Alþýðublaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 1
lenska þorpið og fl>úa þess, þar sem meira en sjö hundruð nianns lifir við öryggi, án þcss að skugga atvinnleysis bcri yllr. Alþýðublaðsmynd / Einar Olason Um helgina verða hátíðahöld á Hvolsvelli í tilefni af 60 ára afmæl- is staðarins. Myndun þéttbýlis í landi Stórólfshvols hófst þegar kaup- félagið hóf þar verslunarrekstur. Byggðin óx hægt framan af en nú eru íbúar Hvolsvallar hátt á áttunda hundrað. Hvolsvöllur er friðsæll og fagur staður og þar er lögð mikil áhersla á ræktun og fegrun um- hverfísins. í suðri blasa Vestmannaeyjar við og Hekla í norðri. Stað- urinn er miðsvæðis á Suðurlandi og þar liggja fornar söguslóðir allt um kring. Njálssaga hefst á Velli í Hvolhreppi og á Stórólfshvoli bjó fyrstur Stórólfur hinn sterki sonur Ketils Hængs. Á Hvolsvelli býr dugmikið athafnafólk sem hefur atvinnu af úr- vinnslu landbúnaðarvara, verslun og þjónustu við næriiggjandi hér- uð og af þjónustu við ferðamenn. Alþýðublaðið óskar íbúum Hvolsvallar til hamingju með afmælið. Bbnus gefur smjöHíki „Við ætlum að gefa þetta smjörlíki í dag, eitt stykki á hvern viðskiptavin og byrjum klukkan tólf þegar við opn- um“, sagði Jóhannes kaupmaður Jóns- son í Bónus í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Ég ætlaði að eyða þessu á ösku- haugunum til að fá endurgreitt vöru- gjald og virðisauka af fob-vcrðinu, en hef horfið frá því ráði og læt viðskipta- vinina fá cilítinn aukabónus. Ég tel næsta víst að erlendir aðilar muni kæra þessa mismunun.“ Hér er um að ræða danskt smjörlíki, Hverdag, fjögur þúsund stykki, tvö tonn. Jóhannes segir að furðuleg fyrirstaða landbúnaðarráðuneytisins, sem telur sig hafa yfir smjörlíkisinnflutningi að ráða, muni kosta Bónus hátt í 300 þúsund krón- ur. „Næst þegar ég flyt inn smjörlíki, þá panta ég minna, líklega tvö stykki, í póst- inum, og reyni aftur á kerfið. Þetta er undarlegt mál. Islenskir iðnrekendur hafa flestir staðist erlendri samkeppni snún- ing. Það sér maður til dæmis á innflutn- ingi á grænum baunum, - ORA-baunimar standa þeim erlendu snúning og seljast langbest þrátt fyrir mikla samkeppni sem landbúnaðarráðuneytið hefur ekki fett fingur út í“, sagði Jóhannes í Bónus. LEIÐfiRINN Lífeyrissjóðir eiga aö greiöa fjármagnsskatt. Það er skýlaus krafa skattgreið- enda að undanþágur veröi afnumdar. - Blaðsíða 2 HVOLSVÖLLUR Oddviti Hvolhrepps segir þverpólitiska sveitarstjórn- ina hafa mikinn áhuga á um- hverfismálum, skolphreinsi- stöö í bigerö. - Blaósíóa 2 ROKSTOLfiR Samband ungra sjálfstæó- ismanna heldur þing sitt á Suðurlandi um helgina. Þar ráöast örlög íslensku þjóóar- innar. - Blaósíða 3 HfiTÍÐfiHÖLD Mikil hátíóahöld veróa um helgina vegna 60 ára afmæl- is Hvolsvallar. Sveitarstjór- inn segir bæinn lykil aó Suð- urtandi. - Blaðsíöa 5 VERSLUN Þéttbýli á Hvolsvelli byrj- aði meö verslunarrekstri. Fulltrúi Kaupfélagsins segir frá sögu verslunar á Hvol- svelli. - Blaósíða 5 HÓTEL Hótel Hvolsvöllur er tilval- inn dvalarstaöur fyrir feróa- menn. Hótelstjórinn segir fólk gista í hjarta sögunnar. - Blaðsíða 7 SLfiTURFÉtfÍQIÐ Öll kjötvinnsla Sláturfé- lags Suöurlands er á Hvol- svelli og er í höndum heima- manna. Spjallaö við fram- leiðslustjóra SS. - Blaðsíða 8 MIKSON Vinsamlegast takiö nauó- synlegar ákvarðanir til að trysgja að ísland verói ekki lengur skjól fyrir moröingja nasista. - Blaðsíóa 12 Yflrlit um atvinnuóstand fró félagsmálarúðuneytinu Atvinnuleysi á Suðurnesjum 2,2% minna íjúlíenn íjúní Atvinnuleysi hér á landi fer minnkandi samkvæmt nýju yfirliti um atvinnuleysi sem félagsmála- ráðuneytið hefur sent frá sér. At- vinnuleysið fyrir landið í heild minnkar um 12% frá júnímánuði en hcfur aukist um 18,2% frá júlí í fyrra. Atvinnuleysi á landinu öllu hefur farið minnkandi frá því í mars um 2,2%. Sérstaka athygli vekur að atvinnuleysi á Suðurnesj- um hefur dregist saman um 2,2% í júli miðað við júnímánuð, en allt frá því í aprfl hefur atvinnuleysi minnkað þar um 5,6%. Áberandi meira hefur dregið úr at- vinnuleysi karla en kvenna frá því í mars þegar atvinnuleysi var mest. Þannig hefur atvinnulausum körlum fækkað úr 3639 í 1745 eða um 52%. Á sama tíma hefur konum fækkað úr 3052 í 2660 eða um 13%. Alls voru voru 3,6% atvinnulausir fjúní á Höfuðborgarsvæðinu, 2,5% á Vestur- landi, 1,7% á Vestfjörðum, 2,2% á Norð- urlandi vestra, 3,7% á Norðurlandi eystra, 2,0% á Austurlandi, 2,7% á Suðurlandi og l,9%áSuðumesjum. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, eru margvísleg- ir þættir sem skýra breytingar á atvinnu- leysi nú. T.d. er um að ræða árstíðasveifl- ur en verktakastarsemi eykst vanalega í júlí svo og sumarafleysingar. Ennfremur er ferðamannaiðnaður í hámarki og fleiri átaksverkefni sveitarfélaga hafa komið til. Þorskurinn og loðnan hafa veiðst í meira niæli á þessu ári en búist var við og hjálp- ar það til, allavega til skemmri tíma. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra, telur að atvinnuleysi rnuni áfram fara minnkandi, að líkunt fram á haust en þá muni það vaxa á nýjan leik. Milljarður- inn sem veita átti í atvinnuskapandi verk- efni hefur því haft áhrif til batnaðar en Jó- hanna bendir á að hann hafi enn ekki ver- ið nýttur til fulls. Jóhanna Sigurðardóttir telur það vera umhugsunarefhi að í nágrannalöndunum, þar sem veitt er rniklu meira fé til atvinnu- skapandi verkefna en hérlendis, fer at- vinnuleysi vaxandi á meðan það minnkar hér. Betri afkoma Eimskips „Þetta er eitt dæmið um ganilar regl- ur sem menn ríghalda í, núna spyrja menn sig að því hvers vegna í ósköpun- um þeim var ekki breytt fyrr“, sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins á blaðamannafundi í gær, þegar hann skýrði afkoinu félags- ins og dótturfyrirtiekja þess á fyrri hluta þessa árs. Útkoman var skiljan- lega ekki viðundandi að mati forráða- manna félagsins, 12 milljón króna tap. Gömlu reglumar sem Hörður vitnaði hér í, em reglur frá því snemma á öldinni um bann við löndun á fiski úr erlendum veiðiskipum hér á landi. sem afnumdar hafa verið. Það þýðir að mitt í erfiðleikum líðandi stundarbættist Eimskip tekjupóst- ur, útflutningur á 10 þúsund tonnum af fiski sem borist hefur í land af erlendum skipum. Ýmis þjónusta hefur einnig haft sinn hag af niðurfellingu reglna þessara. Hörður segir að félagið hafi stutt að þvt á sinn hátt að löggjöllnni var breytt. Sfðan hefðu málin þróast og það á nokkuð hrað- ari hátt en þeir áttu von á. Og Eimskip stefnir á að skila hagnaði á þessu ári, þrátt fyrir erfiðara árferði. Hag- ur félagsins í ár er, þrátt fyrir allt, mun betri en á fyrri hluta síðasta árs. Tekjur fé- lagsins hafa aukist hraðar og meira en gjöldin með ýmsum aðgerðum, meðal annars með 55 manna fækkun í starfslið- inu og öðrum aðgerðum til hagræðingar. Hefði gengisfelling ekki komið til í lok júníhefði orðið hagnaðurupp á 112 millj- ónir hjá félaginu í stað 12 milljón króna taps. Gengistapið í heild sinni var 204 milljónir króna. Samdrátturinn á flestum sviðum þjóð- félagsins sctur sitt mark á Eimskipafélag- ið. Eigi að síður urðu rekstrartekjur fé- lagsins fyni hluta þessa árs 3.925 milljón- ir - 190 milljónum hærri en á sama tíma í fyrra. Þá eru flutningar fyrstu sex mánuð- ina til muna meiri en á sama tímabili í fyrra, 584 þúsund tonn í ár, 9% aukning frá fyrra ári. Innfiutningur var 3% minni en í fyrra, en útfiutningur 10% meiri. Heildaraukningin er ennfremur rakin til aukinna strandflutninga eftir að Ríkisskip lognaðist út af. Samstæðureikningur Eimskips sýnir traustan hag fyrirtækisins, og tjárfestar renna sem fyrr hýru auga til hlutabréfa fyrirtækisins sem hafa sýnt stöðugt gildi. Þau seljast á því sem næst fjórföldu nafn- verði, komi þau yfirlcitt á markað. Hörður Sigurgestsson sagði á blaða- mannafundinum að félagið færi sér hægt í íjárfestingum, nema þeim sem brýnastar eru. Þannig væri hótelbygging við Skúla- götu ekki uppi á borðum ráðamanna, né heldur væri rætt um farþegafiutningaskip, nýjan Gullfoss. Þá leiddu menn ekki einu sinni hugann að kaupum á Samskipum hf. og engar viðræður um slíkt hefðu átt sér stað. Ekkert þessara verkefna gæti talist fýsilegur fjárfestingarkostur eins og í pottinn er búið á íslandi í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.