskir björgunarsvcitamcnn áreiðanlega staðfest. Með réttri þjálfun virðast þeir geta framkvæmt hvað sem er. Pennavinir TVÆR UNGAR dömur og einn strákur frá Gana í Afr- íku, auk ungs íþrótta- manns í Englandi, hafa skrifað blaðinu og óskað eftir að komast í samband við pennavini á íslandi, konur og karla á öllum aldri. Hér koma nöfnin, heimilisföng og áhugamál- in: Justina Mensah, P.O. box 749, Cape Coast, Oguaa, Ghana, West Africa, 25 ára, áhugakona um körfubolta, bóklestur, kvikmyndir - og hjónaband. Charlotte Love Buckman, P.O.Box 749 Cape City, Oguaa, Ghana, West Afr- ica, 24 ára, hún segist hafa gaman af lestri, borðtennis, tónlist og ástarævintýr- um. Mark Baidoo, Box 749, Cape City, Oguaa, Ghana, West Africa, 23 ára karl- maður, sem hefur áhuga á fótbolta, hnefa- leik, borðtennis, lestri og tónlist. Danny James Lavender, 30 ára íþróttamaður og sjentilmaður, óskar eftir að skrifast á við stúlku á aldrinum 25-32 ára. Hann segist leita að ást og vináttu. Skrifið og sendið mynd til: Danny James Lavender, 45 Broomhill Road, Orping- ton, Kent, BR6 OEN, England. Peir hafa það fyrir satt gárungamir á norðanverðu landinu að þetta verði að öllum líkindum frekar snjóþungt sumar. Kuldamir sem enn herja á veiðimenn ríða ekki við einteyming og t.d. fréttist af veiðimönnum á norðaustur hominu sem vöknuðu upp einn morguninn í vikunni og utandyra beið þeirra tveggja stiga hiti. Pessir miklu kuldar hafa þó ekki komið í veg fyrir að veiði er víða með góðu móti og eins og greint var ffá s.l. föstudag era menn heldur en ekki kátir í Vopnafirði og nú þegar famir að spá metsumri. Laxinn er vel á sig kominn, tveggja ára laxar (í sjó) allt upp í 18 pund og því mörg hörð glíman háð þessa dagana. Maðkurinn hefur verið skæðastur en spónninn gefur líka eins og hans er vani þegar kalt er. Hörkugöngur hafa verið víða á suðvestur horninu og þar hefur kuldinn ekki hrjáð veiðimenn með neitt svipuðu móti og fyrir norðan. Norðurá er efst með á fimmta hundraðið og Þverá rétt á eftir en ef fram fer sem horfir í Vopnafírði munu þær fá hörkusamkeppni þaðan áður en langt um líður. Á miðvikudagsmorgninum s.l. vora teknir 50 laxar í Norðuránni og að sögn "áin blá af laxi". Aðaldalurinn hafði um miðja vikuna gefið ramlega 300 laxa og þar er trúlega eini 20 pundarinn veiddur af konu á þessari vertíð kominn á land, úr Hólmataglinu. Arnar hafa verið að opna hver af annarri og eins og við er að búast misjöfn aðkoman. Þannig opnaði Sandá í Þistilfírði rétt fyrir mánaðarmótin og fékk fyrsti hópurinn engan fisk, enda skilyrði afleit. Þeir sem komu næstir fengu hins vegar á fyrsta seinnipartinum fimm 15 punda hænga! Sá sem var að fara norður til að leysa þá menn af fékk þessar fréttir í farsíma á leiðinni. Sá sem færði honum fréttirnar fullyrðir að hvinurinn frá bílvélinni í gegn um símann hafi aukist mjög skindilega og nánast ekki heyrst mannsins mál eftir það. Stórlaxar hafa víða sést og nokkrir veiðst í 20 punda klassanum. Sá stærsti var tekinn s.l. sunnudag á maðk í Langholtinu í Hvíta, 22,5 pund, en hinn s.l. laugardag á flugu norður á Staðartorfu í Laxá í Áðaldal og var hann 22 pund. Flugan sem sá fiskur gein við var Dodda rauð, en höfundur hennar Þórður Pétursson á Húsavík hefur smíðað fjöldan allan af "stórlaxabönum" í flugna líki. Doddi, eins og Þórður er helst kallaður, hefur löngum veitt veiðileiðsögn við Laxá og farist það vel úr hendi. Sú saga er sögð að eitt sinn hafi tveir óreyndir Laxármenn verið að gera sig klára til að veiða á Óseyrinni, en allir sem Laxá hafa heimsótt kannast við þann stórkostlega veiðistað. Doddi kom rétt í því aðvífandi og mennimir spurðu kappann hvemig best væri að veiða staðinn. "Jú", sagði Doddi, "þið skulið vaða út frá efri ósnum örlítið á ská upp og horfa vel í botninn. Þegar þið svo sjáið gúmmískó í botninum skulið þið standa við hliðina á honum og kasta bara stutt og vel niður fyrir ykkur". Með þetta í veganesti héldu mennimir af stað en Doddi hvarf á braut. Gúmmískóinn fundu þeir og köstuðu eins og fyrir þá var lagt. í öðru eða þriðja kasti var fiskur á flugunni og hann hvorki meira né minna en 20 pund! Það er því vel við hæfi að gera fluguna Dodda rauð að flugu vikunnar. Þetta er fymasterk fluga og ómissandi í öll alvöru fluguveski. Best hefur hún gefið í stærðinni 6 á tvíkrækju. DODDA RAUÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.