Alþýðublaðið - 27.08.1993, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 27. ágúst 1993
LEIÐARI, RÖKSTÓLAR & ANNÁLAR
MfflUBLMÐ
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110
Alþýðubandalagið
í vanda
s
A tímum erfiðleika og óhjákvæmilegra aðhaldsaðgerða er gósentíð
fyrir flokka stjómarandstöðunnar. Það er eðlilegt; niðurskurður er
jafnan óvinsæll og það tekur tíma fyrir þjóðina að skilja nauðsyn
hans. Á meðan getur klók stjómarandstaða treyst sig í sessi.
Af þeim sökum er lítið undmnarefni, þó flokkar stjómarinnar hafi
um sinn tapað nokkm fylgi, og stjómarandstaðan eflst að sama
skapi. Hinsvegar gegnir það nokkurri furðu, að meðan Kvennalisti
og Framsóknarflokkur halda sinni aukningu að mestu, þá hefur hið
háværa Alþýðubandalag jafnt og þétt dalað eftir tímabundna upp-
sveiflu fyrri hluta kjörtímans. Samkvæmt könnunum er fylgi þess nú
komið niður í það sem flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. I því
ljósi má ef til vill skilja hina örvæntingarfullu framgöngu formanns
Alþýðubandalagsins í íjölmiðlum síðustu vikur, þar sem málefnin
hafa gersamlega vikið fyrir skítkasti í stíl löngu genginna stjóm-
málahefða.
Kreppa Alþýðubandalagsins er dýpri fyrir þá sök, að þrátt fyrir
áframhaldandi erfiðleika og enn ffekari niðurskurð blasir við, að
stjómarflokkamir em fremur á uppleið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
í síðustu könnunum sótt í sig veðrið, og Alþýðuflokkurinn hefur
haldið meira fylgi en hann hafði í skoðanakönnunum allt síðasta
kjöm'mabil. En eins og menn muna reyndist kjörfýlgi jafnaðar-
manna 4-5 prósenta meira en skoðanakannanir viku fyrir kosningar
bentu til. Mörg teikn benda jafnframt til, að þjóðin sé smám saman
að skilja, að aðhaldsaðgerðir ríkisstjómarinnar em óhjákvæmilegar
til að leggja gmnn að betri framtíð. Sá aukni skilningur er ekki lík-
legur til að bæta hag Alþýðubandalagsins.
Það er því ekki að undra, að efasemdir síðustu missera með forystu
Ólafs Ragnars Gnmssonar hafa nú breyst í djúpa óánægju um allan
flokkinn. Við aðstæður, sem að öllu leyti em kjömar til að treysta
stöðu Alþýðubandalagsins, hefur honum mistekist að skapa heild-
stæða stefnu í þeim málum sem brenna á þjóðinni. Þannig hefúr Al-
þýðubandalagið fyrir tilstilli ómarkvissrar forystu misst ffumkvæði
stjómarandstöðunnar í hendur Framsóknar.
Dvínandi gengi Alþýðubandalagsins stafar ekki síst af því, að í
þeim málaflokkum sem Ólafi Ragnari hefúr tekist að hugsa sig
ffamúr hefúr hann uppi stefnu sem er í andstöðu við meginþorra
annarra forystumanna flokksins. Stefna hans í sjávarútvegsmálum
er í fullkominni andstöðu við talsmenn Alþýðubandafagsins í sjáv-
arútvegsmálum. Núverandi skoðanir hans á utanríkismálum em
þess eðlis að flokkurinn þorir ekki einu sinni að taka þær til umræðu.
Hvað varðar heilbrigðismálin, þá er rétt að rifja það upp, að á síðasta
þingi lét Ólafur Ragnar dreifa ritgerðarkomi, þar sem ffam kom allt
önnur stefna en flestir aðrir flokksmenn fylgdu. Af eðlilegum ástæð-
um hafa aðrir þingmenn flokksins lagt sig í líma við að undirstrika
að hér séu einungis á ferðinni „einkaskoðanir“ formannsins.
En formaður, sem í hveiju stórmálinu á fætur öðm hefúr „einka-
skoðanir" sem þorri flokksins afneitar, - hann er á hverfanda hveli.
Það er því ekki að undra að innan Alþýðubandalagsins leita menn nú
með logandi Ijósi að nýjum formanni. Svo mikil er óánægjan, að
ekki einn, heldur tveir þingmenn flokksins íhuga mótframboð gegn
Ólafi. Flokkur, sem er jafn klofinn um menn og málefni eins og Al-
þýðubandalagið er í dag, - hann er ekki til pólitískra stórræða, enda
fer fylgi hans dvínandi.
Styrkur Ólafs Ragnars liggur hins vegar á sviði persónulegra átaka
og undirróðurs innanflokks, þar sem stjómkænska hans er óum-
deild. Um það bera vitni hin pólitísku lík, sem liggja eins og hráviði
eftir öllum stjómmálaferli hans, og samheijamir ekki færri en hinir.
Það er því allsendis óvíst, að nokkur leggi í þann illvíga karakters-
lag, sem framboð gegn Ólafi felur í sér. Á meðan mun formaðurinn
halda áfram að leiða flokk sinn niður á við, í hina gömlu fúamýri
pólitískra köpuryrða þar sem málefnin em löngu sokkin. En þar á
hann líka heima.
Ódrepandi jálkur
Ein helsta skemmtunin í blaða-
heiminum þessar vikumar er stjóm-
arbyltingin á Tímanum. Hið hlið-
holla málgagn framsóknarmennsk-
unnar sem barist hefur fýrir stöðnun
og einangrun, er nú í þann
mund að fá andlits-
lyftingu. Reyndar
hefur Tfminn
farið áður
nokkrar lýta-
aðgerðir.
Mönnum er
enn í fersku
minni þegar
framsóknaij-
álkinum var
breytt í súper-
blaðið NT með
viðeigandi rassa-
köstum og útlits-
sveiflum. En Fram-
sóknarflokkurinn sleppti
aldrei algjörlega taumn-
um af klámum sínum og
þegar bændur og búalið
var orðið uppgefið að lesa allar
stórfréttimar sem leyndust í glæsi-
hönnuninni og þegar kassinn var
orðinn tómur og nokkrar fasteignir
famar upp í prentkostnað, kom
flokkurinn í hægðum sínum með
pólitíska hertoga og tjármálaspek-
úlanta sína. Og prinsinum var aftur
breytt í frosk.
Uppreisn blaðamanna
Nú stendur hins vegar fyrir dyr-
um að kyssa froskinn aftur og
breyta honum í prins. í þetta skipti
em það blaðamennimir sem hafa
gert uppreisn gegn framsóknar-
mönnunum og vilja fá að gefa út
blað þar sem þeir fá að skrifa fféttir
Steingrímur:
I útgáfustjóm Tímans
vegnajjölda áskorana.
í stað þess að hringja í Steingrím,
Halldór Ásgríms, Finn Ingólfs og
félaga. Og kannski leynist sá fjar-
lægi draumur í kolli komandi rit-
stjóra að fá að skrifa af skynsemi
um landbúnaðarmál og fiskeldi.
Blaðamennimir em semsagt að
undirbúa sig að leggja ný
reiðtygi á ffamsóknarj-
álkinn.
En ekki alveg
án mótmæla.
Steingrímur
Hermannsson,
sá hagvani
blaðaútgef-
andi og fjöl-
miðlasér-
fræðingur
hefur sagt að
menn ,Jiafi
skorað á sig að
gefa kost á sér“ í
hina nýju útgáfustjóm.
Að vísu munaði hárs-
breidd að blaðamenn-
imir höfðu fellt Stein-
grím úr hinni nýju
Svavar og Kvennalistinn:
Höjum áhuga á Tímanum
fyrir tilviljun.
stjóm en Steingrímur marði
það. Það vekur hins
vegar óskipta athygli
að fyrmm stjóm-
málaritstjóri Tím-
ans, Jón Sig-
urðsson fyrram
skólastjóri á
Bifröst, dyggur
framsóknar-
maður í blóm-
legum sveitum
Vesturlands,
hlaut flest atkvæði
í nýju stjómina.
Kvensöðull og reiðstíg-
vél ráostjómar
istjornar
Nýi Tíminn höktir því af
stað með nokkra gamalvana fram-
sóknarmenn hangandi á jálknum.
Það verður ugglaust
erfítt fyrir hina
uppreisnar-
g j ö r n u
b l a ð a -
menn að
n á
taum-
haldi á
klárn-
u m
þegar
h i n i r
f i m u
f i n g u r
framsóknar-
mannanna læs-
ast um beisli
hrossins, fax
hans og tagl.
En það
em fleiri
sem ffeista þess að komast á bak
ffamsóknaijálknum. Kvennalistinn
hefúr mætt í hesthús framsóknar-
manna með nettan kvensöðul
og biðja um aðstoð að
leggja á fákinn. Og
sjálfur Svavar
Gestsson fyrr-
um leiðtogi
Alþý ð u-
bandalags-
ins og
fýrrum rit-
s t j ó r i
Þjóðvilj-
ans hefur
stungið inn
sínu andliti í
hesthús fram-
sóknarmanna,
enda vanur knapi, og
meira að segja
kominn í reiðstíg-
• véUn. Að vísu
sagði Svavar í sjónvarpsviðtali að
hann hefði bara átt leið ffamhjá
þegar honum svona sfsona datt í
hug að kíkja inn á stjómar-
fúndinn í hinu nýja útgáfu-
félagi Mótvægi - og
hann hefði komið bara
sem Svavar en alls
ekki sem neinn um-
boðsmaður Al-
þýðubandalagsins.
Og allir vita að
Svavar segir alltaf
satt.
Kqleikur kalda
stríosins
Tíminn:
The Times,
they are not a - changin
Blaðamannauppreisn-
in á Tímanum er því að
breytast í pólitíska mar-
tröð. Ekki aðeins hafa
framsóknarmenn gripið
til vopna heldur fengið vopnabræð-
ur úr Alþýðubandalaginu og stríðs-
systur úr Kvennalista. Og jafnvel
hefur sú síþreytta risaeðla ASI
rumskað og hnusað að hinum nýja
Tíma og hyggst gera ritstjómina að
risaeðlugarði eins og Jurassic Park.
Það er vonandi að blaðamennim-
ir nái svefni á nóttunni með slíka
samhetja í rekkjunni. Og hin pólit-
íska lína, hver sem hún nú verður í
dagrenningu nýrrar framsóknar,
hefur sennilega verið gefin í orðum
Indriða G. Þorsteinssonar, fýrrum
ritstjóra Tímans, þar sem hann lýsir
því yfir á baksíðu blaðsins fýrir
nokkm að engrar þíðu gæti í kalda
stríðinu. Þá vitum við það. Og þótt
flestir blaðamannanna séu mildir
miðjumenn sem alist hafa upp í 68 -
kynslóðinni og kunni texta Dylans
og Lennons utanað, geta þeir raulað
fýrir munni sér þessa dagana: War
is not over.
finnóll 27. ágúst
Atburðir dagsins
1783-Jacques Alexandre César Charles flýgur fýrsta loftbelgnum
fýlltum vetni.
1813 -Napóleon sigrar sameinuðu herina við Dresden.
1859 -Fyrsta borunin eftir olíu í TitusviIIe í Pennsylvaníu.
1910 -Edison sýnir „talandi myndir“ í fýrsta sinni.
1975 -Haile Selassie, fýrrum einvaldur Eþíópíu er allur.
1979 -Mountbatten lávarður myrtur af öfgamönnum IRA.
1987 -Kínversk 13 ára stúlka sem látin var alast upp með svínum í
þijú ár, snýr aftur til eðlilegs lífs.
1987 -Flugstjóri grípur til „nauðlendingar“ í innanlandsflugi í
Bandaríkjununi vegna ástabralls rokkhljómsveitar um borð í flugvél-
inni.
Afmœlisdagar
Sam Goldwyn -1882 Pólskfæddur stofnandi Metro Goldwyn
Mayer - MGM kvikmyndaversins.
Lyndon Baines Johnson -1908 Forseti Bandaríkjanna. Tók við
völdum þegar John Kennedy var myrtur.
Móðir Theresa-1910 Pólskfædd mannúðarkona og Nóbelsverð-
launahafi. Hefur aðallega helgað líf sitt fátækum og hrjáðum í Ind-
landi.
Bernhard Langer-1957 Þýski golfkappinn góðkunni.
Málsháttur dagsins
„Það sem sáð er í haf sölckur í kaf"
Rnnur Jónsson: íslenskt málsháttasafn.
Stjóri Bítlannafinnst látinn
Á þessum degi árið 1967 fannst Brían Epstein, maðurínn sem „bjó til“ Bítl-
ana, látinn á glæsilegu heimili sínu í London. í maga hans fannst yfir-
skammtur af eiturlyfjum.
Hann var 33 ára. Kpstein
uppgiitvaði Bítlana í Ca-
vern-klúbbnum í Liverpool
haustið 1961 og var ákveð-
inn í að gera þá að stjörn-
um. Það tókst framar iillum
vonum. Epstcin þjáöist af
þunglyndi og svefnleysi.
Hann haföi tvívegis reynt aö
fremja sjálfsmorð.
filþýðublaðið 27. úgúst 1970
Bœndur sprengja stíflu
Á forsíðu segir að rannsókn sé hafin á skemmdarverkum sem unn-
in voru á stíflu í Miðkvísl í Laxá í Þingeyjarsýslu. Andstæðingar
Gljúfúrversvirkjunar svonefndrar, fjölmenntu á staðinn og sprengdu
þar í loft upp stífluna. Einkum munu bændur á svæðinu hafa staðið
fýrir aðgerðunum sem kostuðu milljónir króna. Málið er í rannsókn
hjá lögreglunni.
DR. GUNNAR SNÝR AFTUR
FORSÍÐA: Doktor Gunnar Thoroddsen, hæstaréttardómari, hefúr
ákveðið að segja af sér embætti hæstaréttardómara og keppa um ör-
uggt þingsæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í næstu aiþingis-
kosningum með þátttöku í prófkjöri flokksins, sem fyriihugað er.
Gunnar staðfestir f viðtali við Alþýðublaðið að rétt sé með farið. Hann
hafi Iátið undan öflugum þrýstingi flokksfólks að gefa kost á sér.
Að þekkja sjálfan sig
í leiðara blaðsins pennan dag er fjallað um sýningar sjónvarpsins á
mynd um firamleiðslu ýmissa eiturefna, sem fýllti margan iandann
óhugnaði. Sagt er að BBC hafi látið gera kvikmynd um afleiðingar
kjamoikustríðs. Myndin þótti svo ógnvænleg að ákveðið var að sýna
hana ekki almenningi, „Það er aðalsmerki hvers sæmilega menntaðs
manns að þekkja sjálfan sig og heiminn, sem hann býr sér, skugga-
hliðamar ekkert síður en
þær björtu", segir í Jeiðara
Alþýðublaðsins. Mælt er
með að við sýnum sannleik-
ann svart á hvítu, hversu
ægilegur sem hann kann að
vera.
ÚTGEFANDhNÝJA ÚTQÁFU-
FÉLAGIÐ HF. - FRAM-
KVÆMDASTJÓRI: ÞÓRIR S/E-
MUNDSS0N - STJÓRNMÁLA-
RITSTJÓRI (ÁBM): SIGHVAT-
UR BJÖRGVINSSON- RIT-
STJÓRI: KRISTJÁN BERSIÓL-
AFSSON - FRÉTTASTJÓRI:
VILHELM G. KRISTINSSON -
AUGLÝSINGA- OG SÖLU-
STJÓRI: SIGURJÓN ARISIG-
URJÓNSSON - RITSTJÓRN-
ARFULLTRÚI: SIGURJÓN
JÓHANNSSON
jUþýdu RANNSÓKN ER
jlaðió ENN EKKI HAFIN SýdMfar ésfar «Ur itMéiura 1 ■£»
iæra Norö- iienn land- elgina út? i li lífl ííl
HEFUR STJÓRNIN ítrrr.j.s
EFNT KOSNINGA-
LOFORÐIN? m
gta HHSyg H
.iiiiliS 11111 »1 Gunnar snýr aftur