Alþýðublaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SAMBAND ÍSLENSKRA RAFVEITNA
Föstudagur 15. október 1993
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
Innlausnardagur 15. október 1993.
1. flokkur 1991 Nafnverð: 1.000.000 100.000 10.000 Innlausnarverð: 1.320.071 132.007 13.201
3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 1.174.609
500.000 587.304
100.000 117.461
10.000 11.746
1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 5.784.488
1.000.000 1.156.898
100.000 115.690
10.000 11.569
2. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 5.693.709
1.000.000 1.138.742
100.000 113.874
10.000 11.387
Mikið áunnist í 50 ára sögu SÍR
RAFORKUVERÐ í LANDINU
ORDIÐ MJÖG JAFNT
Stofnfundur Sambands íslenskra raf-
veitna var haldinn í Oddfeiiowhúsinu í
Reykjavík 24. ágúst 1943. Alls 15 rafveit-
ur höfðu óskað þess að vera stofnfélagar
og sendu 12 þeirra fulltrúa til stofnfund-
arins. Það var Jakob Gíslason, raf-
magnsverkfræðingur og síðar orkumála-
stjóri sem átti frumkvæði að því að ráðist
var í að stofna til félagssamtaka meðal ís-
lenskra rafveitna. Jakob var þá forstjóri
Rafmagnseftirlits ríkisins og taldi því
ekki viðeigandi að hann tæki sæti í stjórn
SIR. Fyrsti formaður var Steingrímur
Jónsson.
Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri
hefur verið formaður SIR frá 1969. Hann
segir að fyrstu 20 árin hafi umræður á fund-
um snúist annars vegar um hin ýmsu innri
hagsmunamál rafveitnanna ekki síst á sviði
samræmingar. Hins vegar voru skipulags-
málin mikið rædd ekki síst er leið á tímabil-
ið. Þá urðu oft snarpar umræður um stefnu í
virkjunarmálum, ekki síst um val á virkjun-
arkostum og röðun ffamkvæmda. Meðal
annars urðu langvinnar umræður um virkj-
anir í héraði annars vegar og samtengilínur
hins vegar. Á þessum árum bar nokkuð á
skoðanamun forsvarsmanna rikisins og raf-
veitustjóra sveitarfélaga.
Sama ár og Aðalsteinn tók við for-
mennsku í SÍR var opnuð sjálfstæð skrif-
stofa sambandsins. Fyrsti framkvæmda-
stjóri var Gísli Jónsson fyrrum rafveitustjóri
í Hafnarfirði. Núverandi framkvæmdastjóri
er Eiríkur Þorbjömsson og Eggert Ásgeirs-
son er skrifstofustjóri. Rafveitur landsins
eru nú 14 talsins auk tveggja virkjunarfyrir-
tækja. Meðal merkari verkefna á seinni ár-
um má nefna samræmda tillögu um reglu-
gerð raforkufyrirtækja sem SIR gaf út árið
1987, svo og handbók um reikningsskil og
bókhald.
Jafnt raforkuverð
„Því verður ekki neitað að umræður um
raforkuverð hafa, ekki síður en skipulags-
málin, verið mjög mikið í sviðsljósi á vett-
vangi SIR undanfarin ár, jafnvel áratugi,"
segir Aðalsteinn Guðjohnsen.
„Svonefnt verðjöfnunargjald var lagt á
raforku allt frá árinu 1966 og fór síhækk-
andi í 20 ár, þar til það nam 19% álagi. Að
lokum var það afnumið á árinu 1986, með-
al annars eftir langa og harða baráttu SÍR.
Önnur afskipti stjómvalda af verðlagningu
hafa löngum verið SÍR þymir í augum. Nið-
urgreiðsla og afsláttur tíðkast enn á vissum
sviðum, en hæst ber þó að sjálfsögðu þau
tímabil verðstöðvunar sem hleyptu öflug-
um verðhækkunum af stað í hvert skipti
sem verðstöðvun var afnumin. Efúr sátu
notendur með vemlega hærra orkuverð en
ella.
Nú er svo komið að raforkuverð í landinu
er orðið mjög jafnt og vega þar að sjálf-
sögðu þyngst gífurlegar yfirtökur ríkissjóðs
á lánum Rafmagnsveitna ríkisins og Orku-
bús Vestfjarða," sagði Aðalsteinn.
Þess má geta að heiðursfélagar SIR hafa
verið þeir Steingrímur Jónsson, rafmagns-
stjóri, Jakob Gíslason, orkumálastjóri, Knut
Otterstedt, rafveitustjóri á Akureyri og
framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar, Eiríkur
Briem, rafmagnsstjóri ríkisins og síðar
framkvæmdastjóri Landsvirkjunar og Guð-
jón Guðmundsson, fyrrum rekstrarstjóri
Rafmagnsveitna ríkisins.
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00
imnm
Vinn ngstölur
miðvikudaginn
13. okt. 1993
| VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
H 6@il 3 (0 á ísl.) 53.278.000
G1 5 af 6 iDS+bónus 2 1.034.565
5 af 6 13 84.363
0 4 af 6 881 1.980
ra 3 af 6 iCfl+bónus 3.308 226
Aðaitöiur:
5 K22)Í24
2«/ 39ji42
BÓNUSTÖLUR
@@0
Heildarupphæð þessa viku
165.491.837
á Isl.:
5.657.837
UPPLÝSINOAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - IEXTAVARP 451
einr meo pyfliflVARA um prentviu.ua
TILKYNNING
Byggðastofnun á hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum miðað
við árslok 1993. Hlutabréf stofnunarinnar eru til sölu ef við-
unandi verð fæst að mati stjórnar stofnunarinnar.
Hlutafé
Byggða- Heildar
Fyrirtæki stofnunar hlutafé
Bær hf., Kirkjubæjarklaustri (hótelrekstur) 10.000 40.173
Fiskeldi Eyjafjarðar hf. (lúðueldi) 15.586 94.651
Folda hf., Akureyri (ullariðnaður) 8.000 64.865
Jöklaferðir hf., Höfn (ferðaþjónusta) 5.000 30.000
Límtré hf., Flúðum (iðnfyrirtæki) 18.226 50.215
Póls-Rafeindavörur hf., ísafirði (iðnfyrirtæki) 4.500 17.450
Samverk hf., Hellu (glerverksmiðja) 7.500 11.244
Silfurstjarnan hf., Öxarfjarðarhreppi (fiskeldi) 25.000 85.000
Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum
(þangmjölsverksmiðja) 12.500 33.000
Frekari upplýsingar gefa fyrirtækjasvið Byggðastofnunar í
Reykjavík og skrifstofur Byggðastofnunar á Akureyri, Egils-
stöðum og Isafirði.
un
Gömul mynd ór myndasafni Alþýöublaðsins af tengivirki.
HANN SEM GAF
OKKUR UOSID
Þegar rafvæðing dreifbýlisins stóð
yfir var það hátíðarstund í hverri sveit
þegar rafmagn hafði náð þangað. Á
ónefndum stað á Norðurlandi komu
íbúarnir saman til fagnaðar þegar hér-
aðið hafði verið rafvætt. Það var mikið
um dýrðir í samkomuhúsinu, ræðu-
höld og söngur.
Meðal þeirra sem tóku til máls var
sóknarpresturinn. Hann hélt langa ræðu
og kom víða við. Blessaði þessa merku
uppfmningu og alla þá sem höl'ðu lagt
hönd á plóginn við að koma rafmagni til
staðarins. Að lokum sagði presturinn:
„Nú skulum við öll sameinast í þökk til
hans sem gaf okkur ljósið".
Þá stóð upp nýráðinn rafveitustjóri hér-
aðsins og bjóst við að verða hylltur.
HVAÐ ER RAFMAGN?
Notkun rafmagns er fyrir löngu orð-
inn svo stór og ómissandi þáttur í dag-
legu lífi að við erum að velta því fyrir
okkur hvað rafmagn er. Raunar vefst
flestum tunga um tönn þegar þeir eru
spurðir hvað rafmagn sé. Islenska al-
fræðibókin skilgreinir rafmagn með eft-
iríárandi hætti:
„Sérhvert fyrirbæri sem rekja má til kyrr-
stæðna rafhleðslna eða rafhleðslna á hreyf-
ingu. Rafhleðsla er eiginleiki vissra öreinda
sem mynda efnið. Hún er skömmtuð og
minnsta eining hennar er frumhleðslan sem
R.A. Millikan mældi fyrstur manna. Raf-
hieðslur eru annað hvort jákvæðar eða nei-
kvæðar. Ralhleðslur með gagnstæð for-
merki dragast hver að annani eins og
hleðslur hrinda hver annarri frá sér. Stærð
kraftsins milli tveggja hleðslna má finna
með coulombslögmáli".
Svona errafmagn útskýrt. Hvort lesendur
eru einhverju nær er svo annað mál. Þeir
sem vilja vita meira um rafmagn og notkun-
armöguleika þess ættu að leggja leið sína á
afmælisþing SIR í Háskólabíói á morgun.