Alþýðublaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, UNDÍR RÓS & BLÚS MMIIBIIBIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.400 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 140 Mengun norðurhjarans Til skamms tíma hefur norðurhjarinn verið álitinn hreinasti og ómengaðasti hluti veraldar. Þangað leggja ferðamenn leið sína í vaxandi mæli til að skoða náttúru, sem að langmestu leyti virðist ósnortin af mannshöndinni. En yfírbragð hrein- leikans er að ýmsu leyti blekking, því æ fleiri teikn hafa á síð- ustu árum komið fram sem benda til þess að auðnir og haf- svæði norðurhjarans séu einnig fómarlömb mengunar af mannavöldum. Hin svokallaða „kuldagildrukenning“ var sett ffam fyrir nokkrum árum og rannsóknir skjóta nú æ traustari stoðum undir hana. Samkvæmt henni verkar hið kalda umhverfí norð- ursins sem einskonar kuldagildra, þar sem skaðleg efni eins og þrávirk lífræn efni - en í þeirra hópi em til dæmis PCB-efni - safnast fyrir og hlaðast upp. Efnin berast á losunarstað íjarri norðurhvelinu, gufa upp í andrúmsloftið og geta síðan flust langar leiðir með háloftastraumum. Þegar þau svífa inn á kaldari svæði þéttast efnin, falla niður, og safnast fyrir í jarð- vegi eða setlögum hafanna. Þrávirku líffænu efnin em hins- vegar afar stöðug; þau brotna seint niður og enn síðar í hinu kalda umhverfi norðursins. Áhrif þeirra vara því mjög lengi. Þörungar og smádýr taka síðan efnin upp, og þannig fíkra þau sig smám saman ofar í fæðukeðjunni, með þeim afleiðingum að rándýrin efst í keðjunni safna efnunum í sig í háu magni. Þrávirku efnin safnast einkum fyrir í fitu, en á norðurhjaran- um lifir fjöldi dýra, sem ver sig gegn hijóstrugu umhverfí með því að safna miklum orkuforða í formi fitulaga. Maigir íbúa norðursins, einkum ffumbyggjaþjóðimar umhverfis heim- skautið, byggja hinsvegar afkomu sína að verulegu leyti á slíkum dýmm, og em því í hættu vegna þessarar utanaðkom- andi mengunar. Lífríkið er þegar farið að fínna fyrir menguninni. Dauði máva á Bjamareyju og Svalbarða er rakinn til þrávirkra líffænna efna, sem mælast í furðu miklu magni í mávunum; móður- mjólk eskimóakvenna í norðurhluta Kanada inniheldur að minnsta kosti fimm sinnum meira magn af þessum efnum en mjólk kvenna í suðurhluta landsins; og þannig mætti rekja fjölmörg dæmi. Það er því nauðsynlegt, að þjóðir norðursins sameinist um að krefjast þess af umheiminum að losun þessara efna út í um- hverfið sé minnkuð, og að lokum stöðvuð. Mengunin verður ekki til innan þeirra heimshluta, heldur berst hún utanfrá. Is- lendingar eiga hér mikið í húfi; þeir lifa á því að selja hreinan og heilbrigðan fisk, en uppsöfnun efnanna á norðurhveli gæti um síðir leitt til þess að einnig fiskurinn gæti mengast. Það gæti reynst afdrifaríkt. Þessvegna hafa Islendingar verið í far- arbroddi þeirra, sem hafa á alþjóðavettvangi krafist skjótra úr- bóta. Umhverfisráðherrar þeirra landa, sem liggja að norðurskaut- inu, hafa nú sameinast um risavaxna rannsóknaráætlun, sem mun leiða fram ástandið með tilliti til bæði þrávirkra lífrænna efna, þungmálma og geislamengunar. Þegar niðurstöður liggja fyrir verða þessar þjóðir að hafa forgöngu um að herja á mengunarvaldana utan svæðisins um að stöðva losun þessara efna. Þar verða íslendingar að vera í fararbroddi. ^/CacLt>l >10-4, NÁTTÚRULEYSI * Olafur Gunnarsson skrifar Það má furðulegt heita hvað karl- ar eru náttúrulausir í bíómyndum núorðið. Konumar þeirra klifra upp í til þeirra á svörtum netsokkum og vilja láta blítt við þá en þeir horfa vankaðir á sjónvarpið, jialla sér svo á koddann og sofna. Áður fyrr var þetta öðruvísi, enda meira étið þá af feitu hangikjöti sem smaug út í hrygglengjuna en grasbítafæði. Já, náttúrunni hefur hrakað siðan á dögum Ben Cartwright í Bonanza. Getur nokkur gleymt Bonanza? Á stórbýlinu Panderosa bjó Ben Cartwright með sonunum sínum þremur, frumburðinum Adam, Hoss, þeim kinnamikla hlunki og örverpinu Little Joe. Alltaf var mik- ið um að vera í þessum þáttum og réttlætið logaði í bijósti þeirra feðga. Eg mun seint gleyma því þegar boxari nokkur, argasta ill- menni, kom í þorpið og barði í rot alla sem staðið gátu á tveim fótum. En þannig vildi til að í bænum bjó annar boxari, hreint heljarmenni og góðmenni mikið sem orðið hafði fyrir því óláni að kála manni í hringnum. Góði boxarinn var ást- fanginn af stúlku með vafasama fortíð. Hún vann í danshúsinu. Hún vildi ekki giftast góða boxaranum og losna úr soranum nema hann krækti í verðlaun sem í boði voru hverjum þeim sem gat rotað vonda boxarann. Að lokum sættist góði boxarinn á að fara í hringinn af ein- skærri ást. Hann lyfiti aldrei upp sín- um sveru handleggjum allan þann kappleik. Hann hafði svarið þess dýran eið að slá aldrei ffá sér fram- ar. Vondi boxarinn lamdi hann í V grillkjöt. Ástkonan ómerkilega fékk borgað lágmarksupphæð hjá mótshaldaranum og var að laumast burt þegar hún hitti fyrir Ben Cartwright, Bonanzapabba á braut- arstöðinni. Ben var ægilegur ásýndum. Hann stóð frammi fyrir henni með hvíta barðastóra kábojhattinn sinn og augu hans hreint og beint loguðu undir loðnum brúnum. Hann sagði stúlkunni hvurslags drusla hún var. Og viltu nú hundskammast til þess að fara að lifa heiðarlegu h'fi. Og eignast böm. Já, góði boxarinn elskar þig. Hún sá að sér undir þess- ari mögnuðu ræðu. Lyfti undir pilsi sitt og tiplaði í salinn og lét þegar stöðva kappleikinn og byrjaði að kyssa þann góða sem lá í valnum með andlitið eins og folaldahakk. Hún sagði heitri röddu: The money dosen’t matter honey. Sem út- Ieggst: aurinn býttar engu. En nú var stóri feiti Hoss kominn í málið og hann var reiður. Hann löðrungaði vonda boxarann með hattinum sínum og skoraði á hann í hringinn. Little Joe var nuddari og hjálparhella bróður síns í homi. Ad- am var hins vegar hvergi nærri, enda alltaf að reyna að fá sig lausan úr þáttunum. Hoss boxaði þann vonda í glás. Já, allt fór vel. Sá góði fékk konuna. Hoss peningaverð- launin. Og vondi boxarinn varð að manni við að tapa og lærði að skammast sín og kvaddi alla með handarbandi. Menn vilja kannski meina að við íslendingar höfum verið sérlega veikir fyrir Bonanza. Því fer fjarri. Árið 1973 var ég staddur í Versala- höll. Þetta var á heitum degi og ekki margt um manninn. Og sem ég reika langa auða ganga og stórar stofur og horfi á flatsæng Napoleon þá heyrði ég gamalkunnugt lag. Tit- illagið úr Bonanza. Eg gekk þröng- an stigagang í kjallarann og þar var íbúð húsvarðar. Þau vom að horfa á sjónvarpið fjölskyldan og buðu mér rauðvín í glas. Og hvílík tilviljun, boxarinn var að láta berja sig í hakk til að fá að leggja lúku á elskuna sfna. Já, menn vissu hvað þeir vildu í gamla daga og lögðu meira á sig fyrir ástina. Þá sném þeir ekki köld- um rassi í konuna sína og sofnuðu á bródemðum kodda. HAUSTBLÚS ALÞÝÐUBLAÐSINS GERT KLÁRT FYRIR VETURINN í GUFUNESKIRKJUGARÐI. Alþýðublaðsmynd / Elnar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.