Alþýðublaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Umhverfisráðherrar Norðurlandanna rœða sameiginlega stefnuáœtlun og aðgerðir LEGGJA TIL SAMNORRÆNA UMHVERFISSKATTA OG GJÖLD „Fleiri raunhæf markmið og meira fjármagn þarf tii samnor- ræna umhverfissamstarfsins“. Það er niðurstaða ráðherra Norðuriandanna við upphaf um- ræðu um sameiginiega stefnu- áætlun og aðgerðir Norðurland- anna á sviði umhverfismála á næsta ári og 1995. Ráðherrar og helstu aðstoðarmenn sátu saman á fundi dagana 27.-28. september í Kalmar í Svíþjóð. Þeim kom saman um að mikil vægur þáttur í framkvæmd slíkrar áætlunar gæti verið sameiginlegir norræn- ir umhverfisskattar og gjöld. Það munu þeir ræða á sameiginlegum fundi með fjármáiaráðherrum landanna í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi á næsta ári. í drögum að áætluninni er að finna tillögur um forgangsröðun að- gerða á Norðurlöndum og nærliggj- andi svæðum í þeim tilgangi að koma af stað sjálfbærri þróun. Þar er einnig að finna tillögu um áhersl- ur Norðurlanda í umhverfismálum á alþjóðavettvangi, sérstaklega með tilliti til samskipta við Evrópu- bandalagið. A fundi ráðherranna var rætt um þá miklu þörf sem er fyrir ijármagn til umhverfisvemdar í nágranna- löndum Norðurlandanna. Norður- löndin sameiginlega, og hvert fyrir sig, veita árlega aðstoð, um 10 milljarða íslenskra króna, í efna- hagsaðstoð í löndum Austur-Evr- ópu. Að fmmkvæði íslands sam- þykktu ráðherramir að senda sam- eiginlegt bréf til breska umhverfis- ráðherrans þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir fyrirhugaðri stækk- un geymslustöðvar fyrir geislavirk- an úrgang í Thorp við Sellafield. Farið verður fram á við bresk stjómvöld að ekki verði veitt leyfi fyrir stöðinni nema auð undan- gengnu samráði við ríki Parísar- samningsins um vemdun Norðaust- ur-Atlantshafsins. Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri umhverfisráðuneytisins, tók þátt í fundinum fyrir íslands hönd. Rœkjuflokkari með tölvuauga, - íslensk smíð og hugvit, sá fyrsti í heiminum, tekinn í notkun í Tœlandi KEMUR í STAD ÓTAL MARGRA STARFSMANNA Fyrsti rækjuflokkarinn sem byggist á tölvusjón hefur verið settur upp í Tælandi. Það er ís- lenskt fyrirtæki, Marel hf„ sem annaðist um uppsetninguna, enda tækið smíð íslenskra hug- vitsmanna fyrirtækisins. Rækjan er í dag verðmætasta sjávar- og eldisafurð heimsins og rækjuneysla fer vaxandi um heim allan. Þetta hefúr kallað á ný og betri vinnubrögð og meiri ná- kvæmni en áður hefur þekkst í hefðbundinni rækjuflokkun. Tölvu- sjónartæknin gerir kleift að ná þessu markmiði, auk þess að marg- falda afköst vigtarflokkara. Tækni þessi gefur kost á að beita sjálf- virkri litaflokkun við flokkun á rækju í skel. Marel-rækjuflokkar- inn flokkar allt að 450 stykki á mfn- útu með mikilli nákvæmni, frávikin em plús eða rnínus eitt gramm. Stærðar og litaflokkun er mikil- væg til að fá sem best verð fyrir af- urðina. Verkið er hinsvegar afar seinlegt og kallar á mikið vinnuafl. Hefur það verið unnið í handflokk- un eða með mjög ónákvæmum vél- búnaði til þessa. Láms Asgeirsson, markaðsstjóri Marels hf., segir að Marel telji þetta nýja tæki eiga umtalsverða mögu- leika á að gera flokkun á rækju sjálfvirka, afkastamikla og ná- kvæma. Hann segir að þróun Mar- el-rækjuflokkarans sé hvergi nærri lokið. Haldið verði áfram að betmmbæta stærðarflokkunina og fullþróa litaflokkunareininguna, sem tengist stærðarflokkaranum. ÍSLANDSBANKI LÆKKAR VEXTI - og boðar frekari vaxtalœkkanir Frá og með 1. október lækka óverðtryggðir útiáns- og innláns- vextir Islandsbanka. Overð- tryggð kjiir á Sparileið 2 og Sparileið 3 lækka um 3,5%. Overðtryggðir útlánsvcxtir af- urðalána, rekstrarlána og reikn- ingslána lækka um 3,5%. Vextir yfirdráttarlána lækka um 3,25%. Vextir óverðtryggðra skulda- bréfa lækka unt 3%. Víxilvextir sem í síðasta mánuði lækkuðu unt 2% lækka nú um 1% þannig að samanlagt hafa þeir þannig lækkað um 3%. Þá breytast verðtryggðir skuldabréfavextir lítillega í takt við þá hækkun sem að undanfömu hef- ur orðið á skuldabréfunt ífkissjóðs á Verðbréfaþingi. í tilkynningu frá íslandsbanka segir að framundan séu frekari lækkun vaxta. Nýjungar hjá Pósti og Síma VIÐURKENNA SKIPTINGU FYRRUM JUGÓSLAVIU Þeir sem þurfa að hringja til ríkja sem áður tilheyrðu fyrrum Júgósiavíu ættu að merkja það hjá sér að ný landsnúmer taka gildi l.október. Nýju númerin eru eftirfarandi: Bosnía-Hersegóvína 387 Júgóslavía 381 Kjróatía 385 rVlakeciónía 389 Slóvenía 386 Einnig verða síðar tekin í notkun ný númer fyrir telex- og gagnaflutn- ingsþjónustu og má fá nánari uppiýsingar um telexnúmerin í síma 06 og um gagnanetsnúmerin í síma 636336. DV gerir athugasemdir við kostnað vegna ferða fyrirmanna á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans RÁÐUNEYTIN SVARA FYRIRSIG Ferðin nýtt til að sinna ýmsu öðru en einungis ársfundum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, segir í tilkynningu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins Fjármálaráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið sáu sig neydd til að senda frá sér fréttatilkynn- ingu í kjölfar umfjöllunar sumra tjölmiðla um þátt- töku fulltrúa íslenskra stjórnvalda á ársfundum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. DV fínnst til dæmis áhugaverðast við þennan fund hvað það kostar að senda ráðamenn íslenska rfldsins á hann. Blaðið segir kostnaðinn vegna ferða þriggja ráðherra, fjögurra bankastjóra og sex embættis- manna á fundinn nema miUjónum króna. í tilkynningu ráðuneytanna er eftirfarandi tekið fram: „1. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn greiða ferða- og uppihaldskostnað fyrir aðal- og varafull- trúa hvers lands í stjómum þessara stofnana. Aðalfulltrúi íslands í bankaráði Alþjóðabankans er Sighvatur Björg- vinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og varafulltrúi er Friðrik Sophusson, fjánnálaráðherra. Aðalfulltrúi íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er Jón Sigurðsson, seðlabankastjóri og varafulltrúi er Finnur Sveinbjöms- son, skrifstoftistjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. 2. Þá sótti Friðrik Sophusson ásamt embættismönnum úr fjármálaráðuneytinu fund norrænna fjármálaráðherra og fjánnálaráðherra Eystrasaltsríkja um stuðning Norð- urlanda við Eystrasaltsríkin sem haldinn var í Washing- ton 27. september. Einnig skal nefnt að embættismenn tjánnálíiráðuneyt- isins sitja í dag fundi með sérfræðingum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um ýmis atriði tengd hagstjórn og ríkisfjár- málum. Loks skal tekið fram að 1. október munu Friðrik Sophusson og Jón Baldvin Hannibalsson sækja l'und sem ijármálaráðherra Bandaríkjanna boðaði til þar sem rætt verður um fjárhagsaðstoð ríkja heims við Palestínumenn í framhaldi af friðarsamningum þeirra við ísrael. 3. Auk ársfunda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans munu Friðrik Sophusson, Sighvatur Björgvinsson og Jón Sigurðsson sækja ráðstefnu Islensk- ameríska verslunarfélagsins um viðskipti íslands og Bandaiikjanna sem haldin verður í Washington 1 .októ- ber. Þar rnunu þeir flytja ávörp. Auk þeiira ávarpar ráð- stefnuna Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðhena, sem er í Bandaríkjunum vegna þings Sameinuðu þjóð- anna og fundar sem hann átti með utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Warren Christopher, í gær. Af þessari upptalningu má Ijóst vera að ferðin er nýtt til að sinna ýmsu öðru en einungis ársfundum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.