Alþýðublaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. september 1993 STJORNMALAVIÐHORFIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ELDHÚSDfiGSaMRfEÐ(lR R RLÞINGI Sigbjörn Gunnarsson „SMÆRRI HAGSMUNIR VERÐA AÐ VÍKJA FYRIR HINUM STÆRRI" „Virðulegi forseti Kíkisstjórn Davíðs Oddssonar hefir nú setið að völdum um tveggja ára skeið. A þessum tveimur árum hafa utanaðkomandi aðstæður verið íslenskri þjóð miklu harðdrægari en nokkurn gat órað fyrir. Verð útflutningsafurða hefur fallið samfara gíf- urlegum samdrætti í þorskafla landsmanna. I ofanálag hefir hallarekstur ríkissjóðs til margra ára og í framhaldi af því auk- in skuldasöfnun gert okkur erfiðara um vik að takast á við að- steðjandi vanda. Þannig hefur hinn stöðugi hallarekstur ríkis- sjóðs ásamt oft á tíðum óæskilegum afskiptum stjórnmála- manna af einstökum atvinnufyrirtækjum og atvinnugreinum haft þær afleiðingar að við búum við hærra vaxtastig en æski- legt er. Vaxtastigið getur ekki lækkað svo um munar ef stöðugt eru gerðar kröfur um aukin ríkisútgjöld og það án þess að auk- in skattheimta komi til. Það er einfaldlega svo, og eru ekki mik- il vísindi, að ekki verður bæði sleppt og haldið. Sóun í góðæri Það hlýtur að vera öllum alvar- legt umhugsunarefni, ekki síður al- menningi en stjómmálamönnum, hvernig farið hefur verið með sam- eiginleg verðmæti þjóðarinnar síð- ustu tvo áratugi. I góðærinu hefir átt sér stað sóun í stað þess að mynda sjóði til niögru áranna, sem óhjá- kvæntilega kemur einhvem tíma að. Þessi mögm ár eru nú orðin sex í röð og því miður ekki útlit fyrir að á verði veruleg breyting til batnaðar á næstu misserum. Það hlýtur því að vera meginverkefni þessarar rík- isstjómar í framtíðinni sem hingað til að hamla gegn því mótlæti sem þjóðin býr nú við. Staða velferðarkerfisins Það er oft vel til vinsælda fallið að hafa upp háhreysti og stóryrði, éins og ýmsir stjórnarandstæðingar hafa tíðkað, þar sem því er haldið fram að velferðarkerfið sé að hruni komið. Stjómarandstaðan hefir einkum beint spjótum sínum að heilbrigðisráðhermm þeim sem set- ið hafa í þessari ríkisstjóm. Undan- gengin tvö ár var það lyrrverandi háttvirtur heilbrigðisráðherra, sem var úthrópaður, hann sæist ekki fyr- ir í árásum á gamalmenni, öryrkja og sjúka í þessu landi. Um tíma trúði þjóðin þessum gífuryrðum. Það hefir hinsvegar komið á dag- inn, eins og alþjóð veit nú, að þjón- ustu velferðarkerfisins hefir ekki sett niður. Þvert á móti hefir hún víða verið aukin, en einkum hefur verið leitast við að nýta takmarkaða Ijármuni þannig að þeim sé fyrst ög fremst beint til þeirra sem mest em þurfandi í samfélaginu. Eg veit að á þeim nótunr ntun núverandi hátt- virtur heilbrigðisráðherra vinn, og þrátt fyrir harkalega aðför, sem hann hefur þegai' orðið fyrir, og ntun verða fyrir nú á næstu vikum hér í þinginu og úti í þjóðfélaginu, þá mun heilbrigðisráðherra umfram allt vinna að því að bæta hag þeirra sem við lökust skilyrði búa. Því hlutverki mun heilbrigðisráðherra reynast trúr, trún'i heldur en ýmsir þeir sem hæst kann að láta í Raunasaga Færeyinga Virðulegi forseti A allra síðustu dögum höfum við heyrt válegri tíðindi frá grannþjóð okkar Færeyingum en nokkum ór- aði fyrir. Ungt fólk er að yfirgefa þjóð sína þar sem rætur þess liggja og reynir að leita á önnur mið. Það fólk í Færeyjum, sem aflað hefir sér menntunar, sækist eftir störfum annars staðar. Þetta heitir að sé at- gervisflótti. Það er óþarft að rekja raunasögu Færeyinga, en ég lít með hryllingi til þessa kafla sent nú er að hefjast í þeirri harmsögu. Svo er komið að FÆREYINGUM er ljóst að rót hins mikla vanda, sem þjóðin býr við og mun búa við næstu árin, er gengdarlaus skuldasöfnun í kjöl- far ofijárfestingar þjóðarinnar í skjóli þess að vilja gera allt fyrir alla án tillits til þess hvort fjármun- ir em fyrir hendi og án tillits til hvort þarfir vom til staðar. Stjóm- málamönnum er um kennt, enda hafa þeir farið með santeiginlega sjóði þjóðarinnar. Smærri hagsmunir víkja Ég ætla í einlægni að vona að til þess megi aldrei koma í samfélagi okkar að unga fólkið kjósi að yfir- gefa þjóða sína, að atgervisflótti verði. Svo mun hinsvegar fara ef ekki verður spyrnt við fótum. Smærri hagsmunir verða að víkja fyrir hinum stærri. Hugsjónir jafnaðarmanna Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands - vill ekki vera einn þeirra stjómmálaflokka sem konta þjóð sinni í vanda viðlík- an þeim sem er í Færeyjum. Við slíkar aðstæður geta hugsjónir jafn- aðarmanna ekki náð fram að ganga. Kjör hinna lakast settu verða ekki varin. Því er það þjóð okkar nauð- synlegt að ríkisstjóm, þing og þjóð megi greina kjamann frá hisminu, sjá skóginn fyrir trjánum, í þeirri baráttu sem framundan er.“ Fyrirsögn og milllfyrirsagnir: Alþýðublaðid Petrína Baldursdóttir „STJÓRNMÁLAMENN ÞURFA AÐ BREYTA VINNUBRÖGÐUM SÍNUM" „Frú forseti. Háttvirtir þingmenn. Góðir lands- menn. Á hvaða leið erum við? Yið fjárlagagerðina hefur enn frekar komið í ljós hvers konar vanda íslenska þjóðin á við að glíma. Skuldasöfnun þjóðarinnar á síðastliðnum 20 árum vekur með ungu fólki mikinn kvíða. Það er vissulega mikið áhyggjuefni fyrir það og æsku landsins bíður það hlutverk að greiða nið- ur afborganir og vexti erlendra lána. Framtíð þessarar þjóðar Ungt fólk er framtfð þessarar þjóðar og þess vegna hlýtur það að vera mikið mál fyrir ungt fólk að stjómmálamenn sýni ábyrgð og einbeiti sér að því að ná niður halla á fjárlögum og draga úr rfkisút- gjöldum. Ábyrgð og stefnufesta Ríkisstjórn sú sem Alþýðuflokk- urinn á nú aðild að hefur leitast við að sýna fram á ábyrgð í fjármálum og sporna við fótum f aukningu rík- isútgjalda við afar erfiðar kringum- stæður í efnahagslífi okkar. Ég tel almenning í þessu landi vita að það þarf ráðantenn sem sýna ábyrgð og stefnufestu sem ekki hlaupa útund- an sér við hvert tækifæri til að öðl- ast tímabundnar vinsældir. Alþýðu- flokkurinn hefur sýnt þá ábyrgð að láta verkin tala, ekki sársaukalaust. Það er eifiðleikum bundið að skera niður í velferðarmálum eins og nú hefur verið gert og er, góðir áheyr- endur, ekki líklegt til vinsælda. En þetta sýnir ábyrgð. Við viljum ekki stuðla að því að íslenska þjóðin verði gjaldþrota og missi lánstraust á erlendri grund. Við segjum sann- leikann eins og hann er. Spamaðurí i'ekstri þjóðarbúsins bitnar á öllunt. Þessu verðunt við að átta okkur á þvf að alllof algengt er að fólk telji spamað góðan svo framarlega sem hann bitnar ekki á þvf sjálfu. Hugarfarsbreytingar þörf Það þarf hugarfarsbreytingu hér í íslensku þjóðfélagi, breytt hugarfar um sameiginlegan sjóð okkar, bæði hvað varðar að borga í hann og úr honum. I hvert skipti sem á að draga úr útgjöldum rísa upp hags- munahópar sem hafa hagsmurii af áframhaldandi frjáraustri. Þessu verður að breyta. Stjórnvöld verða að bregðast við undanskotum þegna frá skatti. Því hugarfari verð- ur að breyta. Unga fólkið í þessu landi ber ekki ábyrgð á þeim fjá- raustri sem hefur verið í alls konar sjóði á undanfömum ámm, í fisk- eldi, loðdýrarækt og fleira. En það er unga fólkið sem þarf að greiða þessa óráðsíu nteðal annars með háunt bankavöxtum og niðurskurð í opinbemm útgjöldum. Það er unga fólkið sem þarf að taka lán meðan það er að koma undir sig fótunum. Ungt fólk langar ekki til að sjá stærstan hluta tekna ríkisins í náinni framtíð fara til að greiða erlendar og innlendar skuldir til lánadrottna, skuldir sem em tilkomnar vegna gæfulausra Ijárfestinga fyrri kyn- slóðar. Viljum bjarta framtíð Þess vegna hlýtur ungt fólk að spyrja: A hvaða leið emm við? Við viljum sjá bjarta framtíð hér fyrir bömin okkar, framtíð þar sem jafn- aðarmennskan er í fyrirrúmi. Við viljunt sjá ráðdeild í meðferð opin- berra sjóða. Með ráðdeild getum við byggt upp réttlátt þjóðfélag þar sem enginn þarf að líða skort og bömin okkar þurfa ekki að li'ða fyr- ir óráðsíu fyrri kynslóðar. Stjóm- málamenn þurfa að breyta vinnu- brögðum, sýna fordæmi og um- gangast opinbert fjármagn með virðingu. Rétt leið ríkisstjórnar Frú forseti. Hæstvirtir þingmenn. Góðir landsmenn. Það er bjargföst trú mín að þessi ríkisstjóm sé á réttri leið. Ég trúi því að almenningur skilji og viti nauð- syn þess að spoma við fótum í út- þenslu ríkisfjámiála. Ég veit einnig að almenningur í landinu er til í að taka þátt í því svo framarlega sem einhver árangur sést í þeirri baráttu. Við Alþýðuflokksmenn munum eftir sent áður gæta hagsmuna þeirra sem minna niega sín í þjóðfé- laginu og standa vörð um réttlátt velferðarkerfi sem nýtist þeint sem á þurfa að halda. Stjómmálamenn þurfa pólitískt hugrekki til að takast á við vandann. Það þarf hugrekki til að takast á við óvinsælar aðgerðir. Það vantar ekki hugrekki í Alþýðu- flokksmenn. Við tnium því að al- menningur á Islandi viti hveijum á að treysta og hverjunt ekki. Það er sameiginlegt markmið okkar þjóðfélasþegna að gera þetta þjóðfélag að betra þjóðfélagi, sem verður aðlaðandi fyrir böm fram- tíðarinnar að búa í.“ Fyrirsögn og millifyrirsagnir: Alþýðublaðiö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.