Alþýðublaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, PALLBORÐIÐ & ALÞINGI Fimmtudagur 7. október 1993 MMUBUBID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Clinton og hvalveiðar Islendinga Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að grípa ekki til efnahagslegra refsiaðgerða gagnvart Norðmönnum vegna hrefnuveiða þeirra. Þessi ákvörðun forsetans er fagnaðarefni fyrir íslendinga, sem um árabil hafa ífestað veiðum á hrefnu af ótta við að bandarísk stjómvöld grípi til viðskiptaþvingana gagnvart landsmönnum. En ákvörðun Bandaríkjamanna þýðir í raun, að sá ótti er ástæðulaus, því vitanlega verður þeim ekki stætt á að setja íslendingum önnur skilyrði en Norðmönnum. Afstaða stjómar Clintons til hvalveiða hefur raunar ein- kennst af óskiljanlegum þverstæðum, og verið fjarri allri skynsemi. Hún hefur líka opinberað veiklyndi forsetans gagnvart hávæmm þrýstihópum og sýnt, að hann er reiðu- búinn til að brjóta sínar eigin gmndvallarreglur fremur en að baka sér óvinsældir kjósenda heimafyrir. Þannig hefur Clinton gerst harðasti málflutningsmaður þeirrar umhverf- isstefnu, sem kennd er við Ríó, og byggist á sjálfbærri nýt- ingu auðlindanna. í því felst, að öllum þjóðum sé heimilt að nýta auðlindir sínar, svo fremi sem nýtingin gangi ekki of nærri þeim og skili þeim jafnsterkum til framtíðarinnar. A einföldu máli þýðir þetta, að höfuðstóll náttúmnnar er látinn ósnertur, en einungis vextimir teknir út. Þessi af- staða hefur raunar gengið einsog rauður þráður í gegnum málflutning Clintons í umhverfismálum, sem hafa verið ofarlega á verkefnalista hans. Alls staðar, - nema gagnvart hvalveiðum. Allir vísindamenn, sem hafa á síðustu ámm rannsakað hvalastofna við Island em sammála um, að stofnamir þola umtalsverða veiði. Til dæmis er álitið, að veiða megi nokk- ur hundmð hrefnur árlega án þess að stofninn minnki. Á gmndvelli sjálfbærrar þróunar, sem Clinton hefur sjálfur að leiðarljósi heimafyrir, ættu íslendingar því óáreittir að geta stundað hóflegar hvalveiðar án þess að Bandaríkja- menn fetti fingur út í þær. En veiklyndi forsetans birtist í því, að í stað þess að vera sjálfum sér samkvæmur og fall- ast á sjálfbæra nýtingu hvalastofnanna, þá leggst hann ein- dregið gegn þeim af hreinræktuðum tilfínningaástæðum. Rök hans eru engin. Nú má í sjálfu sér halda því fram, að forseti Bandaríkjanna hafi einsog aðrir dauðlegir menn fullt frelsi til að byggja afstöðu sína á tilfinningalegum rökum fremur en vísinda- legum staðreyndum. En hann verður þá að vera sjálfum sér samkvæmur. Þá dugar honum ekki að slá um sig á alþjóð- legum ráðstefnum þjóðarleiðtoga með því að mæra sjálf- bæra þróun, þegar hann fylgir henni ekki í verki nema þeg- ar honum hentar. Fleiri dæmi er hægt að nefna um tvískinnung bandarískra stjómvalda gagnvart hvalveiðum. Árlega heimila þau fmmbyggjum Alaska að veiða nokkur stórhveli með hefð- bundnum aðferðum. Rökin em gild; lifnaðarhættir nokk- urra fámennra samfélaga í útnorðri fylkisins hafa um langt skeið byggst á slíkum hvalveiðum. En hér á landi er einn- ig að finna fámenn byggðarlög sem frá aldaöðli hafa byggt afkomu sína að verulegu leyti á veiðum á hrefnu. Mættu íbúar þeirra þá ekki veiða hvali áfram með nákvæmlega sömu rökum og eskimóamir í norðurhémðum Alaska? PRLLBORÐIÐ KAUPIN Á BÆJARBJARGI í Alþýðublaðinu 5. október síð- astliðinn gagnrýnir Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi t Kópa- vogi umhverfisráðherra, Össur Skarphéðinsson, fyrir að kaupa Bæjarbjarg í Látrabjargi. Samkvæmt náttúruvemdarlög- um á ríkið forkaupsrétt á landi jarð- ar sem öll eða að hluta hefur verið sett á náttúruminjaskrá. Ríkissjóður gekk í þessu tilfelli, að beiðni Nátt- úmvemdarráðs, inn í kaupsamning sem Albert Gíslason, bóndi í Saur- bæ, hafði gengið fiá, þann 28. maí 1993, við annan bónda í Rauðas- andshreppi. Ríkið keypti því bjarg- ið á því verði sem aðilar vom búnir að koma sér saman um. I annan stað gagnrýnir Guðmundur að ríkið sé að kaupa upp lönd, sem bændur hafa farið illa með. Staðreyndin er sú að umræddu landi stafar ekki hætta af hefðbundnum nytjum bænda heldur af umferð ferða- manna. Þar veldur umferð öku- tækja utan vega mestum spjöllum, en landeigendur hafa lítil tök á því að vemda svæðið. Sem betur fer fara samt flestir um svæðið án þess að valda skemmdum, en þó em allt- af undantekningar þar sem ekið er utan vega og einnig er skotið á íúgl í bjarginu. Náttúmvemdarráð hefur lengi haft á stefnuskrá sinni að friðlýsa Látrabjarg, ífá Bjargtöngum að Keflavík, vestan Rauðasands. Látrabjarg er stærsta fuglabjarg í Norður- Atlantshafi, í því verpa um l milljón para sjófugla. Bjargið er því einstakt í heiminum, og mætti nefna að yfir helmingur af allri álku í heiminum verpir í bjarginu. Nátt- úruvemdarráði ber því skylda til að gæta slíks svæðis og skila svo verð- mætu landi óspilltu, til næstu kyn- slóða. Með bættum samgöngum og auknum ferðamannastraum munu fleiri heimsækja Látrabjarg en áður. Nauðsynlegt er því að koma þar á skýrum umgengnisreglum, skipu- leggja umferð og ffamkvæma að- gerðir sem þörf er á til vemdar svæðinu. Kaupin á Bæjarbjargi er skref í þá átt. Jyrír hönd Náítúru vemdarráðs Gísli Már Gíslason Þóroddur F. Þóroddsson NÁ TTÚRUVERNDARRÁÐ: „í annan stað gagnrýnir Guðmundur að ríkið sé að kaupa upp lönd, sem bœndur hafafarið illa með. Staðreyndin er sú að umrœddu landi stafar ekki hœtta af hefð- bundnum nytjum bœnda heldur af umferð ferðamanna. Þar veldur umferð ökutœkja utan vega mestum spjöllum, en landeig- endur hafa lítil tök á því að vernda svœðið. “ PfíLLBORÐIÐ UMHVERFISRAÐHERRA •• SAFNAR FJOLLUM «rt» keypf hktu Aí hwas* viö því, aö vú&xsx* «es *ð iaupa ööfc •fcj um lasrf''■ f* kx&viki íO ríkixvxkSfMtff tsl að fojwg* foltw þcssi ■vafsixiötKsn nú ixmi tri 40 tm «6 að Sátt vstimcta fföfo & «!Ti sBí iwtd. ¥ úOm Hým þ*ð »ð va&t tíð <kAsk.m$iíssi si#33=rdí rsítí- tverí»«foS)ma tmið fcvert 8*2 r. Að sáufo <*zm súiS- «mi Agiý&íífcíkfcwBk Sicaa »rsítv fcrtar hafs % <k t' þe<sa iticysu cr taeð ttfckjndtBB, McAú msasrri nrðn. tovað torgifch Gísáase® fvm •cua býtfg? Hvw er garagvesð Itkra hjaraa >.« tma hæfcsfjfofcii — Guðmundur Oddsson skrifar Grein Guðmundar Oddssonar 5. október um kaupin á Látrabjargi (Bæjar- bjargi). Náttúruverndarráð segir það skyldu sína að gæta slíks svæðis og skila svo verðmætu landi óspilltu, til næstu kynslóða. Látrabjarg. Séð inn Breiðafjörð. fiLÞÝÐUBLfiÐIÐ 6 fiLPINQI Nei , - segir veiklyndur forseti Bandaríkjanna, sem þver- brýtur eigin stefnu í umhveríismálum til að kaupa sér vin- sældir öfgafullra umhverfissinna. AAAAAHHHH.... ÓSKAPLEGA SYFJAR MANN UNDIR ÖLLUM ÞESSUM RÆÐUM! Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.