Alþýðublaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MYNDLIST & GETRAUNIR Föstudagur 8. október 1993 AFMÆLISSÝNING í HAFNARBORG Á morgun verður opnuð í Hafnar- borg sýning á verkum í eigu stofnun- arinnar og stendur hún yfir til 25. október. Sýningin er haldin í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofnun Hafnarborgar en fimm ár frá form- legri opnun hennar. Fyrir tíu árum gáfu Dr. Sverrir Magnússon og kona hans Ingibjörg Sigurjónsdóttir Hafnarfjarðarbæ hús- eign sína við Strandgötu ásamt veglegu listasafni og nokkrum bókakosti. Með þeirri gjöf var lagður gmnnur að Hafn- arborg. Næstu fimm ámm var varið til umfangsmikilla byggingarfram- kvæmda og árið 1988 hófst starfsemi Hafnarborgar af krafti í nýjum og glæsilegum salarkynnum. Síðan hefur verið rekin öflug starfsemi í Hafnar- borg, myndlistarsýningar, tónleikahald og aðrir menningarviðburðir. Á þessum tímamótum hefur verið gefin út bók sem inniheldur annál starf- seminnar undanfarin fimm ár auk greina sem tengjast starfinu og skrár yf- ir listaverkaeign Hafnarborgar. Fjallað er sérstaklega um veglegar listaverka- gjaftr Eiríks Smith og Elíasar B. Hall- dórssonar og um utangarðslist. I tilefni af því að tíu ár em liðin frá gjöf Dr. Sverris og Ingibjargar hefur stjóm Hafnarborgar verið afhent frant- lag til stofnunar minningarsjóðs um þau hjónin. Á bak við þetta framlag standa fimm menn, þeir Árni Grétar Finnsson, Einar I. Halldórsson, Ellert Borgar Þorvaldsson, Sveinn Guðbjarts- son og Þór Gunnarsson, en þeir hafa lagt fé til sjóðsins ásamt fleiri einstak- lingum og fyrirtækjum. Framlaginu fylgir sú tillaga að starfsemi og mark- mið sjóðsins verði að veija fé úr sjóðn- um til að veita táknræna viðurkenningu til Hafnftrðinga sem vakið hafa verð- skuldaða athygli á sviði lista og ntenn- ingar. leita evara við áleitnum spurningum sem vakna ipegar aðrir fara að sofa J|' EndUrlSl október Þórhallur "Laddi" Sigurðsson gysmeistarí ÓlaHa Hrönn Jónedóttir glensiðjukona lijálmar Hjáimars&on spaugsmiður og Haraldur "Halli" Sigurðsson spévirki gera iétta úttekt á mannlífinu og rannsaka fyjóðareðlið í bráð og lengd Leikstjórn: 3jörn G. djörnsson Útsetningar Þórír öaidursson Hljómsveitin Saga klass og hin fjölhæfa söngkona Bergllnd Björk Jónasdóttir eru með í úttektinni og halda áfram leiknum til kl 03.00. Verð: 4.300 kr. Sífasta i/etur i/ar syningar. lé/sstaAi(rJjö//)fie{j/tu/' mat&erfi// FORRETTIR: Rjómalöguð villisveppasúpa hœtt Portvíni eða Bleikjufrauð og reyktur lax framreitt með piparrótarsósu. AÐALRÉTTIR: Ofnsteiktur lamhahryggsvöðvi í sinneps- og jurtahjúpi eða Léttsteiktur grísahryggur með reykbragði framreiddur með rauðvínssósu eða Grœnmetisréttur að hætti hússins. EFTIRRÉTTIR: Grand Marnier ís soufflé eða Súkkulaðifrauð með vanillukremi og jarðarberjum. pantanfr ií sfma 91-29900 Hagstætt verð á helgarpökkum: "show" matur og gisting _lofar 8óðu! SPRÐ í SPfiRKIÐ - GETRfiCINIR 2 Brage - Helsingborg Brage tókst ekki að vinna í síðustu viku er þeir spiluðu við Halmstad á útivelli. Heldur betur gekk Helsingborg þegar þcir unnu Örgryte á heimavelli sínum. Samkvæmt gengi liðanna væri ekki ólíklegt að sigurinn yrði Helsingborgar-ntanna. Leikurinn lítur ekki mjög vel út fyrir Brage. Hugsanlegt er þó að Brage-menn hagnist eitthvað á heimavellinum og næli sér í eitt stig. 2 Degerfors-Frölunda Þegar Frölunda vann Norrköping síðastliðinn sunnudag var það þriðji leikurinn í röð sem þeir fóru nteð sigur af hólmí. Það er ekki líklegt að Degerfors geti stoppað sigurgöngu þeiira, en þeir töpuðu fyrir AIK í síðustu leikviku. Kannski er Frölunda-vélin komin í gang, en hún hefði getað farið fyrr al' stað þvf keppnistímabilinu fer senn að ljúka. X Hacken - AIK AIK-menn dutlu út úr Evrópukeppni meistaraliða á ntiðvikudaginn í síðustu viku en þá kepptu þeir við Sparta Prag. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Spörtu en þeir unnu einnig seinni leikinn 2-0. Hacken var ekki í neinu „Evrópudæmi“ og gátu því einbeitt sér að deildinni. Þrátt fyrir hvíldina urðu þeir að sætta sig við tap á móti Trelleborg FF. 1 Malmö FF - Örebro Það væri nú ótrúlcgt ef Örebro myndi vinna tvo leiki í röð. Það væri ekki raunhæft að spá þvf þegar þeir eru að fara spila á móti sterku liði Maimö FF. Reyndar tapaði Malmö í síðustu viku á móti Gautaborg en það var samkvæmt öllum spám. X Norrköping - Gautaborg Toppleikur í sænsku deildinni, en þessi tvö lið eru að berjast um meistaratitilinn. Gautaborg hefur heldur vænlegri stöðu því í síðustu viku unnu þeir á meðan Norrköping tapaði óvænt fyrir Frölunda. Kannski hefur leikurinn á móti Mechelen verið í hausnum á leikmönnum Norrköping vegna þess að þeir töpuðu í framlengingu í þeim leik. Rosalega svekkjandi. X Örgryte - Trelleborg FF Hér er leikur sem getur farið á alla vegu. Þess vegna er jafnteflistáknið X notað, væntanlega það eina rétta í þessum leik. Trelleborg FF vann Jtað afrek í síðustu viku að vinna Hácken því ein- sog allir vita telst það gott að vinna lið þar sem Islendingar spila. Það kom hinsvegar ekki á óvait þegar Ijóst varð að Örgryte hafði tapað á móti Helsingborg á sunnudaginn var. 2 Öster - Halmstad Öster beið lægri hlut á móti Örebro síðastliðinn sunnudag en á meðan tók Halmstad á móti Brage og sigraði í þeim leik. Staðan í deildinni er þannig að Halmstad er þremur stigum á eftir Österog getur því ekki náð þeim. Það væri ekki vitlaust að setja jafntefli á þennan leik því útisig- ur er alls ekki öruggur. 2 Bamsley - Charlton Nú erum við komnir í allt aðra sálrna en við höfum verið f. Fyrsta deildin í Englandi kemur hér á blað og eru leikimir þessa vikuna sérstaklega erfiðir fyrir getraunaspámenn. Charlton ætti að hafa betur f þessari viðureign. Þeir eru í fimmta sæti með 17 stig en Bamsley er með 10 stig og eru f átjánda sæti. Það má iíka geta þess að Bamsley fékk hrikalegan skell í síðustu viku þegar þeir töpuðu 0-5 á móti Luton. 1 Grimsby - Southend Þessi spá að Grimsby sigri er einungis byggð á því hvað spámenn almennt halda um þennan leik. Bæði liðin munu ömgglega lenda ofarlega í deildinni. Southend tapaði reyndar á móti Tranmere í síðasta lcik en það cr engin skömm því þcir eru í öðm sæti. Grimsby gerði 2-2 jafnt- efli við Oxford á útivclli. X Millwall - WBA Bæði liðin em í ncðri helmingi deildarinnar og cm með 9 stig. Ekki er úr vegi að hafa heima- sigur einnig í huga því að í þremur síðustu tilraunum hefur WBA ekki tekist að vinna sigur á úti- velli. Bæði liðin hafa unnið tvo leiki hingað til. WBA kom upp í fyrstu deildina í ár en Millwall varð í sjöunda sæti í fyrra. 2 Oxford-Stoke Verðum við íslendingar ekki að styðja okkar menn? Þomaldur Örlygsson gekk til liðs við Stoke fyrir þetta tímabil þegar þeir komu upp úr annani deild. Stoke er til alls líklegt í þessum leik enda cru andstæðingarnir ekki af bestu sort. Oxford er með 6 stig og er í þriðja neðsta sæti. Stoke cr með 11 stig og er staðsett um miðja deild. 1 Peterboro - Portsmouth Þetta er enn einn leikurinn sem maður veit í raun og veru ekkert um hvemig fer. Þetta verður þá áhættuleikur vikunnar. Mjög litlu munaði að Portsmouth hefði farið upp í úrvalsdeildina á síð- asta keppnistímabili en þá lentu þeir í þriðja sæti og misstu af lestinni. Síðustu afrek liðanna vom þau að Peterboro tapaði 0-2 fyrir Sunderland en Portsmouth gerði 1-1 jafntefli við Nottingham Forest. X Watford - Middlesbro Middlesbro ætlar að næla sér í sæti í úrvalsdeildinni en þeir duttu einmitt úr henni á sfðasta tímabili. Þcir em núna í fimmta sæti með 14 stig en hingað til hafa þeir unnið þrjá af fimm úti- leikjum sínuiti sem þykir mjög gott. Watford cr ekki langt á eftir þeim enda í sjöunda sæti með 12 stig. QETRfiUNfiSPfi fiLPYÐUBLfiÐSINS Brage - Helsingborg 2 Degerfors - Frölunda 2 Hacken - AIK X Malmö FF - Örebro 1 Norrköping - Gautaborg X Örgryte - Trelleborg FF X Öster - Halmstad 2 Bamsley - Charlton 2 Grimsby - Southend 1 Millwall - WBA X Oxford - Stoke 2 Peterboro - Portsmouth 1 Watford - Middlesbro X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.